Leita í fréttum mbl.is

Skipta réttindi kvenna formann kvennréttindafélagsins ekki máli?

Ég las í dag viðtal við Margréti Sverrisdóttur formann Kvennréttindafélags Íslands í 24 stundum. Þar segir hún frá för sinni til Íran.  Á tveim myndum sem fylgja viðtalinu er formaðurinn með handklæði um höfuðið, tákni kvennakúgunar og ófrelsis. Formanni Kvennréttindafélagsins finnst það greinilega ekkert mál að sveipa höfuð sitt í handklæði að hætti kúgaðra kvenna í Íran.

Annað kom mér einnig á óvart í viðtalinu er haft eftir fromanninum eftirfarandi:

"Almennt er fólk frjálslegt í fasi en þó er mikill munur á stöðu kynjanna, þar sem konurnar fara halloka. Samkvæmt lögum ber þeim að ganga með höfuðklúta og klæðast svörtum fötum, síðbuxum og síðum jakka. Mjög margar sveipa um sig svörtum kuflum (sjador). Konur ganga inn í strætisvagninn að aftan en karlar að framan og víða á opinberum stöðum er sérinngangur ætlaður hvoru kyni fyrir sig."

Þannig lýsir formaður íslenska kvennréttindafélagsins kvennakúguninni í Íran. Ég átti von á að formaðurinn hefði eitthvað um málið að segja og fordæmdi karlaveldið og kvennakúgunina í Íran og hvetti fólk til að aðstoða konur í Íran til að ná rétti sínum. En svo var ekki.  Formaðurinn hafði almennt þetta um máið að segja í framhaldi af ofangreindri lýsingu: " Aðkomufólki finnst líka óneitanlega sérkennilegt að sjá að í þessu sannkallaða sólarlandi skuli enginn njóta sólarinnar á þann hátt sem venja er í suðrænum löndum." Meira var það ekki.

Ég velti fyrir mér eftir að hafa lesið viðtalið við Margréti Sverrisdóttur formann Kvennréttindafélags Íslands hvort hún hefði engan áhuga á kvennabaráttu í raun. Hvort hún gæti haft pólitísk hamskipti í þeim efnum eins og hún hefur sýnt í svo mörgum öðrum málum.?

Konur á Íslandi hafa náð langt í réttindabaráttu sinni og það er gott. Við eigum að stefna að fullri jafnstöðu karla og kvenna.   En baráttan fyrir mannréttindum er ekki bara bundin við túnfótinn hjá okkur. Kvennakúgun er gríðarleg undir klerkastjórninni í Íran.  Það er til skammar fyrir formann Kvennréttindafélags Íslands að setja upp handklæði tákn kvennakúgunar og ræða um kvennakúgunina í Íran eins og það sé sjálfsagt mál.

Hefði ekki verið eðlilegt að kona sem á að berjast fyrir réttindum kvenna hefði alla vega vikið einhverjum orðum að því í viðtalinu að mikilvægt væri að hjálpa írönskum konum að njóta almennra mannréttinda? 

Kemur íslenskum baráttukonum fyrir réttindum kvenna ekkert við réttindaleysi og barátta kvenna í Múhameðstrúarlöndunum? Svo virðist ekki vera miðað við viðtalið og myndirnar af formanni Kvennréttindafélags Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þar hjó sá er hlífa skyldi. Af öllum mönnum átti maður síst von á því að formaður Kveinréttindafélagsins færi að leggja blessun sína yfir undirokun kvenna í Íran með þessum hætti! "En svo bregðast krosstré sem önnur tré".   Kannski hefur hún verið eitthvað annars hugar í hitanum þarna suðurfrá?

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég er alveg bit eftir að hafa lesið þessa makalausu ritgerð í 24 stundum.

Í fáum löndum heims er jafn hryllileg kvennakúgun og jafn skelfileg mannréttindabrot og í Íran.

Þarna eru konur grýttar til dauða fyrir yfirsjónir eins og þær að eignast börn með mönnunum sem þær elska. Samkynhneigðir eru hengdir í vörubílakrönum fyrir kynhneigð sína. Meira að segja börn eru send í gálgann.

Og áfram má lengi telja.

Sjá hér. Af nógu er að taka. Hér er frétt um aftökur íranskra kvenna í norska Dagbladet (vara við ljósmynd sem fylgir henni). Og hér. Þetta er endalaust og auðfundið á netinu. Hér hengja þeir hommana.

Eru engin takmörk fyrir heimsku Margrétar Sverrisdóttur?

Magnús Þór Hafsteinsson, 4.7.2008 kl. 14:20

3 identicon

OK ... nú skil ég.  Við á Vesturlöndum ætlumst til þess að fólk frá framandi heimsvæðum fari eftir okkar lögum og siðum, en við eigum ekki að gera slíkt hið sama þegar við heimsækjum lönd þeirra.  Þá er ég með þetta á hreinu!

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:30

4 identicon

Formaður Kvenréttindafélags Íslands ber að mínu mati meiri ábyrgð en flestar aðrar íslenskar konur og ætti í krafti stöðu sinnar að sýna stuðning við kvenréttindamál hvar sem hún kemur.   Stolt hefði ég verið af formanninum ef hún hefði sleppt því að hjúpa sig "handklæðinu" í Íransheimsókninni. 

Varla hefði hún verið grýtt fyrir ódæðið - eða hvað?  

Ég vona af innstu hjartans einlægni að hún sleppi því að heimsækja Afghanistan...

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: tatum

Utanríkisráðherra okkar Ingibjörg Sólrún fór nýlega í opinbera heimsókn þarna suðureftir á slæðu (handklæðaslóðir) og setti slæðu yfir höfuð sitt í þeirri heimsókn, og núna Margrét Sverrisdóttir!!!!  Ég skammast mín fyrir að vera íslensk kona!  Með svona KONUR sem fulltrúa þjóðarinnar í heimsóknum á slæðuslóðir, auðvitað eigum við að vera stollt af okkar siðum og fylgja þeim hvert sem við förum, það gera slæðuþjóðir a.m.k.  Eru ekki þessir karlar sem stjórna í þessum slæðulöndum í "hvítu náttfötunum" með "svart hvíta nátthúfu"  í opinberum heimsóknum til annarra landa?  Á meðan við sýnum þessum löndum þennan undirlægjuhátt, að geta ekki verið við í heimsóknum hjá þeim trúa þeir því að þeir geti sprengt okkur til hlýðni um víða veröld!

tatum, 4.7.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Þetta er skemmtileg ferðalýsing sem mér finnst nú betur eiga heima í fjölskyldualbúmi en sem auglýsing á kvennakúgun sem til staðar er þarna. Einkum og sér í lagi af hálfu formanns Kvenréttindafélagsins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Landfari

Það er einkenilegur andsk... að sjá hér lögfrðíng skammast yfir að íslenskur stjórnmálamaður fari að lögum í því landi sem hann heimsækir.

Á sama tíma skrifar hann hverja greinina af annari um að þeir útlendingar sem hingað koma verði að aðlaga sig að íslenskum síðum og venjum.

Ég er reyndar algerlega sammál honum í því að þeir sem hingað koma verði að aðlaga sig að okkar siðum og venjum en ekki vð að þeirra. Auðvitað vilji þeir líka halda sínum hefðum og ekkert að því svo fremi það stangist ekki á við þau lög sem í landinu gilda. Við viljum að þeir viðrði okkar lög og að sjálfsögðu verðum við að gera síkt hið sama þar sem við förum.

Nú hef ég ekki lesið þetta viðtal og vil ekkert um það segja hvort þar hafi átt heima pólitísk gagnrýni eða ekki. Get samt vel tekið undir það að rétt sé að koma á framfæri gagnrýni á þetta kerfi þeirra hvar sem því verður við komið.

Landfari, 5.7.2008 kl. 01:20

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Handklæði um höfuðið já?

Merkilegt!

Árni Gunnarsson, 5.7.2008 kl. 10:37

9 identicon

Kona sem ekki ber blæju og hylur sig í þessum löndum gefur sjálfkrafa út veiðileyfi á sig.  Sem sagt karlmennirnir telja sig þá hafa rétt á að nauðga henni - því þetta sé hóra.  Oftar en ekki eru það hópnauðganir.

Þannig að blæjan er öryggisatriði í þessu tilfelli svo og að hylja ökkla og framhandleggi.  Svona er veruleikinn þarna því miður og hann er svart-hvítur.  Það er enginn millivegur.

Múslímar í þessum löndum líta á vestrænar konur sem hórur af því að þær mega hafa  kynmök fyrir hjónaband.  Konan er líka eign mannsins eins og t.d. sauðfé. 

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:47

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

ekkert sem ms gerir kemur mér á óvart, búin að yfirgefa flokkinn sinn og stefnumál hans.

Óðinn Þórisson, 5.7.2008 kl. 11:39

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bryndís  ég hef verið þarna suðurfrá. Það er alveg rétt hjá þér að kvennakúgunin er mikil. Það bera samt ekki allar konur blæjur og yfirleitt ekki vestrænar konur, nema þær séu giftar múslimum.  Samfylkingakonurnar byrjuðu á þessum fjanda eftir að kosningabaráttan um að komast í öryggisráðið magnaðist.

Við eigum öll sem eitt að standa gegn þessari kúgun en fyrst formaður kveinfélagsins er svona auðsveip við hverju má þá búast af hinum? 

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 13:03

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það á enginn að láta smala sér eins og sauðkind í rétt, bara vegna þess að það tíðkast í því landi sem hann er staddur. Ef að þú ferð með dóttur þína til lands þar sem umskurn kvenna tíðkast áttu þá að láta umskera hana til að falla inn í hópinn? ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 21:45

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég skammast mín fyrir að vera íslensk kona"  segir kona sem bloggar ekki undir nafni. Þetta finnst mér alltaf afar skrýtið. Ég renndi yfir grein Margrétar og fannst þetta vera meira ferðasaga og lýsing á staðreyndum heldur en tjáning á skoðun hennar. Ég efast ekki um að Margrét Sverrisdóttir, eins og aðrir Íslendingar, fordæmir kvennakúgunina þar. Ég get vel tekið undir skrif Bryndísar hér að ofan. Vestrænar konur eru ekki hátt skrifaðar í þessum löndum og eins gott að fara huldu höfði ef þær eru að þvælast þar, sem mér finnst að þær ættu ekki að vera að gera. Það er nú varla ástæða til umskurðar þó konur séu oft mjög meðvirkar. Ég hef hinsvegar ekki þá trú á mætti Margrétar að það sé á hennar valdi að breyta þessu ofbeldi sem þarna þrífst í skjóli trúarofstækis.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 17:53

14 Smámynd: Jóhann Björnsson

Ég skrifa um stóra handklæðamálið á síðu minni johannbj.blog.is og kemur þar eitt og annað forvitnilegt í ljós eins og að kúgaðir íslenskir alþingiskarlar eins og Jón Magnússon þurfa að taka höndum saman með kúguðum kerlingum frá Íran og berjast gegn ríkjandi "dresskódi" sem viðgengst bæði í Íran og á Alþingi.

Jóhann Björnsson, 6.7.2008 kl. 23:38

15 Smámynd: Landfari

Jóhanna Magnúsar og Völudóttir, geriðu eingan greinarmun á að fara að lögum þess lands sem þú ert stödd í og taka upp alla siði þess og venjur.

Þú ert að réttlæta hér að morð á ugum konum til að halda heiðri einhverra fjölskyldna. Það er vandamál á vestulöndum hvað þessi morð innan fjölskyldna eru algeng meðal innflytjenda. Þetta finnst þér í fínu lagi þvi "Það á enginn að láta smala sér eins og sauðkind í rétt, bara vegna þess að það tíðkast í því landi sem hann er staddur."

Ég bara bið þig að gæta orða þinna áur en þú skrifar meira í þessa veru.

Landfari, 7.7.2008 kl. 11:43

16 Smámynd: Jón Magnússon

Jóhann þetta er ekki sambærilegt þó að þetta sé sniðugt hjá þér. Handklæðin og búrkan veldur konum þjáningu í hita auk ýmissar vanlíðunnar. Þetta er óþægilegur klæðnaður. Þetta er tákn um undirgefni vegna þess að þær mega ekki láta sjá í sig.

Varðandi hálsbindið þá er það ekki kvöð fyrir mig. Mér finnst það prýði en mér finnst að þeir sem vilja ekki nota það eigi að vera trúir sinni skoðun. Það er ekki hægt að kasta þingmanni út úr þingsal eða víta hann fyrir að vera ekki með hálsbindi. 

En Jóhann munurinn er sá að í sumum blæju/handklæða/búrkulöndunum þá varðar það þungri refsingu að láta sjá sig án þessa tákns kvennakúgunarinnar.

Það má ekki gleyma að framfarasinnaðir stjórnmálamenn t.d.í Írak, Íran og Tyrklandi hafa reynt að koma þessum sið út en það hefur ekki tekist sérstaklega ekki eftir að harðlínustefna Íslamista haslaði sér völl. Af hverju heldur þú að Mustafa Kemal Atatürk hafi bannað blæjuna?

Jón Magnússon, 7.7.2008 kl. 13:59

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Landfari, þú ferð nú offari í því að lesa út úr mínum orðum. Viðurkenni að þetta var ýkt framsetning en hvar er ég ,,að réttlæta morð" .. ??.. Það er spurning hvar draga eigi mörk þess sem við tökum þátt í og  það virðist nú bara hreint ekki vera á klárt hvort að það sé t.d. siður eða lög að konur hylji hár sitt á þessum slóðum. 

Ef að í siðnum/lögunum felast skilaboð um það að konur séu óæðri körlum, eiga þá vestrænar konur yfirleitt að vera að flagga þeim sið og láta birta myndir af sér í þannig múnderingu?

Vona að Landfari hafi jafnað sig og/eða aðrir sem ég kann að hafa sært.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:47

18 Smámynd: Landfari

Ég skil Jóhanna, það á bara að gilda um vesturlandabúa að láta ekki segja sér fyrir verkum þegar þeir eru staddir í ólíkum menningar heimum. Þett á bara að gilda á annan veginn ekki satt. Bara fyrir "beser vissera" eins og okkur. Þeirra menning siðir og venjur er náttúrulega bara villimannslegar, að engu hafandi og ólíðandi í vitrænum samfélögum eins og okkar. Okkar menning, siðir og venjur eru hinsvegar svo fullkomar og góðar að þær eiga að gilda allsstaðar.

Við látum náttúrulega engann smala okkur eins og sauðkindum því hinir eru sauðirnir.

Þú særðir mig ekkert. Ert bara eins og venjulegur Íslendingur með ákaflega þröngan sjóndeildarhring. Fyndið ef þér finnst frekar að konur eigi að sleppa því að fara á staðina og kynna sér málin og stinga bara hausnum í sandinn eins og strúturinn vandamálið er ekki til.

Þú værir ekki þar sem þú ert í dag ef formæður þínar hefðu haft þennan hátti á. Til þess þurfti meiri kjark og dug en bara kenna sig við báða foreldra. Pesónulega finnist mér það sniðugt þó ég hafi ekki tekið það upp. (ekki ennþá allavega  )

Landfari, 7.7.2008 kl. 23:57

19 identicon

Þegar Íslenskar konur koma fram opinberlega í svona löndum, ættu þær að sjálfsögðu að koma fram í okkar þjóðarklæðum. Sér í lagi ef þeim er annt um sjálfstæði kvenna almennt.

Það gera jú þessar örfáu kvinnur sem frá þessum löndum koma og fá að koma fram opinberlega.   Engum dettur í hug að krefja þær  að bera skautbúninginn í heimsókum hér!

Mér finnst skömm að því þegar Íslendingar í opinberum heimsóknum halda að þær verði að klæða sig eins og heimamenn. Það er hvergi til neinn protocoll um það.

Og ef þær eru ekki velkomnar sem slíkar, höfum við ekki mikið þangað að sækja eða kvað?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:58

20 Smámynd: Landfari

Þetta er kanski bara spurning um hvað ego viðkomandi er stórt. Sumir halda að það sé vænlegra til árangurs að sýna yfirgang og lítilsvirða vðkomandi einstaklinga eða þjóð. Aðir telja betra að sýna virðingu og samstöðu í smærri málum og koma þannig á viðræðum sem síðan þróast áfram í eitthvað meira.

Það hefur hver sinn hátt á enda ná menn misjöfnum árangri.

Landfari, 8.7.2008 kl. 00:45

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef þú ert enn að fylgjast með þessari umræðu Landfari þá langar mig að svara einu, þar sem þú segir:

"Ég skil Jóhanna, það á bara að gilda um vesturlandabúa að láta ekki segja sér fyrir verkum þegar þeir eru staddir í ólíkum menningar heimum. Þett á bara að gilda á annan veginn ekki satt."

Mér finnst sjálfsagt að fara eftir siðum og lögum þeirra landa sem við heimsækjum á meðan að siðirnir eða lögin eru ekki til að lítillækka viðkomandi. Ekki viljum við heldur að taka þátt í siðum sem innihalda ofbeldi af nokkru tagi, hvorki mikið né lítið ofbeldi. (Þess vegna tók ég nú þetta ,,extreme" dæmi hér fyrr í athugasemd).

Í hinum vestræna heimi hefur verið tilhneyging til að líta á blæjuna sem slíka og vott um kúgun konunnar.

Ef þú lítur EKKI á blæjuna sem slíka þá er að sjálfsögðu allt í lagi að bera hana og láta mynda sig bak og fyrir til birtingar, en ef þú lítur á hana sem vott um kúgun og undirokun kvenna (sem er mín upplifun) þá myndi ég ekki vilja að myndir af mér birtust með blæju á hausnum. Sérlega ef ég væri formaður kvenréttindafélags.

Það er mergurinn málsins að mínu mati.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.7.2008 kl. 13:27

22 identicon

Er hjartanlega sammála Jóhönnu, enda vita allir sem vilja að í karllægum múslimskum samfélögum er blæjan staðfesting á undirgefni kvenna. 

Hví i ósköpum utanríkisráðherra Íslands og formaður sjálfs Kvenréttindafélags landsins vilja koma þeim skilaboðum á framfæri erlendis að þær séu undirgefnar er mér hulin ráðgáta. 

Allavega er ég sannfærð um að eiginmenn þeirra séu heima fyrir í "verri" málum en múslímskir kynbræður þeirra.

Annars er alltaf gaman að sjá myndir af bretadrottningu í opinberum heimsóknum til múslimaríkja; þar skautar hún pent framhjá gagnrýninni með gömlu góðu skuplunni...

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:32

23 Smámynd: Landfari

Sæl Jóhanna. Við geturm sjálfsagt rætt þetta út í eitt en í grunnin held ég nú að við séum sammála um markmiðið. Okkur greinir bara á um leiðina.

Ég leifi mér að stórefa að þorri kvenna þarna líti á þessa blæju sem eitthvað niðrandi. Þetta er bara eitt af því sem er bara svona og þær þekkja ekki annað. Það hefur enginn bent þeim á að það væri það. Þegar mæður fara með dætur sínar til galdrakvenna til umskurðar er það ekki af því þeim sé eitthvað illa við þær eða vilji þeim eitthvað illt. Þvert á móti gera þær þetta til að dætur þeirra geti átt betra líf. Þær vita ekki betur. Það hefur enginn sagt þeim það.

Það er engin sérstök virðing fólgin í því að skríða eftir gólfum en maður gerir það þegar maður er að leika við börn sem eru á því þroskastigi. Til að nálgst barnið á þeirra plani, ná athygli þess og trausti. Við látum það hinsvegar vera að slefa á gólfið eða pissa á okkur.

Til að kynnast aðstæðum, kjörum og lifnaðarháttum kvenna þarna þá er það lítil fórn fyrir vesturlandabúa að færa, að bregða upp háslklút til vinna traust þeirra og sýna samhug. (Það er engin þörf að láta umskera dóttur þína til þess.) Með því móti áttu miklu betri kost að skoða aðeins undir yfirborðið, kynna þér hvað að baki býr og hvað annað gæti þjakað þær meir en þessi höfuðklútur.

Í reynd er þetta bara spurningin um hvert erindið er. Ef erindið er að kynna sér þær aðstæður sem þetta fólk býr við þá aðlagarðu þig að þeim aðsæðum sem þar eru. Tekur þátt í þeirra lífi að svo miklu leiti sem það er hægt í stuttri heimsókn og reynir á eigin skinni við haða aðstæður þær búa.

Ef erindið er að sýna þeim og öðrum hvað þú ert sjálfsæð kona og að konur á vestulöndum séu jafnokar karlmanna þá náttúrulega setuðu ekki upp neinn hálsklút. (ferð fáklædd í sólbað ef veðrið býður uppá það og færð svo aðstoð frá íslenska ríkinu til að fá þig leysta úr haldi) Lætur mynda þig með flaksandi hárið á þekktum stöðum. Lætur síðan birta þessar myndir í dagblöðunum hér og lætur hafa eftir þér með stolti að þú látir engann segja þér fyrir verkum.

Niðurstaða mín er því sú að erindi Margrétar þarna hafi verið að kynna sér sem best þær aðstæður sem konur þarna búa við en ekki að auglýsa sjálfa sig.

Landfari, 11.7.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 4062
  • Frá upphafi: 2426906

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3772
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband