Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmet í vantrausti.

Fréttablađiđ sagđi frá ţví ađ aldrei hefđi nokkuđ stjórnvald mćlst međ jafnlítiđ traust og borgarstjórn Reykjavíkur. Skođanakönnun ţar sem ţetta kom fram birtist um daginn. Ađeins 9% ađspurđra treystu borgarstjórninni.

Hvađ veldur svona afgerandi vantrausti á borgarstjórn Reykjavíkur? Ţađ er athyglivert ađ ţađ er ekki veriđ ađ spyrja um borgarstjórann í Reykjavík eđa meirihlutann heldur borgarstjórnina. Dagur B. Eggertsson virđist eitthvađ misskilja ţađ sem fólk er ađ tjá sig um. Hann virđist ekki átta sig á ţví ađ ţessi niđurstađa er vantraust á hann sem og ađra borgarfulltrúa ekki bara núverandi  meirihluta.

Athyglivert ađ ţegar Fréttablađiđ leitađi eftir ţví ađ fá viđhorf borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins ţá náđist ekki í neinn ţeirra. Ekki náđist heldur í Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. Ţađ er afar athyglivert ađ svo stór hópur stjórnmálamanna skuli ekki vera ađgengilegur til ađ tjá sig viđ fjölmiđil um atriđi sem máli skipta. Ég efa ađ í nokkru öđru lýđrćđisríki kćmust stjórnmálamenn upp međ ađ neita ađ tjá sig međ ţeim hćtti eins og núverandi meirihluti gerir međ ţví ađ láta fjölmiđla ekki ná í sig.

Af hverju er ţetta Íslandsmet í vantrausti á ţetta stjórnvald, borgarstjórn Reykjavíkur? Ef til vill vćri réttara ađ spyrja af hverju ćtti fólk ađ bera traust til ţessa stjórnvalds?   Hefur ţađ sýnt sig ađ vera vert trausts?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Athygliverđur punktur, ég fattađi ekki meininguna í ţessu, en ţađ er rétt hjá ţér, ef spurningin hefur veriđ um Borgarstjórnina í heild, ţá er ţađ auđvitađ vantraust á allann hópinn.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 2.3.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Lít á ţessa skođanakönnun um traustiđ, ţannig ađ ţađ sé veriđ ađ spyrja um hvort ţú treystir núverandi borgarstórn.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 2.3.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ţađ er mikiđ talađ um traust á Íslandi. Traust á Ríkistjórn, Borgarstjórn, bankafólki, ađgerđaleysi Seđlabanka o.s.f. En hvađ er traust eiginlega ţegar á öllu er á botninn hvolft? Lygi er kölluđ stjórnmál hjá Alţingismönnum, Lygi í fjölmiđlum er kölluđ prentfrelsi, Lygi hjá viđskiptajöfrum er kallađ hagfrćđi, en ef almúga mađur lýgur er hann óheiđarlegur.  Loforđ fyrir kosningar sem ekki er efnt EFTIR kosningar eru kallađar "nauđsynlegar" stefnubreytingar vegna vandamála út í heimi. Ţađ hefur mörg lygi orđiđ ađ lögum, og mörg lög eru tóm lygi. En ţađ breytir aldrei stađreyndum. En ég er skráđur fylgismađur Frjálslynda Flokksins, ţví ég trúi ađ ţeir ljúgi minnst af öllum flokkum. En ekki taka ţađ ţannig ađ ég sé á móti lygi. Var einmitt ađ skrifa pistill í bloggiđ mitt til ađ prófa ţetta lygafyrirbćri. Ekki eitt einasta orđ satt, en furđulegt nokk! Ţau skrif urđu miklu jákvćđari en allt sem ég hef skrifađ áđur sem allt er satt. Ég er búin ađ spyrja marga bloggista í hvađa flokki Borgarstjórinn er og ég fć aldrei svar! Er einhver flokkur til sem hefur fariđ framhjá mér..  

Óskar Arnórsson, 2.3.2008 kl. 13:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 649
  • Sl. sólarhring: 1067
  • Sl. viku: 3230
  • Frá upphafi: 2297964

Annađ

  • Innlit í dag: 617
  • Innlit sl. viku: 3022
  • Gestir í dag: 599
  • IP-tölur í dag: 586

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband