Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson aldarminning

Það er ánægjulegt að Morgunblaðið  og raunar Fréttablaðið skulu minnast Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra með viðeigandi hætti í dag.

Ég átti því láni að fagna sem ungur maður að kynnast Bjarna Benediktssyni og finnst hann bæði eftirminnilegasti  og mesti stjórnmálamaðurinn sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. 

Bjarni Benediktsson mótaði stefnu Sjálfstæðisflokksins um langa hríð. Á þeim tíma var Sjálfstæðisflokkurinn stefnufastur borgaraflokkur þar sem hugmyndafræði frjálslyndra borgaralegra viðhorfa og mannúðleg markaðshyggja var inntakið.  Bjarni mótaði utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins og hafði meiri framsýni en aðrir íslenskir stjórnmálamenn á þeim tíma og skilning á mikilvægi þess að Ísland væri í góðum tengslum við vinaþjóðir sínar.  Á þeim tíma mótaði Sjálfstæðisflokkurinn framsýna framtíðarstefnu í utanríkismálum og var ótvíræður forustuflokkur í því efni sem svo mörgu öðru.

Ræðu- og ritgerðarsafn Bjarna Benediktssonar sem Hörður Einarsson hrl. tók saman "Land og lýðveldi"  er ómetanlegur fjársjóður fyrir stórnmálamenn og sagnfræðinga. Þar kemur glögglega fram hversu framsýnn og raunsænn Bjarni Benediktsson var. Mér finnst mjög gott að geta leitað í þetta ritsafn og leyfi mér ítrekað að vitna í orð og stefnu þessa framsýnasta stjórnmálaleiðtoga Íslands á síðustu öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bjarni var afar hell og sannur Sjálfstæðimaður í þess orðs bestu merkingu.

Honum hefði ekkert verið fjær skapi en aðild að Evrópusambandinu, því get ég lofað þér.

Honum kynntist ég sem ungur drengur og naut þar foreldris.  Hann var grjótharður á þeirri lífskoðun, að vara við þeim hættum sem steðjuðu að siðuðum heimi í formi Kommúnisma og öfgastefna hvaða nafni sem þær nefndust.

Hann kom mér fyrir sjónir sem jóðhollur og ráðagóður maður, vildi sem mestan jöfnuð og að hans dæmum, hafa afkomendur hans EKKI borist  á. 

Hann blés á stéttaskiptingu og taldi hana andstæða okkar veruleika og því væri lykilatriði, að tryggja ÖLLUM sem hæfileika hafa til náms, tækifæri til að nema bæði hér heima og erlendis.

Á svipuðum skoðunum grundvallaði Geir svo hina breiðu fylkingu sem skapaðist um Flokkinn minn.

einar Oddur var maður af svipuðu bergi.  Fastur fyrir og með bæði augun opin fyrir þeim hættum sem verða á vegi þjóðar, sem sleppir of snemma öllum hömlum á ofurgróða.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.4.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Jón Magnússon

Við höfum greinilega báðir átt þess kost sem ungir menn að kynnast þessum merka stjórnmálamanni og átt sömu upplifun. Varðandi Evrópusambandið þá get ég ekki fullyrt hverjar hefðu verið skoðanir Bjarna Benediktssonar en ég bendi þér á að hann barðist fyrir fjölþjóðlegum samskiptum íslensku þjóðarinnar og mótaði þá utanríkisstefnu sem við fylgdum í samskiptum við lýðræðisríkin þá í Evrópu og Norður Ameríku. 

Þó ég geti ekki fullyrt hvort að Bjarni hefði viljað að við gengjum í Evrópusambandið við núverandi ástæður þá er ég samt viss um að jafn gjörhugull maður og Bjarni hefði talið það nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort það væru hagsmunir Íslands að ganga í Evrópusambandið eða standa fyrir utan.  Það vil ég líka skoða en get ekki sagt til um það hvort ég mundi verða fylgjandi aðild þegar kostirnir og ókostirnir liggja fyrir. Þar gildir kalt hagsmunamat vegna skammtíma en einkum þó langtímahagsmuna íslensku þjóðarinnar.

Jón Magnússon, 30.4.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þjóðhollustuna drakk Bjarni í sig með móðurmjólkinni frá þeim Guðrúnu Pétursdóttur og Benedikt Sveinssyni, sem eins og margir af hans kynslóð var stoltur af menningararfinum frá þjóðveldisöld. Þetta sást m.a. af því hvernig hann setti þingið með því að viðhafa fornan eiðstaf.

Sigurður Þórðarson, 3.5.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 2958
  • Frá upphafi: 2294577

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 2695
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband