Leita í fréttum mbl.is

Hann Birna leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Samstillt aðför Morgunblaðsins og forustu Sjálfstæðisflokksins tókst og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hættir sem oddviti borgarstjórnarflokks  Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við. 

Það var fyrirséð að þannig mundi það verða vegna þess að flokkseigendafélagið í Sjálfstæðisflokknum var greinilega búið að ákveða þetta fyrir nokkru eða jafnvel löngu. 

Það bíður Hönnu Birnu óneitanlga erfitt verkefni. Í fyrsta lagi þarf hún að vinna að því að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins verði trúverðugur. Í öðru lagi bíður hennar líka það verkefni að móta stefnu í borgarmálum sem aðgreinir Sjálfstæðisflokkinn frá hinum flokkunum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að stefna flokkana í borgarmálum er svo áþekk og einsleit að iðulega er erfitt að gera sér grein fyrir hver ágreiningurinn er á milli flokkana ef hann er þá yfir höfðu nokkur. Þetta veldur því að allir flokkarnir í borgarstjórn eiga svo auðvelt með að vinna saman. Málefnin þvælast ekki fyrir þeim.

Verst er að það skuli ekki vera fulltrúar frjálsyndrar einstaklingshyggju í borgarstjórn. Slíkir fulltrúar mundu ekki líða þá sóun, bruðl og síðast en ekki síst óheyrilega sjálftöku borgarfulltrúa og varamanna þeirra sér til handa á fjármunum borgarbúa.

Það vantar fulltrúa aðhalds sparnaðar og heilbrigðrar skynsemi í borgarstjórn. Fulltrúa sem hafa ákveðna stefnu og framtíðarsýn í borgarmálum. Fulltrúa sem vinna að því að eðlilegar samgöngur verði í borginni og út úr og inn í hana. Sjái til að hreinsun borgarinnar sé með eðlilegum hætti en borgin fari ekki aftur og aftur yfir hættumörk vegna svifryksmengunar.  Slíka fulltrúa verðum við að fá eftir næstu borgastjórnarkosningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margt er gott og áhugavert í þessum pistli þínum Jón og kemur það mér síst á óvart.

Fátt er okkur borgarbúum meir nauðsyn en að nú taki við tímabil yfirvegaðra ákvarðana með nýja sýn á fagurt og gott mannlíf í því glæsta umhverfi sem Reykjavíkurborg hefur alla burði til að bjóða íbúunum.

En stærsta spurningin situr ennþá eftir með óljós svör fram að næstu kosningum.

Hvernig tekst sjö borgarfulltrúum sjálfstæðismanna að tryggja stuðning Ólafs F. Magnússonar við þann meirhluta sem nú situr, eftir að hann stendur upp úr borgarstjórastólnum?

Ég er ekki alltof bjartsýnn á lygnan sjó og það er alveg ótrúlegt hvað litla vindbáru þarf til að færa allt úr skorðum á dekkinu. 

Árni Gunnarsson, 8.6.2008 kl. 14:11

2 identicon

Það eru miklu meiri líkur að eitthvað jákvætt gerist í borgarmálunum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins með Hönnu Birnu sem leiðtoga.R-listinn sýndi það á sínum tíma að það var lítið til að hrópa húrra fyrir í þeirra stjórnartíð. 100 dagarnir hans Dags voru fljótir að líða án þess að nokkuð gerðist. Varla hefði það verið til hagsbóta fyrir Reykvíkninga að flá fleiri slíka daga.Von Reykvíkinga um betri tíð er undir því komin að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur sínumj fyrra styrk.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: TómasHa

Hverjir eru nú í þessu flokkeigandafélagi?

TómasHa, 8.6.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er eðlilegt að þú veltir þessu fyrir þér Árni hvað gerist. Meirihlutinn er svo óvinsæll að hann á e.t.v. ekki annan kost en reyna að vinna sig út úr vandanum ef hann þá á þess kost.

Jón Magnússon, 8.6.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ef til vill eru meiri líkur á því að eitthvað jákvætt gerist undir stjórn Hönnu Birnu á borgastjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en Villa. En hvað ætti það eiginlega að vera? Ber ekki Hanna Birna ábyrgð á öllu klúðrinu ekki síður en Villi?

Jón Magnússon, 8.6.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þú verður að spyrja hina innvígðu og innmúruðu í Sjálfstæðisflokknum að því ágæti TómasHa. Mér hefur aldrei verið afhent félagsskrá. Ég geri mér betri grein fyrir því hverjir eru ekki í flokkseigendafélaginu.

Jón Magnússon, 8.6.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón og takk fyrir síðast.

Það er afar aumt að mínu viti að dansa eftir pípum skoðanakannanna, hvað leiðtogahlutverk varðar.

 Hanna Birna er hins vegar afar málefnalegur stjórnmálamaður með bein í nefinu og stendur sig örugglega vel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.6.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1260
  • Sl. sólarhring: 1280
  • Sl. viku: 3509
  • Frá upphafi: 2413610

Annað

  • Innlit í dag: 1188
  • Innlit sl. viku: 3188
  • Gestir í dag: 1155
  • IP-tölur í dag: 1095

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband