Leita í fréttum mbl.is

Friður í Afghanistan?

NATO blandaði sér illu heilli í átökin í Afghanistan. Þrátt fyrir verulega aðstoð Vesturlanda til stjórnar Hamid Karsai og fjölmennt herlið frá NATO þá gengur hvorki né rekur að koma á eðlilegu ástandi í landinu. Spurning er hvort það sé hlutverk NATO ríkjanna og hvort það sé afsakanlegt að senda ungt fólk frá Evrópu og Norður Ameríku til að vera skotmörk vígasveita og hermdarverkamanna.

Í gærkvöldi barst sú frétt að flugvélar NATO hefðu sprengt brúðkaup í Afghanistan í loft upp. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem svo er. Fyrstu viðbrögð frá NATO var að þetta hefðu verið Talibanar. Karsai forseti sagði að þetta yrði rannsakað. Hvað sem því líður þá sýna atburðir eins og þessi hvað það er varhugavert fyrir NATO að blanda sér í átök sem bandalaginu koma í raun ekkert við.

Nú hafa Bandaríkin og NATO ríkin verið lengur í Afghanistan með lið undir vopnum en sem nemur þeim tíma sem seinni heimstyrjöldin tók.  Það hlítur að vera mikið að og nauðsynlegt að endurskoða hvort hafa eigi lið í Afghanistan eða ekki.


mbl.is 41 látinn í Kabul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver á að hjálpa Afgönum, ef ekki Vesturlönd og Bandaríkin? Hverjir vilja koma talibönum aftur á valdastóla? Aðgerðarleysi hefur líka sín áhrif, nafni minn Jón.

Jón Valur Jensson, 7.7.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála því sem sagt er um Talíbana. En hvað eigum við lengi að hafa krakka frá Vestur Evrópu og Norður Ameríku sem byssufóður fyrir þá í lítilli þökk þjóðarinnar sjálfrar. Annað hvort er hægt að koma upp eðlilegri viðspyrnu við öfgunum og þá verður það að gera hratt. Hjálparlið breytist nefnilega ótrúlega hratt í hernámslið sem verður í óþökk þjóðarinnar.

Ég held að við þurfum að taka viðspyrnuna ákveðnari á heimavígstöðvunum en ekki fara í vafasama stríðsleiki í fjarlægum löndum þar sem takmarkið og útkoman er ekki ljós.

Jón Magnússon, 8.7.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú vilt sem sé láta talibönum Afganistan eftir? Er hægt að túlka þessi orð þín öðruvísi? Og þú, Jón, það karlmenni sem þú ert, átt ekki að vera svona kvelligjarn í hugsun gagnvart óhjákvæmilegum kostnaði viðspyrnunnar (ég er ekki að tala um [meinta] slysaárás Bandaríkjamanna á 20 manns um eða fyrir helgina). Í Afganistan er minna mannfall í hryðjuverkum og vopnaátökum en í umferðarslysum hjá meðalþjóð af þessari stærð. Og megnið af manndrápunum er af hálfu stórglæpamanna, ekki herverndarþjóðanna, eins og þú átt að vita. Mannfallið er afar smátt í sniðum miðað við venjuleg stríð. En tilfinningasemi vestrænna þjóða gagnvart mannfalli "drengjanna sinna" – sem eru þó yfirleitt atvinnumenn sem hafa valið þessa starfsgrein, vitandi um áhættuna – er farin að há þeim í sambandi við að geta tekið raunhæfa afstöðu í verki með kúguðum þjóðum heims og til að axla ábyrgð sína í löndum eins og Rúanda, Súdan og Zimbabve. Færu NATO-herirnir frá Afganistan, myndi brjálæðið byrja fyrst fyrir alvöru. Svo er ekki úr vegi að bera ástandið saman við innrás og hersetu Sovétmanna í Afganistan 1979–89: þá fórust um 1,5 til 1,6 millj. manna. Þú sérð, að ástandið nú er mjög friðsamlegt í samanburði við þ.að. Og gleymdu svo ekki, að NATO-herirnir eru þarna í umboði Sameinuðu þjóðanna og löglega kjörinnar ríkisstjórnar landsins. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.7.2008 kl. 20:05

4 identicon

Frelsi er ekki ókeypis.

Mannfall er hluti af kostnaðinum við að koma viti fyrir Afganina.

Færi feginn þangað sjálfur að taka til hendinni ef ég væri ekki orðinn of gamall og feitur.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 670
  • Sl. sólarhring: 687
  • Sl. viku: 3726
  • Frá upphafi: 2295404

Annað

  • Innlit í dag: 616
  • Innlit sl. viku: 3403
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 582

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband