Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindi og áhrifamestu stjórnmálakonur landsins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækir stuðning til gjörspilltra ríkja þar sem lýðræði og mannréttindi eru brotin. Henni er sama bara ef þessi ríki styðja okkur og segir að það megi síðar huga að mannréttindum þegar Ísland hefur náð kosningu til Öryggisráðsins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ætla á Olympíuleikana í Kína og vera við opnunarhátíð leikanna hvað sem líður ofsóknum og mannréttindabrotum Kínverja gegn Tíbetbúum.

 Mannréttindabrot Kínverja þvælast ekki fyrir Þorgerði enda segist hún fara í boði íþróttahreyfingarinnar. Þá segir Þorgerður varaformaður Sjálfstæðisflokksins að þetta sé í lagi þar sem að Dalai Lama andlegur leiðtogi Tíbeta hafi hvatt til að Olympíuleikarnir fari fram eins og ekkert hafi í skorist. Þorgerður rökfærir löngun sína til þessa ferðalags með því að þar sem að Dalai Lama hafi gefið heilbrigðisvottorð á ferð hennar þá hljóti það að vera í lagi. En það er rangt mat. Dalai Lama er í þeirri stöðu að hann getur ekki annað. Stjórnmálaleiðtogar frjálsra ríkja sem eiga ekkert undir Kínverjum geta hins vegar og eiga að gera kröfur til þessa kommúnistaríkis.

Angela Merkel sú merka stjórnmálakona kanslari Vestur Þýskalands hefur gert athugasemdir og segist ekki fara til Kína geri kínversk stjórnvöld ekki bragarbót í mannréttindamálum.  Ýmsir aðrir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu hafa tekið í sama streng. En ekki þær vinkonurnar Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín. Mannréttindabrot þvælast ekki fyrir þeim.  En þó segist Þorgerður munu taka tillit til þess ef aðrir taki þá ákvörðun fyrir hana þ.e. aðrir ráðerrar á Norðurlöndum að ferð á opnunarhátíðina sé ekki við hæfi.  Þannig mun Þorgerður Katrín fara nema hún verði neydd til vegna afstöðu annarra til að fara ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að kaupa flest alla þingmenn og stjórnmálamenn "If the price is right". Er Davíð ekki búin að selja mannréttindi með öllu hinu sem þjóðin átti?

Það þarf bara að horfa á þetta myndband og það getur enginn manneskja réttlæt þessa framkomu, nema að hún hafi enga siðferðiskennd. Þetta er eins og stiðja Hitler og Stalin:

http://video.google.com/videoplay?docid=7982410976871193492&hl=en 

Ástríður Gylfa (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt mergurinn málsins Ástríður. Það er eins og styðja Hitler eða Stalín. Árið 1936 voru Olympíuleikar haldnir í Berlín það er hægt að horfa á opnunarhátíð þeirra í áróðursmynd Leni von Riefenstahl. Þar gengu þjóðirnar inn á leikvanginn og þegar þeir komu fram hjá stúku Hitlers þá heilsuðu þeir flestir með nasistakveðjunni. Á þeim tíma vissu menn af mannréttindabrotum nasista en samt. Þorgerður Katrín veit af mannréttindabrotum Kínverja en ætlar að fara samt.

Jón Magnússon, 12.4.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góð grein hjá þér Jón takk fyrir hana. Ég er samt ekki inn í hver ákveður það hvar þessir leikar eru haldnir hverju sinni. Hlýtur að vera Ólympíuráðið og mér finnst að þeir hefðu átt að vanda valið betur. Mín skoðun er alveg klárlega sú að íþróttafólk fer með sinn aðstoðarmannahóp en pólitíkusar og ráðamenn ríkja sitja heima. Sé nú ekki hvað þeir hafa að gera yfirhöfuð enda bara skemmtireisa fyrir þá og virðingarvottur við gestgjafana að þiggja boðið. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skorinorð grein hjá þér, nafni, kryfjandi og ... því miður sönn.

Þorgerður Katrín ætti að hætta að leyfa Kínverjum að blanda svona saman pólitík og íþróttum. Það er hneisa að mæta hjá þessum opinberu frelsis- og mannréttindaníðingum.

Jón Valur Jensson, 13.4.2008 kl. 02:36

5 identicon

Sæll Jón M.

Það er eins og Ingibjörg sé á Gandreið um allan heim. Ég velti því fyrir mér hversu fljótt missir hún móðurmálið,og hvaða gagn er þá.Hún er að komast í heimsmetabók Guiness fyrir ganslaus ferðalög. Því miður!Þorgerður Katrín er að bíða eftir leyfi frá ????? til að dásama Kínverjana og syngur ómþýtt í eyru samráðherra sinna "UT VIL EK".

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 05:57

6 Smámynd: Bumba

KOmdu sæll Nafni minn. Þakka þér þessa grein, hún er góð og sönn. Skil ekkert í þessum pólitkussum. Ótrúlega sjálfhverfar ákvarðanir. Því segi ég og stend við og vinn að : NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

Bumba, 13.4.2008 kl. 07:24

7 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jón og takk fyrir síðast, góð grein að vanda frá þér.  Er hætt að skilja íslenska stjórnmálamenn. Það á ekki að blanda pólitík og íþróttum saman.  Þessa ferðagleði skil ég bara ekki.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.4.2008 kl. 11:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er skömm að þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 11:24

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú vaktir mig til umhugsunar Jón, takk fyrir það. Sammála síðasta ræðumanni Ásthildi Cesil, það er skömm að þessu. Er þessi pólitík virkilega svona ódýr að ráðamenn þjóðarinnar séu hlaupadýr fyrir aðrar þjóðir þegar kemur að alvarlegum ákvörðunartökum einsog, að mótmæla framkomu Kínverja við Tíbet, með þeim hætti að mæta ekki. Friðsamari mótmæli gætu það ekki verið. Sorglegt ef Katrín fer

Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 16:27

10 identicon

Skil ekki alveg þetta urr út í ISG hér á innskotunum, en er sammála þér og fl. að hér þarf að íhuga stöðuna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:07

11 identicon

Best væri að banna hernámsþjóðum og öðrum þeim þjóðum sem brjóta mannréttindi að halda ólympíuleikanna,Það er við ólympíuráðið að sakast að svona atburðarrás eigi sér stað.Tíbet var hernumið árið 1959 ,sem sagt hefur það þurft að líða ofbeldi í 49 ár.Við höfum skrifað undir fríverslunarsamning við Kína, eigum við að segja honum upp ? Hvað ætlið þið góða fólk að gera til að mótmæla þessu ástandi ? Sniðganga kínverskar vörur ? Það væri líklega erfitt við þyrftum að horfa í grátbólgin augu barna og barnabarna okkar þar sem 99 % leikfanga koma frá Kína.Ísraelar eru hernámsþjóð og hafa framið hina ýmsu stríðsglæpi og við höfum haldið góða tryggð við þá,búnir að gleyma og við gleymum þessu máli um leið og við fáum eitthvað annað að japla á.

Leifur Þorleifs (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 665
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 5604
  • Frá upphafi: 2426238

Annað

  • Innlit í dag: 617
  • Innlit sl. viku: 5171
  • Gestir í dag: 578
  • IP-tölur í dag: 548

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband