Leita í fréttum mbl.is

Ofstoparíkisstjórnir eiga það á hættu að fólk hlýði þeim ekki.

Hvað á að gera þegar sjómaður rær kvótalaus? Við höfum lög í landinu um stjórn fiskveiða. Ásmundur er að brjóta gegn ávkæðum þeirra laga.  Ásmundur getur hins vegar bent á að þessi lög um stjórn fiskveiða hafa verið úrskurðuð brjóta gegn mannréttindum af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.  Hann getur bent á að nefndin telur að það gangi ekki að sumir fiskimenn fái ókeypis það sem aðrir þurfa að kaupa.

Íslenska ríkisstjórnin hefur brugðist í þessu máli. Sjávarútvegsráðherra hefur brugðist í þessu máli. Strax og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna lá fyrir átti sjávarútvegsráðherra að hafa forgöngu um að gerðar yrðu breytingar á kvótakerfinu. Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var í þeirri einstöku stöðu að geta náð þjóðarsátt um nýtt fiskveiðistjórnarkerfi. En hvorki sjávarútvegsráðherra né ríkisstjórnin kusu að fara að áliti Mannréttindanefndarinnar. Ríkisstjórnin kaus að halda áfram að brjóta mannréttindi á borgurum sínum.

Ríkisstjórnin og sjávarútvegsráðherra ættu að minnast orða Þorgeirs Ljósvetningagoða á Alþingi árið 1000 þegar við trúnni var tekið af lýð þegar hann sagði: "Ef við slítum í sundur lögin þá slítum við í sundur friðinn.


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásmundur er alþýðuhetja

Sigurður Þórðarson, 14.7.2008 kl. 12:25

2 identicon

Talk is cheap!

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Sigurður með Ásmund.

Ég get líka verið sammála þér prófessor Mambó hver svo sem þú nú annars ert. En ég átta mig ekki allskostar á þesari athugasemd. Ásmundur er alla vega ekki að tala heldur gera.

Jón Magnússon, 14.7.2008 kl. 15:40

4 identicon

Þegar stjórnvöld sýna hvað eftir annað fram á vanhæfni sína til að taka siðlegar ákvarðanir, þá endar með því að þegnarnir taka lögin í sínar hendur. Ríkisstjórn sem er ekki virðingarverð, kallar yfir sig virðingarleysi. Það er engin ástæða til að virða lög sem brjóta gegn mannréttindum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:40

5 identicon

Maðurinn er hetja, þarna er mál málanna fyrir alla Íslendinga.

Ef einhvertíma er mál að menn standi við bakið á einhverjum, og styðji hann, er það nú.  Það hafa Íslendingar sýnt undanfarið að vegna minni mála hafa þeir rokið upp og mótmælt kröftuglega.

Á sínum tíma þurfti Davíð til að sigra Golíat (kerfið) og smá óhlýðni,en það tókst honum og jafnréttismáli var komið í höfn.  Nú sitja allir Íslendingar við sama borð í bjórmálum.

Rétt sem sagan um Skúla Magnússon Fógeta, ''Mældu rétt strákur'' sem Einokunar kaupmaðurinn mælti til hans er hann skildi halla á Íslendinga við vigtun. Festist við Einokunarverslunina. Trúi ég að kvótamálið eigi eftir að festast við Sjávarútvegsráðherra og þessa ríkisstjórn. Í Íslandssögunni.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vonandi tekst Ásmundi að vinna máli sínu brautargengi, ég tek ofan fyrir mönnum sem þora að fórna sér svona fyrir æðri hugsjónir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 719
  • Sl. sólarhring: 973
  • Sl. viku: 5517
  • Frá upphafi: 2423563

Annað

  • Innlit í dag: 668
  • Innlit sl. viku: 5040
  • Gestir í dag: 642
  • IP-tölur í dag: 622

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband