Leita í fréttum mbl.is

Í kaffiboð til erfingja Khomeni.

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fór til Íran í byrjun mars s.l. Engar fréttir bárust af þessari för ráðuneytisstjórans fyrr en utanríkisráðherra Íran gerði opinberlega grein fyrir því að hann hefði átt viðræður við íslenska ráðuneytisstjórann. Ekki hafa komið fram skýringar af hálfu utanríkisráðherra á þessari Íransför ráðuneytisstjórans og þess vegna spurði ég hana á Alþingi í dag hvort þessi ferð hafi verið farin á vegum utanríkisráðuneytisins og þá í hvaða tilgangi.

Fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni að ráðuneytisstjórinn hefði ekki farið í einkaerindum. Hann hefði farið á vegum utanríkisráðuneytisins og þá væntanlega á vegum ríkisstjórnarinnar allrar til Íran til að vinna að stuðningi Íran við framboð okkar til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Auk þess hefði ráðuneytisstjórinn sinnt einhverjum málum vegna íslenskra fyrirtækja.

Þá liggur það fyrir. Ríkisstjórnin leitar stuðnings hjá Íranstjórn vegna framboðsins til Öryggisráðsins. Hvað skyldu bandamenn okkar í NATO segja um það. Skyldu aðrar NATO þjóðir en Norðurlöndin styðja framboð okkar. Mér skilst að verulegur vafi sé á því og raunar líklegt að þau geri það ekki. Sé það rétt er það þá vegna þess að við höfum haldið klaufalega á málum og m.a. leitað stuðnings þjóða eins og Íran.  Íransstjórn er þekkt fyrir að brjóta mannréttindi m.a. gegn minnihlutahópum eins og öðrum trúarbrögðum en Shia Íslam og gegn samkynhneigðum svo dæmi séu tekin. Ég tel það meirí háttar mistök að sækjast eftir stuðningi Íransstjórnar með þessum hætti vegna kosningabaráttu til Öryggisráðsins. Einhverjar lágmarkssiðferðiskröfur verðum við jú að setja okkur.

Hvað ætlar utanríkisráðherra að gera næst til að afla framboðinu stuðnings? Það er ljóst að hún hefur leitað til ýmissa stjórna Afríkuríkja sem ekki eru þekkt fyrir virðingu fyrir lágmarksmannréttindum. Í umræðunni í dag á Alþingi sagði utanríkisráðherra að við yrðum að leita eftir stuðningi slíkra ríkja og gætum síðar sinnt skyldum okkar við mannréttindi.

Þetta er vond yfirlýsing. Mér finnst verulega miður að utanríkisráðherra skuli gefa telja allt fallt fyrir atkvæði. Hvað ætlum við svo að gera í mannréttindamálum komi til þess að við náum kosningu til Öryggisráðsins fyrir atbeina þeirra ríkisstjórna sem misvirða mannréttindi meir en nokkrir aðrir. Ef til vill telur ríkisstjórnin rétt að blanda sér í þann hóp miðað við  úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að íslenska kvótakerfið brjóti í bág við mannréttindi.

Er e.t.v. verið af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar að leita eftir stuðningi Norður Kóreu við framboð Íslands til Öryggisráðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

"Einhverjar lágmarkssiðferðiskröfur verðum við jú að setja okkur".

Ég er svo hjartanlega sammála þér.  M'er finnst að þið Frjálslyndir ættuð að birja á því að líta í spegilinn og athuga hvað þið getið gert betur í málefnum nýbúa.

Þegar þið eruð búin að finna eitthvað út úr því væri tilvalið að skamma Þorgerði Katrínu og ríkistjónina fyrir að vilja endilega heiðra glæpaliðið við Hið Himneska Torg með því að vera viðstödd setningarathöfn ÓL.

GÞÖ

http://orangetours.no/ 

Dunni, 10.4.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Í Íran hengja þeir fólk uppí krana fyrir minnstu sakir til dæmis fá hommar að hanga fyrir það eitt að vera hommar. Mannréttindabrot eru daglegt brauð í ríki prestanna og það sama á við um ríkin sem við höfum verið að heimsækja til að afla okkur „stuðnings“ - varla hægt að leggjast mikið lægra í tilgangslausu framapotinu.

Pálmi Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Samfylkingin er reiðubúin til að gera hvað sem er í framapotinu. Flokkurinn sem fordæmdi að við íslenska þjóðin væri sett að henni forspurði á "lista hinna viljugu þjóða" sendir nú ráðherra sína nær daglega á fund verstu illmenna sem ráða fyrir þjóðum í heiminum í dag til að betla stuðning við framboðið í Öryggisráð SÞ.

ÉG velti því fyrir mér hverju okkar svokölluðu sendifulltrúar (hvort það eru ráðherrar eða embættisfólk úr utanríkisráðuneytinu), er látin lofa þessum drullusokkum í staðinn fyrir vilyrði um stuðning.

Í Íran eru hendur og fætur höggnar af fólki. Refsað fyrir ef fólk er ekki talið nógu trúað, fyrir skírlífisbrot, samkynhneigð, ofsóknir gegn öðrum trúfélögum en hinu opinbera og lengi má telja.

 Þarna eru pyndingar og aftökur.

 Listinn á Wikipedia er langur.  

Legal acts violating international human rights norms include harsh penalties for crimes - amputation of offenders hands and feet; punishment of victimless crimes such as fornication, homosexuality, apostacy, poor hijab (covering of the head for women); execution of offenders under 18 years of age; restrictions on freedom of speech, and the press, including the imprisonment of journalists; unequal treatment according to religion and gender in the Islamic Republic's constitution - especially attacks on members of the Bahá'í religion.

Extra-legal acts that have been condemned include the execution of thousands of political prisoners in 1988, and the widespread use of torture to extract repudiations by prisoners of their cause and comrades on video for propaganda purposes.[1] Also condemned has been firebombings of newspaper offices and attacks on political protesters by "quasi-official organs of repression," particularly "Hezbollahi," and the murder of dozens of regime opponents in the 1990, allegedly by "rogue elements" of the government.

Magnús Þór Hafsteinsson, 10.4.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Og svo má benda á nýjasta pistil Össurar iðnaðarráðherra, þar sem hann gortar af því að þrír íslenskir kommúnistar séu nú á REI-ki í Afríku.

Ég bendi á þessa bloggfærslu hjá mér. Víða flækjast frómir.

Magnús Þór Hafsteinsson, 10.4.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála því að mér finnst það ekki til sóma fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformann Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir að hún ætli hvað sem tautar og raular til Peking á opnunarhátíð Olympíuleikanna.

Jón Magnússon, 10.4.2008 kl. 23:19

6 identicon

Það er tjón að popúlistarnir í Frjálslyndaflokknum hafi ekki bent á vandkvæðin samfara því að Ólympíuleikarnir skuli yfirhöfuð haldnir í Kína. Þessi ákvörðun var tekin fyrir margt löngu. Hvers vegna mótmæltu menn ekki þá? Munu kommarnir í Kína halda flottustu Ólympíuleika allra tíma? Það skyldi þá ekki vera? En sendiförin til klerkanna í Íran er þó öllu verra fyrirbæri, vegna þess að ákvörðunin um aðildarumsókn Íslands að Öryggisráði S.þ var í aðalatriðum mótíveruð að mannskap, sem hafði hagsmuni af því að eyða hundruðum milljóna af skattfé í óvissuferð þar sem ekkert færi þó úrskeiðis um gistingum, mat og drukk. Merkilegt hvað kjörnir fulltrúar almennings ganga þráðbeint í værðarvoðirnar, sem embættismenn kunna öðrum fremur að spinna.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:07

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já en fróðlegt Jón.

Það er ekki verið að hafa fyrir að segja fréttir af slíku greinilega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 106
  • Sl. sólarhring: 538
  • Sl. viku: 7059
  • Frá upphafi: 2313788

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 6526
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband