Leita í fréttum mbl.is

Áfram Jóhanna.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra virðist vera eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem gerir sér grein fyrir því að stór hluti heimila í landinu standa ekki undir okurvöxtum í íslenska vaxtasamfélagi hæstu stýrivaxta í Evrópu.

Jóhanna talar um að lækka verði dráttarvexti og og skoða aðra vexti. Hér skal tekið heilshugar undir með Jóhönnu.  Jóhanna skynjar að höfuðvandinn vegna efnahagslægðarinnar bitnar á venjulegu fólki og það skiptir máli að gæta þess að heimilin í landinu verði ekki keyrð um koll í vaxtafárinu sem ríkir á íslenskum lánamarkaði.

Formaður Samfylkingarinnar boðaði fyrir nokkru að taka ætti stórt dýrt erlent lán til að standa styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands  og styrkja íslensku krónuna, sem Ingibjörg hefur raunar sagt að væri ónýt. Síðan talaði hún um að styðja viðskiptabankana með erlendum lántökum. Jóhanna Sigurðardóttir skilur vandann hins vegar þannig að hann sé vandi skuldsettra fjölskyldna í landinu. Vandi þeirra sem lækka í tekjum. Vandi þeirra sem missa vinnuna til lengri eða skemmri tíma. Það er sá vandi sem þarf að huga að nú þegar. 

Skyldi Jóhanna vera eini ráðherrann sem skynjar þann vanda sem nú steðjar og mun steðja að venjulegu fólki í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Það er þó gott að vita að það er einn ráðherra í ríkisstjórninni með einhverri meðvitund.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 10.5.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Jóhanna hefur alla tíð verið málsvari þeirra sem minna meiga sín í víðtækum skilningi.Ég hef  trúi því að hún muni láta til sín taka á kjörtímabilinu,hún þarf sjálfsagt að olboga sig áfram gangvart Sjálfstæðisfl.

Kristján Pétursson, 10.5.2008 kl. 19:40

4 identicon

                      Skolað inn á milli skilningsvitanna.

Það er svo alíslenskt ef manni verður á að kaupa sér gamlan bíl og verður síðan á sú vitleysa að kaupa sér nýtt dekk sú gjörð hans veldur því að hann fer undir eins að íhuga hvað hin dekkin eru slitin. Þetta leiðir til þess að dekkjakaup eru á næsta leiti. Sú hugsun að það hafi verið óráð að kaupa fyrsta dekkið undir svo slitinn bíl og réttast hefði verið að leyfa honum vera eins og hann var. Þessa dæmisögu má sjá kristalast í umræðunni um evrunna og þörf okkar að þurfa að fara inn í ESB. Fyrsta dekkið umrædda er innganga okkar inn í EES sem aflétti allri stjórn íslenskra peningamála. Sá punktur með íslensku bankana og vandamál almennings sem Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra þarf að hafa sérstaklega í huga það er ekkert líkan til af greiðluþoli almennra launamanna og hversu lengi er hægt að bæta á án þess að ráðamenn hafa nokkuð við að styðjast. Það þarf sérstaklega núna áður en við brjótum niður fólkið af álögum einum saman að setja lög þar sem t.d. dráttarvextir, fasteignargjöld og hækkanir á öðrum liðum verði að taka tillit hvers annars. Þetta segir að við óbreytt laun er ekki hægt að hækka dráttavexti sem dæmi nema með hliðsjón af líkani af greiðluþoli almennings. Eins og þetta er í dag ganga hækkanir yfir og engin veit hvort almenningur hafi burði til að lifa mannsæmandi lífi. Bæjarfélögin segja:Hækkun fasteignargjalda í samræmi við hækkun fasteignarmats,búðirnar segja hækkun á matvælum í samræmi við hækkanir á erlendum gjaldreyri, tryggingarnar segja hækkun á bíla og húsatryggingum svo tekin séu dæmi. Þá stendur einstaklingurinn frami fyrir því að geta falið sig bak við meðalstóran ljósastaur þegar allir hinir hafa fengið sitt. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 21:48

5 identicon

Byrjun á frétt frá ruv.is
innlendar fréttir | 10.05.2008 19:14
Fyrst birt: 10.05.2008 18:25

Vill aðgerðir vegna skulda heimila

,,Bregðast þarf við versnandi skuldastöðu margra heimila, segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Dráttarvextir séu of háir og þá þurfi að lækka með lagabreytingu - um leið og skilyrði skapist.''
P.S. Hvenær verða þessi skilyrði sem Jóhanna talar um ef þau eru ekki til staðar í dag?
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það lítur svo út fyrir að Jóhanna sé sá ráðherra sem í orði kveðnu skynji vandann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Sævar Helgason

Það er mikilvægt í þessu efnahags og bankakreppu umróti öllu að rasa ekki um ráð fram. 

Það stóra lán sem stjórnvöld hyggjast taka til að styrkja efnahagsstöðuna- er í dag orðið 35 milljörðum í vaxtagreiðslum ódyrara en fyrir rúmum mánuði eða svo.  Þetta mikið hafa kjörin batnaða á nokkrum vikum.

Það munar um minna. Kostar ekki 35 milljarða að reka Landsspítalann /ári ?

Þetta upplýsti formaður Samfylkingarinnar á opnum fundi á Grand hótel í dag.

Stjórnarandstaðan og ýmsir þrýstihópar  kröfðust tafarlausra aðgerða- í byrjum apríl og síðan. Það hefði orðið okkur dýrt ef eftir hefði verið farið.

 Það er styrk stjórn í landinu það er ljóst.

Sævar Helgason, 10.5.2008 kl. 23:42

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankakerfið hérna er alveg fallít og var það algjörlega ljóst fyrir lifandis löngu en stjórnmálamenn, kerfisgögn og keyptur auglýsingaruslpóstur (allt saman eignir fjármálakerfisins) hafa gert sitt besta við að blekkja almenning og leyna hann þessarri staðreynd. En það virkar ekki lengur. Þessar skækjur geta ekki hindrað hrun krónunnar hvað þá hlutabréfamarkaðarins eins og flestir líklega sjá nú orðið. Bankarnir bjuggu til gengishagnað á fyrsta ársfjórðungi í örvæntingu að reyna að búa til einhvers konað hagnað til að fela raunverulegan taprekstur - með því að fella krónuna og eignir þeirra í kerfinu héldu sem fyrr úti hlægilegum samsæriskenningum um einhverjar erlendar grýlur sem eiga að sitja um okkur. Þessi ævintýri koma frá auðtrúa hálfvitum og eru greinilega hönnuð fyrir athyglisskerta fábjána sem segir sitt um sálarástand og örvæntingu maskínunnar sem lýgur þau fram.

Baldur Fjölnisson, 10.5.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Ásta Erna Oddgeirsdóttir

Sæl þið öll,mér hefur oft fundist Jóhanna vera ein af mjög fáum á Alþingi,sem er heiðarleg og hún hefur ekki verið að maka krókinn eins og flestir ráðherrar virðast vera að gera ,bæði leynt og ljóst. Hún er oftast nær með það á hreinu hvað það er sem þarf að gera,og hvað hún vill láta gera til að þjáðfélagið geti plumað sig,hún reynir og reynir,svo það virðist augljóst að "hitt liðið" stoppar hana af eins og þeim einum er lagið,og ég held að henni sé haldið niðri oft á tíðum af samráðherrum,bæði úr hennar eigin flokki og auðvitað sjálfstæðisgrýlunni (með Davíð á  bak við tjöldin að stjórna,þetta vita allir þó hann neiti því) og þeirra  fylgifiskum. Jóhönnu tími mun koma,hann er ekki kominn alveg ennþá,en ég er á því að ef hún myndi fara úr samfylkingunni og yfir í t.d. Frjálslynda fyrir næstu kosningar,þá fyrst mundi hennar tími koma! Hún vill gera marga góða hluti,en ég er ansi hrædd um að hún nái ekki sínu fram svo neinu nemi,á meðan restin af Prúðuleikurunum fær að valsa um eins og þeir eigi landið og allt í og í kringum það, en ekki við borgararnir. Þjóðin  var bara nógu góð (og nógu helvíti vitlaus eina ferðina enn) til að hlusta á loforðin og trúa þeim,og allan þann skrípaleik.en hvað gerist svo þegar í stólinn er komið? Er staðið við stóru orðin? Ekki aldeilis! Stóllinn passar vel undir afturendann á þessu liði, launin ekkert til að fúlsa við, og þau geta hagað sér akkúrat eins og þeim sýnist á okkar kostnað! Ég segi nú bara :megi Guð almáttugur hjálpa okkur í gegnum þetta kjörtímabil. Annars þyrfti að leysa þetta þing upp og skipa þjóðstjórn hér,það gæti ekki verið verra en þessi ósköp!

Ásta Erna Oddgeirsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 648
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 5587
  • Frá upphafi: 2426221

Annað

  • Innlit í dag: 600
  • Innlit sl. viku: 5154
  • Gestir í dag: 567
  • IP-tölur í dag: 538

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband