Leita í fréttum mbl.is

44 dagar eftir.

Nú eru 44 dagar eftir fyrir stjórnvöld til að bregðast við áliti mannréttindaefndar Sameinuðu þjóðanna og breyta fiskveiðistjórnarkerfinu til að það sé í samræmi við mannréttindi.

Við þrír þingmenn Frjállslyndra og 3 þingmenn Vinstri grænna lögðum fram þingsályktunartillögu þ.22. janúar s.l. um að Alþingi álykti að hlíta beri niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október s.l. og lögum um stjórn fiskveiða breytt  í samræmi við úrskurð hennar  til að tryggja jafnræði borgaranna, sanngirni og mannréttindi.

Mannréttindi eru algild. Þau eru ekki umsemjanleg. Íslenska þjóðin getur ekki sætt sig við að hafa lög sem brjóta gegn mannréttindum. Við því verður að bregðast.  Ríkisstjórnin hefur ekki gert neina grein fyrir því hvort eða hvernig hún hyggst bregðast við niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en sjávarútvegsráðherra hefur jafnan tekið fram þegar þetta mál ber á góma að niðurstaða mannréttindanefndarinnar sé ekki bindandi að þjóðarrétti. Þar er ég honum raunar ekki sammála og það mun koma fram í umræðunum á Alþingi í dag.

En við flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu sem vildum fá fram ótvíræðan vilja Alþingis til stuðnings mannréttindum höfum mátt bíða í 98 daga eftir að geta mælt fyrir þessari þingsályktunartillögu okkar eða tvöfalt lengri tíma en það sem eftir er fyrir ríkisstjórnina að bregðast við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel með þetta. Svo sannarlega komin tími til að gera eitthvað í málinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 12:46

2 identicon

Það gerist ekkert. Það er ekki hægt að breyta þessu kerfi. Búið að vinda allt of mikið upp á sig.

spritti (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Líkurnar á að eitthvað verði gert, eru álíka miklar og að frjósi í neðra. Sannaðu til.: Það verður tekið "Haarde"(Ekki gera neitt) á þetta.

Halldór Egill Guðnason, 29.4.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrri Ásthildur.

Spritti og Halldór hver hefði búist við því árið 1987 að Berlínamúrinn yrði fallinn svo og kommúnisminn í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum nokkrum árum síðar. Það má aldrei gefast upp fyrir óréttlætinu

Jón Magnússon, 29.4.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: ragnar bergsson

Það er rétt Jón það á aldrei að gefast upp, ég hef mikið verið var við,  að fólk er búið að gefast upp í kvótamálinu.  Það segir þetta  þýðir  ekkert eða  það er  orðið  of seint.  En það  á aldrei að gefast upp fyrir óréttlætinu það verður að berjast áfram.

kveðja ragnar. 

ragnar bergsson, 29.4.2008 kl. 21:56

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Til hamingju með framgönguna í þinginu í dag, þið stóðuð ykkur frábærlega Frjálslyndir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvernig Ríkisstjórn er þetta eiginlega sem telur sig æðri dómum mannréttindanefndar. Til hvers erum við eiginlega í samvinnu við önnur lönd ef við erum bara með hentistefnu þegar það passar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.4.2008 kl. 00:41

8 identicon

Hvaða þingmaður Frjálslynda flokksins vildi ekki vera með ykkur í að leggja fram þessa þingsályktunartillögu þ.22. janúar s.l. um að Alþingi álykti að hlíta beri niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október s.l.??

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 784
  • Sl. sólarhring: 791
  • Sl. viku: 5723
  • Frá upphafi: 2426357

Annað

  • Innlit í dag: 726
  • Innlit sl. viku: 5280
  • Gestir í dag: 658
  • IP-tölur í dag: 621

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband