31.7.2008 | 08:12
Ekki rétti staðurinn ekki rétti tíminn.
Ár: 1936. Staður: Berlín. Atburður: Olympíuleikar.
Adolf Hitler kanslari Þýskalands setur elleftu Olympíuleikanna eftir að keppnisliðin höfðu gengið undir fánum landa sinna inn á Olympíuleikvanginn. Sum keppnisliðin felldu ríkisfána sína í átt að kanslarastúkunni í virðingarskyni við kanslarann. Gríska og franska liðið ásamt ýmsum öðrum heilsuðu með nasistakveðjunni þegar þau gengu framhjá Foringjanum. Allur undirbúningur leikanna var stórkostlegur. Sýningargluggi einræðisins var glæstur.
Upplýst fólk vissi að það var ekki lýðræði í Þýskalandi. Allt upplýst fólk vissi að Gyðingar, Sígaunar og ýmsir þjóðfélagshópar og andstæðingar voru ofsóttir. Hvaða máli skipti það? Ríkisstjórn þjóðlega þýska verkamannaflokksins hafði skipulagt Olympíuleikanna af meiri glæsileika en áður hafði sést. Þjóðhöfðingjar og fyrirmenn þess tíma streymdu til Berlínar til að vera viðstaddir þessa sögulegu stund. Það var jú enginn maður með mönnum nema hann væri viðstaddur opnunarhátíð Olympíuleikanna í Berlín.
Nokkrir fýlupúkar m.a. úrtölu- og vandræðamenn eins og Winston Churchill og Anthony Eden gerðu athugasemdir en þurfti nokkur að vandræðast með það. Olympíuleikarnir voru ekki rétti staðurinn til að hafa uppi mótmæli. Auk heldur var ekki rétti tíminn árið 1936 á Olympíuleikum til að vera með mótmæli og mæta ekki við setningarhátíð Olympíuleikanna. Hvað með mannréttindi og líf nokkurra Gyðinga, Sígauna og pólitískra andstæðinga? Á slíkum minni háttar málum varð að taka á síðar. Þar að auki var Þýskaland stórt og sterkt og miklir viðskiptahagsmunir gátu verið í húfi. Það voru önnur mál sem skiptu meira máli og alla vega var þetta ekki rétti staðurinn eða tíminn til að mótmæla. Þá höfðu Þjóðverjar auk heldur ekki ráðist á neina þjóð eða undirokað þjóð eða þjóðarbrot. Það sem fýlupokarnir voru að tala um var innanríkismál hins stolta þjóðlega þýska ríkis. Auk heldur sem sjálfsagt var að hafa sjónarmið fýlupokanna að engu þá var það beinlínis móðgun við hina merku þýsku þjóð að fara að mótmæla við þetta tækfæri.
Þrátt fyrir að Frakkar og Grikkir felldu fána sína og gæfu nasistakveðju í virðingarskyni við Foringjann þá dugði það ekki til að koma í veg fyrir að hersveitir hans réðust inn í lönd þeirra áður en kom að nýjum Olympíuleikum
Ár. 2008. Staður: Peking. Atburður Olympíuleikar
Kínverjar hafa svipt Tíbetbúa sjálfstæði og undiroka þjóðina og ýmis þjóðarbrot. Allir vita að kommúnistastjórnin í Kína virðir ekki mannréttindi Tíbetbúa og hefur svipt þjóðina frelsi. Allir vita að Kínverska ríkisstjórnin virðir ekki mannréttindi eigin þegna og hefur m.a. keypt þögn foreldra barna sem fórustu í jarðskjálftum nýverið til að sú handvömm stjórnvalda skyggi ekki á gleði langt aðkominna gesta eða komi í veg fyrir að tiginbornir gestir mæti við setningarathöfn Olympíuleikanna í Peking.
Stjórnin í hinu stolta kommúníska Alþýðulýðveldi í Kína er óslitið framhald af stjórn Maó sem kostaði fleiri mannslíf í eigin landi en nokkur önnur ógnarstjórn fyrr eða síðar. Hvaða máli skiptir það? Opnunarhátíðin verður glæsileg og þeir sem vilja vera heldra fólk með heldra fólki mætir á opnunarhátíð Olympíuleikanna. Það er hvort heldur ekki rétti staðurinn eða rétti tíminn til að vera með mótmæli við slíkt tækifæri. Auk heldur þá eru það bara fáeinir fýlupokar sem mótmæla.
Forseti lýðveldisins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins vita hvað á að gera, hvar og hvenær. Þeim er ljóst að það er ekki rétti staðurinn og það er ekki rétti tíminn til að mótmæla við setningarhátíð Olympíuleikanna í Peking. Þess vegna mæta þau eins og annað heldra fólk.
Birtist sem grein í 24 stundum 30.7.2008
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 710
- Sl. sólarhring: 734
- Sl. viku: 5214
- Frá upphafi: 2468165
Annað
- Innlit í dag: 641
- Innlit sl. viku: 4831
- Gestir í dag: 606
- IP-tölur í dag: 593
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þetta er frábær grein í alla staði, nafni, og ég hef þegar hrósað henni að verðleikum (og hefði þó mátt taka enn dýpra í árinni) hér á vefsíðu minni – þeirri sem nú sést ekki í 'Umræðunni', en ég bendi lesendum þínum þess vegna á færsluflokk minn Tíbet, Kína, Taívan. En það hefði sannarlega verið betra að hafa þig sem íþróttamálaráðherra landsins nú um stundir heldur en suma ...
Jón Valur Jensson, 31.7.2008 kl. 11:45
Þakka þér fyrir Jón Valur. Ég sá það að þú hafðir mælt með þessari grein og grein Paul Nikolov á síðunni þinni, þakka þér fyrir það. Ég tek undir það sem þú segir á síðunni þinni við eigum greinilega algjöra samleið í þessu máli.
Jón Magnússon, 31.7.2008 kl. 12:08
Flott færsla. Það er auðveldara að brosa og taka í hönd einræðisherrans en að búa til vesen úr þessu. Ha, dó einhver í Tíbet? Ég þekki engan í Tíbet. Skál!
Villi Asgeirsson, 31.7.2008 kl. 13:27
Mér finnst það til algerrar skammar að fyrirmenn íslensku þjóðarinnar sýni sig þarna. Mér persónulega finnst að sem flestir eigi að sleppa að mæta á setningu og lokaathöfn enda er um að ræða stórkostlega áróðurssýningu. Af virðingu fyrir þá íþróttamenn sem hafa lagt á sig ómælt erfiði finnst mér ekki forsvaranlegt að ganga lengra en þetta. Að forsetinn og menntamálaráðherrann ætli að mæta finnst mér mjög miður og eyku alls ekki trú mína á þessa einstaklinga og hún var ekki mikil fyrir. Ég væri ánægaðstur ef setningunni og lokaathöfninni yrði EKKI sjónvarpað inn á hvert heimili á Íslandi. Við íslendingar getum nú alveg gert það sem í okkar valdi stendur til að sýna kúguðum Tíbetum smá samhug og stuðning. Ég veit að það verður alveg örugglega slökkt á sjónvarpinu á mínu heimili meðan þessar áróðurssýningar fara fram.
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:38
Sæll Jón, eru til heimildir um það hvernig við heilsuðum kanslarastúkunni?
365, 31.7.2008 kl. 16:01
Athyglisvert, án þess að ég sé að mæla þessu bót, en hafið þið tekið eftir að ef kína væri ekki nefnt gæti þetta átt við bandaríkin og bretland líka.
þórhallur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:10
Heimild mín um hvernig liðin heilsuðu í Berlín 1936 er kvikmynd Leni von Riefenstal um Ólympíuleikana og þar fannst mér athyglivert að sjá hvað mörg lið heilsuðu með nasistakveðjunni m.a. Frakkar og Grikkir. Ég veit ekki til þess að íslenskir íþróttamenn hafi heilsað þannig. Vandamálið er að afla sér upplýsinga vegna þess að það er svo margt sem er þagað um eða reynt að þagga niður frá nasistatímabilinu.
Jón Magnússon, 31.7.2008 kl. 18:33
Sæll Jón, frábær færsla hjá eins og venjulega, er þér hjartanlega sammála. Er bara svo fja löt við að commentera á blogginu.
Með vinarkveðju,
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 31.7.2008 kl. 19:10
Sammála þér Jón Magnússon eins og svo oft áður, nema þegar þú bullar um verðtryggingu .
En við þurfum að vera tilbúin til að taka afleiðingunum af auknum mannréttindum í þeim löndum sem nú eru hálfgerðar þrælakistur. Auknum mannréttindum fylgja óneytanlega kröfur um hærri laun og þá fáum við ekki lengur ódýru tækin og tólin að austan.
Er ekki talið að stóran hluta bensínhækkunarinnar meigi rekja til stóraukinnar notkunar í Kína því almenningur þar sé í auknu mæli farinn að veitast sá munaður að eiga einkabíl. Hinn hluti hækkunarinnar stafar svo af spákaupmennsku.
Ef við kefjumst fullra mannréttinda til handa þessu fólki þá verðum við líka að vera tilbúin til að borga mannsæmandi laun fyrir vinnu þess. Það er tvískinungur að krefjast þess að þau fái mannsæmandi laun fyrir sína vinnu en fara svo í mótmælagöngu af því að flatskjáirnir hafi hækkað of mikið.
Landfari, 31.7.2008 kl. 20:05
Þakka þér fyrir Landfari, en ég bulla ekki um verðtrygginguna ég er á móti þessu óréttláta kerfi sem misbýður þeim sem taka langtímalán á Íslandi og gerir að verkum að lánin hér eru miklu dýrari en nokkursstaðar annarsstaðar í okkar heimshluta. Við verðum að geta boðið fólki upp á svipuð kjör og bjóðast í okkar heimshluta. Við höldum ekki í dugandi fólk ef því er endalaust boðið upp á okursamfélagið.
Krafa um mannréttindi er krafa um að þjóðir fari að mannréttindasáttmálum sem þær hafa undirritað t.d. Kínverjar. Aukin mannréttindi og meiri dýrtíð haldast ekki endilega í hendur. Hitt er annað mál að Kínverjar og margar aðrar þjóðir í Asíu hafa niðurgreitt gjaldmiðil sinn til að ná framleiðslu til sín og hefur gengið vel. Stjórnmálamenn einkum í Bandaríkjunum en líka í Evrópu hafa flotið sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Afleiðingin er aukið atvinnuleysi. Þegar kreppir að þá skiptir máli að framleiðsla lands sé í lagi.
Jón Magnússon, 31.7.2008 kl. 20:24
Þetta er dálítið vandmeðfarin umræða. Stærsta slysið var auðvitað að þiggja boð Kína um að halda þessa stærstu hátíð íþróttahreyfingarinnar. Ólympíueldurinn er tákn samstöðu og Ólympíuleikarnir eru tákn þess sama. Þar keppir fólk af öllum þjóðernum og þar eru knýtt vináttubönd yfir öll landamæri, jafnt í beinum sem yfirfærðum skilningi. Það má öllum vera ljóst að þessi hátíð er pólitískur loddaraleikur kínverskra harðstjóra. En hinn pólitíski skaði er skeður. Að þátttökuþjóðir efni til þögulla mótmæla eða sýnilegra inni á þessari hátíð er ekki við hæfi. Íslenska ólympíunefndin hefur ákveðið að senda okkar fremstu íþróttamenn til keppni þarna og þeir eru þar með orðnir gestir kínversku þjóðarinnar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa þegið boð um að heiðra þessa hátíð með nærveru sinni og heiðra þar með okkar glæsilegu fulltrúa sem við eigum öll að vera stolt af.
Ég fæ ekki séð að þau Ólafur Ragnar og Þorgerður Katrín þurfi að fyrirverða sig vegna þessarar ákvörðunar. Ég fæ ekki séð að með nærveru sinni séu þau að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot kínverskra valdhafa.
Ég hygg að einhverjum brygði í brún ef kínversk stjórnvöld neituðu að senda keppendur á alþjóðlegt skákmót í Reykjavík vegna mannréttindabrota stjórnvalda okkar á íslenskum sjómönnum.
Og vel á minnst: Sendu ekki stjórvöld okkar sérsveitina til að passa að kínverski friðarpostulinn sæi ekki meðlimi Falun Gong og ekki gula borða í opinberri heimsókn hans hingað í boði þeirra?
Og klöppuðu ekki pólitíkusarnir fyrir listamanninum þegar hann söng O sole mio í Perlunni?
Bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 21:07
Það er ekkert óréttlátt við að ef að ég fæ lánað hjá þér, lífeyrirsjóði eða öðrum fyrir nýjum Bens þá borgi ég til baka upphæð sem dugar til kaupa á samskonar bíl auk þóknunar fyrir afnotin af peningunum.
Ég myndi ekki vera sáttur við að lána þér eða öðrum fyrir vörubíl en fá svo andvirði lítils pallbíls til baka. Þess vegna fengir þú ekki lán hjá mér eða öðrum upp á þau bíti. Þar af leiðir að þú getur ekki keypt vörubílinn og skapað þér auknar tekjur með auknum afköstum og heldur bara áfram að nota hjólbörurnar.
Aukin áhætta þýðir hins vegar almennt að lánað er á hærri vöxtum. Hér er reynt að minnka þá áhættu með því að hafa vextina breytilega en ekki vildi ég taka lán á föstum vöxtum í dag til margra ára því væntanlega lækka vextir á komandi árum. Það getur því verið beggja hagur að vextir seú breytilegir á lánum.
Það er bara liðin sú tíð að þeir sem eru innundir hjá bankastjórum geti látið almenna sparifjáreigandur og lífeyririsþega borga niður sínar skuldir og kemur vonandi aldrei aftur.
Ég er ekki að mæla háum vöxtum bót, fjarri því. Persónulega finnst mér að allt fyrir ofan 5% raunvexti vera hálfgerðir okurvextir. Ef verðtryggingin yrði aflögð verður áhætta þeirra sem lána meiri og þess vegna krefðurst þeir hærri vaxta.
Ef hægt væri að snúa dæminu við og auka sparnað það mikið að offramboð yrði á sparifé er ljóst að vextir á útlanum myndu snarminnka.
Það sem hefur háð okkur Íslendingum er að við erum svo dugleg að eyða en slöpp í að spara. Þess vegna ráða þeir kjörunum á markaðnum sem hafa pening til að lána. Ef almenur sparnaður yrðri meiri, sem mikill hvati ætti að vera til núna með þessum háu vöxtum, myndu þeir sem væru tilbúnir til að taka lán hafa meira um kjörin að segja.
Íslendingar virðast hafa verið tilbúnir til að kaupa næstum hvað sem er á hvaða verði sem er ef þeir fá lán fyrir því. Það er sá hugsunarháttur sem þarf að breyta og það verður ekki gert með boðum og bönnum og alls ekki með því að banna verðtrygginguna.
Þetta er hugsunarhátturinn sem hleypti hér húsnæðisverði upp í hæstu hæðir með skelfilegum afleiðingum.
Fyrirgefðu Jón minn að ég er að missa mig hérna í umræðu um allt annað en pistillinn þinn fjallar um.
Landfari, 31.7.2008 kl. 21:46
Góð grein Jón.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2008 kl. 23:27
Verðtrygging er það besta sem við höfum hér á landi . Það er fólkið sjálft í landinu sem er að skemma fyrir sér með því að vera að taka lán fyrir öllu og skuldsetja sig upp fyrir haus . Hér áður fyrr þurfti fólk að safna fyrir hlutunum áður en það keypti eitthvað . Nú er búið að vera góðæri í nokkur ár og hefði fólk átt að notfæra sér það betur til þess að safna upp peningum og mæta þannig krepputímanum . Nei í staðin var bara verið að spreða og spreða út í loftið . Verðbílgan væri ekki svona há í dag ef við Íslandingar kynnum að spara .
Jón V Viðarsson, 1.8.2008 kl. 00:26
Mjög góð grein hjá þér Jón eins og flest þín skrif. Þorgerður Katrín fer reyndar til þessara hátíðahalda sem menntmálaráðherra en ekki sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Það er algjörlega óásættanlegt að menntamálaráðherra og forseti Íslands skuli ætla að fara til Kína á olympíuleikana.
Signý.
Signý (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:36
Góð grein og samanburðurinn fyllilega réttlætanlegur í alla staði.
Mannréttindabrotin og viðbjóðurinn er þvílíkur að það er engan vegin ásættanlegt að þjóðarleiðtogar loki augunum fyrir því sem að á sér stað. En!!! Svona gerast kaupin á eyrinni því miður
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.