Leita í fréttum mbl.is

Af hverju standa 60 hús auð í miðbænum?

Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins telur að allt að 60 húsum standi auð í miðborginni. Þetta kemur fram í frétt 24 stunda frá 3. apríl. Fjölmörg þessara húsa eru við Laugaveg og Hverfisgötu. Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni. En hvernig stendur á því að fjöldi húsa stendur auð þar sem blómleg starfsemi og falleg hús ættu að vera? Það er vegna kotungshugsunarháttar meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík sem markvisst stefnir að því með úrræðaleysi sínu í skipulagsmálum miðborgarsvæðisins og bárujárnsbyltingarinnar að meina eigendum fasteigna t.d.við Laugaveg og Hverfisgötu að byggja fallegar látlausar byggingar við þessar götur í staðin fyrir kofana. Miðborgin hefur verið í herkví kyrrstöðufólks sem er smám saman að flæma allt líf úr miðborginni nema eftir miðnætti um helgar.

Það þarf að gera nýtt heildarskipulag fyrir Miðbæinn þá sérstaklega götur eins og Laugaveg og Hverfisgötu sem veita eigendum lóða svigrúm til að rýma gömlu kofana en byggja í staðinn hús sem nýtast í nútímanum og byggja upp heildarmynd gróskumikillar miðborgar.

Dettur einhverjum í hug fyrir utan Ólaf F. Magnússon borgarstjóra að yfirgefin  hús og kofaræksni sé eitthvað sem geti orðið til þess að glæða miðborgina lífi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér skilst að í New York sé líka allt fullt af auðum húsum - stórum húsum.  Þar valda flóknar og erfiðar reglur um leigu og annað slíkt.  Sennilega er líka smá maus að fá að rífa þar.

Hér, þá er eins og einhver svik séu í gangi - ekki öll endilega viljandi: ég heyrði í útvarpinu til dæmis að það hefði verið regla þegar húsin (sem menn vilja rífa) voru keypt, að það væri á þeim sú kvöð að þau yrði að gera upp - en ekki rífa.

Vissu menn þetta?  Var þetta klasa í samningnum þegar þeir fjárfestu í húsunum?  Ef ekki, þá er það augljóslega dulinn galli.

Svo er annað: þetta er skipulagt: það eru vegir, er það ekki?  Hvað varðar borgina hvað nákvæmlea rís þarna?  (ÉG get skilið að þer vilji ekki að einver reisi þarna sláturhús - en gerum ráð fyrir að allir aðilar hafi lágmarks skynsemi yfir að ráða).

Sem er vandinn: á meðan eitthvert yfirvald er að potast í hvað nákvæmlega rís, þá er lítil von til að menn nenni að standa í þessu - og þa eina sem heldur uppi verðinu er sú von að Borgin kaupi eignirnar á tíföldu verði.  Sem hún hefur sýnt að hún er vís til að gera.

Ekki gera enn eitt heildarskipulagið, það er nú þegar offramboð á slíku, og þa sést.  Þetta er fyrir lngu orið að einskonar Frankensteinborg.  Það sést í boltana í Öskjuhlíðinni. 

Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér Jón, þessi kofaræksni verða ekki fallegri, einsog augljóst er.

Best væri að flytja fortíðina niður á Hverfisgötu og byggja 5th ave. strax á Laugaveginum.  nei í alvöru.

Eva Benjamínsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:32

3 identicon

Jón - hvernig finnst þér bárujárnskofarnir við Tjarnargötu eða Miðstræti eða Geysishúsið við Aðalstræti eða Fálkahúsið við Hafnarstræti. Sennilega finnst þér þetta allt bara timbur og bárujárnsrusl. Þú ert sennilega meira fyrir þann stíl sem er verið að byggja á horni Laugavegs og Snorrabrautar eða íbúðarblokkina við Skúlagötu 42-46 eða Laugaveg 101 á horninu við Snorrabraut.

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:40

4 identicon

Húsin standa auð vegna þess að í valdatíma r-listans var landsvæði miðborgarinnar auglýst sem byggingarland. Eftir það hófst árás verktaka á svæðið sem stendur enn þar sem verðmætin fólust í lóðunum en ekki sjálfum húsunum. Þar með dröbbuðust húsin niður vegna vonar eigenda um að selja lóðir en ekki hús.

ragnheiður pálsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er nú hrifnari af byggðu bóli en tómum kofum. Það var skemmtilegt viðtal hjá Evu Maríu um daginn við arkitektinn sem hannaði bryggjuhverfið i Grafarvogi. Þyrfti að fá hann til að teikna upp og laga miðbæinn, held það geti ekki klikkað miðað við skemmtilega hugmyndir hans um borgarlíf. Verst að muna ekki nafnið á honum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bernhöftstorfan er dæmi um það sem hægt er að gera án þess að reisa tóma gler- og steypukassa. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sýnt  mörg sláandi dæmi um svipaðar útfærslur erlendis, sem hafa hleypt meira lífi í borgir er stein- og glerkassarnir. 

Gallinn í Reykjavík er sá að hafa leyft að láta húsin drabbast niður.

Og ekki man ég betur en að í fyrra hafi komið fram að mörg auðu húsanna væru ný steinsteypt hús.  

Fyrir allnokkru kom fram að sum hinna auðu húsa væru nýleg steinsteypuhús.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Rifrildisárátta, þvarg og þras hefur valdið því í áraraðir að menn hafa ekki getað ákveðið hvað skal og hvað skal ekki í þessum efnum af hálfu yfirvalda borgarmála í nefndum og ráðum allra handa.

Sé ekki neina sérstaka breytingu fyrir dyrum nú frekar en endranær.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2008 kl. 01:47

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er móðins að taka um 19. aldar menningararf og svoleiðis bull.

Flest húsin sem eru þarna á þessu svæði á 19. öldinni voru í besta falli torfkot eða annarskonar þústir í landslaginu.

 ÞAð þarf ekki að fara annað en á Þjóðminjasafnið til að sjá teikningar frá miðri 19. öld, hvar einmitt tómthúskofar eru meðfram ströndinni, rétt fyrir ofan þar sem nú eru blokkirnar við ,,Skuggahverfi"

ÞAr fyrir ofan voru garðar til að þurrka á fisk, garðar hlaðnir til að hada utanum búfæe og svoleiðis nokk, einnig eðjustígar, sem óðust upp reglulega í rigningu.

Ef þetta er virkilega vilji þessa snobbliðs, þá er ekkert annað að gera en búa til svona umhverfi fyrir þau úti í Viðey eða Engey.  Þar næðir nógsamlega um liðið og þá komast menn sko í 19. aldar fíling upp á íslenskan máta.

Nei flest fallegu húsin í Hvos og Miðbæ eru svonefnd ,,Katalóg -hús"  semsagt Einingahús þess tíma.  þetta voru hús sem hægt var að panta eftir myndalistum frá Noregi, Svíþjóð og víðar, þess vegna nafnið ,,Katalóg" sem er eins og allir vita heiti á vörulistum.

Mér er meinalaust og útlátslaust að leyfa nokkrum slíkum að standa þarna niðurfrá en frekar er óyndisleg ásýnd þessara húsa sem eiga það skilið að fá frí frá því að vera til , því þeim var komið til, af miklum vanefnum og náðu því aldrei að vera alvöru hús, heldur bara svona í áttina.

Okkur er ekki heldur engin greiði gerður að teppa svo framtíða og þróun Miðbæjarlífs með Evrópskum og jafnvel Bostonískum formerkjum, að líða megi áframhaldandi kofadýrkun örfárra snobbfígúra.

MiðbæjarÍHALDIÐ

heldur í það sem hald er í en sleppir öðru

Bjarni Kjartansson, 17.4.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefði ekki verið nær að hafa samkeppni um skipulag miðborgarinnar, í stað þessa sem undiritað var um Vatnsmýrina.  Ætli miðborgin sé ekki meira akút en Vatnsmýrin.  Það verður flugvöllurinn lengi enn, hugsa ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:57

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er svo hjartanlega sammála þér Ásthildur að það er mun meira knýjandi að gera heildarskipulag fyrir miðborgina en Vatnsmýrina. Hitt er annað að heildarsvæðið, Vatnsmýrin, Flugvöllurinn o.s.frv. er að verða að óskapnaði eftir að meiri byggð var leyfð á svæðinu áður en heildarskipulag væri hannað fyrir svæðið. 

Mér finnst gott að Miðbæjaríhaldið skuli taka undir að það beri að víkja frá kofa- og bárujárnsbyltingunni.

Jóhanna hittir líka naglann á höfuðið finnst mér og Ómar bendir réttilega á Bernhöftstorfuna en það verður að hafa í huga hvað hún hefur kostað. En meginatriðið er að móta skipulag sem er smekklegt og glæðir gamla miðbæinn lífi og geti verið umgjörð um gott mannlíf, verslun og viðskipti og listalíf.  Stórar verslunarhallir, skrifstofubyggingar eða hótel þurfa ekki endilega að leysa kofana af hólmi. Það er hægt að hanna nýjan Laugaveg og Hverfisgötu svo dæmi séu nefnd án þess að umhverfinu verði snúið á haus.

Jón Magnússon, 17.4.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 218
  • Sl. sólarhring: 926
  • Sl. viku: 4521
  • Frá upphafi: 2459064

Annað

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 4145
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 184

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband