Leita í fréttum mbl.is

Góðir fundir á Húsavík og Akureyri.

Fundir okkar Sigurjóns Þórðarsonar á Húsavík á mánudaginn og Akureyri í gær heppnuðust vel og það urðu mjög fjörugar umræður á báðum fundunum. Engum datt í hug að koma í jakkafötum á kajann eins og talað var um í athugasemd varðandi bloggfærsluna um fundinn á Reyðarfirði. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að ungar konur hafi ekki verið á fundunum að þá er það misskilningur.

Það sem mestu skipti var að fundirnir voru góðir málefnalega. Umræðuefnið var "Út úr þrengingunum" og í framsöguerindum var fjallað almennt um þjóðmálin og hvernig á að bregðast við þeim vanda sem hefur verið að skapast. 

Það skipti líka máli og ég er ánægður með að hafa átt kost á því að kynnast af eigin raun hvernig staðan er á Austurlandi og Norðurlandi og hlusta á hugmyndir og úrræði fólksins í landinu. Ég lít á það sem hluta af skyldum þingmanns að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 3730
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3438
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband