Leita í fréttum mbl.is

Af hverju selja eignir?

Ágúst Ólafur Ágústsson krefst hluta af fyrirtækjum sem stjórnmálamenn geta almennt ekki krafist. Stjórnendur fyrirtækja  taka ákvarðanir í samræmi vid  hagsmuni fyrirtækjanna en ekki stjórnmálamanna. Hitt er annað mál að vafalaust væri best fyrir sum íslensk útrásar fyrirtæki að selja eignir erlendis og minnka skuldir. En svona skrifar ekki stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á ríkisstjórn nema  vandamálin séu ofvaxin ríkisstjórninni?
mbl.is Fyrirtæki selji eignir í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hætt er við að sala íslenskra fyrirtækja erlendis hefðu lítil sem engin áhrif hérlendis nema þá mögulega með því að auka á verðbólguna. Þvílík vitleysa.

Júlíus Valsson, 14.6.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Johnny Bravo

kannski til að vera með tap og of mikið að fólki í vinnu á íslandi og til að skaffa fé til að lána út hér. En maðurinn er yfirnáttúrulega barnalegur.

Svona eiga fyrirtæki ekkert að virka.  Það verður bara minni eftirspurn eftir vinnuafli og vöru, þá lækkar verðbólgan og svo vextirnir og þá geta fyrirtæki farið á fullt aftur og ráðið fólk, vill fólk ekki bara slappa aðeins af og sjá hvort það verður eitthvað atvinnuleysi úr þessu áður en við förum í að bjarga því.

Johnny Bravo, 14.6.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vænlegra til árangurs fyrir hann gæti verið að ræða þetta í fjölskylduboðum.

Sigurður Þórðarson, 14.6.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu ber fyrirtækjum og sér í lagi bönkunum sem hafa bróðurpart af eignum sínum og tekjum erlendis að selja skuldsettar eignir, þegar þrengir um á lánsfjármarkaði.Ríkið ber ekki lengur nokkra ábyrgð á rekstri þeirra.Ef bankarnir seldu allar eignir sínar erlendis væri þeirra vandi leystur.Það er furðulegt að ekki skyldi vera bent á þetta fyrr.Það á að vera liðin tíð að stórfyrirtæki,hvað þá fyrirtæki sem eru í raun að mestu erlend ,þótt þau séu skráð hér á landi,geti heimtað að ríkið komi til bjargar.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bankarnir gætu þá kanski farið að lána aftur, sem á að vera þeirra hlutverk.En þeir ætla greinilega, vegna þess að þeir hafa einokunaraðstöðu að kúga ríkið til að koma með fé sem síðan færi beint úr landi.Það er athyglisvert að bankarnir hafa verið að lána erlendis, þott þeir láni ekki krónu hér.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gaman að heyra jafn garfaðan lögmann sem veit vel að Einkabankar eru búnir að ræna fólk í Landinu með ólöglegri verðtryggingu ogokurvöxtum, eigendur fyrirtækja búnir að féfletta Ríkið og þar með fólkið fyrir framan nefið á fólki.

Svo fá þeir bankana gefins að mestu leyti frá Ríkinu, og þegar búið erað flytja alla peninga burtu úr landinu, á Ríkið að skila kaupverðinu tilbaka í formi trygginga til að styðja sömu banka.

Verst að það eru snjallir þvælumeistarar hagfræði- og lögmannastéttarinnar sem gera þessum mönnum mögulegt að komast upp með þetta. 

Það vill svo til að í mörgum tilfellem eru sömu eigendur banka á Íslandi sem vilja Ríkislán, og eiga stóra hluta banka erlendis svo það ættu að vera hæg heimatökin að lána sjálfum sér og sínum eigin bönkum.

Ríkið á ekki að koma nálægt þessu, og það eru svik við þjóðina að gera það! Það besta sem Ríkið gæti gert er að taka þessa banka til baka úr höndum á óheiðarlegu bankafólki.

Allir lögmenn Íslands með einhverja siðferðiskennd ættu að styðja þetta.

Ágúst Ólafur er með heilbrigustu afstöðuna í þessu máli, enn aurafyllibytturnar, eru greinilega ekki á sama máli..

Óskar Arnórsson, 15.6.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hafið mig afskaðan. Ég ætla að taka mig krók og leyfa mér að vera sammála honum Sigurgeir.

Og þetta er í eina skiptið sem ég man eftir að Ágúst Ólafur hafi sagt orð af viti. Bankarnir eiga að hunskast til að taka ábyrgð á þeim skekkjum sem þeir hafa valdið og leitast við að leiðrétta þær-sjálfir!

Foreldrar sem gefa börnin sín losna alltaf við að borga meðlag.

Árni Gunnarsson, 15.6.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Aldrei heyrt minnst á þenna Ágúst Ólaf fyrr. Enn tek undir orð Árna í einu og öllu. Kannski eru einhverjir þingmenn að vakna úr mókinu...

Óskar Arnórsson, 15.6.2008 kl. 14:45

9 identicon

Sæll Jón og aðrir sem hér hafa skrifað,

Væri ekki bara kjörið fyrir ríkið að stofna nýjan banka ef það þarf endilega að dæla skattfé kjósenda úr kassanum til þess að örva efnahagslífið. Þessi nýi "Ríkisbanki" gæti séð um að lána fólki og fyrirtækjum sem starfa á Íslenskum markaði og væri óháður þessum útrásar fyrirtækjum. (hugsanlega mætti hreinlega bara styrkja Íbúðalánasjóð og víkka hlutverk hans)

Svo er líklega töluverð eftirspurn eftir slíkum ríkisábyrgðum hjá flest öllum fyrirtækjum og einstaklingum í landinu sem standa höllum fæti vegna efnahagsástandsins. Bankarnir eru ekki einir um það. 

Ég get ekki séð hvernig það getur staðist jafnræðisreglu að ríkið komi að ábyrgðum fyrir einstaka einka fyrirtæki eins og bankarnir eru. Ef svo er þá ætti það að vera jafn sjálfsagt að stofna bara hreinlega nýjan ríkisbanka, það væri ódýrara og betri lausn fyrir þjóðarbúið.

Eins og fram hefur komið, eru bankarnir með 9x veltu ríkissjóðs og því engin leið fyrir ríkið að koma þeim til bjargar hvort eð er.

Varðandi ósk Ágústs Ólafs um að útrásarfyrirtækin selji eignir sínar erlendis. þá finnst mér það ekki vera hlutverk hans að viðra slíkar skoðanir. Verandi í þeirri stöðu sem hann er.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:58

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Umhugsun! þetta er aðalumræðan sem fer eins og eldur í sinu um allt land! 

Láta enga nema Íbúðalánasjóð fá Ríkisábyrgðir og þeir síðan látnir fara inn í stjórn bankana til að koma lagi á hlutina!

Frábært og vel hugsað innlegg hjá þér! þetta er það eina rétta.

Óskar Arnórsson, 16.6.2008 kl. 07:21

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vandamálin eru ofvaxin ríkisstjórninni! Það er nú ekkert flóknara.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 757
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 3006
  • Frá upphafi: 2413107

Annað

  • Innlit í dag: 718
  • Innlit sl. viku: 2718
  • Gestir í dag: 710
  • IP-tölur í dag: 683

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband