22.2.2008 | 16:26
Barátta gegn kynþáttafordómum.
Dúettinn Geir og Bubbi stóðu fyrir tónleikum gegn rasisma í fyrrakvöld. Þeir sem vildu leggja málstaðnum lið mættu á staðinn en margur var fjarverandi vegna annarra verkefna eins og gengur. Einn af þeim sem mættu var Viðar Guðjohnsen formaður ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins. Hann vildi með því ljá baráttunni gegn rasisma lið. Svo virðist sem sumir sem telja sig eiga einkarétt á málefninu hafi ekki verið hrifnir af því að Viðar skyldi mæta þarna og því fólki finnst greinilega nauðsynlegt að búa sér til óvini án nokkurrar ástæðu.
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei alið á kynþáttafordómum eða stutt slíkt. Við höfum krafist þess að það yrði gætt að því að þau takmörk yrðu sett við innflutningi fólks að geta íslenska velferðarkerfisins annaði að búa öllum borgurum þessa lands fullnægjandi lífskjör. Við höfum bent á að við höfum fyrst og fremst skyldum að gegna við þá sem eru í landinu en ekki þá sem hugsanlega ætla að koma hingað. Þess vegna er það frumskylda okkar að gæta að jöfnum hagsmunum þeirra sem hér búa.
Við Frjálslynd vöruðum við því að frjálst flæði útlendinga til landsins gæti leitt til aukinna fordóma í landinu, en Bubbi hélt tónleikana sína vegna þess að hann telur að um aukna fordóma sé að ræða í garð útlendinga. Við bentum á að nauðsynlegt væri að þeir sem hingað flyttust ættu þess kost að aðlagast íslensku samfélagi sem fyrst m.a. með því að geta lært íslensku og um íslenska þjóðfélagið. Hefði verið farið að tillögum okkar Frjálslyndra hefði ekki orðið tilefni til þess að ástardúettinn Geir og Bubbi hefðu haldið tónleika sem þessa.
Viðar Guðjohnsen á heiður skilinn fyrir að láta ekki fordóma í sinn garð varna sér í baráttunni fyrir góðum málsstað.
Bubbi Morthens og ýmsir fleiri ættu að gaumgæfa það að ekki veldur sá sem varar við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 788
- Sl. sólarhring: 790
- Sl. viku: 5727
- Frá upphafi: 2426361
Annað
- Innlit í dag: 730
- Innlit sl. viku: 5284
- Gestir í dag: 662
- IP-tölur í dag: 624
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ég tek undir þetta með þér Jón. Mér fannst það líka afar óþægilegt að heyra Bubba okkar opinbera fordóma á sviðinu sem var sett upp GEGN FORDÓMUM, er hann hélt því fram að enginn tæki mark á Frjálslyndum. Það er nokkuð alvarlegur hroki og hleypidómar.
Guðbjörn Jónsson, 22.2.2008 kl. 16:57
Auðvitað er þetta rangt hjá Bubba.
Hvað eruð þið mörg?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.2.2008 kl. 17:42
Þú hittir naglan á höfuðið í þessum pistli þínum hér eins og svo oft áður. Mig langar að bæta við þetta að orðið FORDÓMAR er eitthvað það ofnotaðasta orð á íslenskri tungu í dag. Fordómar er eitthvað svona týsku orð sem slengt er fram þegar mælandinn hyggst slá sér til riddara sem þenkjandi einstaklingi. Í þá ormagryfju hefur Bubbi blessaður fallið enn eina ferðina. Sá popúlismi sem Bubbi er að boða á ekkert skylt við það að vilja taka heilstætt af ábyrgð á málefnum innflytjenda til íslands. Þvert á móti að þá skýtur hann sig í fótinn og afhjúpar eigin fáfræði, hroka og bullandi FORDÓMA sem hann sjálfur er rýghaldinn.
Bubbi: það eru ekki FORDÓMAR þegar rætt er málefnalega þar sem mælandinn hefur haldbær rök fyrir máli sínu.
Bubbi: það eru hinsvegar FORDÓMAR að vera með upphrópanir án þess að kynna sér afstöðu manna og gera öðrum upp skoðanir sem þeir alls ekki hafa.
Ég leyfi mér að lýsa því hér með yfir að Bubbi er einhver FORDÓMAfyllsti maður sem um stræti borgarinnar reikar, hann virðist ekki bera neina ábyrgð á því sem hann segir!
Viðar ætti í raun að stefna Bubba fyrir ærumeiðingar en Bubbi er einmitt mjög fróður um slík lög.
Kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:07
Sæll Jón. Flott grein hjá þér, einmitt það sem ég ætlaði að fara að blogga um :) "Umhugsun" er búin að svara þessu mjög vel og það er mín skoðun að Bubbi sé nokkuð hrokafullur og mér hefur oft fundist hann komast ansi langt á hugsuninni " Æ þetta er bara Bubbi" Það er samt skemmtilegt að hann "fellur" ( hér er ekki átt við í dóp eða drykkju) um eigin fordóma á sama tíma og hann er að skapa sér ímynd sem baráttumaður útlendinga gegn fordómum og flaggar forsætisráðherra í því máli og lýsir því síðan yfir með miklu yfirlæti þess sem best veit að Geir geti sungið í alvöru..hahahaha. Hver vissi það ekki? Hver er bestwisser Íslands? Hver tekur mark á Bubba?
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:07
"Hefði verið farið að tillögum okkar Frjálslyndra hefði ekki orðið tilefni til þess að ástardúettinn Geir og Bubbi hefðu haldið tónleika sem þessa."
Orða sanni hjá þér Jón.
Halla Rut , 22.2.2008 kl. 22:53
Bubbi er að reyna slá einhverjar keilur hjá þjóðinni. Greyið maðurinn veit ekki hvað hann er hrikalega leiðinlegur í hroka sínum. Hann er svona eini maðurinn í partýinu sem setur lappirnar upp á borð og talar stórmannlega.
Valsól (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:59
Takk fyrir innleggið Jón. Bubbi er þekktur fyrir minnihlutahópaaðstoðarsyndromið sitt. Hann má mín vegna halda konserta út um allt en gott væri held ég fyrir hann og alla sem að málum koma að yfirlýsingar kóngsins væru einstaka sinnum teknar í kjaftvikið frekar en kokgleyptar. Þetta "hjálpum" þeim dæmi er alþekkt í poppbransanum, ég hef sjáfur tekið þátt í því en finn mig í seinni tíð leggja góðum málum frekar lið með því að greiða heimsenda aðstoðargíróseðla án þess að auglýsa það sérstaklega. Rasistastipillinn sem reynt hefur verið að klína á ykkur í Frjálslyndum er að mínu áliti heimskulegt fjas. Það eina sem ég hef lesið út úr tillögum ykkar varðandi innflytjendur er að hafa hlutina í lagi, til góða fyrir okkur og þá sem setjast að hjá okkur.
Pálmi Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 00:14
Hjartanlega sammála þér Pálmi. Reyndar hefur mér aldrei fundist Bubbi neinn KÓNGUR eða Bjöggi Halldórs Elvis Presley Íslands. Samt nokkuð góðir báðir tveir,hver á sínu sviði, þeir hafa þroskast vel með musikinni.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.2.2008 kl. 00:59
Það er eins og sumt fólk sem annars gegur sig út fyrir að vera samfélagslega þenkjandi og hafa vit á þjóðfélaginu, átti sig alls ekki á því að þegar hlutfall útlendinga er skyndilega á nokkrum mánuðum aukið úr 2- 3% af þjóðarheildinni í um 7% þá hlýtur að skapast spenna í þjóðfélaginu.
Tala nú ekki um þegar þetta er gert án þess í raun að ræða þetta með nokkrum hætti við þá þjóð sem fyrir er í landinu, eða tryggja að sómasamlega sé tekið á móti þeim sem hingað koma.
Það er bara staðreynd að verulega mikið vantar á að hlutirnir séu í lagi. Af hverju er ekki löngu búið að halda tónleika til að lýsa fyrirlitningu á þeirri meðferð sem margir atvinnurekendur búa útlendingum með því að borga þeim skítalaun og láta þá búa við aðstæður sem eru óásættanlegar?
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei átt aðild að slíkri illri meðferð á útlendingum. Þeir sem það stunda kjósa og styðja aðra flokka en Frjálsynda. Sennilega eru flestir þeirra stuðningsmenn flokks Bubba og Geirs.
Magnús Þór Hafsteinsson, 23.2.2008 kl. 08:32
Sæll Jón. Ég er ekki stuðningsmanneskja ykkar í Frjálslindaflokknum,en hef aldrei álitið að þið predikið fordóma gegn útlendingum.Þetta er einfaldlega mál sem þarf að taka á,til þess að við getum boðið þetta fólk velkomið og látið því líða vel og hjálpa þeim að aðlagast.
Þó að við bjóðum útlendinga velkomin til landsins þá má innstreymið ekki vera galopið,það þarf að athuga vel t.d. sakaskrá viðkomandi.
Kveðja frá Maríu, sem er gift útlendingi.
María Anna P Kristjánsdóttir, 23.2.2008 kl. 09:55
Ég missti nú af þessum tónleikum. Hvað var það sem Bubbi sagði?
Landfari, 23.2.2008 kl. 11:30
Fínn pistill og relgulega góð svör líka. Ég er innilega sammála því sem hér hefur komið fram. Og ég þekki töluvert af fólki af erlendu bergi brotið, og áhyggjurnar eru þær sömu hjá þeim, því það hefur tekið á sig skatta og skyldur eins og við, og hefur áhyggjur af því að það verði frá þeim tekið, ef atvinnurekendur fara í svona miklum mæli að flytja inn ódýrt vinnuafl, svokallað. Það er ekki erlendu verkamönnunum að kenna, heldur græðgi þeirra sem notfæra sér ástandið og það vald sem stjórnvöld hafa fært þeim. Og ég er viss um að það verkafólk sem hingað kemur til vinnu skamman tíma vill að það sé eftirlit með því að það njóti sömu kjara og réttinda og aðrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 12:00
Fordómar gegn fólki vegna stjórnmálaskoðana er því miður mjög algegnt.En því miður er það ekki rétt að fordómar þekkist ekki hjá fólki í Frjálslyndaflokknum.Einstaklingar innan Frjálslyndaflokksins og jafnvel flokkurinn sjálfur er mjög fordómafullur gagnvart fólki sem að hyllist aflahlutdeildarkerfi í fiskveiðum.Fordómarnir eru slíkir að það jaðrar í sumum tilfellum við að vera sjúklegt.Þetta á reyndar við um fólk í fleiri flokkum ,en er mest áberandi í Fjálslyndaflokknum og háir flokknum.
Sigurgeir Jónsson, 23.2.2008 kl. 23:24
Smitberar, glæpamenn, erlend glæpagengi, "konur geti gengið óhultar um götur", "vegið að stoðum velferðakerfisins", "vegið að kjörum launafólks". Þetta eru allt orð, sem þið í Fjálslynda flokknum hafið viðhaft í umærðu um innflytjendur. Svo þykist þið ekki hafa alið á fordómum í garð innflytjenda. Það eru einmitt þessi orð ykkar, sem hafa átt drjúgan þátt í að auka fordóma í garð innflytjenda.
Þú, Jón Magnússon hefur einnig verið duglegur við að hafa eftir ónafngreindum mönnum í lögreglunni um hitt og þetta neikvætt um útlendigna í viðtölum. Það er einmitt mjög góð leið til að ala á fordómum. Einnig man ég eftir viðtali við þig stuttu eftir að upp komst um nokkra Litháa, sem voru teknir fyrir BÚÐAHNUPL þar, sem þú talaðir um Litháa, sam hafi verið teknir fyrir INNBROT. Það er mikill munur á búðahnupli og innbroti.
Það eina, sem hin mikla aukning innflytjenda hér á landi hefur reynt á er umburðalyndi okkar Íslendinga og geta stjórnvalda og stéttafélaga til að hafa eftirlit með atvinnurekendum. Það eru vandamálin, sem taka þarf á en ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að manna störf, sem þarf að manna hér á landi.
Tillögur ykkar í Frjálslynda flokknum stangast í veigamiklum atriðum við EES samningin án þess þó að gefa upp hvort þið viljið segja þeim samningi upp. Það fer því fjarri að þið í Frjálslynda flokknum hafið talað um þetta með málefnalegri hætti en aðrir.
Hvernig væri að fá skýrt svar við því frá ykkur hvorft þið viljið segja upp EES samningum eða ekki. Að fengnu því svari getum við rætt kosti þess og galla að segja upp EES samningum eða rætt tillögur í málefnum innflytjenda, sem heimilar eru samkvæmt þeim samningi eftir því hvert svarið verður við þessari spurningu.
Sigurður M Grétarsson, 24.2.2008 kl. 04:08
Sigurður þingmenn Frjálslynda flokksins tala ekki um EES samningin í þessu samhengi því það er engin hugur í þessu hjá þeim að breytta þessu ef þeir yrðu stjórntækir.
Frjálslyndi flokkurinn er að reyna að spila inn á óánægju fólks í þjóðfélaginu.
Frjálslyndi flokkurinn var í upphafi stofnaður til að afnema kvótakerfið og búa til nýtt fiskveiðakerfi í staðinn.
Nú 9 árum seinna er ekki hægt að finna frumvarp til laga með greinagerð frá Frjálslynda flokknum sem er gegn kvótakerfinu og hvað á að taka við ef kvótakerfinu yrði í hel komið.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.