7.5.2008 | 11:03
Vill Sjálfstæðisflokkurinn nýja ríkisútgerð?
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að skoða það hvort stofna eigi til nýrrar ríkisútgerðar eða eyða skattfé til að styrkja strandsiglingar. Þingmaðurinn komst að þessari niðurstöðu eftir að samgönguráðherra sagði honum að ein ferð flutningabíls með tengivagn orsakaði jafn mikið slit á vegum og ferðir 12.000 fólksbíla. Þetta svar ráðherra er raunar með öllu glórulaust en það er annað mál. Þó við gefum okkur það að flutningabílarnir valdi svona miklu sliti þá er það ekki þar með sagt eðlilegt ályktun að stefna skuli að ríkisstyrktum flutningum á sjó. Vandamálið er vegakerfið en ekki flutningabílarnir.
Hvort sem mér, samgönguráðherra eða þeim þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem vill framkvæma frjálshyggju með sósíalisma líkar betur eða verr þá eru flutningar stórra vöruflutningabifreiða komnir til að vera. Vandamálið eru ekki stóru flutningabílarnir heldur lélegir vegir. Í vegamálum hafa menn hugsað allt of skammt og dregið rangar ályktanir af gefnum forsendum eins og þingmaðurinn sem vill nýja ríkisútgerð.
Við eigum að gera stórátak í samgöngumálum og búa til raunverulega varanlega vegi og mun breiðari en nú er. Vegirnir eru víðast svo mjóir að venjulegum ökumönnum finnst oft óþægilegt að mæta stórum flutningabílum þó þeir víki vel út í kant sem raunar gerist ekki alltaf.
Ríkisútgerð er afturhvarf til fortíðar og sýnir á hvaða hugmyndafræðilegu villigötum Sjálfstæðisflokkurinn er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 21
- Sl. sólarhring: 1236
- Sl. viku: 5163
- Frá upphafi: 2469547
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 4726
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það eru fleiri hliðar á þessu Jón. Frá umhverfissjónarmiðum þá menga allir þessir vöruflutningabílar margfalt meira heldur en ef að vörurnar væru fluttar á sjó með skipum. Eitt skip gæti auðveldlega annað þessum flutningum sem að mörg hundruð flutningabílar flytja í dag.
Ég er að vissu leyti sammála ykkur báðum, þessum ónefnda sjálfstæðismanni og þér. Það þarf að byggja upp vegina, en það er alveg óháð því hvort að flutningar milli landshorna séu á vegum eða ekki. En ég er líka þeirrar skoðunar að það þurfi að draga úr flutningum á landi. En stofna sérstaka ríkisútgerð....nei það finnst mér fáránlegt, enda efast ég stórlega um sannleiksgildi þessarar sögu. Nær væri að styrkja flutninga á sjó sérstaklega.
Jóhann Pétur Pétursson, 7.5.2008 kl. 11:37
Jóhann þú getur lesið þetta í Fréttablaðinu í dag heiti greinarinnar er: Vegslit á við 9.000 fólksbíla.
Fólk vill fá vörur hratt og örugglega. Strandsiglingar leysa það ekki þó að færa megi mörg rök fyrir að þær gætu verið æskilegar. Þær lögðust niður vegna þess að markaðurinn vildi annað.
Jón Magnússon, 7.5.2008 kl. 13:34
Ég get engan vegin áttað mig á því hvers vegna er ekki hægt að fullnægja þeim markmiðum að fólk fái vörur tímanlega með því að nota strandsiglingar. Er það ekki bara spurning um skipulagningu?
Strandsiglingarnar hafa í raun verið drepnar með því að niðurgreiða stórlega landflutninga. Persónulega finnst mér algjör óþarfi að veita fyrirtækjum eins og Landflutningum og Flytjanda ríkisstyrki. Ríkisstyrkirnir felast í því að þessi fyrirtæki greiða ekki réttlátt verð fyrir aðgang að þjóðvegakerfi landsins miðað við það álag sem þau valda. Ef að þingmaðurinn og ritstjóri þessarar síðu er hlynntur því að ríkisstyrkja þessi fyrirtæki þá er honum að sjálfsögðu frjálst að hafa þá skoðun en það samræmist allavega ekki mínum hugsjónum og réttlætiskennd.
"At the end of the day" hlýtur málið að snúast um hagkvæmustu lausnina. Ég efast ekki um að það er mun hagkvæmara að koma þungaflutningum aftur út á sjó frekar en að byggja hér upp vegi sem ráða við þessa flutninga.
IG (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:26
Sammála IG. Með hækkandi olíuverði eiga landflutningarnir svo eftir að verða enn óhagkvæmari í samanburði við sjóflutninga í framtíðinni. Vegagerð og viðhald vega verður líka sífellt dýrara eftir því sem olían hækkar. Það er glapræði að skoða ekki hinn kostin þ.e. sjóflutninga.
Ari Björn Sigurðsson, 7.5.2008 kl. 14:51
Hundrað millur í Franska herinn hefðu nú betur sómt sér í vegakerfinu. Meiri hætta stafar landanum af Reykjanesbraut t.d. og Suðurlandsvegi en Rússum, Þar er fólk að deyja og limlestast mest fyrir fjársvelti stjórnvalda til vegaframkvæmda.
En ég er 100% sammála þér hér að ofan Jón, Vegakerfið er vandinn en ekki trukkarnir, og Ríkisútgerð yrði mikil afturför. Enda er ég ekki sammála þessum útreikningi á vegsliti, en ef þeir koma frá Vegagerðinni er ég svo sem ekki hissa. Þeirra reikniskekkjur eru landsfrægar eins og í Grímseyjaferju, Breiðafjarðarferju, Reykjanesbraut og fl.
En kanski þarf að athuga styrkjakerfi ríkisins ef að skipafélög fá greidda styrki fyrir að flytja frakt landleiðina? Þarf ekki að skilyrða styrkina við strandflutninga?
Ég vil sjá að tekjur sem koma inn á ökutækjum fari í uppbyggingu á samgöngukerfinu, en ekki í svona gæluverkefni. Og þær eru gríðarlegar. T.d. Olíugjald, Þungaskattur, Vaskur, Bifreiðaskattur sem var settur á til bráðabirgða, 1988 minnir mig og er innheimtur enn. Og fleira mætti telja.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:08
Á meðan fæstir okkar vegir uppfylla Evrópustaðla með vegaaxlir, öryggi og fl. Er hjákátlegt að yfirvöld eru upptekin sem aldrei fyrr að innleiða Evrópulög fyrir þegnana að fara eftir.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:25
Ég er sammála því að Reykjanesbrautin muni óbreyttu stefna fleiri mannslífum í hættu en innsiglaður óvinurinn í austri.
Svo er ég auðvitað hjartanlega ósammála mínum ágæta vini Jóni Magnússyni hvað samanburðinn á strandflutningum og landflutningum varðar.
Legg svo til að ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar geri sér grein fyrir mannréttindabrotum í fiskveiðistjórn okkar og bregðist við nýföllnum úrskurði þess efnis.
Árni Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 17:00
Það er náttúrulega ekkert nema rugl að vera að flytja ýmsa þungavöru á bílum landshorna á milli. Ég ætla ekki að segja mikið um vegaslit stóru bílanna ,en mig minnir að ég hafi séð svipaðar tölur úr erlendri rannsókn fyrir mörgum árum. Það er eðlilegt að ýmsar matvörur þurfi að komast í verslanir hratt og örugglega ,en þurvörur og það sem ekki skemmist á stuttum tíma hlýtur að þola sjóflutning. Hraðinn og firringin er orðin svo mikil að allt þarf helst að gerast í gær.Hvers vegna eru ekki hraðahindranir á götunum í Hamborg. Vegna þess að fólk hugsar öðruvísi og fer eftir reglum. Hér duga ekki hraðahindranir . Það væri fróðlegt að sjá útreikning á því hvað allar hindraninrar á Reykjavíkursvæðinu auka mikið af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á hverjum degi. Fyrir nokkrum árum hitti ferðafélagi minn mann sem hann þekkti frá Hornafirði og spurði hann hvað hann væri að vinna. Hann sagðist vera að flytja ruglið í þjóðfélaginu,en hann var á stórum flutningabíl að flytja fisk austan af fjörðum til Grindavíkur.. Á fyrri tímum var algengt að bændur færu haust og vor í verslunarferðir td.að Eyrarbakka og þá varð að skipuleggja sig vel. Nú má fólk ekki vera að því að lifa og alltof margir leggja ekki af stað í vinnu og annað fyr en á síðustu stundu og þannig verður umferðin eitt logandi stress. Góðar stundir
Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:16
Sammála Jóni Loksins einhver sem segir eitthvað að viti hér á landi. Vegirnir hér eru til skammar og hafa tekið mörg mannslíf sem eru ómetanleg. Skip menga alveg svakalega mikið og það þarf mikla olíu til að halda bátsvel gangandi,þannig að fara blanda einhverjum mengunar rökum á móti vörubílum falla um sjálftsig. Ríkisstjórnin ætti að fara einbeita sér að þvi að bæta vegi landsins og hvíla jarðgangagerð, það sér hver heilvitamaður hér á landi. Mér fnnst að það ætti að leggja tvöfaldan veg austur að Höfn í Hornafirði og norður að Akureyri en halda áfram að nota núverandi þjóðveg nr 1 sem sveitaveg, þá væru aðreinar inná hann sem fólk gæti notað til að stoppa í sveitum landsins eða keyra um afslappað á sveitavegi sem hann er. Það væri frábært að geta skroppið til austur eða norður og keyrt á góðum vegi og aldrei með umferð úr gagnstæðri átt sem kemur á 90 km hraða 50 cm frá bílnum manns. Það er nú bara staðreynd að flestir íslendingar eru með hjartað í brókinni þegar þeir mæta bíl út á landi. það eru margir sjá ekki heldur hvað þetta væri gott fyrir samgöngur og hvað bæir út á landi myndu stækka, ástæðan er einfaldlega sú að það væri ekkert mál að skreppa hvert sem er ef vegirnir væru í lagi. Þá væri fólk ekkert að víla fyrir sér að skreppa til Akureyrar eða Hvolsvallar,sem sagt bottom line í þessu er að bæir myndi stækka atvinnulíf myndi blómstra allir myndu keyra á öruggum vegum en beygja síðan út á núv.þjóðveg þegar þeir sjá skilti Hvolsvöllur 1000 metrar eða borgarnes 1000 metrar. Takk fyrir mig
kv,
Gunnar
Gunnar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.