Leita í fréttum mbl.is

Burt með stimpilgjaldið.

Stimpilgjald er  skattheimta  sem gerir viðskiptaumhverfið erfiðara  en það væri ef stimpilgjaldið yrði fellt burt. Bent hefur verið á að stimpilgjaldið sé m.a. til þess fallið að draga úr möguleikum lántakenda til að skipta um lánastofnun og taka ný og hagstæðari lán.  Þegar kostnaður við uppgreiðslu og stimpilgjald nýrra veðskjala kemur til viðbótar þá er ávinningurinn af nýju láni oft takmarkaður eða enginn.  Stimpilgjaldið mismunar líka lántakendum.  Þeir sem eiga þess kost að fá tryggingabréf í stað veðskuldabréfs þurfa ekki að greiða nema 0.5% af höfuðstól á meðan þeir sem þurfa að þinglýsa veðskuldabréf þurfa að greiða 1.5% af höfuðstól.  Kaupendur húsnæðis þurfa að greiða umtalsverða fjármuni vegna stimpilgjalds af kaupsamningi, afsali og lánaskjölum. Þeir sem verst eru settir í þjóðfélaginu og þurfa að sæta því að gert sé hjá þeim lögtak fyrir skuldum við ríkissjóð þurfa að sæta því að stimpilgjald bætist ofan á allt annað við þinglýsingu gerðarinnar.Stjórnarflokkarnir lofuðu að þeir mundu fella stimpilgjaldið niður.  Ekkert hefur enn orðið úr efndum á því loforði. Við gerð kjarasamninga milli Samtaka atvinulífsins og ASÍ lofuðu talsmenn ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir að stimpilgjaldið yrði afnumið að hluta. Ríkisstjórnin ætlar  að efna kosningalofofðið  að hluta núna. Afganginn á sjálfsagt  að bíða með þangað til hillir undir næstu kosningar til Alþingis. Stimpilgjöld eru úrelt og óréttlát tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum árið 2007 eru áætlaðar um 6.2. milljarðar króna. Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum hafa verið umtalsverðar á þensluárnum frá 2005 en ljóst hefur verið að þau mundu dragast verulega saman þegar umsvif minnkuðu í þjóðfélaginu, þá sérstaklega þegar umsvif minnkuðu á fasteignamarkaðnum.  Samt sem áður má ætla að tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi geti numið um 5 milljörðum á venjulegu ári.  Með því að fella stimpilgjöld niður yrði ríkissjóður af nokkru tekjutapi sem nemur þó innan við 2% af heildargjaldtöku ríkisins. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru samningsaðilum við kjarasamninga.  Fjármálaráðherra gefur þó ekki meira en slitið hefur verið þegar undan skattaránsnöglum hans. Afnema á stimpilgjald vegna kaupa á fyrstu íbúð og lögin eiga ekki að koma til framkvæmda samkvæmt frumvarpinu fyrr en 1. júlí.  Frumvarp ráðherrans er gallað að mörgu leyti. Í fyrsta lagi á að setja upp flólkið eftirlitskerfi með því hverjir eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn. Þá er innbyggt óréttlæti í kerfið með því að takmaka niðurfellinguna við þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti. Fólk þarf iðulega að kaupa nýtt húsnæði vegna breyttra aðstæðna. Algengast er að sami einstaklingur þurfi að skipta um húsnæði ekki sjaldnar en 4 sinnum á lífsleiðinni og það allt af þörf vegna breyttra aðstæðna. Í þriðja lagi eiga lögin ekki að taka gildi um leið og þau kunna að verða samþykkt. Það mun leiða til þess að húsnæðismarkaðurinn stíflast. Kaupendur sem eiga rétt á niðurfellingu stimpilgjalds samkvæmt lögunum draga að kaupa húsnæði þangað til þeir eru lausir við þessi aukagjöld sem geta numið allt að hálfri milljón.

Mergurinn málsins er þó sá að það er mikilvægt að losna við þessa óréttlátu gjaldtöku í eitt skipti fyrir öll.   Margir horfa fram á samdrátt í viðskiptum á þessu ári og þegar svo horfir þá er það hlutverk ríkisins að auðvelda viðskipti fólks og afnema svo sem mest má vera óréttláta skattheimtu.  Við eigum því að skora á ríkisstjórnina  að standa við kosningaloforð sitt núna og afnema stipmilgjaldið núna.  Það er ekkert réttlæti í því að afnema stimpilgjaldið bara fyrir suma það þarf að losna við stimpilgjaldið.

Grein í 24 stundir 9.4.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér finnst það líka vera lykilatriði að svona lög taki gildi strax. Margir munu bíða eftir þessari breytingu og það er ekki gott eins og ástandið er núna og svo hefði þetta auðvitað átt að gilda fyrir öll stimpilgjöld.

Þóra Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Því miður virðist sú venja hafa skapast að ekki sé hægt að taka ákvarðanir nema í áföngum en ekki einu skrefi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 447
  • Sl. sólarhring: 529
  • Sl. viku: 5386
  • Frá upphafi: 2426020

Annað

  • Innlit í dag: 416
  • Innlit sl. viku: 4970
  • Gestir í dag: 407
  • IP-tölur í dag: 388

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband