Leita í fréttum mbl.is

Ný tegund útrásarvíkinga?

Í bullandi "góðæri"liðins árs flugu útrásarvíkingar á einkaþotum sínum heimsálfa á milli. Nú hefur harðnað á dalnum og minna fer fyrir einkaþotum útrásarvíkinga en það eru komnir nýir útrásarvíkingar í þeirra stað.

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og forsætisráðherra, Geir H. Haarde ákváðu að fljúga á einkaþotu á NATO fund.  Þetta var ekki einkaþota af minnstu gerð því það hefði ekki dugað.  Fylgilið ráðherrana var 14 manna sendinefnd. Það dugar ekkert minna fyrir fyrrverandi ríkustu þjóð heims en að senda 16 manns á NATO fund.  Þetta er semsagt agnarsmá sendinefnd eins og ráðuneytisstjórinn í utanríkisráðuneytinu mundi vafalaust orða það.

Skyldu þau Ingibjörg og Geir hafa misskilið það þegar það hefur verið orðað að ríkið kæmi sterkar inn þegar hægðist á almenna markaðnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að þetta væri aprílgabb !!! Geir hinn meðvirki, fór í brúðkaupsferð með næst sætustu stelpunni á ballinu, Ingibjörgu Sólrúnu, í einkaþotu, og ætla þannig að flýja ástandið hér á landi.  Ingibjörg tók nokkrar vinkonur sínar með sér (hirðmeyjarnar) og Geir tók einhverja blaðamenn.  Kannski eru þau pólitískir flóttamenn??? 

Þorgeir Ingibergsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta erbara ótrúlegt.  var forsætisráðherrann ekki eitthvað að minnast á sparnað.  En hann kemur þeim auðvitað ekkert við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 17:23

3 identicon

Man ég það ekki rétt að danskur ráðherra hafi þurft að segja af sér af því að hún gisti á "óþarflega dýru" hóteli þegar hú var í opinberri ferð?

Einnig að sænskur ráðherra hafi þurft að segja af sér eftir að hafa notað ríkis-visa-kortið til að kaupa súkkulaði.

How do you like Iceland????

Garðar (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Jón , er von að spurt sé um nýja útrásarvíkinga.

Hér er kanski á ferð ímyndarsýning um hve landið er ríkt ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir eru að leita í ofboði eftir erlendum sökudólgum til að leiða athyglina frá glæpamennskunni hjá þeim sjálfum...og það má nú kosta eins mikið og þurfa þykir...enda mikið í húfi...að vera ráðherrar og seðlabankastjóri er betur launað en hellusteypuvinna 8 tíma á dag á Litla-Hrauni...þar sem þau eiga heima auðvitað...nema Ingibjörg fengi ferð ó Kópavoginn...færi henni vel...það vantar bara kæru, rannsókn og dóm...allar sannannir eru borðliggjandi...vona bara að saksóknari taki á þessu máli...þú gætir tekið að þér að verja þau..þá það sé fyrirfram tapað mál...

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mona Shalin sem var á leiðinni að verða forsætis ráðherra, keypti Tobleroni óvart á ríkiskort og landið fór á annan endann með mótmælum og uppþotum..Íslendingar eru skræfur og enn með gamla þrælsótta inn í merg...gæti trúað að Davíð hefði reitt einhverja til reiði sem velta meiri peningum en ríkið sjálft, og svo kallaði hann einn útrásarmann eiturlyfja sala...veit ekki betur en >Davíð sjálfur hafi veri duglegur hassreykingarmaður á yngri árum..hann kannski er að totta hass ennþá...alla vega eru yfirlýsingarnar hans ansi hippalegar...eins hjá fólki sem er "stoned" dagin ú og daginn inn..það myndi útskýra ruglið í honum dálítið.....ráðlegg honum að fara baara áa hlemminn og kaupa sér svolítið kókaín til að fá smá hreyfingu á heilabúið sem er alveg lamað, og sem er selt beint fyrir fram lögreglustöðinna...nóg er framboðið...

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 01:18

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver segir að einkaþotan sé endilega dýrari valkostur en Flugleiðir ?

Hefur Jón reiknað þetta út ?

Halldór Jónsson, 3.4.2008 kl. 22:56

8 identicon

Skynja ég einhverja öfund herra Magnússon ?

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Jens Guð

  Var þetta ekki einhver sparnaðarferð?  Var ferð Ingibjargar til Afganistan ekki 30 manna pakki?

Jens Guð, 5.4.2008 kl. 01:19

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já hvernig væri að reikna út dagafjöldann sem lægju undir auk hótelkostnaðar fyrir alla hersinguna miðað við að taka almennt flug og tengiflug á Natófundinn. Allan tímann þarf að greiða starfsfólkinu dagpeninga þar til það kemur á vinnustaðinn sinn aftur á Íslandi. Flugmiðarnir kosta svo sitt. Þessi samlagning hef ég grun um að sé dýrari kostur en að fljúga beina leið á fundarstað og dvelja ekki mínútu lengur þar en fundurinn í raun tekur og nota til þess einkaþotuna.  Ég

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2008 kl. 23:38

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Keppni Íslands um setu í öryggisráðinu verður sífellt meira spennandi, það má engu til spara.

Sigurður Þórðarson, 6.4.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 4565
  • Frá upphafi: 2467516

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 4242
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband