Leita í fréttum mbl.is

Þorgerður ber ein ábyrgð á síðari Pekingferðinni.

Þorgerður KatrinFram kom í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi í dag að hún tók ávkörðun um að fara aftur til Kína að horfa á úrslitaleikinn í handbolta ein og án samráðs við aðra ráðherra í ríkisstjórn. Á þeim tíma sem Þorgerður tók þessa ákvörðun var hún starfandi forsætisráðherra.

Þá liggur lika fyrir eftir svör ráðherra við fyrirspun minni að ekki var leitað ódýrra ferðaleiða eða gistingar. Ef til vill lítill kostur þegar fyrirvarinn var svona lítill en alla vega var ekki leitað eftir því. ´

Þá liggur fyrir að allur kostnaður við ferð Þorgerðar, eiginmanns hennar og ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins var greidd úr ríkissjóði.

Sumum finnst sjálfsagt eðlilegt að ráðherra íþróttamála taki geðþóttaákvörðun um að fara á mikilvægan handboltaleik af því að hana langar til að sjá handboltaleik. Spurningin er þá hvort það sé eðlilegt að skattgreiðendur greiði fyrir þessa löngun ráðherra og borgi auk heldur fyrir 2 aðra. Mér finnst það ekki. Ráðherrar sem og aðrir stjórnmálamenn eiga að gæta ráðdeildar og sparnaðar í meðferð opinbers fjár. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur ekki skylt að gera það.

Forsætisráðherra Geir H. Haarde hvatti landmenn til þess í vor að spara og spara  og spara. Það tekur greinilega ekki til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og varaforasætisráðherra. Vinur minn Höskuldur Höskuldsson mundi sennilega orða það svo að það væri bara skóflupakkið sem ætti að spara en ekki fyrirfólkið í stjórnarráðinu.


mbl.is Myndi taka þessa ákvörðun aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þú hljómar eins og versti sveitamaður. Jú það er ágætt að reyna að spara en hvað er óeðlilegt við það að ráðherra íþróttamála sé viðstaddur eina af stærstu stundum íslenskrar íþróttasögu. Mér hefði í hæsta lagi óeðlilegt ef að hún hefði ekki verið þarna. Og miðað við hvað fyrirvarinn var stuttur, enda varð ekki ljóst fyrr en 2 dögum fyrir úrslitaleikinn, heldur þú að það hafi ekki verið erfitt að leita eftir hagstæðum ferðum, gistingu og þar fram eftir götunum.

Með þessum málflutningi þínum finnst mér þú vera að gera ofur eðlilegan hlut tortryggilegan. Og svo langar mig að varpa þeirri spurningu svona blákalt... hvað hefðir þú gert? Ertu að segja að þú sem menntamálaráðherra hefðir ekki verið viðstaddur til þess að veita samlöndum þínum stuðning á einni stærstu stund íslenskrar íþróttasögu?

Jóhann Pétur Pétursson, 9.9.2008 kl. 17:27

2 identicon

Gott innlegg hjá þér í umræðuna að benda á ábyrgð ráðherra. Smám saman fennir yfir rangar ákvarðanir hjá ráðamönnum þjóðarinnar og þetta hneyksli. Voru ekki myndarlegar móttökur við heimkomuna nóg? Voru íþróttamönnunum ekki sýnd næg viðurkenning með þeim móttökum?  Maður spyr sig: ef makinn og ráðherrann hefðu ekki sjálf haft sína löngu sögu af handboltaástundun og áhuga - hefði þá verið jafn sjálfsagt að ráðherra tæki slíka fljótræðisákvörðun (því fljótræðisákvörðun var þetta!) sem snerist um eigin áhugasvið. Almenningur borgar :(  

Signy (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Signý þetta var fljótræðisákvörðun og mér er nær að halda að Geir H. Haarde hefði tekið í taumana hefði hann verið á landinu og bent henni á það sem þú nefnir og er kjarni málsins.

Jóhann þetta hefur ekkert með sveitamennsku að gera og mér finnst allt í lagi að þú kallir mig sveitamann. Ráðdeild og sparnaður er ekki bara bundið við sveitamennsku heldur eru það almennir góðir kostir. Bruðl og óráðssía eru það hins vegar ekki og það að láta aðra borga bruðlið fyrir sig er rangt.

Jón Magnússon, 9.9.2008 kl. 20:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • Ég spái í það með speking,       [= J.M.]
  • hvort spara mætti það flug
  • og veizlur – því vísar á bug
  • skvísa í skrautferðahug ...
  • og skreppur svo aftur til Peking.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 03:06

5 identicon

Sé fyrir mér stríðsfyrirsagnir blaða og bloggheima – etv á þessari síðu líka – ef svo hefði nú farið að við hefðum nú hlotið Ólympíugullið: 

Ráðherra íþróttamála ekki viðstaddur þegar mesti viðburður í sögu íslenskra íþrótta á sér stað!  Og undifyrirsögn: Tímdi ekki að fara!

Þá sé ég fyrir mér forsíðufyrirsögn í DV, og etv. víðar, ef hún nú hefði einnig farið til Peking á Ólympíuleika fatlaðra: 

Þorgerður Katrín farin í þriðja sinn til Peking. Bruðlið heldur áfram.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG er sammála því að hún ætti að skammast sín, og fólk sem ver þessar gjörðir, hugsar með einhverju öðru en höfðinu, ef það sér ekki hræsninga og tvískinnungin í þessari gjörð Þorgerðar, og svo sparnaðarræðu Geirs.  Það er von að við sitjum ennþá uppi með þetta D-lið endalaust.  Og sífellt eykst hrokinn og yfirgangurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:41

7 Smámynd: Skarfurinn

Ég verð að spyrja mig að því hvort Þorgerður Katrín sé algjörlega siðlaus ? að fara þessa seinni ferð ásamt maka og ráðuneytisstjóra er að mínu mati hneyksli, þau gátu bara borgað þessar ferðir sínar sjálf, enda að sögn með um 20 milljónir í mánaðarlaun (Þorgerður og maki).

Er þetta ekki örugglega sami peningakassi og ekki er hægt að greiða ljósmæðrum launahækkun né taka almennilega þátt í læknakostnaði Ellu Dísar sem er með illvígan sjúkdóm sem íslenskir læknar réðu ekki við, en ef menntamálaráðherra  langar að skreppa til Kína fyrir stórfé þá eru til nægir aurar, ja venjulegt fólk skilur ekki svona nokkuð. Þorgerður á að skammast sín niður í tær og ef hún segir ekki af sér þá á hún í það minnsta að biðjast fyrirgefningar á mistökum sínum.  

Skarfurinn, 10.9.2008 kl. 12:39

8 Smámynd: Skarfurinn

Ég gleymdi einu mikilvægu, vil þakka Jóni Magnússyni sérstaklega fyrir að vera eini þingmaðurinn að mér vitandi sem gagnrýnir þetta bruðl Þorgerðar og co. og hafi hann þakkir fyrir.

Skarfurinn, 10.9.2008 kl. 12:43

9 identicon

Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur kæra fólk? Það er mjög eðlilegt að íþróttamálaráðherrann sé viðstaddur stærsta íþróttaviðburð Íslands síðustu 50 ár eða svo. Ég held að það hefði nú eitthvað heyrst í fólki um "áhugaleysi og vanvirðingu ráðherrans á eigin málaflokki" ef við hefðum unnið gullið og hún ekki verið á svæðinu. Ég hef miklar mætur á þér sem manni og stjórnmálmanni Jón og er ekkert nema gott að veita stjórnvöldum aðhald en er nú ekki neikvæðnin kominn út fyrir öll mörk að tönglast á þessu. Það sem mætti hins vegar spyrja sig er hvort ríkissjóður hefði átt  að borga fyrir maka hennar sem varð þarna eingöngu út af ahuga sínum á íþróttinni og set ég spurnaingarmerki við það. En væl um að ráðherrann væri þarna er nú bara fálm í myrkri.

blabbi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:00

10 Smámynd: Halla Rut

Merkilegt að íþróttamálaráherra, Frú Þorgerði, finnst ekki mikilvægt að fara til Kína nú, til að styðja og fylgjast með, því duglega og kraftmikla fólki sem nú tekur þátt á Ólimpíuleikum fatlaðra fyrir Íslands hönd. Og það ekki einu sinni; EINU SINNI.

Það segir mér allt, sem segja þarf, um hug og tilgang ráðherra, í fyrri skiptin tvö.

Halla Rut , 10.9.2008 kl. 22:33

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta sorglega sukkdæmi er bara ein perlan í festinni á hreint ótrúlegri sjálftöku þessarar óstjórnar úr veskjum almennings í landinu. Og þegar spillingarfnykurinn er farinn að lykta svo illa að fólk er farið að loka gluggum þá er taka þjófarnir bara upp Channel 5 og segjast ilma.

News4U Þorgerður Katrín; YOU STINK!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 22:21

12 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Vildi bara benda á að Frakklandsforseti fór ekki á Ólympíuleikana og eins og við vitum velflest þá unnu þeir nú gullið í handboltanum.

Verð líka að segja að mér finnst mesti sveitamannsbragurinn nú vera yfir því hve mikið mál við gerum úr öllum þeim litlu viðburðum sem Íslendinga standa sig sæmilega í á erlendri grundu. Árangur í íþróttum, menn sem birtast í blöðum úti, leikarar sem komast í einhver hlutverk, sama hve lítil, og slíkt.

Það er skynsamlegt að spara en þó má á milli sjá hvort það er í launagreiðslum fólks eða skemmtiferðum ráðherra.

Hildur Sif Thorarensen, 13.9.2008 kl. 01:15

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég verð ekki í rónni fyrr en þessi pekingönd er steikt og allt hennar vonda meðlæti að auki. Þangað til mun ég þurfa að skoða í mitt næfurþunna veski á hverjum morgni og kanna hversu mikið er horfið. Þó bý ég í fjarlægð þar sem buddan ætti að vera örugg næturlangt en þegar þjófagengi eru á ferðinni eru engir lásar öruggir.

-Er til of mikils mælst að vilja geta sofið rólegur?

Mbk

Þessi athugasemd er á ábyrgð skrifara.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 1287
  • Sl. viku: 5253
  • Frá upphafi: 2469637

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 4809
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband