Leita í fréttum mbl.is

Stríðsleikir á kostnað skattgreiðenda.

Franskir krakkar eru hér á landi á kostnað skattgreiðenda við að prófa og æfa sig á fínu leikföngin sín, herþoturnar. Þetta heitir á fínu máli loftrýmiseftirlit.

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að rússneskar herflugvélar hringsóli í kring um landið. Spurning er hvort við getum ekki fengið Rússa til að annast um loftrýmiseftirlitið? Fyrst þeir eru  á annað borð að hringsóla þetta í kring um landið hvort heldur er.  

Stafar okkur einhver hætta af Rússum ?  Eru þeir ekki vinaþjóð okkar?

Væri ekki best að herþjóðirnar fengju leyfi til að sýna og monta sig af flottu græjunum sínum, herþotum og öðru tilheyrandi á eigin kostnað. Við gætum selt þeim þjónustu en stríðsleikir á kostnað skattgreiðenda eiga ekki að koma okkur við. Við erum herlaus þjóð.  Er einhver sem ógnar okkur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála, ég vil ekki borga fyrir stríðsleiki yfirvalda!!!! Ég tók líka eftir þessu með "loftrýmið" hahaha!!

Þorgerður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:36

2 identicon

Sæll Jón.

Gott hjá þér að vekja athygli í algjöru fánýti og sýndarmennsku þessa óþarfa hernaðarbrölts.

Merkilegt að uppá þetta skrifar formaður Samfylkingarinnar, sjálfur uytanríksráðherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Takið eftir því.

Þetta er kanski enn einn leikur hennar til að þröngva okkur inní Evrópusambandið. Nú með hervaldi !

Svei þessu fánýta hernaðarbrölts snobbi !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta má rekja til þess að þegar Davíð var að' reyna að halda Kananum hérna af efnahagslegum ástæðum lengur en þeir sjálfir vildu eða töldu nausynlegt fann hann upp á því að nauðsynlegt væri að herþotur fygju hér um loftin blá.  Davíð er sannarlega áhrifamaður í pólitík og ekki alltaf til góðs, því miður.

Sigurður Þórðarson, 6.5.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Jens Guð

  Er þetta ekki gert til að auka fylgi við langþráða setu Íslands í Öryggisráðinu?  Mér skilst að kostnaðurinn við þennan flugvélaleik sé ekki nema 100 milljónir eða svo. 

Jens Guð, 6.5.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Herbjörn með öll sín tæki og tól, þar á meðal rafbyssur og sífellt ofbeldisfyllri lögreglu, er svarið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvert ertu eiginlega kominn, Jón minn, í óraunsæi þínu? Myndirðu kannski skrifa upp á blaðurgreinina hans Árna Björnssonar þjóðháttafræðings í Mogga liðins dags?

Varstu ekki eitt sinn varnarsinni? Og hefurðu ekki tekið eftir því, hvernig Rússar fara með nágranna sína varnarlitla? Nú eru þeir t.d. að ógna Georgíu. Er langt um liðið frá "vináttuheimsóknum" þeirra til Tjetsníu og Afganistan? Og heldurðu að hringsól þeirra kringum land okkar sé vinarhót? Ellegar æfingar fjölda herskipa þeirra við Langanes fyrir örfáum árum? Býsna kostnaðarsöm vinarhót það, karl minn.

Óraunsæi varnarleysissinna tekur engu tali. 

Jón Valur Jensson, 7.5.2008 kl. 02:24

7 identicon

Gott ef að skattgreiðendur þurfi ekki að verja tveimur milljörðum og tvö hundruð og sautján milljónum króna til að halda uppi 63 einstaklingum, sem gera lítið annað en að stunda stjórnmálaleiki.

Og hvernig er þetta með ,,gunnfánann'' í þingsal, getur ,,herlaus'' þjóð átt gunnfána?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 947
  • Sl. sólarhring: 1072
  • Sl. viku: 5581
  • Frá upphafi: 2469246

Annað

  • Innlit í dag: 843
  • Innlit sl. viku: 5116
  • Gestir í dag: 775
  • IP-tölur í dag: 742

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband