Leita í fréttum mbl.is

Sumarlokanir á tímum loftrýmiseftirlits

Í fréttum í dag er sagt frá því að loka eigi öldrunaríbúðum á Þingeyri yfir sumartímann og flytja þá sem þar búa á Ísafjörð. Fljótlega sjáum við fréttir um sumarlokanir sjúkradeilda og aðrar sparnaðarráðstafanir vegna sumarleyfa.  Skert þjónusta er óumflýjanleg segja forstöðumennirnir vegna þess að við höfum ekki peninga til annars. Sjálfsagt allt rétt.

En hvað með peningana í óþarfa loftrýmiseftirlit. Loftrýmiseftirlit sem felst í því að fá hingað krakka frá hinum ýmsu NATO þjóðum með dýru herþoturnar sínar til að æfa sig á kostnað skattgreiðenda á Íslandi. Væri ekki nær að spara þann pening og tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa lengi haft á stefnuskrá sinni.

Er loftrýmiseftirlit ef til vill mikilvægara en vellíðan aldraðra og öryrkja í núinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og ýmislegt fleira sem er meira virði en aldraðir og sjúkir til dæmis öryggisráðið, og ferðalög ráðamanna um heiminn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Ásthildur. Mér finnst þetta endalausa bruðl hinnar nýju stéttar til skammar.

Jón Magnússon, 9.5.2008 kl. 11:39

3 identicon

já,auðvitað er það miklu meira virði í augum heimshornaflakkaranna,auðvitað. Þetta fólk er meira og minna í stólnum til að þjóna eigin egói og bruðlar eins og það sé enginn morgundagur,nógu hratt,nógu mikið og í nógu mikla vitleysu og þeirra sjálfselsku heilar ráða við að hugsa upp! Hvað kemur þeim til dæmis við, þó að öryrki,sem er undirlögð af slitgigt og asthma ásamt fleiru,býr á annarri hæð í blokk,sótti um að læknisráði að fá milliflutning í lyftuhús eða íbúð á fyrstu hæð svo hún komist út,nú eða bara í þvottahúsið fyrir meira en 3 árum,og fær ekkert nema stæla og dónaskap frá aðilanum sem á að sjá um þessi mál,sama aðila sem er svo að hlaða undir eignafólk með því að leigja náhvæmlega samskonar íbúð til persónu bara vegna þess að viðkomandi "þekkir mann og annan". Samt á þessi persóna sína eigin íbúð og þarf ekki að búa í félagslegu húsnæði. Hvað á maður að kalla svona annað en spillingu? Langaði bara aðeins að tjá mig,því ég er að springa úr reiði,það verður að losna við þessa stjórn og það ekki seinna en strax! Þessi stjórn er til skammar fyrir þjóðina og engum til gagns nema ráðamönnum sjálfum og þeirra fylgifiskum! Og hana nú!!

Ásta (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kæri Jón

(Vinur af því að ég vil þér eitthvað)

Getur þú spurt fyrir mig á Alþingi Íslendinga, hver þessi skelfilegi óvinur er, sem við erum svona hrædd við.

Ég er líklega svona tregur bara, en ég man ekki til þess að neinn hafi gert innrás hér, né hafi almennt sýnt áhuga, fyrir utan sögusagnir að Nasistar hafi hugleitt það og því Bretarnir orðið að gera innrás, eða var það frekar svona frelsandi heimsókn í boði einhverra.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir. Ég skal spyrja ítrekað að því hvar óvinurinn er Þorsteinn.

Jón Magnússon, 9.5.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jón!  Gætir þú fengið upplýsingar um hvað mikil fjárútlát er verið að spara með því að loka, yfir sumarmánuðina, elliheimilinu á Þingeyri og flytja þessa 2 einstaklinga einskonar "hreppaflutningum" burt frá lögheimili sínu?

Ég hef sérstakan áhuga á svona hreppaflutningum frá Þingeyri, vegna þess að ég þekki til konu sem fyrir nokkrum áratugum var flutt þaðan, "hreppaflutnignum" með 4 börn, vegna þess að maðurinn hennar veiktist; en hann átti svokallaðan "heimahrepp" við Ísafjarðardjúp.

Velti fyrir mér hvort þetta sé áráttuþáttur tengdur svæðinu.

Með kveðju.

Guðbjörn 

Guðbjörn Jónsson, 9.5.2008 kl. 17:42

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En Jón, hvað er þetta loftrými sem þeir eru að passa? Rými er í mínum huga eitthvað afmarkað pláss. Loftrými getur verið háaloft, súrefnispláss í kafbáti, börgunarrými í björgunarbáti........ en tæplega neitt sem stórar herþotur komast í.- Er þetta ekki búið til svo hæg sé að fegra hlutina?

Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 22:20

8 identicon

Sæll Jón

Mæltu manna heilastur

Kveðja HK

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég skal reyna að fá upplýsingar um þetta Guðbjörn. Þú finnur símann minn og hringdu í mig á fimmtudaginn kemur vegna þessa.

Þetta er góð athugasemd Haraldur. Þetta nýyrði loftrými finnst mér ekki alveg hitta í mark. Það er e.t.v. af því að mér finnst það svo hallærislegt að mér hættir til að ofnota það. Við höfum lengi talað um lofthelgi. Var einhver nauðsyn  að breyta því?

Jón Magnússon, 10.5.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 949
  • Sl. sólarhring: 1286
  • Sl. viku: 7019
  • Frá upphafi: 2305210

Annað

  • Innlit í dag: 883
  • Innlit sl. viku: 6489
  • Gestir í dag: 855
  • IP-tölur í dag: 825

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband