Leita í fréttum mbl.is

Ég vil eiga val sem borgari í lýðræðislandi.

Meiri hluti Alþingis vill hafa Ríkisútvarp og í samræmi við það voru nokkrir valinkunnir borgarar kosnir í stjórn þessa opinbera hlutafélags í gær. Í sjálfu sér eðlilegt miðað við þá umgjörð sem gerð hefur verið um stjórnkerfi þessa ríkisfyrirtækis. Aðalfundur fyrirtækisins verður í dag.

Það er hins vegar algerlega óásættanlegt að borgarar í lýðræðislandi skuli ekki hafa val um það hvort þeir eru áskrifendur að ríkisútvarpi/sjónvarpi.  Af hverju má ég og allir aðrir í þjóðfélaginu ekki ákveða það fyrir mig hvort ég vil eða vil ekki vera áskrifandi að RÚV. Ef til vill og líklega mundi ég vera áskrifandi en ég vil ekki gera það sem ánauðugur þegn heldur sem frjáls borgari sem tekur ákvörðun fyrir mig en er ekki knúinn til þess af hálfu ríkisins.

Meðan skipulagið er eins og það er þá er með öllu óeðlilegt að RÚV skuli vera á almennum auglýsingamarkaði.  Eðlilegt væri að RÚV fengi framlög úr ríkissjóði í samræmi við það sem fjárveitingavaldið vill gera hverju sinni og innheimti áskriftagjöld hjá þeim sem vilja vera áskrifendur. Er það ekki lýðræðislegasta fyrirkomulagið?


mbl.is Fimm kosin í stjórn RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ef það væri hér fjöldinn allur af ljósvakafyrirtækjum þá væri ekkert mál að taka RÚV út af auglýsingamarkaðnum.  Svo er hins vegar ekki.  365 miðlar eru algjörlega dóminerandi á þessum markaði og því væri mjög óæskilegt að RÚV bakkaði út af auglýsingamarkaði, frá samkeppnisforsendum.  Slíkt myndi takmarka verulega möguleika aðila á að kynna sig og sína þjónustu og gefa 365 miðlum næstum einokunaraðstöðu á markaðnum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.4.2008 kl. 12:02

2 identicon

Ég er nokkurn veginn alveg sammála Jóni í þessu máli, nema að því leyti að ég myndi undir engum kringumstæðum vera áskrifandi á RÚV, ef ég ætti þess nokkurn kost að komast hjá því. En varðandi það sem nafni minn Viktor Úlfarsson segir er ég honum ósammála. Vissulega myndu 365.miðlar fá væna sneið ef RÚV myndi hverfa af auglýsingamarkaði en það myndi einnig hafa í för með sér pláss yrði fyrir fleiri einkarekin ljósvakafyrirtæki að hasla sér völl hér á landi. Fyrirtæki sem gætu veitt 365 samkeppni.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: B Ewing

En herrar mínir, Jón og Sigurður, þið hafið frjálst val.  Valið er algerlega ykkar hvort þið greiðið til Ríkisútvarpsins eða ekki.  Þið hafið val um hvort þið eigið sjónvarp og hvort þið eigið útvarp. Það er enginn að pína þessum tækjum upp á ykkur (nema helst bílaframleiðendur, það er erfitt að finna bíl sem ekki er með útvarpi).  Losið ykkur við viðtækin og verið frjálsir menn.  Lýðræðið virkar.

B Ewing, 18.4.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jón, það sem væri æskilegast í þessu erfiða máli er að fólk gæti merkt við á skattaskýrslu sinni hvert það vill að afnotagjaldið sitt færi næsta árið.  Þetta með að skylda fólk til áskriftar er ekki lýðræðislegt, fer frekar illa í fólk.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 18.4.2008 kl. 01:54

5 identicon

Lýðræðislandi??  Er eitthvað leyndardómsfullt smáríki innan íslands sem býður upp á lýðræði?  Þar sem ekki er farið í stríð, þvert á vilja almennings, þar sem orka framleidd með almenningsfyrirtækjum er seld almenningi á kostnaðarverði, meðan auðhringir greiða meira?

Það væri auðvitað skást að leggja rúv niður, en heilaþvottinn verður að afhenda, jafnt til þeirra sem eru svo vel þvegnir að þeir greiða fyrir það, og hinna sem ekki vilja eða ekki geta greitt.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 07:09

6 identicon

Öllum réttindum hljóta alltaf að fylgja skyldur.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 1380
  • Sl. viku: 3671
  • Frá upphafi: 2299766

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 3440
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband