Leita í fréttum mbl.is

Almenningur er lúbarinn aftur og aftur.

Upplýsingar úr uppgjörum bankanna fyrir fyrsta fjórðung ársins sýna gengishagnað þeirra á þeim ársfjórðungi upp á 85.6 milljarða íslenskra króna. 

Hvað þýðir það?  Bankarnir keyptu erlenda gjaldmiðla fyrir krónur á þessu tímabili  og ollu að verulegum hluta miklu gengisfalli íslensku krónunnar.  Vegna þessara aðgerða bankanna gerðist m.a. eftirfarandi:

1. Bankarnir gátu sýnt góðan hagnað á ársfjórðungnum vegna gengismunarins.

2. Þeir lækkuðu gengi krónunnar verulega

3. Þeir hækkuðu með þessu gengisbundin lán.

4. Þeir hækkuðu með þessu lán bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

5.  Seðlabankinn hækkaði stýrivexti.

Skuldirnar þínar hækkuðu og vaxtakjörin versnuðu vegna þess að stóru leikendurnir gátu gert það sem þeir vildu á þinn kostnað. Þeir eru ekki þeir einu. Það eru fleiri stórir aðilar sem geta gert þetta og ráðið genginu innan dagsins og tekið mikinn hagnað út úr kerfinu.

Ég hef gagnrýnt þetta frá því að krónan var sett á flot markaðsgengis. Það er fráleitt að minnsta myntsvæði í heimi standi gjörsamlega óvarið gagnvart öllum stórum aðilum eins og við látum viðgangast hjá okkur varðandi krónuna.

Nú sést að hluta hvaða þýðingu þetta kerfi getur haft fyrir fólkið í landinu.

Það er gjörsamlega óásættanlegt að við skulum hafa stjórnvöld sem sætta sig við og stuðla að því að almenningur í landinu skuli þurfa að sæta þeim afarkjörum sem aðilar á fjármálamarkaði og spekúlantar geta búið til vegna vitlausrar stefnu í gengismálum og algjörs ábyrgðarleysis stjórnvalda varðandi gengisskráningu krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞEtta lið hefur ÖLL ráð manna í hendi sér.

1.  Þeir ráða úttstreymi peninga.

2.  Þeir ráða gegninu.

3,  ÞEir ráða vöxtunum (breytilegir vextir) og EKKI reyna að segja að viðskipta,,vinurinn" geti haft eitthvað með það að gera, hvort samið er um breytilega eða fasta vexti.

4.  Verðtryggingin gerir það að verkum, að í ÖLLU falli geta útlánastofnanirnar RÁÐIÐ sínum gróða af útlánum.

5.  Svo mynda löffagegnin (stundum virðast vera um Úlfahópa að ræða,---fyriurgefið mér Úlfar, þið fallegu rándýr)  hópa, sem sskiptast á um eignir þeirra sem einhverra hluta vegna komast í krappann dans og með öllum áföllnum þjófaskostnaði er afborgunin gersamlega óreiðanleg

6.  Höfuðstóllinn hækkar og hækkar þrátt fyrir að ætíð sé greitt með skilum.

Venjulegt fólk á þetta ekki skilið.

Venjulegir brauðættu að verja hendur sínar af þessu stóði öllu og gefa skít í þessar reglur sem ,,kjörnir Fulltrúar okkar" setja fyrir vini sína í þessum stéttum og setja inn nýja ,,kjörna fulltrúa" semsagt, segjum ÖLLU þessu liðið í Alþingi upp störfum, .þeir hafa EKKI unnið í okkar þágu.

Miðbæjaríhaldið

vill betri starfsmenn við lagasetningavinnuna þarna niður á ALþingi og svo væri ekki úr vegi, að fá Dómara sem þekktu eitthvað til starfa alþýðu manna, þannig að dómar um skaðabætur séu ekki eins arfavitlausir og heimskulegir og raunin er á.

Bjarni Kjartansson, 8.5.2008 kl. 13:29

2 identicon

Þetta er algjörlega siðlaust hjá bönkunum. Hvernig getur þetta gerst? Takk Jón, þú verður að vekja rækilega athygli á þessu. Fólkið í landinu er alveg varnarlaust fyrir þessum siðleysingjum.

Karl (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:33

3 identicon

Þetta ætti að vera auðvelt baráttuefni í kosningabaráttu, hvers vegna er frjálslyndi flokkurinn ekki stærri?  Hefur þetta aldrei verið notað sem lykilpunktur?  Ef ekki, hvers vegna?  er þetta bara gjamm, a-la samfylkingin, eða eruð þið alvöru baráttuflokkur?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:13

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Auðvitað er þetta gjamm, en mjög þarft gjamm engu að síður. Það er ekki sama hver gjammar Gullvagninn X-D gjammar á sína hundahjörð og hún hlýðir af gömlum vana(erfitt að kenna gömlum hundi að sita).

Sævar Einarsson, 8.5.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Jón, það þarf að hamra á þessu svo almenningur átti sig á því að fjármálakerfið hjá okkur er í raun hannað fyrir gróða- og glæpagengi. Nú er ríkisstjórnin t.d. að taka risavaxið erlent lán til þess eins að auka tiltrú erlendra fjármálastofnanna á íslensku bönkunum - svo þeir geti fengið lægri vexti og haldið áfram að græða meira.

Það var látið að því liggja um daginn að erlendir fjármálaspegúlantar hafi ráðið mestu um fall krónunnar ásamt erfiðleikum á bandarískum fasteignamarkaði. Samt voru stýrivextir í Bandaríkjunum lækkaðir um daginn í 2% þegar þeir voru hækkaðir hér í 15.5%. Þess þá heldur að taka krónuna af þessu rúllettuborði spilafíkla. Almenningur þarf að fara að átta sig á því honum stafar ekki mesta hættan ef erlendum hryðjuverkamönnum – heldur fjármálafíklum sem eru að leika sér með lífsafkomu almennings.

Ég hef sagt það í mörg ár og get endurtekið það hér. Að íslensk króna er frábært tæki -  til að snýta og skeina almenningi með. Öðrum tilgangi gegnir hún ekki. Hún er alla vega ekki nothæf til þeirra hluta sem gjaldmiðlar eiga að vera eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur margsagt. Nú ríður á að félagar þínir í Frjálslynda flokknum þurrki slorið, þó ekki væri nema úr öðru auganu, svo þeir fái séð það sem skiptir almenning í landinu mestu máli. Flokkurinn þarf því að skipta um kúrs og einhenda sér í þá vinnu hvernig við getum best losnað undan oki íslensks glæpalýðs og annarra sem eru að spila með lífsafkomu þjóðarinnar. Og við því er auðvitað ekki nema eitt svar. ESB.     

Sé það hins vegar eindreginn vilji félaga þinna að halda flokknum á kreddustiginu og taka undir forheimskan söng afturhalds og hræðsluáróðurs Heimssýnar þá bíð ég að heilsa flokknum.  

Atli Hermannsson., 8.5.2008 kl. 18:46

6 Smámynd: Jón V Viðarsson

Er ekki hætta á að Evran falli um 30 til 40 % í haust. Einhver var að tala um það. Hvernig fer þá ríkissjóður að því að borga af þessu risa láni. Munu bankarnir ekki notfæra sér það ef Evran fellur. Mun það ekki bitna svo aftur á okkur.

Jón V Viðarsson, 8.5.2008 kl. 21:03

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Orð í tíma töluð. Frábær pistill.

Heiða Þórðar, 8.5.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Áhugaverð og mjög svo þörf umræða. Hvar eru þessir þingmenn sem eru alltaf í fríi?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.5.2008 kl. 00:03

9 identicon

Sæll.

Gott hjá þér að vekja athyggli á þessu,en þettað var vitað fyrirfram.

Góðar stundir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 02:04

10 identicon

Bankarnir bjuggu til góðærið á sínum tíma með stórfeldum lántökum fólk, fyrirtæki og það opinbera spiluðu með. Útkoman er að þjóðarbúið er komið á hliðina og eru erlendu skuldirnar komnar í um 500% af vegri landsframleiðlu.

Þessar skuldir við útlönd eru í erlendri mynt og því er það eðlilegt að þegar bankar þurfa að greiða lán sín í erlendum gjaldeyri til baka án þess að taka annað nýtt lán erlendis sem ekki stendur til boða nú um stundir til að greiða góðærið til baka. Þess vegna fellur gengið og skuldirnar hækka þar með hjá þeim sem skulda það á við bankanna einnig. Þjóðfélagið í heild sinni er ekki saklaust hvernig komið er þess vegna finnst mér að það sé ódýrt að kenna einum meira um en öðrum en vissulega léku bankarnir fyrsta leikinn en þeir bera ekki ábyrgð á okkar gjörðum.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:24

11 Smámynd: Ásta Erna Oddgeirsdóttir

Enda brosa þeir breitt hjá bönkunum,bara allan hringinn,þegar þeir útlista gróðann síðasta ársfjórðung.Ja svei attan!! Þeir kunna sko ekki að skammast sín!

Ásta Erna Oddgeirsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:33

12 identicon

Rétt er það að bankanir græða í Íslenskum krónum sem þeir nota svo til að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir sem dæmi til að greiða sem þeim ber vegna skulda bankanna erlendis sem stofnað var til m.a. til að fjármagna góðærið svokallaða hér á landi.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ.

B.N. (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 247
  • Sl. sólarhring: 1366
  • Sl. viku: 5389
  • Frá upphafi: 2469773

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 4938
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband