Leita í fréttum mbl.is

Hvar er þessi hnattræna hlýnun? Ekki í Vestmannaeyjum.

Hvernig skyldi hin pólitíska veðurfræði skýra kaldan vetur á Íslandi í ár þar sem meðalhiti þeirra vetrarmánaða sem liðnir eru, er lægri en í meðalári. Mér er sagt að elstu menn í Vestmannaeyjum muni ekki annan eins harðræðisvetur og þennan.

Er það ekki bara þannig að það skiptast á skin og skúrir og hiti og kuldi og það er útilokað að álykta um hnattræna hlýnun af mannavöldum með því að taka loftslagbreytingar síðustu ára og áratuga inn í myndina. Við höfum dæmi um það í veraldarsögunni að það hefur verið mun hlýrra en það er nú og þá voru engar gróðurhúsalofttegundir af mannavöldum. Yfirborð sjávar var fyrir nokkrum þúsund árum mun hærra en það er núna og Sahara eyðimörkin var aldingarður.  Þegar loftslagsbreytingar verða þá tapast ákveðin svæði en önnur vinnast.

Þrátt fyrir að ég vilji að náttúran njóti vafans þá er ég ekki trúaður á helvítisspár Al Gore og Þórunnar umhverfisráðherra vegna hnattrænnar hlýnunar.


mbl.is Innisnjóaðir Vestmannaeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú myndir kynna þér fræðin á bakvið hina óumdeilanlegu staðreynd sem hlýnun jarðar er, þá myndiru vita að svona harðir vetur og hlý sumur eins og var núna síðast hjá okkur, það rigndi eiginlega ekkert í tvo mánuði, eru þessar öfgar sem einkenna hlýnun jarðar.

Fellibylir og hitabeltisstormar hafa aldrei verið fleiri, veðurhamfarir í Asíu slá met hvert einasta ár.

Þingmaður eins og þú ættir ekki að státa af svona fáfræði í þessum málum, umhverfismál þjóðarinnar eru í höndum þinnar stéttar og þið eigið að vita um hvað málið snýst. Það er ótrúlegt að enn séu til þingmenn sem neita að opna í augun í sambandi við hlýnun jarðar. 

MagSig (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Pólitísk veðurfræði getur ekki útskýrt neitt því hún er ekki til.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona samt að það verði hlýnun en ekki kólnun, ef eitthvað breytist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:48

4 identicon

Það er einmitt málið, ef þessi hnattræna hlýnun gengur eftir þá mun Golfstraumurinn breyta um farveg eða jafnvel stöðvast. Golfstraumurinn kemur með hita frá suðlægari ströndum hingað til lands og er einmitt ástæðan fyrir því að lífvænt er á Íslandi.

Með öðrum orðum, ef hlýnunin heldur áfram mun ekki vera raunhæft að búa á Íslandi vegna íss og kulda.

Áslaug (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Danir kvarta sáran undan hlýindum. Í Sviss og Austurríki eru menn alsælir með góða snjótíð. Í Kyrrahafi eru menn undrandi yfir skyndilegri kólnun. Á Íslandi upplifa menn vetur eins og þá sem ég upplifði sem barn í Reykjavík (snjóhús og snjór í Bláfjöllum).

Auðvitað eru þeir alltaf til sem benda á hvað sem er og segja að það sé manninum að kenna og rökstyðja með tilvísun í "flókin vísindi". Sennilega sama fólk og bölvar bensínverðinu þegar þarf að fylla á tankinn, en gerir sér ekki grein fyrir að eina leiðin til að minnka "kolefnislosun" mannsins er að gera orku, innflutning og framleiðslu óyfirstíganlega dýra fyrir hinn almenna mann.

Vonum bara að áhrif þessara mótsagnarkenndu heimsendaspámanna fari minnkandi sem fyrst. 

Geir Ágústsson, 2.3.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ertu búinn að sjá myndina hans Al Gore? Hún útskýrir einmitt það sem þú virðist ekki vita:) Mæli með því að þú horfir á hana í góðu tómi. Það sem fólk virðist ekki átta sig á er að hlýnun jarðar snýst um mikla öfga í veðri hnattrænt séð, ekki bara bongóblíðu á Íslandi sem svo margir virðast halda að sé okkar umbun fyrir að gera ekki neitt... og ekkert spá í þær milljónir sem nú þegar þjást út af þessum öfgum.

Birgitta Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:01

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

á að standa og eru ekkert að spá...

Birgitta Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:01

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Annars skrifaði ég dálítið um þetta þetta um daginn þar sem ég gerði tilraun til að útskýra þessa kólnun á ópólitískan hátt:
Um áhrif Kyrrahafsstraumana El Ninjo og La Ninja á hitafar jarðar. http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/439740/

Emil Hannes Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 14:16

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Næ þessu ekki alveg Jón. - Spyrð um pólitíska veðurspá? - Ert samt ekki trúaður á "helvítisspár" Al Core og Þórunnar? - Eru bara ekki pólitískar veðurspár álíka óvissar og langtímaspár veðurfræðinga eða fiskistofnaspár fiskifræðinga Hafró?

Haraldur Bjarnason, 2.3.2008 kl. 14:16

10 identicon

Al Core eða Þórunn hafa ekki spáð um veðurlag. Það hafa vísindamenn gert. Svo er það stjórnmálamanna að taka ákvarðanir.Þarna ertu í liði með Bush feðgum. Einmitt svona veðurlag bendir til óeðlileika í veðurlagi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:49

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Minnkandi sóðaskapur = minni hagvöxtur. (til skamms tíma litið)

Áfram með sóðaskapinn, upp með hagvöxtinn!

Hvað varðar okkur um þessa krakkagrislinga sem eru að fæðast?

Árni Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 18:02

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Áður fyrr voru þetta kallaðir umhleypingar.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 18:07

13 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei séð eins mikin áróður og pólitíska þvælu og myndina hans Al gore. Það eru sífellt fleirri vísindamenn að koma fram og segja að hlýnun jarðarinnar sé staðreynd en aðalorsök hennar sé sólinn. Ég las það nú bara síðast í lifandi vísindi núna eftir áramót. Heimsendaspár eins og Al Gore er að spá fyrir um eru alltaf vinsælar og góð leið til að fá fólk til að hugsa órökrétt. Einusinni var fólki hótað logandi helvíti í eftirlífinu, núna er fólki hótað logandi helvíti í þessu lífi ef það hegðar sér ekki eins og yfirvaldið vill.

Svo er þessi skýrsla IPCC líka frekar dodgy. Þar hafa nokkur þúsund vísindamenn skrifað undir skýrsluna og fréttamenn segja að allir séu samála niðurstöðunni. Á meðan staðreyndin er sú að margir þessara vísindamanna höfðu það verkefni að kanna mjög afmarkaða hluti, og það eina sem þessir vísindamenn skrifa undir er að þessir hlutir sem þeir rannsaki komi rétt fram og séu rétt notaðir í rannsókninni. Þeir eru ekki að skrifa undir niðurstöðurnar.

Þó að jörðin sé kannski að hlýna í bili, þá hefur CO2 örugglega lítið með það að gera. Sólin þessi risastóri eldhnöttur, þar sem brot af orku hans er fær um að svara orkuþörf jarðarinnar um ókomna tíð, hafi minna að segja um hitan á jörðinni CO2 er náttúrulega bara firra.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:22

14 identicon

Vísindamenn hafa ekki komið fram með 100 % sannanir fyrir því að hlýnun jarðar nú um stundir séu af manna völdum heldur aðeins  að svo og svo miklar líkur séu á að svo sé.Það er miklu líklegra að það sé sólin og hversu virk hún er á hverjum tíma sem mest áhrif hefur á hitastig á jörðinni.En auðvita er ekki hægt að selja kolefnisjöfnun ef ekki er hægt að láta manneskjuna fá samviskubit yfir því að vera til og því er rekinn sá áróður að þetta sé allt mannkyninu að kenna og ef fólk ekki hegðar sér þá bíði bara bakaraofninn og eymd og dauði.

Jon Mag (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:20

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á meðan við mennirnir eigum ekki um aðra bústaði að velja en jörðina ættum við að reyna að vanda umgengni okkar um hana.

Jafnvel hverju sem við trúum um orsakir hnattrænnar hlýnunar.

Við getum bara flokkað það undir mannasiði.

Árni Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 23:17

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hnattræn hlýnun felst nákvæmlega í orðinu sjálfu, þ.e. heildarhlýnun yfir allan hnöttinn í heild en ekki staðbundin veður. Í vetur hef ég tekið eftir því hve hlýtt hefur verið á svæðinu frá Póllandi austur um Rússland og á þessum árstíma er það óeðlilegt að sjá rauða hitatölur vikur saman í Moskvu eins og verið hefur á löngum köflum í vetur.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2008 kl. 23:45

17 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Pólitísk veðurfræði?  Uhm... Þetta er allt bolsunum að kenna!  Þeir fluttu þetta frá Rússlandi!  Eða eitthvað svoleiðis.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2008 kl. 00:34

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ég farin að halda að máttarvöldin hafi gengið í lið með stjórnvöldum varðandi samgönguleysi Vestmanneyinga upp á land, og þeir hinir sömu fengið sýnishorn af enn verra ástandi í samgöngumálum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2008 kl. 00:42

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Það er enginn vafi að hnötturinn fer hlýnandi.  Frá 1900 stöðugt uppávið (með smá niðursveiflu uppúr 1940) og beint upp síðustu20-30 ár.  Og sjávarmál hækkar. Ísinn á Norðurpólnum að gufa upp.

 Gróðurhúsakenningin er bara svo sterk vísindalega séð, að það er varla hægt að afneita henni.

 Hins vegar gæti alveg sólin alveg verið aðili þarna að máli og hjálpað til við hitaaukninguna.  Ekki hægt að útilokað  samspil tveggja eða fleiri þátta.

 Samt merkilegt hve sí algengara er að ýmist hlýnun jarðar eða gróðurhúsaáhrifunum er hafnað eða neitað.  Sérlega algengt í Bandaríkjunum.

Ef Gróðurhúsakenningin er rétta skýringin og til að koma í veg fyrir katastrófu þurfi að gjörbreita lifnaðarháttum td á V-löndum (og víðar reyndar, því iðnvæðing er komin útum allt)... þá yrði aldrei hægt að ná samstöðu um aðgerðir.  Fólk vill ekki breita lifnaðarháttum sínum.  Skortir bæði vilja hjá leiðandi öflum og svo hjá almenningi sjálfum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 01:01

20 identicon

" Það er enginn vafi að hnötturinn fer hlýnandi.  Frá 1900 stöðugt uppávið (með smá niðursveiflu uppúr 1940) og beint upp síðustu 20-30 ár.  Og sjávarmál hækkar. Ísinn á Norðurpólnum að gufa upp."

Er það svo, já? Hitatoppur síðustu áratuga er árið 1998.Síðan hefur engin breyting orðið á meðalhita jarðar þvert á kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum. Á síðasta ári féll reyndar meðalhitinn um rúma hálfa gráðu. Núverandi módel dómsdagsspámannanna eru ónýt og það viðurkenna þeir sem hafa kynnt sér málið með opnum og hlutlausum huga.

Að því sögðu er ekki hægt að draga neinar víðtækar ályktanir um veðurfar á jörðinni af svo stuttum tíma né með því að benda á staðbundið veður eins og í Eyjum um helgina í sama tilgangi. Jón vinnur því málsstað þeirra sem efast um hnattræna hlýnun af mannavöldum ógagn með svona skrifum. Slík röksemdafærsla hefur því miður nægt Al Gore og skoðanasystkinum hans hingað til að skjóta misvitrum pólítíkusum móðursýki í brjóst. Föllum nú ekki í sömu gildru! 

Hvað varðar heimskautaísinn má nefna þetta:

"NASA reported in November the Arctic sea is regenerating ice at a record pace. In addition, NASA scientists on October 4 published a study documenting how a recent change in Arctic regional wind patterns, rather than global warming, caused the briefly receding sea ice." 

og þetta:

"While the news focus has been on the lowest ice extent since satellite monitoring began in 1979 for the Arctic, the Southern Hemisphere [Antarctica] has quietly set a new record for most ice extent since 1979," said meteorologist Joe D'Aleo, executive director of the International Climate and Environmental Change Assessment Project. 

"Gróðurhúsakenningin er bara svo sterk vísindalega séð, að það er varla hægt að afneita henni."

Er það já? Áttu þá við að mati þeirra sem aðhyllast hana? Þúsundir virtra vísindamanna  um allan heim hafa miklar efasemdir um þessi mál sama hvað menn góla um "scientific consensus". Þeim fer líka óðum fjölgandi.

hs (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 643
  • Sl. sólarhring: 1211
  • Sl. viku: 4074
  • Frá upphafi: 2458344

Annað

  • Innlit í dag: 572
  • Innlit sl. viku: 3763
  • Gestir í dag: 562
  • IP-tölur í dag: 545

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband