28.5.2008 | 21:56
Átti dómsmálaráðherra að biðjast afsökunar?
Rætt var um símahleranir á tímum kalda stríðsins á Alþingi í dag. Um er að ræða áratuga gömul mál. Ljóst er að farið var lagalega rétt að í öllum tilvikum og beiðnir um símahleranir lagðar fyrir dómara til að úrskurða. Ekki eru dæmi svo vitað sé um að hlerað hafi verið án fullnægjandi heimilda skv lögum.
Farið var fram á að dómsmálaráðherra bæðist afsökunar á hlerununum. Að sjálfsögðu kom það ekki til mála. Á hverju átti hann að biðjast afsökunar. Á því að tilefni þótti til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana?
Það má ekki gleyma því að fullveldi landsins stafaði hætta af heimskommúnismanum á sínum tíma og sporgöngumenn "Sovét Íslands óskalandsins" geta ekki amast við því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi gripið til þeirra varúðarráðstafana sem þau töldu nauðsynleg til að verja sjálfstæði og fullveldi Íslands.
Er einhver sem telur að dómsmálaráðherra hefði átt að biðjast afsökunar á símahlerununum og sé svo á hverju átti hann þá að biðjast afsökunar?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 658
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 5162
- Frá upphafi: 2468113
Annað
- Innlit í dag: 591
- Innlit sl. viku: 4781
- Gestir í dag: 562
- IP-tölur í dag: 550
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ef einhver ætti að biðjast afsökunar þá er það Kjartan Ólafsson, sá gamli kommúnisti, sem sat með félögum sínum á svikráðum við lýðfrjálst Ísland. Til allrar hamingju fengu þeir aldrei tækifæri til þess að stjórna í anda Moskvuvaldsins, en hefðu ekki hikað væri slíkt í boði. Það er alveg magnað hvað fjölmiðlar gefa rausinu í þessum gamla kommúnista mikið pláss, því hlerunarmálið er hrein "ekki frétt".
Gústaf Níelsson, 28.5.2008 kl. 22:28
Ungur nemur gamall temur. Björn Bjarnason var klárlega ekki alinn upp við það að biðjast afsökunar á neinu. Á tímum kalda stríðsins var kommúsisminn vissulega ógn við heimsfriðinn og undir slíkum kringumstæðum var klárlega gripið til hlerana af hreinni hræðslu og ég get svo sem alveg skilið það.
Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:30
Mér er nokkuð sama hver hleraði hvern eða hver gerði hvað. Það er bara aðdáunarvert hversu klúðurslega Björn Bjarnason tekst alltaf að koma hlutunum frá sér. Það er sama hvað það er, það er alltaf einhver á móti því sem hann segir. Ég held að framsetningin hjá honum sé í mörgum tilfellum allt önnur en framsetningin. Síðan reiðist hann alltaf þegar fólk skilur hann ekki.
Baldvin Jón Sigurðsson, 29.5.2008 kl. 09:40
Baldvin, þegar menn eru í pólitík þá eru alltaf einhverjir á móti því sem þeir segja. Það segir ekkert um það hvort þeir hafa komið hlutunum klúðurslega frá sér eða ekki. Það er lykilatriði í málinu að kommarnir eiga engan rétt á að vera beðnir afsökunar, einfaldara getur það ekki verið.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:08
Ég var að segja að mér finnst Björn alltaf koma hlutunum klúðurslega frá sér. Er það sjálfgefið að það þurfi alltaf að vera einhver á móti í pólitík? Það er sannarlega oft þannig en ekki alltaf. Ef að fólk hefur fylgst með þá er það hans einkenni að meirihluti þjóðarinnar er á móti því sem hann segir, það er bara alveg sama hvað það er. Það sem er lykilatriði að skilja hér að allt fólk hugsar ekki eins og fer misjafnlega að því að breyta hugsunum í orð. Að sama skapi breytir fólk orðum í hugsanir á misjafnan hátt. Björn er einfaldlega risaeðla sem gerir sér ekkert grein fyrir þessu, það kallast þröngsýni. Þetta gerðist í fortíðinni og skiptir engu máli.
P.s. Ég er ekki á þeirri skoðun að Björn eigi að biðjast afsökunar á einu né neinu, svo það komi skýrt fram.
Baldvin Jón Sigurðsson, 29.5.2008 kl. 10:49
...það fyrir utan er dómsmálaráðherrann algjört fífl!
frikki (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:25
Ástæðan fyrir því að fólk á svona erfitt með að skilja það sem Björn Bjarnason segir er sú að hann talar of skýrt. Fólk er orðið svo vant því að málum sé pakkað í bómull svo þau stuði engann. Þannig að enginn sé á móti. Þá veit það heldur ekki hvað orðin raunverulega bera í sér og þegar að endingu það verður ljóst, er öllum orðið sama.
Björn styðst ekki við skoðanakannanaviðhorf, hann er einn af fáum stjórnmálamönnum dagsins í dag sem á sér hugsjónir, sem hann er tilbúinn að halda á lofti.
ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:27
Sammála Ragnhildi.
Það sem mér líkar best í fari Björns er að hann er ekki vindhani sem eltir goluþyt hugsanlegra skoðanakannanna.
Það var gerð úttekt á því hvernig störf sem Björn hefur skipað í skiptast á milli kynja. Þar kom Björn ákaflega vel út.
Ég er sannfærður um að ef önnur embættisverk Björns verða skoðuð niður í kjölinn í framtíðinni muni hann fá hæstu einkunn.
Hann er maður að mínu skapi!
Ragnar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:41
Ég bendi á að þetta er ekki einvörðungu um fortíðarmál að ræða. Nýverið voru keyrðar í gegnum alþingi (tvær umræður á sama degi og atkvæðagreiðsla) lagasetningar, sem heimila lögreglu eftirlit með netsamskiptum fólk á grunni barnaníðs, þótt vitað sé að 90% slíkra glæpa eigi sér stað í nánasta frændgarði barna, á heimilum þeirra og stofnunum, sem þau sækja.
Hæstiréttur hefur úrskurðað um ólögmæti hlerana, en Ríkislögreglustjóri hefur einvald um óskilgreind skilyrði fyrir beitingu þeirra og hefu keypt búnað til þessa án þess að hafa opinberar heimildir né skýringar. Ég bið þig að skoða þessi mál og einnig það, sem ég fjalla um á mínu bloggi um aukna tilhneigingu til afnáms borgaralegra og lýðræðislegra réttinda, valdníðsluheimildir lögreglu og eftirlitslaust eftirlit ríkislögreglustjóra, sem hefur sama vald og CIA með það að vera aflimaður frá lögjafavaldi og stjóornarskrá í ákvörðunum sínum.
Ég bið þig sem lögfræðing að taka upp baráttu gegn þessari tilhneygingu og að reyna að stuðla að afturvirkri leiðréttingu þessara mála. Þar hlyti flokkur þinn mikið fylgi, því fólki er heitt í hamsi vegna þessara mála.
Nú í vikunni á að keyra í gegnum þingið enn eitt mannréttindabrotið, sem ég nefni í athugasemd 31 í síðasta bloggi mínu. Ef þetta er ekki viðfangsefni fyrir þrautþjálfaðann málafærslumann eins og þig, þá veit ég ekki hvað er það.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2008 kl. 13:17
Hvenig túlka menn friðhelgi þingmanna?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:29
Ísland hefur lengi verið leppríki Bandaríkjanna og þaðan hefur komið hugmyndafræði, viðhorf og vinnubrögð sem einkenna ma. Björn Bjarnason. Menn ættu nú að þekkja þessa rútínu: niðurstaðan er ákveðin fyrirfram og síðan er hún login og svikin fram hvað sem það kostar og helst án umræðu. Þetta birtist í stóru sem smáu hjá nýfasistum vesturlanda.
Baldur Fjölnisson, 29.5.2008 kl. 14:35
Sorgleg staðreynd að fyrrverandi forsætisráðherra sá sig knúinn til þess að hlera síma andstæðinga-sinna í pólutíkinni...Hvort Björn, Dómsmálaráðherra sonur Bjarna eigi að láta rannsaka gerðir föður síns veit ég ekki. Of persónulegt?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 15:32
Það gengi að sjálfsögðu ekki að biðja þingmann um leyfi til að hlera heimasíma hans. Og ef dómara þykir nægileg ástæða til að láta framkvæmdavaldið hlera slíkan síma vegna gruns um landráð getur hann veitt slíkt leyfi, samkvæmt ósk framkvæmdavaldsins, dómsmálaráðherra.
Og enginn hafði meiri sérfræðiþekkingu á þessum málum en einmitt faðir Björns Bjarnasonar, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra í 13 ár á árunum 1947-1963 og forsætisráðherra í sjö ár 1963-1970, en á þeim árum var Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson skrifaði til dæmis Ágrip af íslenskri stjórnlagafræði II, Rvík 1948, sem Svavar Gestsson vitnaði í máli sínu til stuðnings á Alþingi fyrir einungis tólf árum, árið 1996, þá þingmaður fyrir Alþýðubandalagið. Bjarni lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1930, stundaði framhaldsnám í stjórnlagafræði, aðallega í Berlín, 1930-1932, var prófessor í lögum við HÍ 1932-1940 og varð heiðursdoktor í lögfræði frá HÍ árið 1961.
Og Jóhann Hafstein lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1938, stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Lundúnaháskóla 1938-1939 og 1939 í Danmörku og Þýskalandi.
Hægt er að setja þingmann í gæsluvarðhald ef hann er staðinn að glæp, refsiverðu ásetningsbroti, oftast gegn Almennum hegningarlögum, sem landráð falla undir, og sætir skilyrðislausri opinberri ákæru. Og hér er átt við gæsluvarðhald, sem er þáttur í rannsókn sakamáls, en hvorki handtöku né refsivist. Einfaldur meirihluti þingmanna getur hins vegar leyft að höfðað sé mál á hendur þingmanni ef hann er staðinn að glæp, til dæmis landráði.
Og það eru að sjálfsögðu ríkir hagsmunir meirihluta þingmanna og þjóðarinnar að grunur um landráð þingmanns, eða þingmanna, sé rannsakaður af framkvæmdavaldinu með leyfi dómsvaldsins.
Þingmaður nýtur þinghelgi vegna ummæla sinna á Alþingi en ef hann endurtekur þau ummæli utan þings, til dæmis á fundi eða í dagblaði, ber hann á þeim fulla ábyrgð og nýtur þá ekki þinghelgi. (Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur.)
Samkvæmt Almennum hegningarlögum varða landráð allt að "ævilöngu fangelsi" og í Kalda stríðinu var töluverður fjöldi Íslendinga hlynntur því að gera Ísland að kommúnistaríki í nánum tengslum við Sovétríkin.
Föðurbróðir minn, Ólafur Briem, sem nú er látinn, kvæntist rússneskri konu, Katrínu, sem hann kynntist í hópferð Íslendinga á Heimsþing æskunnar í Moskvu árið 1957. Og Sovétmenn kröfðust þess að hann stundaði njósnir hér. Að öðrum kosti "kæmi eitthvað fyrir" fjölskyldu Katrínar í Rússlandi.
Ólafur gaf hins vegar bandaríska sendiráðinu hér í Reykjavík og Bjarna Benediktssyni, sem þá var ritstjóri Morgunblaðsins, skýrslu um Moskvuferðina og þessa njósnakröfu Sovétmanna, lét sovéska sendiráðið hér fá gagnslausar upplýsingar og stundaði gagnnjósnir fyrir bandarísk og íslensk stjórnvöld. Þetta hefur hvergi komið fram opinberlega, svo ég viti, frekar en margt annað frá þessum tíma.
Og fleiri Íslendingar kvæntust rússneskum konum á þessum tíma, til dæmis Árni Bergmann, sem lauk MA-gráðu í rússnesku frá Moskvuháskóla árið 1962, en hann var blaðamaður og síðar ritstjóri Þjóðviljans 1962-1992.
Faðir minn, Halldór Briem, nú einnig látinn, opinberaði hér skrif nokkurra Íslendinga, sem stundað höfðu nám austan Járntjalds, Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds. Og þessi skrif voru gefin hér út undir heitinu Rauða bókin - Leyniskýrslur SÍA.
Þjóðfélagið, sem við búum í, er hins vegar svo lítið að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans, er föðurbróðir barnsmóður minnar, en hann var framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæðinga á árunum 1960-1962 og framkvæmdastjóri Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokksins 1962-1968.
http://www.heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=28675&ew_0_a_id=253578
http://frelsi.is/clients/frelsi.is/efni/soguvefur/timalina.html
http://ofleyg.blogspot.com/2004_05_01_archive.html
http://www.jonolafs.bifrost.is/?p=14
www.hi.is/~hildurp/Utanr%EDkis.doc
http://visindavefur.is/svar.php?id=3395
Þorsteinn Briem, 29.5.2008 kl. 15:34
Það er engin ný bóla að flestir menn telja sig hafa sannleikann og réttlætið sín megin, sama hvort menn heita Gústaf Níelsson eða eitthvað annað. Segum sem svo að eitthvað í heimsmálum eða hér innanlands réttlæti að menn hleri pólitíska andstæðinga sína og segum að framkvæmdin sé innan ramma laganna. Þá skyldi maður ætla að í öllum þessum hlerunum kæmi eitthvað fram sem leiddi til sakfellingar. Nú þarf það ekki endilega að vera og hugsanlega getur réttmæt rannsókn leitt í laus sakleysi. Hitt er hafið yfir allan vafa að háttsemi lögreglustjórans að brenna rannsóknargögnin í öskutunnu við sumarbústaðinn sinn er ólögmæt. Þessi ólögmæta háttsemi bendir til þess, hvort sem það er rétt eða ekki, að maðurinn eða embættið hafi eitthvað að fela. Svona háttsemi er vægt til orða tekið óheppileg. Dómsmálaráðherra á skilyrðislaust að biðjast afsökunar á þessu þó sökin sé fyrnd.
Sigurður Þórðarson, 29.5.2008 kl. 20:47
Það getur enginn gefið sér að dómarar hér hafi heimilað símhleranir án lögmætrar ástæðu. Samkvæmt núgildandi lögum á að eyða gögnum sem fram koma við símhleranir og það er ekki að ástæðulausu.
Og núverandi dómsmálaráðherra ber ekki ábyrgð á Kalda stríðinu eða 40-60 ára gömlum símhlerunum vegna gruns íslenskra stjórnvalda um landráð, brot gegn stjórnskipan ríkisins og önnur brot á Almennum hegningarlögum.
Lög um um meðferð opinberra mála nr. 19/1991:
88. grein. "1. Upptökur af símtölum, hljóðupptökur, myndir eða annað, sem aflað er á grundvelli 86. greinar, skal eyðileggja jafnskjótt og þeirra er ekki lengur þörf í þágu máls, enda hafi þau gögn ekki verið lögð fram í dómi."
Og það liggur ljóst fyrir hvaða símar voru hleraðir hér. Ekki var þeim gögnum eytt. Þar að auki var annar hver sími hleraður hér á þessum árum. Allir sveitasímar voru hleraðir og þótti engum merkilegt. Símalínum "sló oft saman" og meira að segja fyrir einungis tveimur áratugum gat ég óvart hlustað í símanum á Friðrik Ólafsson, þáverandi skrifstofustjóra Alþingis, spjalla við einn af þáverandi þingmönnum.
Ég tel mjög líklegt að Sovétmenn hafi hlerað síma Alþingis, og jafnvel öll samtöl þar, enda var nú ekki langt á milli Alþingshússins og sendiráðs Sovétmanna í Garðastrætinu. Bein sjónlína úr risinu þar niður í Alþingishúsið, stór hluti 100 manna starfsliðs sendiráðsins KGB-menn og alltaf töluðu einhverjir þeirra mjög góða íslensku.
Þorsteinn Briem, 29.5.2008 kl. 22:23
Steini, ég er greinilega ekki jafn lögfróður og þú. En það er samt eitthvað sem segir mér að að eitthvað sé undarlegt við þessa framkvæmd. Hvernig stóð á öllum þessum hlerunum ef ekkert var málið? Og satt að segja og eftir á að hyggja er miklu eðlilegra að geyma gögnin en að það sé í valdi lögreglustjóra að velja hverju hann eyðir í öskutunnu við sumarbústaðinn sinn.
Og að allt öðru. Jóhannes úr Kötlum orti: Sovét Ísland, hvenær kemur þú. Samt fullyrði ég að hvorki hann né nokkur íslenskur kommúnisti hefði viljað búa í ríki Stalíns enda strádráp hann kommúnista. En öfgarnar voru ekki bara á annan vegin. Hér voru Páll Berþórsson Kjartan Ólafsson og örugglega margir aðrir hleraðir. Bjarni Ben kom í veg fyrir að Halldór Laxnes gæti gefið út bækur í Ameríku. En allt eru þetta smámunir miðað við þær ofsóknir sem sem menn urðu fyrir vestur í Ameríku. Er ekki kominn tími til að menn fari upp úr skotgröfunum, líti á þetta sem sagnfræði og horfi fram á veginn?
Sigurður Þórðarson, 29.5.2008 kl. 23:13
Sigurður Þórðarson. Það er að sjálfsögðu hægt að líta á þetta hleranamál frá mörgum sjónarhornum en ég tel að menn hafi nú haft vit á því á þessum árum að tala ekki um viðkvæm mál í símann, því allir vissu að hann var langt frá því að vera öruggur samskiptamáti.
Símalínum var sífellt að slá saman og ég held að fáum hefði dottið í hug að tala um njósnir eða skipulagningu á óeirðum í símann á þessum árum. Og jafnvel ekki heldur nú á tímum. En hvaða stjórnmálaumræða þolir ekki dagsljósið og hvers vegna mætti fólk í öðrum stjórnmálaflokkum ekki heyra hana?
Ég held að það sé næsta víst, eins og Bjarni Fel myndi segja, að það var akkúrat ekkert merkilegt sem kom út úr þessum símhlerunum, bara daglegt snakk um allt og ekkert, kaup á tveimur pottum af mjólk á leiðinni heim og svo framvegis. Sjálfsagt mál að eyða þessari vitleysu allri. Og við getum glaðst yfir því þegar ekki er ástæða til að sækja menn til saka.
En auðvitað getum við sagt núna að þeir sem hleraðir voru hefðu átt að fá að vita af þessum hlerunum þegar þeim var lokið. En ef stjórnvöldum bar ekki lagaleg skylda til slíks voru engin lög brotin í þessum hlerunarmálum. Það er ekki sama löggjöf hér í öllum málum nú og fyrir hálfri öld. Við höfum alls kyns réttindi núna, sem við höfðum ekki þá, en á þeim tíma kvörtuðu menn heldur ekki undan mannréttindabrotum vegna fiskveiðistjórnunar hér við land.
Núna væri hægt að komast að nær öllu um þig á einni mínútu á Internetinu og setja þar að auki upp örlitlar vefmyndavélar heima hjá þér, þannig að allur kommúnistaflokkurinn í Kína gæti fylgst með þínu daglega lífi, án þess að þú hefðir hugmynd um það.
Njósnir Sovétmanna hérlendis voru hins vegar að langmestu leyti tóm vitleysa, hefði ég haldið. Stór hluti af 100 manna starfsliði sovéska sendiráðsins hér voru KGB-menn sem sendu örugglega dobíu af alls kyns nauða ómerkilegum skjölum til Moskvu, þar sem allt var væntanlega samviskusamlega flokkað af öðrum KGB-mönnum, sem varla hafa nennt að lesa öll þau skjöl, sem komu frá á annað hundrað sendiráðum Sovétmanna úti um allan heim.
En hér var bandarísk herstöð. Ísland gekk í NATO árið 1949, þegar óeirðirnar voru á Austurvelli og þessar hleranir hófust. Og þær stóðu til ársins 1968, þegar hér var haldinn ráðherrafundur NATO í fyrsta sinn, og Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn var lagður niður. Margir Íslendingar mærðu kommúnistastjórnir í öðrum löndum, til dæmis Halldór Laxness, og þessar stjórnir voru nú ekki lýðræðisstjórnir.
Og Kalda stríðið var ekki bara einhver leikur á milli Vesturlanda annars vegar og kommúnista í austri hins vegar. Við heimsstyrjöld lá til dæmis í Kúbudeilunni árið 1962 og Vesturlönd háðu langar styrjaldir við kommúnista í Kóreu og Víetnam.
Og hér héldu íslenskir kommúnistar sellufundi með stórar myndir af Marx, Lenín og Maó formanni uppi á vegg. Að sjálfsögðu vonuðust þessir menn eftir því að kommúnistar kæmust hér til valda og slík stjórn yrði í nánum tengslum við stjórnir kommúnista í öðrum löndum. Ég ætti nú að vita það, því ég sótti sjálfur slíka sellufundi til að komast að því hvað þar færi fram, og átti þar að auki íslenska vini sem voru gallharðir kommúnistar.
Þorsteinn Briem, 30.5.2008 kl. 04:25
Sigurður Þórðarson skrifar réttilega ,, Bjarni Ben kom í veg fyrir að Halldór Laxnes gæti gefið út bækur í Amerríku ". Það finnst mér raunar enn meiri áfellisdómur yfir Bjarna, en það að hann hafi staðið fyrir stórfelldum hlerunum hjá pólitískum andstæðingum sínum. Mér finnst pólitískur ferill Bjarna Benediktssonar fara ört fölnandi þessi misserin og Björn Bjarnason er honum ekki til framdráttar nema síður sé.
Stefán (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:11
Þetta eru áhugaverð skoðanaskipti og fróðlegar athugasemdir hjá þér Steini. Ég er svo rómatískur að ég er að vona að hvað sem líður öllum útlenskum ismum þá séum við innst inni velviljaðir íslenskir sveitamenn, í bestu merkingu þess orðs. Ég vil ekki trúa því að samlandar mínir aðhyllist ofbeldi hvað þá morð til að ná pólitískum markmiðum. Hér er gott að búa og hér ríkir meiri samkennd en víða í heiminum. Ég vil standa vörð um okkar litla samfélag. Í því felst engin óvild til annarra, þvert á móti, því þannig verðum við aflögufær.
Sigurður Þórðarson, 30.5.2008 kl. 09:37
Sæll aftur, Sigurður minn. Í þessu sambandi þykir mér við hæfi að vitna í skrif Kristjáns Jónssonar, fyrrum samstarfsmanns míns á Mogganum, um ástandið í þjóðmálunum hér árið 1949:
"Veður voru öll válynd í heimsmálunum 30. mars 1949 og þytur þeirra barst hingað, þjóðin var ekki lengur einangruð úti í reginhafi. Árið á undan höfðu kommúnistar og leppar þeirra steypt lýðræðislegri ríkisstjórn Tékkóslóvakíu, hún var nú undir járnhæl Stalíns, kommúnistar voru að sigra í Kína.
Íslendingar voru ein af þjóðunum tólf sem stofnuðu Atlantshafsbandalagið 4. apríl 1949 en deilurnar um aðildina voru svo heiftúðugar hér að enn eru sumir móðir ef ekki sárir. Í grannlöndunum var lítið um mótmæli ef undan er skilin viðleitni sovéthollra kommúnista og einstaka friðarsinna.
Brigslin gengu hér á víxl, ýmist voru menn "handbendi Stalíns", "þrælar auðvaldsins" eða "þjóðníðingar“. Kalda stríðið var nýhafið, íslenskt orðfæri þess var að fæðast en gjarnan vitnað í fornar bókmenntir og nýlegri ættjarðarljóð.
Tilfinningarnar voru á suðupunkti. Menn slepptu fram af sér beislinu, jafnvel rólegheitafólk, og í ræðustól Alþingis fóru sumir hamförum. En aðildin var samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13 eftir geysiharðar umræður og stóðu þær í nokkra daga, reyndar samfleytt alla nóttina áður en atkvæði voru loks greidd 30. mars.
Allir tíu þingmenn Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins voru á móti, einnig tveir þingmenn Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson, og einn framsóknarmaður, Páll Zóphoníasson. Tveir framsóknarmenn, Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, sátu hjá.
Atkvæðagreiðslu á Alþingi um aðildartillöguna lauk um kl. 14.30 og var hún samþykkt. Skömmu áður hóf fólk að safnast saman á Austurvelli til að mótmæla en fyrir voru mörg hundruð stuðningsmanna aðildarinnar sem höfðu orðið við hvatningu ráðamanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks til fólks um að verja þinghúsið fyrir árásum kommúnista. Tók fólkið sér stöðu framan við húsið ásamt lögreglumönnum sem þar voru en varalið lögreglu, úr röðum óbreyttra borgara, beið átekta inni í húsinu.
Reykjavík var enn lítill bær, Kópavogur varla til, meirihluti þjóðarinnar bjó úti á landsbyggðinni. En allt að tíu þúsund manns munu hafa verið á Austurvelli. Flestir viðstaddra voru sennilega á móti inngöngunni og kröfðust margir þjóðaratkvæðis. Var auðvelt fyrir þá grimmustu að kasta grjóti og öðru rusli að þinghúsinu og fela sig í mannþrönginni.
Kastað var grjóti að þingmönnum og ráðherrum og mildi að ekki varð manntjón. Nokkrir lögreglumenn og óbreyttir borgarar úr röðum beggja deiluaðila, alls um tuttugu manns, slösuðust en enginn þó alvarlega.
Þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ætlaði eftir atkvæðagreiðsluna að setjast inn í bíl með öðrum þingmönnum við Alþingishúsið var kastað steini í bílinn og maður nokkur réðst á ráðherrann og reyndi að draga hann út. „Þarna ertu helvítið þitt, Bjarni Benediktsson,“ sagði maðurinn.
Sautján ára gagnfræðaskólastúlka gekk að Stefáni Jóhanni Stefánssyni forsætisráðherra, er var að koma út úr þinghúsinu, og rak honum kinnhest. Henni fannst að ráðherra hefði svikið sig.
Þjóðviljinn hóf ungu stúlkuna til skýjanna fyrir þetta "afrek". Og í Tímariti Máls og menningar í apríl sama ár skrifaði rithöfundur um "ungu, háttprúðu skólastúlkuna og íslenskt hjarta sem sló í ungum barmi, þróttmikil hönd sló hart, því að hugir þúsundanna fylgdu högginu eftir".
Efasemdir um aðildina gengu oft þvert á flokksbönd þótt vinstrisinnar væru fremstir í flokki. Hópur menntamanna stofnaði Þjóðvörn gegn inngöngunni í NATO, þar voru meðal frammámanna sr. Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, Jónas Haralz, síðar seðlabankastjóri, og fleiri þjóðþekktir menn.
http://www.mbl.is/serefni/nato/arasin.htmlÍ menningarlífinu bar mikið á andstæðingum NATO, enda vinstrimenn þar öflugir. Atómstöð Halldórs Laxness kom út skömmu fyrr og þar var óspart slegið á strengi þjóðernis. Hann varaði saklausa eyþjóðina við því að nú ætluðu öfl hins illa að selja nýfengið sjálfstæðið í hendur útlendinga. Ekki má gleyma að landsmenn höfðu hlotið sjálfstæði aðeins fjórum árum fyrr og því hæg heimatökin að höfða til þjóðrækni."
Þorsteinn Briem, 31.5.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.