Leita í fréttum mbl.is

Merkur ritstjóri lætur af störfum.

Styrmir Gunnarsson er tvímælalaust einn merkasti ritstjóri og blaðamaður sem við höfum átt. Hann hefið getað haslað sér völl með öðrum hætti í pólitíkinni hefði hann kosið það og orðið einn af helstu forustumönnum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og líklega í ríkisstjórn. Styrmir Gunnarsson kaus hins vegar að heyja sína pólitísku baráttu sem ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hefur vafalaust séð að hann var mun áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum með þeim hætti en með því að láta af ristjórastörfum og setjast á Alþingi.

Það er raunar nokkur nýlunda að tveir síðustu ritstjórar Morgunblaðsins þeir Matthías Johanessen og Styrmir Gunnarsson skuli hvorugur hafa setið á þingi eða gælt svo nokkru nemi við þingmennsku. Fyrirrennarar þeirra t.d. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sigurður Bjarnason og að ógleymdum Bjarna Benediktssyni hurfu frá ritstjórnarstörfum á Morgunblaðinu og settust á þing og mörkuðu hver með sínum hætti spor sín í póilitíks síns samtíma.

Ég hef lengi haldið því fram að Styrmir Gunnarsson væri eini pólitíski áhrifamaðurinn í íslenskri blaðamennsku  og kemur þar margt til m.a. yfirburðaþekking á íslenskum þjóðmálum og stjórnmálamönnum sem því miður virðist vera af æ skornari skammti meðal íslenskra blaðamanna.

Styrmir hefur alltaf haft ákveðnar skoðanir í pólitík og verið trúr þeirri varðstöðu sem hann hefur tekið sér hverju sinni.

Við Styrmir höfum verið samferðarmenn að nokkru í íslenskri pólitík. Ég sat í stjórn hjá honum þegar hann var formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna og mér fannst þá og finnst enn að Styrmir hafi verið góður formaður Heimdallar og hrinti á þeim tíma stórvirkjum í gang sem sjást ekki lengur á vettvangi ungra manna í pólitík.  Ég leyfi mér að halda því fram að við Styrmir höfum yfirleitt verið sammála um stefnuna í þjóðmálum þó að okkur hafi hins vegar greint verulega á um afstöðu til einstaklinga. Það  varð til þess að við skipuðumst á sínum tíma með ólíkum hætti í hópa  innan Sjálfstæðisflokksins meðan við störfuðum þar báðir.

Styrmir Gunnarsson hefur öðrum fremur áttað sig á því í hvaða vanda Sjálfstæðisflokkurinn er í dag. Það sést m.a. á skrifum hans undanfarna daga um borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og margt annað.

Mér finnst ólíklegt annað en að Styrmir Gunnarsson hasli sér áfram völl á síðum Morgunblaðsins og það verður fróðlegt að lesa skrif hans þegar hann er ekki lengur bundinn af þeirri byrði sem það óneitanlega er að vera ritstjóri Morgunblaðsins.


mbl.is Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þessu. 

Styrmir er með sterkar skoðanir og styður annan flokk en ég og því maður er ekki alltaf sammala honum.  Samt er maður miklu oftar sammála honum en við mætti búast. Líklega er það vegna þess að fáir rökstyðja sitt mál betur en hann.

Sigurður Þórðarson, 2.6.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Styrmir er merkur maður og víðsýni hans og réttlætisvitund hefur þokað framfaramálum það leyfi ég mér að fullyrða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.6.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 1439
  • Frá upphafi: 2454622

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1320
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband