Leita í fréttum mbl.is

Elliheimilum lokað en loftrýmið er varið stundum.

Í sumar á að loka öldrunarheimilinu á Þingeyri og vafalaust fleiri öldrunarheimilum. Væntanlega hefur verið gerð áætlun um að loka deildum á sjúkrahúsum vegna þess að peningar fást ekki til að halda uppi fullri þjónustu yfir sumarmánuðina.

Á meðan borgum við fyrir erlendar flugsveitir NATO ríkjanna sem hér dveljast stundum við heræfingar sem heitir loftrýmiseftirlit. Þrátt fyrir þetta loftrýmiseftirlit er loftrýmið blessað óvarið meiri hluta ársins. Gildi loftrýmiseftirlitsins eins og það er skipulagt miðast við það að hugsanlega gætu einhverjir fávitar viljað gera eitthvað af sér í loftrými Íslands. Sæmilega skynsamur árásaraðili mundi eðlilega bíða þangað til ekkert lofrtýmiseftirlit er fyrir hendi. Þetta fyrirkomulag getur ekki verið annað en aðhlátursefni út frá herfræðilegum og húmorískum sjónarmiðum.

Það er hins vegar ekkert gamanmál og getur kostað mannslíf að forgangsraða vitlaust eins og nú er gert. Loftrýmiseftirlitið skal kosta en loka á þjónustu fyrir sjúklinga og aldraða að hluta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar stendur að við borgum fyrir franska eftirlitið? Þetta er NATO eftirlit.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við þurfum að hugsa þetta út frá markaðslegum lausnum les: heimsku kerfis sem er rekið af heiladauðum risaeðlum sem löngu ættu að vera komnar á haugana.

Er það gæfuleg framtíð að eyða ellinni í átta manna herbergi í einkarekinni gamlingjageymslu? Nei. Betri kostur er að ryðjast með óhlaðna kindabyssu inn í bankaútibú og heimta peningana. Það tryggir eins manns herbergi með sjónvarpi og úrvalsfæði og herskara meðvirknisjúkra vandamálafræðinga á hrauninu.

Baldur Fjölnisson, 7.5.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Verðbólgusprengingin í matvælum er rétt aðeins að byrja. Eftir nokkur ár munu dómarar hafa í hótunum við brotamenn og gera þeim ljóst að ef þeir láti ekki af brotum þá verði þeir ekki dæmdir í frítt húsnæði og fæði á hrauninu.

Baldur Fjölnisson, 7.5.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Góður pistill og mikið rétt.  Skil reyndar ekki þessa lokun á Þingeyri og tilflutning fólks milli staða, hélt að eins hefði mátt flytja starfsmenn á staðinn til þess að annast fólkið.

Orðið loftrýmiseftirlit er eitt og sér kapítuli út af fyrir sig.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.5.2008 kl. 02:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Guðrún María, það er hann Ægir Magnússon, sem stóð hér vaktina, eins og ég gerði HÉR. – M.b.kv.,

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 04:06

6 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Það var í frétt á visi.is í byrjun vikunnar að þetta kostar okkur 600 milljónir þessar 6 vikur sem vélarnar eru hérna. En það fydna er´að í fréttum ruv var talað um að Frakkar vildu ólmir koma hingað.

ég er sammála Jóni að þeta er algjört prump hjá yfirvöldum þessa lands að vera greiða fyrir eitthvað sýndar loftferðaeftirlit, á meðan ekki er hægt að hlúa að öldruðum og svo er heilu deildunum á sjúkrahúsunum lokað af því að það er ekki til peningur!!!

Hálfvitagangur!!

Steinþór Ásgeirsson, 8.5.2008 kl. 08:35

7 identicon

Ég sé ekki að það sé neitt nema peningasóun að hafa eftirlit brot úr árinu... skil heldur ekki að hann Jón félagi biðji guð að vernda landið, þotur eru bara núll & nix miðað við hinn almáttuga.
Þetta er svona svipað og ef það væri öryggisvörður 1klst í viku í verslun 10-11,  á milli kl 16-17 á mánudögum.

Þetta loftrýmiseftirlit er líkast til eitthvað öryggisóráðsplott í ISG, no more no less.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:36

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt er, að það er talað um, að það kosti OKKUR 100 milljónir kr. að hafa þessa þotusveit hér. Þeim peningum er vel varið. Það þarf að kosta hlutum til að halda uppi öryggi. Hvers vegna gera allar nágrannaþjóðir okkar það, þ.m.t. Norðmenn, Svíar, Finnar og Danir? Eru varnarþarfir okkar eitthvað minni en þeirra? Væru það ekki skilaboð út í heim, ef NATO og Bandaríkin færu að vanrækja norðurslóðirnar, eins og talað hefur verið um? Hafa "áhrifasvæði" verið Rússum heilagt trúaratriði frá stríðslokum? Hvers vegna gerðu þeir þá innrás í Afganistan (1979–89)? Hvers vegna voru þeir þá með 50.000 hernaðarráðgjafa og menn í tengdum störfum í Egyptalandi á ríkisárum Nassers? Hvers vegna voru þeir með allan sinn stuðning við byltingu Mengistus í Eþíópíu og skæruhernaðinn sunnar í Afríku? Þeir leita í tómarúmið, leitast við að fylla það upp, eins og Vladímír Búkovskí sagði. Nú eru þeir á mörkum þess að hefja stríð við Georgíu og skutu þar niður njósnavél í fyrradag.

Að halda, að umskipti hafi orðið til friðsældar með KGB-mann í æðsta og síðan næstæðsta embætti í Rússlandi, er glópabjartsýni. Herir Vesturlandaþjóða eru nauðsynlegir, hvort sem líkurnar eru 2% eða 20% eða meira á innrás í varnarlaus lönd; þannig hugsa t.d. sænsk yfirvöld. Viðburðir í heimsmálum annars staðar geta einnig haft hér veruleg áhrif, t.d. hugsanleg innrás Bandaríkjanna í Íran eða árás á kjarnorkuskotmörk í N-Kóreu (þar sem ráðamenn eru að heykjast á efndunum á afvopnun), með hugsanlegri íhlutun Kínverja eða bandalagsmanna þeirra Rússa, og margt annað, sem við sjáum ekki fyrir, stórir atburðir með endurkastsáhrifum víða.

Það eru innantóm orð að tala um að Rússar séu okkar vinaþjóð, þótt okkur sé vel við hana sem slíka – en í raun er sáralítið samband milli þjóðanna; þar að auki ræður rússneska þjóðin engu um það, hvort ráðamenn hennar geri einn daginn innrás í Afganistan (sem þeir höfðu "gagnkvæman griðasáttmála" við, höfðu heitið landinu griðum og "vinsamlegum samskiptum"!), annan í Tjetsníu, þann þriðja í Georgíu eða þann fjórða annars staðar.

Hringsól þeirra kringum land okkar kemur ekki til af engu, né heldur æfingar fjölda herskipa þeirra við Langanes fyrir örfáum árum. Rússneski sendiherrann segir um flug þeirra við Ísland, að Íslendingar skuli bara venjast þessu! En svo má slíku venjast, að menn hætti að hafa varan á sér og bjóði þar með hættunni heim.

Óraunsæi varnarleysissinna tekur engu tali. Þú átt illa heima í þeim hópi, Jón minn Magnússon.

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 10:42

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar, þetta er ekki spurning um kalt stríð, heldur raunsætt mat og eðlilegar ráðstafanir til að fylgjast með umhverfi okkar og vera ekki sofandi á verðinum. Eða eru hinar Norðurlandaþjóðirnar "á villugötum" með heri sína, sem kosta nú skildinginn sinn? Komdu með gott svar við því, áður en við höldum áfram rökræðunni.

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 12:16

10 identicon

Jón Valur,

Vegna orða þinna um varnarmál Íslendinga má segja sem svo að Þar sem við erum jú enn í NATO þá séu varla miklar líkur á að á landið verði ráðist. Önnur aðildarríki NATO væru einfaldlega skuldbundin að sinna slíku máli.

Hvað varðar varnarmálum Svía sem þú nefnir þá er einfaldlega þannig fyrir þeim komið að sænskur her stendur varla undir nafni lengur. Þetta fyrrum flaggskip norðurlanda í hermálum getur aðeins tekið við broti af þeim sem sinna vilja herskyldu. Yfirlýst stefna Sænskra yfirvalda er að ekki stafi hætta úr austri og að ekki sé hægt að réttlæta jafn mikil útgjöld til varnarmála og áður. Varnarmálaráðherra þarlendur (Mikael Odenberg) sagði af sér á dögunum í mótmælaskyni vegna niðurskurðarins. Núverandi varnarmálaráðherra (Sten Tolgfors) neitaði á sínum tíma að gegna herþjónustu...slík er alvaran í sænskum varnarmálum.

Dönsk varnarmál eru grín og hafa verið í seinni tíð. Norðmenn geta varla einu sinni varið efnahagslögsöguna sína fyrir rússneskum togurum hvað þá meira. Eina norðurlandaþjóðin sem virkilega leggur rækt við sín varnarmál eru Finnar.

Hvað áttu við með orðunum "ef NATO og Bandaríkin færu að vanrækja norðurslóðirnar, eins og talað hefur verið um?" ? sérðu mikil umsvif bandarískra á Íslandi núorðið ? hafa þeir sig mikið í frammi á norðurslóðum yfirleitt núorðið ? Ef NATO hefði áhuga á Íslenskum varnarmálum þá væri einfaldlega herlið á vegum NATO á Íslandi að staðaldri.

Georg (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:29

11 Smámynd: Ásta Erna Oddgeirsdóttir

Blessaður Jón,mér datt svona í hug í sambandi við þessar blessaðar loftvarnr og skrípaleikinn í kringum það batterí,væri ekki bara hægt að biðja Rússa um að vera svona á útkikkinu,þeir eru hérna fyrir ofan okkur og jafnvel neðan líka hvort sem er. Væri þetta ekki bara miklu ódýrari lausn??    Bestu kveðjur,

Ásta Erna Oddgeirsdóttir, 10.5.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 787
  • Sl. sólarhring: 975
  • Sl. viku: 5793
  • Frá upphafi: 2419786

Annað

  • Innlit í dag: 738
  • Innlit sl. viku: 5364
  • Gestir í dag: 697
  • IP-tölur í dag: 671

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband