Leita í fréttum mbl.is

Er eitthvað sérstakt að gerast?

Það er athyglivert að krónan skuli veikjast svona mikið. Evran er nú komin í um 120 krónur en fór niður í 113 krónur fyrir nokkru síðan.  Það er ekkis svo ýkja langt síðan hægt var að fá eina Evru fyrir 80 krónur. Þetta mikla gengisfall verður þrátt fyrir að við séum með Evrópumet í háum stýrivöxtum.

Áframhaldandi flökt á krónunni kemur til með að valda atvinnulífinu miklum erfiðleikum.  Sjálfstæður gjaldmiðill í minnsta myntkerfi í heimi kostar okkur mikla peninga. Er það þess virði að halda þessum glæfraleik áfram?

Við Frjálslynd bentum á það í kosningabaráttunni og höfum á stefnuskrá okkar að tengja myntina við gegniskörfu með vikmörkum til að tryggja aukinn stöðugleika.  Það kann að vera enn betra að tengjast stóru myntkerfi eins og Evrusvæðinu þar sem meginhluti viðskipta okkar er við Evrusvæðið. Ég hef bent á að við gætum reynt að semja við danska seðlabankann um að tengjast dönsku krónunni með vikmörkum en með því værum við sjálfkrafa komin í Evrutengingu. Spurning er hvort Danir mundu samþykkja það. En það sakar aldrei að banka upp á til að skoða málið.

Við höfum ekki efni á að borga marga milljarða á ári í herkostnað við að halda sjálfstæðum gjaldmiðli sem er ofurseldur vogunarsjóðum og spekúlöntum. Íslenskir neytendur og íslenskt atvinnulíf á betra skilið. Eins og staðan er í dag þá þjónar íslenska krónan með þeim fimleikaaðferðum sem henni tengjast eingöngu hagsmunum ákveðinna stjórnenda í efnahagsmálum til að breiða yfir alvarleg hagstjórnarmistök liðinna ára.


mbl.is Krónan veikist um 1,80%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki botninum náð?

Karl (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta hefur ekkert með sjálfstæðan gjaldmiðil að gera.

ÞEtta hefur gerst ´llvíða, þó svo að myntkerfin séu verulega stærri.

Nægir að lesa letter to the editor  FT.com frá einum virtum Hagfræðingur hjá Stanford

Nordic banks must not mistake camouflage for cover

Published: May 30 2008 03:00 | Last updated: May 30 2008 03:00

From Prof Cliff Tan.

Sir, Nordic central banks lining up for a €1.5bn emergency swap line to bolster Iceland’s foreign reserves brought back Asian memories that, while troubling, could be instructive.

In January 1997, well before Asia’s financial crisis broke and after two years of effort, Thailand had arranged swap lines set up with the Bank of Japan, the Hong Kong Monetary Authority and the Monetary Authority of Singapore, arguably then the three best-regarded Asian central banks which together held just under $350bn of reserves.

Of course, we know how the rest of the story went. Over years these central bank swap lines have increasingly reminded me of the sorts of camouflage that weaker animals employ to scare off predators and of course that is precisely the intent of officials vis-a-vis speculators. But the crux of Iceland’s perceived problems and any eventual solution lies in its banking system, far away from tactics of appearances.

Experience with financial crises suggests it will always be dangerous to run up the types of currency and possible maturity mismatches that Iceland has in recent years. Were such mismatches to give rise to what economists call “multiple equilibria”, there might be self-fulfilling bank runs under which no level of foreign reserves could protect a currency.

The key is the quality of foreign assets that Iceland’s banks have acquired. The markets are making up their minds about this and until they do, swap lines and even more external fund-raising will not ultimately decide the matter.

Cliff Tan,
Consulting Professor,
Stanford Center for International Development,
Stanford, CA 94305, US

Bjarni Kjartansson, 3.6.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Skattborgari

Því minni sem gjaldmiðilinn er því auðveldara er að hafa áhrif á hann.  Það þarf að breyta einhverju í þessum peninga málum. Ef maður pantar vöru í dag þá getur hún hækað eða lækað á leiðinni öll óvissa er slæm á þessu sviði.

Skattborgari, 3.6.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 85
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 4268
  • Frá upphafi: 2296058

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 3910
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband