Leita í fréttum mbl.is

Tímabært að gæta hagsmuna sumarhúsaeigenda.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um frístundabyggð þar sem er að finna ýmis ákvæði sem vernda hagsmuni sumarbústaðaeigenda eins og frístundabyggðir hafa hingað til verið nefndar. Það er raunar réttara að nefna þessar byggðir frístundabyggðir. Miðað er við að þeir sem eiga hús í slikri byggð geti framlengt lóðarleigusamningi skv ákveðnum skilyrðum sem nánar er mælt fyrir um í lagafrumvarpinu.

Hvað sem því líður þá verður samþykkt þessa lagafrumvarps til þess að eigendur frístundahúss sem reist hefur verið á leigulóð á nú eðlilegan rétt til að framleigja en þarf ekki að sæta afarkostum eins og margir eigendur sumbarbústaða/frístundahúsa hafa þurft að sæta á unanförnum árum eftir að ákveðnir aðilar fóru að gera út á að kaupa land í þeim helsta tilgangi að geta neytt eigendur frístundahúsa til að kaupa leigulóðina undir húsinu á uppsprengdu  verði.

Það er tími til kominn að hagsmuna þess fólks sem hefur lagt mikla fjármuni og vinnu í frístundahús sín og umhverfi þeirra sé gætt með fullnægjandi hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 563
  • Sl. sólarhring: 910
  • Sl. viku: 3844
  • Frá upphafi: 2448811

Annað

  • Innlit í dag: 532
  • Innlit sl. viku: 3584
  • Gestir í dag: 514
  • IP-tölur í dag: 496

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband