Leita í fréttum mbl.is

Skýrar línur í Evrópumálunum hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gaf athygliverðar yfirlýsingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hún talar m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á næsta kjörtímabili. Orð varaformannsins verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hún telji tímabært að hefja aðildarviðræður fljótlega. Slíkt gefur auga leið því að hefjist ekki aðildarviðræður á þessu kjörtímabili þá er nær útilokað að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um málið á næsta kjörtímabili.  Nú bíð ég eftir yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins um málið. Telur hann tímabært að Ísland sæki um aðild og hefji aðildarviðræður að ESB fljótlega?

En ESB var ekki það eina athygliverða í ræðu Þorgerðar með stuðningsmönnum sínum í Kópavogi. Þorgerður lýsti líka áhyggjum sínum af ástandinu í borgarstjórn Reykjavíkur. Þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af borgarstjórn Reykjavíkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meiri hluta þá er ljóst að varaformaðurinn telur að mikið sé að.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suð Vestur kjördæmi virtust allir vera á fundinum í Kópavogi en það fer ekki sögum af því að þeir hafi tjáð sig með öðrum hætti en varaformaðurinn. Það má því ætla að sjónarmið Þorgerðar Katrínar í Evrópumálum og varðandi borgarstjórn Reykjavíkur njóti stuðnings þeirra.

En hvað segir Geir?  


mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Jón.

Evrópuhjal varaformannsins er einungis enn ein sventaflan, enn ein ábreiðan yfir öll þau ókláruðu þjóðþrifamál sem bíða úrlausnar en fá ekki vegna trassaskaps sjálfstæðisflokksins.

Lýður Árnason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 02:57

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta kann vel að vera rétt h já þér Lýður.

Jón Magnússon, 15.5.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 3068
  • Frá upphafi: 2294746

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2797
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband