Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingarmenn á villigötum.

Allt frá því að Samfylkingin mældist fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnun hafa ýmsir helstu forustumenn Samfylkingarinnar ekki kunnað sér læti og þess sáust glögglega merki á bloggi Össurs Skarphéðinssonar í gær þar sem hann réðist með rætnum og ómaklegum hætti að Gísl Marteini. Í dag birtir Dofri Hermannsson sem er flokkslíkamabarn Samfylkingarinnar auglýsingu þar sem hann segist auglýsa eftir þrem borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þeim Hönnu Birnu, Ólafi F. og Vilhjálmi Þ. Vafalaust hefur þetta átt að vera fyndið hjá Dofra en þetta er dálítið klént svo ekki sé fastar kveðið að orði eða notaður ritsöfnuður Össurar flokksbróður hans.

Samfylkingarfólk gæti verið ánægt með sig ef Samfylkingin hefði unnið einhver afrek í þjóðmálum. Svo er hins vegar ekki ef undan er skilin skelegg framganga Jóhönnu Sigurðardóttur í sínum málaflokkum og Björgvins Sigurðssonar í sínum.

Hvað gerði Samfylkingin þegar hún leiddi meirihluta í Reykjavík? Einhver stórafrek?  Nei.

Stórafrek í iðnaðarmálum? Utanríkismálum? Samgöngumálum? Alla vega ekki enn.

Af hverju stafar þá skyndileg fylgissveifla Samfylkingarinnar? Mér er næst að halda að hún stafi af því sem Samfylkingin hefur ekki gert.  Sjálfstæðisflokkurinn tók hins vegar skammtímahagsmuni framyfir langtímahagsmuni þegar meirihlutinn í Reykjavík var myndaður með þeim hætti sem það var gert. Sjálfstæðisflokkurinn glataði með því trausti margra sem að hafa verið dyggir fylgismenn flokksins.

Það er hins vegar með ólíkindum ef Samfylkingin fær fylgi frá Sjálfstæðisflokknum vegna vanhugsaðra aðgerða þessi flokks í borgarmálum. Sá kjósendahópur á miklu meiri samleið með okkur Frjálslyndum.

Þeir Samfylkingarmenn sem nú dansa trylltan stríðsdans af fögnuði eru á villigötum. Það er fráleitt að ærast vegna skyndifylgisaukningar sem flokkur hefur ekki unnið fyrir. Það verður  alltaf að sýna eðlilega aðgát í pólitískri umræðu. Því hefur ekki verið til að dreifa í fagnaðartryllingi sumra þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Skal gert Ægir Magnússon. Að sjálfsögðu er könnun bara könnun. Þegar bloggsíða Dofra var skoðuð hratt yfir þá varð ég ekki var við að verið væri að vísa í eitthvað sem átti að vera DV grín.

Jón Magnússon, 22.2.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband