Leita í fréttum mbl.is

Missa 200 manns vinnuna við yfirtöku Kaupþings á Spron?

Það er athyglivert að Morgunblaðið skuli birta þá forsíðufrétt að allt að 200 manns muni missa vinnuna við samruna SPRON og Kaupþings en sparisjóðsstjórinn neita sannleiksgildi fréttarinnar.

Hvað er um að ræða? Ranga frétt í Morgunblaðinu? Rangar staðhæfingar sparisjóðsstjórans?

Ég hef hingað til talið mig geta treyst fréttum Morgunblaðsins nema í ákveðnum undantekningartilvikum þegar pólitíkin hefur borið sannleiksástina ofurliði. Í þessu tilviki finnst mér með ólíkindum að jafn reyndur og fær blaðamaður og Agnes Bragadóttir skrifi og beri ábyrgð á frétt sem á ekki við rök að styðjast. 

Sparisjóðsstjórinn og forráðamenn Kaupþings verða, vilji þeir hafna fréttinni sem rangri, að sýna fram á það hvaða hægræðing felst í sameiningunni ef starfsfólki fækkar ekki eða jafnvel fjölgar eins og einhver fullyrti.  Hagræðing og samruni er jú til þess m.a. að fækka starfsfólki ekki rétt?

Eru því ekki allar líkur á að frétt Moggans sé rétt? 


mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón staðan í atvinnumálu er svona síðustu mánuði.

24.5.2008Verslanakeðjunnar MK One hefur verið sagt upp, en nýir eigendur keðjunnar hafa sett hana í gjaldþrotameðferð. Alls fengu 39 starfsmenn að vita það að þeir myndu missa vinnuna,. 11.07.2008 Sjötíu manns var sagt upp hjá Nóatúni vegna þess að loka á þremur verslunum. Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, segir að 70 manns hafi verið sagt upp en fyrirtækið hafi reynt að útvega fólki störf annars staðar.14.04.2008Áttatíu og átta starfsmönnum Glitnis hér á landi hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin þýðir að hátt í tíu prósent af öllu starfsfólki fyrirtækisins á Íslandi missa vinnuna.

 Icelandair.

Meðal þeirra sem sagt verður upp eru 60 flugmenn og 150 flugfreyjur. Auk þeirra mun starfsfólk sem vinnur í fyrirtækjum sem þjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli missa vinnu sína. Þessar uppsagnir eru með þeim umfangsmestu í sögu flugrekstrar hér á landi. 25.1.2008 Öllu starfsfólki fiskvinnslu Péturseyjar ehf. í Vestmannaeyjum, tólf manns, hefur verið sagt upp störfum og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Guðjón Rögnvaldsson, fram­kvæmd­a­stjóri fyrirtækisins segir að uppsagnirnar megi rekja til niðurskurðar í þorskkvóta. Blaðið Vaktin í Eyjum skýrir frá þessu.

Uppsagnir hjá HB Granda

nnlent - 5. maí, 18:48 -           Útgerðarfyrirtækið HB Grandi sagði upp öllum starfsmönnum fiskimjölsverksmiðju sinnar á Akranesi í dag. Starfsmennirnir eru alls fjórir talsins. Forstjóri HB Granda, Eggert Guðmundsson, segir gripið til þess ráðstafa sökum þess að ekki hafi náðst sá árangur í rekstri verksmiðjunnar sem vonast var eftir. Vefsíða Skessuhorns greinir frá þessu í dag.

Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna.

 

 Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að uppsagnir í bolfiskvinnslu nái til um 300 starfsmanna á yfirstandandi fiskveiðiári en þær séu sumar tímabundnar og  sumar komi ekki til framkvæmda fyrr en síðar á árinu.

Veiðiheimildir sópast á fárra hendur

Þriðjudagur, 29. janúar 2008Veiðiheimildir muni sópast á hendur fárra fyrirtækja og störfin hverfa í hverju þorpinu á fætur öðru eins og dögg fyrir sólu og fólkið á eftir þeim.-Kristinn sagði ,að 1000 manns myndu missa vinnuna vegna niðurskurðarins. Einar K.Guðfinsson sagði,að  300 myndu missa vinnuna vegna uppsagna  í bolfiskvinnslu.540 missa vinnu í fiskvinnslu Steypustöðin Mest segir upp 30 manns nú um mánaðarmótin og Síminn er að segja upp nokkrum starfsmönnum.
5. júní 2008
JB byggingarfélag, dótturfélag Stafna á milli, sagði í síðustu viku upp 28 starfsmönnum. JB er  Íbúðir í byggingunum á AkranesiEngum starfsmanni hefur verið sagt upp hjá útibúi Glitnis á Ísafirði, en bankinn tilkynnti í gær um uppsagnir 88 starfsmanna hér á landi. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að uppsagnir starfsfólks hjá Glitni í dag hafi ekki verið óvæntar þar sem bankinn hafi upplýst samtökin um, að verið væri að skoða öll starfsmannamál. Umfangið hafi þó komið á óvart. Friðbert segir, að meðal þeirra sem sagt hefur verið upp séu 23 starfsmenn, sem sagt var upp í apríl en 65 hafi verið sagt upp nú í maí.

600 í fjármálageiranum?

Geysilegum uppgangi og fjölgun starfsmanna í íslenska fjármálageiranum er lokið, að minnsta kosti um stundarsakir.niðursveifla kemur til með að vara, sem nú ríkir, og jafnútilokað sé að segja til um það, hvenær botninum verði náð.Á liðnu ári mun störfum í fjármálageiranum íslenska hafa fjölgað um nálægt 650 stöðugildi og telja sérfróðir menn á fjármálamarkaði að fækkun starfsmanna í fjármálageiranum á þessu ári muni að minnsta kosti nema þeirri tölu. 

Rauða Ljónið, 22.7.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ja hérna! Er þá ekki útrásin farin að éta börnin sín?

Nú sér maður ekki eina einustu frétt um ofurlaunasamninga framkvæmdastjóra banka og fjármálafyrirtækja. Þessar fréttir fylltu öll dagblöð á Íslandi mánuðum saman. Og það var fullyrt að þessi laun væru smáræði miðað við þau laun sem erlend fyrirtæki myndu slást um að fá að greiða þessum undrabörnum markaðsgaldranna ef starfskraftar þeirra væru í boði.

Því var hvíslað að sumir þessara manna hefðu einhvern yfirnáttúrlegan sans fyrir hagnaði og sögur voru sagðar því til staðfestu að allt sem þeir snertu yrði að peningum.

Sumt held ég bara að hafi verið ofsagt. 

Árni Gunnarsson, 22.7.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessa upprifjun Rauða ljón. Hún er því miður dapurleg. Þegar þetta er skoðað er með öllu óskiljanlegt að talsmenn ríkisstjórnarinnar og einn þingmaður stjórnarandstöðunnar skuli tala eins og það ami ekkert að.

Jón Magnússon, 22.7.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Jón Magnússon

Árni það er sagt að séu hlutir of góðir til að vera sannir þá séu þeir ekki sannir. Yfirferðin og þenslan í útrás og hlutabréfamarkaði var með ólíkindum. Nú þarf ríkisstjórn til að taka á þeim vanda sem við er að glíma og standa saman um aðgerðir. Það er dapurlegt að horfa á og hlusta á ráðherra og þingmenn stjórnarinnar deila innbyrðis eða vera með vangaveltur sem eru þess eðlis að það virðist ekki hafa verið mótuð nein heildstæð efnahagsstefna af ríkisstjórninni. Þegar svo er komið þá á slík ríkisstjórn ekki tilverurétt.

Jón Magnússon, 22.7.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurbjörg. Ég skal gera það sem ég get og hef vit til.

Það er gott Viðar að halda til haga helstu spakmælum stórmenna mankynssögunnar

Jón Magnússon, 22.7.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Því miður er eitthvað sem fær mig til að halda að Mogginn hafi hér hugsanlega verið fyrstur með fréttir sem munu koma á daginn, þótt menn neiti hægri vinstri núna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón.

Í viðskiparablaðinu sl, föstudag er getið  200 fyrirtæki sem komin eru í gjaldþrot, fjöldi erlendra starfsmanna hafa yfirgerið landið nú á síðustu mánuðum , komandi atvinnuleysið á á næstu grösum.

Ég sendi þennan a linl frá kaffiausahópnum 101 rvk , það er eins og sá hópur búi í öðru sólkerfi,.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 23.7.2008 kl. 01:12

8 identicon

Leyfi mér að setja úrdrátt úr grein eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 19.nóvember 2006  ,,Þar sem daglaunin duga' ´

,,Útflutningsgreinarnar hér heima eiga sér þó málsbætur hvað varðar getu til að borga mannsæmandi laun því vaxtastigið sem fyrirtækin búa við í samkeppninni um markaði erlendis er hér miklu hærri en í Danmörku. Sem dæmi eru stýrivextir hjá Seðlabankanum 14 % en 3,5% í Danmörku.  Þetta fyrirkomulag leiðir af sér að á Íslandi er betra að geyma aurana sína á bankabók og liggja síðan rólegur á meltunni og bíða afrakstursins heldur en að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins t.d. með því að fara út í fyrirtækjarekstur. Hér er fjármagstekjuskatturinn aðeins 10%. Þetta alíslenska kerfi er hannað fyrir þá efnuðu, fyrst og fremst og hina útvöldu þ.m.t.  útrásarmenn. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til atvinnuleysis í samfélaginu og heldur skuldurum í ánauð hárra vaxta og verðtryggingar. Í Danmörku eru fjármagnstekjur hins vegar meðhöndlaðar eins og hverjar aðrar launatekjur og takið eftir að þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og enginn skilur.'

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

S

B.N. (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband