Leita í fréttum mbl.is

Ónýtur gjaldmiðill.

Man nokkur eftir því að bankastjóri Seðlabankans þá forsætisráðherra sagði að Evran væri ónýtur gjaldmiðill? 

Nú ber þessi sami maður mesta ábyrgð á gengi eða gengisleysi íslensku krónunnar. Hvað skyldi hann segja um krónuna í dag? 

Nú veikist krónan þá við séum með hæstu stýrivexti allra OECD ríkjanna e.t.v. að Tyrklandi undanskildu.  Krónan veikist líka þó að jöklabréfin séu framlengd og vöxtunum bætt ofaná.  Sú staðreynd er raunar uggvænleg.


mbl.is Evran náði sögulegum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krónan er í þessari stöðu vegna þess að þjóðin eyðir um efni fram þetta er ekkert flókið og er engum um að kenna en okkur sem þjóð!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Hvenær var Dóri Blöndal forsætisráðherra?!

Andrés Magnússon, 1.3.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Haltu bara áfram Jón Magnússon að tala gengi Frjálslynfaflokksins niður, þér hefur orðið vel ágengt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jón, mikið rétt hjá þér.  Hvernig þetta endar veit maður ekki.  Mér finnst þjóðarskútan sigla stjórnlaust áfram á meðan fjölmiðlar eru að velta því fyrir sér hvort Árni Matt horfi hýru auga til Landsvirkjunar því Friðrik er að láta af starfi.  Hvers konar hugsanagangur er ríkjandi á Íslandi.  Maður verður orðlaus mörgum sinnum á dag núorðið.  Umræddur ráðherra hefur sýnt af sér þvílík vinnubrögð og ætti fyrir löngu að vera búinn að segja af sér og honum er ekki treystandi  innan veggja Landsvirkjunar.  Þá stöðu á að auglýsa.

Heimir ertu ekki í Frjálslynda flokknum, ef ekki  þá ertu hjartanlega velkominn.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.3.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð hefur vanist því að fara sínu fram. Kann ekki annað.

Hann hefur aldrei farið leynt með skoðun sína á Samfylkingunni. Hann er ekki hrifinn af núverandi stjórnarsamstarfi, ég lái honum það reyndar ekki. Deili skoðun með honum í því, en á öðrum forsendum.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en sá grunur hefur læðst að mér að Davíð hafi sett Seðlabankann í harða stjórnaraðstöðu. Og að það skýri að verulegu leyti fáránlega stefnu bankans í vaxtamálum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2008 kl. 16:51

6 identicon

Seðlabankinn er að reyna að taka úr umferð krónur með þessum háu stýrivöxtum til að reyna að sporna við miklu framboði af innlendri mynt sem ekki er innistæða fyrir því miður. Seðlabankanum  hefur gengið illa hingað til að ná fram sínum markmiðun vegna EES samningsins því í gengnum hann hefur um langa hríð flætt óhindrað erlent lánsfjármagn inn í okkar hagkerfi stjórnlaust. Nú eru þeim veisluhöldum lokið. En það jákvæða í þessu öllu saman er að framundan þarf íslensk þjóð ekki að hafa áhyggjur af umframþyngd sulturinn sér um sína

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Seðlabankinn væri samkvæmur sjálfum sér, þá hefði hann hækkað stýriivexti nú síðast í stað þess að láta þá standa í stað, ef hann ætlar að ná verðbólgumarkmiðum sínum, miðað við fyrri kenningar bankans, því verðbólgan hefur sjaldnast verið meiri á seinni árum en nú.Flestir gjaldmiðlar hafa fallið um og yfir 10 prósent á tveim síðustu mánuðum og verðbreytingar eiga eftir að koma fram af þeim sökum.Það sem Seðlabankamenn og allir ættu að byrja á að viðurkenna er að Seðlabankinn ræður ekki við ástandið.Þá kannski færu einhverjir að gera eitthvað, áður en allt fer til fjandans

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 1654
  • Sl. viku: 3256
  • Frá upphafi: 2414005

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2973
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband