Leita í fréttum mbl.is

Fasískar aðgerðir lögreglu?

Lögreglan gerði húsleit hjá ólöglegum innflytjendum í Reykjanesbæ í vikunni. Ekki liggur fyrir af hvaða ástæðum en af því sem upplýst hefur verið voru það fyllilega réttlætanlegar ástæður sem urðu  til þess að lögreglan greip til þessara aðgerða. Svo brá við að sumir úr þessum hópi gripu til mótmæla og kölluðu lögregluna öllum illum nöfnum. Athugið þetta eru ólöglegir innflytjendur þ.á.m. skilst mér að sé einn sem segist vera pólitískur flóttamaður frá Frakklandi.

Þessar aðgerðir lögreglu sýna að eftirlit með ólöglegum innflytjendum er allt of lítið. Fjöldi fólks kemur ólöglega inn í landið og getur síðan valsað um allt meðan útlendingastofa er að skoða málið og það tekur iðulega mánuði.  Er eðlilegt að fólk sem kemur ólöglega geti farið frjálst ferða sinna um landið eins og því lystir. Það er greinilega pottur rækilega mölbrotinn varðandi eftirlit og afgreiðslu mála sem varða ólöglega innflytjendur. Er öryggi borgaranna í lagi þegar svona er haldið á málum?

Mér er það með öllu óskiljanlegt að ákveðinn hópur fólks hér á landi tekur alltaf afstöðu með ólöglegum innflytjendum og virðist telja að það eigi að opna landið algjörlega. Það gleymist að ólöglegur innflytjandi er hér ekki á lögmætum forsendum. Spurning er hvort að einhver sjónarmið réttlæti að við skjótum skjólshúsi yfir viðkomandi en megin hluti þeirra sem kemur með þessum hætti og er á kostnað skattgreiðenda í Reykjanesbæ er ekki fólk sem á nokkurn rétt til veru hér á landi og á að vísa úr landi sem allra fyrst. 

Svo virðist þó sem sumt fólk en hafi gert  það að inntaki stjórnmálabaráttu sinnar að lögin séu brotin svo að þeir sem vilja ljúga og svíkja sig inn í landið fái að gera það óhindrað. Þeim hefur því miður gengið vel í þeirri iðju en er ekki tími til kominn að fara að lögum í þessu efni og framfylgja þeim þannig að ólöglegir innflytjendur séu hér ekki svo mánuðum skiptir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Því miður eru alltaf svartir sauðir innan um sem eyðileggja fyrir hinum. Mér finnst það þó ekki afsaka lætin í löggunni, óvirðinguna sem öllu fólkinu virðist hafa vera sýnd í þessum aðgerðum, ef marka má frásagnir af þessu.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 16:18

2 identicon

Vá hvað þú hlýtur almennt að vera hræddur við lífið og tilveruna nema auðvitað að þú sért að leita að pólitískri athygli. Mér finnst þetta blogg vera léleg eftirlíking af amerískum hræðsluáróðri og síst til þess fallið að fjalla um raunverulegan vanda sem er frumstætt, íhaldsamt og óskilvirkt kerfi sem íslendingar búa við þegar kemur að innflytjendum og ég held að þar spili töluvert inní fíknin í að hafa Ísland arískt, hreint, fínt, eins og klippt úr amerískri gullaldarbók. Kannski snýst þetta allt um að bíða eftir gaurnum í ruggustólnum spilandi öxar við ána á banjóið.

Bíðum samt við, er ekki byggð á íslandi til komin með því að þjófar, bandíttar og aðrir misyndismenn ákváðu að flýja heimalönd sín og setjast að annarsstaðar? Hver er þá munurinn hér á samkvæmt þínu bloggi Jón Magnússon?

Virðum lögin og krefjum pólitíkusana um hið sama.

Magnús (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:41

3 identicon

Ég spyr fyrst ?    Veistu hver munurinn á ólöglegum innflytjanda og hælisleitanda er.

Og svo spyr ég ?   Hvers vegna ætti hælisleitandi að ógna öryggi landsmanna meira en löglegur innflytjandi, eða ferðamaður ?

Það að flýja land sitt af einhverjum orsökum gerir fólk ekki að glæpamönnum. 

En ég get hinsvegar deilt því með þér að í gegnum starf mitt og reynslu af hælisleitendum og flóttamönnum að sú meðferð og það óöryggi sem bíður fólks þegar það kemur til vestur-evrópu, gerir fólk oft á tíðum að sjúklegum lygurum, hræðslan við að vera sent til baka og málsmeðferðin sem miðast oftast við það að losna við fólkið með öllum þeim ráðum sem yfirvöld hafa, gerir þetta ráðalausa og umkomulausa fólk nánast geðveikt af ótta.  Það að einhverjir svartir sauðir leynist inn á milli getur ekki verið grundvöllur til að loka landinu algjörlega á þau 95-98% af fólki sem hefur ekkert annað að snúa sér en til evrópu og þar með talið íslands.

Katala (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:12

4 identicon

ég vil taka undir með síðasta "ræðumanni" þessi athugasemd sagði allt sem ég hefði viljað segja um skrif þín Jón.

Elín Rósa (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:12

5 identicon

Ég er þeirrar skoðunnar að það verði að fylgjast mjög vel með fólki sem kemur hingað í hælisleit. Ekki bara til að koma í veg fyrir að þeir séu hér á fölskumforsendum heldur hvort þeim líði vel aðbúnaðurinn sé ásættanlegur og fl. En hins vegar vil ég benda á að það ef þetta fólk getur unnið sér inn pengin finnst mér ekkert annað en sjálfsagt að þeir borgi fyrir uppihaldið. Ég veit ekki til að Íslendingar fái skattfrjálst uppihald frá ríkinu.   En ég vil taka það fram að ég vorkenni því fólki sem þarf að flýja ofsóknir og ofbeldi frá heimalandi sínu.

Jónina (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:27

6 identicon

Mjög góð grein hjá þér Jón.

það var  komin tími til að benda á að þetta eru ólöglegir innflytjendur.

Með kveðju.

Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, nafni.

Jón Valur Jensson, 13.9.2008 kl. 17:35

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sumir vilja opna landið fyrir öllum þannig að enginn verði ólöglegur í landinu og það er svo sem sjónarmið. Það er hins vegar athyglisvert að ekkert land hefur treyst sér til að hafa það þannig.

Fyrst við höfum lög og reglur í kring um þessi mál þá er auðvitað sjálfsagt að fara eftir þeim. Eins og Gurrý segir þá leynast alltaf svartir sauðir innan um sem eyðileggja fyrir þeim sem eru í alvörunni á flótta. Ég veit hins vegar ekki hvernig lögreglan getur framkvæmt húsleit án þess að fólk upplifi lítilsvirðingu og yfirgang.

Mér finnst líka að ef fólk sýnir engan samstafsvilja til að upplýsa hvert það er þá eigi umsvifalaust að senda það til þess staðar sem það kom frá. 

Þóra Guðmundsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:37

9 identicon

Jón Magnússon, góð grein og ég er stolt af lögreglunni okkar!!!

Mér líður strax betur að vita að lögreglan sé að taka á vandamálunum í stað þess að loka augunum fyrir þeim og þar með að stuðla að að skapa hér vanda sem erfitt væri að ráða við - eins og stjórnmálamenn hér hafa verið svo duglegir við!!!

Það er kominn tími til að þingmenn og yfirvöld fari nú að snúa frá heigulshætti og einfeldningshætti og taki á innflytjendamálum af einhverri festu með því að ræða málin. Ég sem Íslendingur tek ekki í mál að hér fyllist allt af útlendingum og að þeir skuli hvorki þurfa að sýna sakarvottorð eða heilbrigðisvottorð.  Það er gert á flestum stöðum í heiminum t.d. í Bandaríkjunum og eftir því sem ég best veit í Bretlandi líka. Ég vil líka að þegar menn brjóta af sér þá sé þeir dæmdir og umsvifalaust sendir úr landi og meinað að koma hingað aftur.

ÉG hef oft haldið því fram og ætla að segja það aftur að það er hópur manna hér á landi sem er haldinn einhverri útlendingaáráttu eða eru kannski bara venjulegar útlendingasleikjur! Ástæða þess að ég held þessu fram rökfæri ég með því að benda á að þessi hópur með Björk Vilhelmsdóttur, Ingibjörgu Sólrúnu og aðstoðarkonu hennar í framvarðasveit eru gasprandi og hrópandi yfir fólki eins og Paul Ramses og fleirum. Sem er eins og virðist komið á daginn, ekki allur þar sem hann er séður, hugsanlega lýgur hann um að honum sé ekki vært í Kenýa og ef rétt er haft eftir stjórnmálafréttaritara við stærsta dagblað í Kenýa, sem kannst ekki við að Ramses hafi verið kosningstjóri eins og hann hefur haldið fram og segir að hann sé einungis að leita sér að þægilegu lífi í þróuðu landi - eða með öðrum orðum hann sé ekki sannur flóttamaður!! Hér eru ákveðnir háværir einstaklingar eins og þær fyrrnefndu hrópandi og kallandi um mannúð og mannréttindi, en hvar eru þessar raddir þegar kemur að því að hjálpa íslenskum einstaklingum. HVERGI!!! Hvar voru þær þegar að unga íslenska konan var að berjast við að fá að hitta dóttur sína í USA. Eða þegar móðir Ellu Dísar þurfti (og þarf enn!!!) aðstoð við að bjarga lífi hennar og þurfti á t.d. peningaaðstoð að halda? Hvor voru mótmæla- og stuðninsgöngurnar þá? ÉG hef megnustu skömm á þessum fyrrnefndu konum og þessum hópi sem er tilbúin  - kannski í einhverri sjálfsþægingu  - að hrópa og kalla þegar að kemur að útlendingum, en láta síðan ekki heyrast hljóð úr horni þegar kemur að þeim sem raunverulega þurfa hjálp af þeirra eigin fólki. Virðist mér sem þessi útlendingaárátta sé sérstaklega bundin Samfylkingarfólki.

Svo þegar einhver hefur skoðun á innflytjendamálum og lætur þær í ljós (sem ætti að vera í lagi þar sem stjórnarskráin býður okkur skoðanafrelsi!) sem ekki falla að skoðunum þessa fremur fámenna hóps, þá nota þeir alltaf orðið rasisti sem er ekkert annað en mjög hættuleg skoðanakúgun og sannar einnig að margir þeirra sem nota þetta orð hafa ekki skilgreininguna á hreinu. Það má ekki einu sinni ræða málin.  Menn ættu kannski að átta sig á því að þegar þaggað er niður í fólki að láta skoðun sína í ljós, þá er verið að brjóta á mannréttindum þeirra og telst því vera mjög alvarleg skoðanakúgun!

Það ætti að senda þetta fólk til annarra landa í kringum okkur og skylda það til að búa þar í einhvern tíma og sjá hvernig það raunverulega er að hafa svona mikið af ólíkum menningarhópum í einu samfélagi.

Svo ég vil segja Jón Magnússon ég er mjög ánægð með að þú skulir ekki láta þagga niður í þér, því að ég tel það nokkuð öruggt að 90% landsmanna eru á sama máli, þó menn hafi kannski ekki mjög hátt um það af ótta við að vera merktir með einhverjum orðum á borð við rasisti!!!

Hvað varðar þennan dæmalausa kjána Magnús sem hér skrifar á undan þá bera skrif hans vott um alveg einstakan barnahátt og einfeldni og því getur hann ekki verið meira en 12, 13 ára! Held hann ætti að kynna sér íslenska sögu áður en hann varpar fram svona dellu að misyndismenn hafi flúið heimalönd sín og flutt hingað.  Þvílíkt bull og kjaftæði!! ER hann þar með að halda því fram að þó svo að einhverjir Íslendingar brjóti af sér annars staðar þá sé það í lagi að flytja inn hingað þjófa, morðingja og betlara frá öðrum löndum?!!

Virðum lögin og krefjum íbúa þessa lands um að opna augun fyrir raunveruleika heimsins, en ekki að lifa í einhverri útópíu! 

Guðrún (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:50

10 identicon

Djofull held eg ad thu hefdir gott ad thvi ad vera flottamadur/innflytjandi i framandi landi, med slika reynslu a bakinu held eg ad raust thin yrdi mykri/samudarfyllri en ekki skraek og skerandi eins og hja arfa ofdekrudum Islendingi.

Jonas (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:19

11 identicon

Fundust ekki vegabréf sem ekki áttu að vera til?  Fundust ekki peningar uppá 1,6milljón sem þeir hefðu geta keypt sér mat fyrir (ég skil sjálfsbjargarviðleitni, en þetta voru "svört" laun og fólkið í fríu uppihaldi = matur og húsnæði).  Einn var "pólitískur flóttamaður" frá Frakklandi.  Hvað næst?  Pólitískur flóttamaður frá Færeyjum og Grænlandi?

Auðvitað vorkennir maður þessu fólki fyrir að vera í þessari erfiðu aðstöðu, en Ísland er ekki í stakk búið til að leysa heimsvandamálin.

Það er þekkt út um allan heim, að ef dyrnar eru opnaðar "aðeins örlítið" þá lokast þær ekki svo auðveldlega aftur.  Við þurfum að passa uppá okkur sjálf.  Ef við gerum það ekki, þá gerir það enginn annar fyrir okkur.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Uppreisnarseggurinn@gmail.com (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:32

12 identicon

Jæja, jæja, jæja, nú getur fólk aldeilis viðrað skoðanir sínar vegna skrifa þinna Jón. Makalaus aðgerð suður með sjó kallar á makalaus skrif úr ýmsum fílabeinsturnum, mikil ósköp.

,,Þessar aðgerðir lögreglu sýna að eftirlit með ólöglegum innflytjendum er allt of lítið", segir þú Jón. Það mætti forðast öll þessi ,,vandamál" ef þessu ólánsama fólki væri vísað frá landinu við komuna hingað til þess lands sem það kemur frá, málið leyst! En nei, við þurfum endilega að gera þetta öðruvísi. Eins og svo margt annað í íslenskum stjórnmálum er dæmið ekki hugsað til enda.

En og nú kemur mitt álit: Öllum ber að sýna virðingu sem verða á vegi okkar hvort sem það eru ólöglegir innflytjendur, hælisleitendur eða flóttamenn. Ég er ekki viss um að það hafi verið gert í umræddu tilviki.

Alþingi ber ábyrgðina og þar með talið þú Jón, kosinn á þing í þeim tilgangi að gera eitthvað, ekki bara benda á og nöldra. Það þarf að mynda heildarstefnu í öllum málefnum útlendinga, svo öllum verði sómi af, bæði okkur og þeim útlendingum sem hingað koma. Er þetta óyfirstíganlegt verkefni eða hvað? Er það að vera alþingismaður bara tóm þægindi? Ég hreinlega átta mig ekki á þessum vandræðagangi, ég verð að segja það!

Nökkvi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:45

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á hvaða hátt ber Jón Magnússon ábyrgð á vandamálum sem tengjast innflytjendum Nökkvi? Væri þér ekki sæmra að kynna þér afstöðu alþingismanna til þess ógæfulega ástands sem "rétttrúnaðarsinnar" hafa krafist að hér yrði þróað? Síðuritari var úthrópaður fyrir síðustu kosningar vegna ábendinga um varkára stefnu í innflytjendamálum og kröfu um skýra stefnu. Jón Magnússon benti ítrekað á að þessi fámenna þjóð væri berskjölduð gegn þeim fjölmörgu þáttum nýrra viðhorfa og atvika sem við hvorki kynnum eða hefðum getu til að bregðast við ef innflytendum af ólikum þjóðernum og frá ólíkum menningarheimum fjölgaði að mun á fáum árum. Fyrir þessi hófstilltu aðvörunarorð var hann ítrekað kallaður rasisti af pólitískum andstæðingum.

Þjóðinni hefur fjölgað að mun á fáum árum. Mest af þessari fjölgun má rekja til innflytjenda. Á sama tíma fækkar lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar af pólsku þjóðerni hafa lýst áhyggjum af glæpagengjum frá Póllandi sem hingað hafi flust til að stunda glæpi og ofbeldi gegn samlöndum sínum meðal annars. Voru ekki aðvaranir Jóns Magnússonar og Magnúsar Þórs Hafseinssonar rökréttar og sanngjarnar? Svarið er: Jú, og það er að koma æ skýrar í ljós með hverri fréttinni af annari. Að hafna því er ábyrgðarlaust hjal og í hæsta máta heimskulegt.

Árni Gunnarsson, 13.9.2008 kl. 20:34

14 identicon

Þetta er mjög góð grein hjá þér Jón!

RS (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:08

15 identicon

  

Samningar sem tengjast Schengensamstarfinu

,Samkomulag milli ríkisstjórna ríkja Benelúx-efnahagssambandsins, Sambandslýðveldisins Þýskalands og Lýðveldisins Frakklands um afnám í áföngum á eftirliti á sameiginlegum landamærum (PDF-skrá - 26,2 Kb)
Samningur um framkvæmd Schengen-samkomulagsins frá 14. júní 1985 milli ríkisstjórna ríkja Benelúx-efnahagssambandsins, Sambandslýðveldisins Þýskalands og Lýðveldisins Frakklands um afnám í áföngum á eftirliti á sameiginlegum landamærum (PDF-skrá - 186,2 Kb)
Samstarfssamningur Konungsríkisins Belgíu, Sambandslýðveldisins Þýskalands, Lýðveldisins Frakklands, Stórhertogadæmisins Lúxemborgar, Konungsríkisins Hollands, Lýðveldisins Ítalíu, Konungsríkisins Spánar, Lýðveldisins Portúgals, Lýðveldisins Grikklands, Lýðveldisins Austurríkis, Konungsríkisins Danmerkur, Lýðveldisins Finnlands, Konungsríkisins Svíþjóðar, sem eru aðilar að Schengen-samkomulaginu og Schengen-samningnum, og Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um afnám persónueftirlits á sameiginlegum landamærum (PDF-skrá - 20,4Kb)

Samningur sem ráð Evrópusambandsins og Lýðveldið Ísland og Konungsríkið Noregur gera með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna (PDF-skrá - 77,5Kb)''

Hérna fyrir ofan setti undirritaður smá kafla sem er að finna á heimasíðu dómsmálráðuneytisins um Schengen sem við Íslendingar erum aðiilar að.

Stóra-Bretland og Írland eru í Evrópusambandinu (ESB). Það sem er sameigilegt með þessum löndum þegar kemur að þessu Schengen samkomulagi er að þau m.a.eru ekki aðilar að Schengen. Þar tel ég að hafi ráði mestu að þessi ríki vildu ekki Schengen er að þau eru eylönd og sem slík sé betra að hafa sitt landamæraeftirlit út af fyrir sig.

Afhverju skrifaði Ísland sem er ekki í Evrópusambandinu (ESB)undir þennan samning eyríki langt í norðurhöfum með bestu landamæri sem til eru í veröldinni sjóinn umhverfis landið??

Veit fólk að eftir að við fórum inn í Schengen samomulagið gal opnaðist leið allra glæpamanna stóra sem smáa innan Schengen svæðisins hvort sem þeir voru þar sem ólöglegir innflytjendur eða fullgildir ríkisborgarar í eitthverju Schengen ríkjanna til að koma til Íslands? 

Þegar heiðalegir farþegar,ólöglegir innflytjendur og glæpamenn sem dæmi koma frá þessu svæði inn í landið okkar Ísland fara þeir í gegnum Schengen hliðið eftirlitslaust. Þetta hlið er sérstaklega hugsað fyrir farþega sem koma frá Schengen svæðinu og eru þessi hlið þar sem fólk kemur inn í landið þ.a.s. flugvöllum og höfnum.

Það eru hátt í  400 milljónir manna sem búa á Schengen svæiðnu svo þar er góður skógur af slíku fólki em ég talaði um hér ofar fólki sem eru óæskileg hingað til lands en komast eins og ekkert sé vegna veru okkar í Schengen og þeim fer fjölgandi og það hratt því miður.

Það er kominn tími að fara skoða þetta Schengen samstarf . Ég tel í fljótu bragði að það henti ekki okkur það sína tölurnar síðan við fórum þarna inn þær eru bara upp á við í fjölgun alkyns vandamála sem þjóðfélagið bíður skaða af því miður.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:17

16 identicon

Ég styð þig 100% í þessu máli.

LS.

LS (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:19

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....hvað varð um að láta fólk njóta vafans?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 22:25

18 identicon

Það eru margir ökumenn látnir blása í blöðru á hverju ári í umferðinni sem dæmi. Það mælist ekkert áfengismagn hjá allflestum ökumönnum sem verða fyrir þessu eftirliti það er ekki nema brot af þeim sem mælast með áfengi í blóðinu sem betur fer. Hvað eiga þeir að segja sem voru án áfengis við þessu eftirliti lögreglu? 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:23

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jón ertu í alvöru að lýsa yfir stuðningi við aðferðirnar sem notaðar voru ?

Það gerir mig uggandi um framtíð stjórnmála á Íslandi, ef útlendingahræðslan og hatrið á að ráða því hvernig tekið er á móti fólki hér.

Það gerir mig uggandi að þú skulir styðja aðferðir sem eiga best heima í amerískum löggumyndum og hjá Gestapó......

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 23:24

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upphrópanir um "fasisma" lögreglunnar eða ummæli eins og þessi hjá Haraldi hér á undan kl. 23.24 þurfa nú að styðjast við einhver rök til að minnsta mark sé á þeim takandi. Er lögreglurannsókn fasismi? Fjarri fer því. Hins vegar tel ég afar hæpið að skila ekki fé þessa fólks til baka, sumt af því a.m.k. var í erlendum gjaldeyri, og getur það ekki hafa komið með þá peninga með sér hingað eftir að hafa selt einhverjar eigur sínar til að eiga svolítið til að byggja á? Hjá flestum eru þetta ekki verulegar fjárhæðir; en hafi einhverjir skrökvað til um reiðufé sitt við skýrslutöku við komuna, má e.t.v. endurskoða eitthvað af uppihaldsstyrkjum sem þeir hafa fengið hér. Hitt er þó sýnu alvarlegra, ef sumir hælisleitendur eru með fölsuð persónuskilríki – við getum þá ekki annað en beitt þeim viðurlögum, sem lög ákveða þar um.

Jón Valur Jensson, 14.9.2008 kl. 00:12

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

JVJ lastu ekki kommentið ?

Ég talaði eingöngu um aðferðirnar sem beitt var, ég talaði ekki um fasisma. Ég er svo sannarlega sammála því að skoða hverjir eru að koma hingað og af hverju, en ég fæ ekki séð að það þurfi hunda, næturheimsóknir, öskrandi lögregluþjóna og svívirðingar og hótanir, aðferðafræðin er mér ekki að skapi og ég vil meina að þetta sé til skammar. Rökfræði kemur þessu áliti mínu ekkert við, þetta er skoðun mín versus þær staðreyndir sem liggja fyrir í málinu.

En þú, blessaður ofstækismaðurinn skilur það auðvitað ekki.....en farðu nú með rétt mál, þú gerir ekki svo lítið af því að heimta slíkt af öðrum, ef það er lestrarkunnáttan sem er að þvælast fyrir þér, skal ég kenna þér að lesa. Kennslubókin verður handbók SD og Gestapo.....

....aðferðirnar minna helst á þau elskulegu fyrirbæri....

ðun

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 01:09

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í sumar átti ég erindi til Oslóar og gerði mér ferð í þann hluta miðbæjarins sem kenndur er við Grönland. Þar fer fram eiturlyfjasala nánast fyrir opnum tjöldum og þá ég hefði verið varaður við brá mér verulega í brún. Ekki var hægt að ganga nema í mesta lagi 15-20 metra án þess að vera boðin eiturlyf eða kynlífsþjónusta. Sölumennirnir sem allir virtust ættaðir úr annarri heimsálfu reyndu samt oftast að bjarga sér á bjagaðri ensku eða norsku. Rússneska mafían og sprautufíklar halda sig aftur á móti nærri Karl Johan og konungshöllinni.  "Það  er hægara í að fara en úr að komast"

Sigurður Þórðarson, 14.9.2008 kl. 01:11

23 identicon

Á Íslandi er til hópur fólks sem gargar fasismi alltaf þegar lögreglan vinnur sína vinnu og þannig verður það sjálfsagt alltaf. Útlendingavinafélagið sem tekur sjálfkrafa afstöðu með "hælisleitendum" gegn yfirvöldum, fullkomnlega óháð málavöxtum í hverju einstöku máli, virðist t.d. að stórum hluta vera sama öfgaliðið og í Saving Iceland. Sjálfskipaðir útverðir mannúðar og mannréttinda sem sitja í sínum fílabeinsturni siðferðislegra yfirburða (að eigin mati) og ausa skömmum og viðbjóðslegum rógi yfir nafngreinda embættismenn.

Ísland er í SÞ og við höfum tekið á okkur ríkar skyldur varðandi meðferð flóttamanna og við höfum sinnt þeim skyldum betur en flestar þjóðir. Hvaða náungi sem er getur beðið um hæli á Íslandi, mögulega þegar verið er að vísa honum úr landi. Þá fer hann inn á gistiheimili í boði hins opinbera, fær fullt fæði, sundkort og sjálfsagt fleiri fríðindi á meðan mál hans er rannsakað. Því meira sem viðkomandi reynir að þvæla málið með því að brenna vegabréfið sitt og ljúga mismunandi sögu í hverju viðtali þeim mun lengur getur hann búið við frítt fæði og gistingu á meðan rannsókn Útlendingastofnunar stendur yfir. Sú rannsókn er mjög erfið þar sem ekki má af öryggisástæðum hafa samband við stjórnvöld í því ríki sem viðkomandi segist vera frá, það er þvi mjög erfitt að staðfesta að hælisleitendur segi satt um uppruna sinn. Á endanum er niðurstaðan auðvitað yfirleitt sú að viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði þess að kallast flóttamaður skv. alþjóðlegum samningum eða reynist einfaldlega vera ljúgandi glæpon. Það er ekkert séríslenskt, það er niðurstaðan úr langflestum hælismálum allsstaðar um hinn vestræna heim. Inn á milli er fólk sem raunverulega á rétt á hæli en rannsókn þeirra mála tefst auðvitað heilmikið þar sem útlendingayfirvöld eru sliguð af málafjölda útaf öllum þessum svikurum sem eru að spila með kerfið. Rassían á fimmtudaginn er mjög jákvætt skref til þess að flýta málalokum í einhverjum af þessum bullmálum enda hefur það komið fram að þar fundust einhver ferðaskilríki sem samkvæmt viðkomandi "hælisleitendum" áttu ekki að vera til. Ég horfi ekki sérstaklega í kostnaðinn við uppihald hælisleitenda, það er bara einfaldlega hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland tekur þátt í í samfélagi þjóðanna, það er hinsvegar ekkert eðlilegra en að framfylgja því að hörku að kerfið sé ekki misnotað.

Það er nánast sársaukafullt að horfa upp á allan barnaskapinn og trúgirnina hjá hinum ýmsu "fasistabloggurum". Þeir hafa auðvitað engan skilning á því hvað felst í hugtakinu flóttamaður eða pólitískt hæli og enga skynjun á því hversu auðvelt það er að misnota þetta kerfi. Þessir veikleikar kerfisins eru hinsvegar mjög vel þekktir víða um heim og enginn skortur á fólki sem er tilbúið að spila með þetta. Fólki sem vissulega myndi búa við betri kjör á Íslandi en heima hjá sér en er samt engan veginn í lífshættu heima hjá sér vegna pólitískra ofsókna.

Gerður (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:17

24 identicon

Árni Gunnarsson, Jón ber ábyrgð sem alþingismaður og jú, ég veit hvernig hann benti á að þjóðin væri berskjölduð vegna ýmissa mála sem kynnu að koma upp vegna óhefts innflutnings útlendinga. Ég var honum sammála og taldi engan veginn að hann væri á rasískum nótum eins og margir héldu fram. Ég bendi aðeins á að nú hefur hann tækifæri til að gera eitthvað í málunum kominn á þing, eins og t.d. þessu sem nú er uppi á borðinu, þ.e. varðandi hælisleitendur og flóttamenn.

Taka svolítið á! Skynsemisrödd hans í þessum málum þarf að heyrast, ég sakna hennar. Það er það sem ég er að segja.

Nökkvi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:19

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur Davíðsson, hvergi sagði ég þig hafa talað um "fasisma" lögreglunnar, heldur var ég að vísa þar til ummæla, sem Jón Magnbússon gerði að umræðuefni sínu með pistlinu hér ofar, sem nefnist einmitt 'Fasískar aðgerðir lögreglu'.

Hins vegar líkir þú aðgerðum lögreglunnar í innleggi þínu kl. 23.24 við "aðferðir sem eiga best heima í amerískum löggumyndum og hjá Gestapó...," svo að það sé nú á hreinu, hvað þú sjálfur sagðir.

Ekki hef ég neinar fregnir af "öskrandi lögregluþjónum" á svæðinu, eins og halda mætti af seinna innleggi þínu, en þeim er vitaskuld leyfilegt að hækka röddina eins og öðrum.

Annað í því innleggi þínu kl. 01:09, sem að mér snýr, er nú í þínum alkunna skapstillingaranda (víða þar sem þú sést á netinu), en nokkuð kemurðu lesendum á óvart með því að segjast sjálfur búa yfir "handbók SD og Gestapo".

Jón Valur Jensson, 14.9.2008 kl. 01:59

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

'Fasískar aðgerðir lögreglu?' með SPURNINGARMERKI nefnist raunar pistillinn.

Jón Valur Jensson, 14.9.2008 kl. 02:02

27 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Elsku kallinn, ég sagði aldrei að ég ætti þá dularfullu bók, hitt er annað mál að ég get ekki ímyndað mér að það sé erfitt að nálgast slíkt rit.....

...og svo ég segi þér aftur, þú ert á villigötum ef þú heldur að þú getir æst mig upp....

....mér finnst þú stórskemmtilegur.

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 02:11

28 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Bíðum samt við, er ekki byggð á íslandi til komin með því að þjófar, bandíttar og aðrir misyndismenn ákváðu að flýja heimalönd sín og setjast að annarsstaðar?" - Magnús kl.16.41

Ég hélt reyndar að Ísland hefði byggst að mestu af smáhöfðingjum sem flýðu ofríki Haralds hárfagra. Menn þurftu að eiga talsvert fé, skip og fleira til að komast yfir hafið til Íslands. Það gerðu ekki þjófar, bandíttar og misyndismenn ekki nema þá að mjög litlu leyti. Hafa skal það sem sannara reynist. Kunna betur íslandssöguna áður en rokið er í blogghaminn Magnús.

Páll Geir Bjarnason, 14.9.2008 kl. 04:31

29 identicon

Nú hafa allnokkrir skammað Magnús fyrir söguskoðun sem ekki fellur að smekk fjöldans.  Nú er ég sagnfræðingur og VEIT að sagnir um uppruna Íslendinga sem bárust núlifandi mönnum gegnum kennslubókaskrif Jóns Aðils og Jónasar frá Hriflu voru verulega skekktar og hlutdrægar.  Að sönnu voru það einmitt helst „þjófar, bandíttar og misyndismenn" sem hingað bárust; menn sem ekki þoldu framgang löglegs ríkisvalds sem um þær mundir (hub 870-920) styrktist mjög í sessi og veitti ekki af því að þá logaði Noregur allur í innanlandsófriði vegna sjálfskipaðra smákónga sem rændu, nauðguðu og myrtu nágranna sína. Að vísu voru allmargir þeirra sem hingað komu allvel stæðir fjárhagslega en það stafaði langmestan part af því að um langan aldur hafði tíðkast að fara til Rússlands eða Bretlandseyja og jafnvel Hollands og Frakklands og ræna þar, drepa, nauðga og meiða og síðan öfluðu þeir sér ódýrs vinnuafls til að yrkja hið nýja land með mannránum. Framferði flestra þeirra sem hér settust að var nefnilega hegðun fyrirlitlegra „þjófa, bandítta og misyndismanna". Þessir menn voru kallaðir víkingar. Tyrkjaránið 1627 hefur að verðleikum valdið hræðslu og fyrirlitningu hérlendis að verðleikum og fáir mæla þeim „þjófum, bandíttum og misyndismönnum" bót. Þar voru alsírskir víkingar á ferð en samtímaheimildir frá fórnarlömbunum komnar benda til þess að þeir hafi hagað sér mun mannúðlegar en forfeður vorir og eru þó heimildir um þeirra hegðun frá þeim sjálfum komnar. Það virðist svo sem víkingunum hafi nefnilega þótt villimannslegt og sadískt framferði sjálfsagt. Og svo eru Íslendingar stoltir af að vera runnir frá víkingum!!! Eini víkingurinn sem ég er stoltur af að vera kominn af hét Ölvir og var kallaður Ölvir barnakarl en viðurnefnið fékk hann fyrir að banna mönnum sínum að iðka þann bráðskemmtilega, að þeirra áliti, leik að kasta á milli sín börnum á spjótsoddum.

Þegar sagan er skoðuð, og þá er ekki átt við glansmyndir sem haldið er uppi á tyllidögum, kemur nefnilega í ljós að einkunnin „þjófar, bandíttar og misyndismenn" er væg.

Ég held að Magnús sé einn af fáum Íslendingum sem hefur sannleikann sín megin hvað söguskoðun snertir.

Tobbi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 08:33

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hræðsla og fáfræði gerir menn hrædda við allt.  Líka útlendinga.

Hér eru margir skelfingu lostnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 10:05

31 identicon

Sæll Jón. Frábær grein hjá þér og þú hittir svo sannarlega naglan á höfuðið. Mér sýnist að póstlisti Saving Iceland og annarra vinstri mussa hafi verið virkjaður í þeim tilgandi að svara þér hérna. Viðbrögð þeirra gefa til kynna hversu nálægt sannleikanum þú ert kominn. Merkilegt líka að sjá hversu hrátt þetta fólk gleypir frásagnir af illri meðferð á fólkinu í þessum aðgerðum. Hvaða ofsóknir í heimalöndum sínum þykist þetta fólk vera að flýja ef það þolir ekki eina húsleit af nokkrum íslenskum lögreglumönnum. 

Steingrímur (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:19

32 Smámynd: Nostradamus

Virkilega góð grein hjá þér Jón. Takk fyrir hana.

En ættum við ekki að reyna að halda okkur við málefnið, sleppa tilvísunum í landnámssöguna og reyna að halda okkur við málefnið??

Verð þó reyndar að benda á Ástralíu. Land sem byggðist af hvítum glæpamönnum eins og flestir vita. Englendingar tæmdu fangelsin sín og í áratugi sendu þeir glæpamenn í skipsförmum yfir hnöttinn. Langflestir hvítir íbúar álfunnar geta á einn eða annan hátt rakið ættir sínar til glæpamanna, morðingja, nauðgara, sjóræningja og þess háttar. Sé nú ekki að það geri Ástralska flóttamannalöggjöf meira liberal, eiginlega þvert á móti.

En þetta var sumsé útúrdúr. Nokkuð er síðan Jón Magnússon, Magnús Þór Hafsteinsson og fáeinir aðrir hugaðir einstaklingar tóku það skref að byrja að ræða málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi með formerkjum sem varla höfðu tíðkast áður. Það þurfti og þarf hugrekki til að hefja slíka umræðu, enda hefur það sýnt sig að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki þroska til að takast á við slíka umræðu heldur upphefur garg um rasisma, hefur persónulegt skítkast við þá sem vilja benda á vandamálin. Þeir sem vilja ræða þetta á skynsamlegum nótum eru úthrópaðir rasistar, fasistar og nasistar. Þeim er líkt saman við verstu glæpamenn mannkynssögunnar, s.s. leiðtoga SS, lögregluyfirvöld og jafnvel hinn almenni lögreglumaður þurfa að sitja undir samlíkingum við Gestapo, ásökunum um fasisma, aðgerðir þeirra eru kallaðar ólöglegar, niðurlægjandi og svo framvegis.

Ísland hefur vissulega tekið á sig skulbindingar gagnvart alþjóðasamfélaginu um móttöku flóttamanna og er það vel. Við höfum meira að segja staðið okkur vel hvað það varðar, nærtækt er að benda á komu hópa Víetnama, Júgóslava og nú síðast Palestínskra kvenna með börn sín. Við höfum ekki tekið við mörgum einstaklingum (amk ef miðað er við fjölda flóttamanna á heimsvísu) en miðað við höfðatöluna frægu höfum við tekið við fleiri flóttamönnum en mörg stæri og betur stödd ríki hafa gert. Ergo, í heildina höfum við sumsé staðið okkur vel.

Málefni þeirra flóttamanna sem hingað koma á eigin vegum eru á allan hátt mun erfiðari. Það er ekkert séríslenskt við það. Bæði í Svíþjóð og Noregi bíða hælisleitendur jafnvel árum saman á sérstökum stofnunum meðan mál þeirra eru ransökuð og yfirfarin. Svona er þetta víða útum allan heim.

Yfirvöldum, hvort sem það er hér á landi eða annarstaðar, ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að rannsaka og ákvarða eins fljótt og hægt er hvort veita beri viðkomandi hælisleitenda hæli. En til að hægt sé að rannsaka og veita hæli þarf að hafa einhverjar staðreyndir til að vinna eftir. Ef staðreyndirnar lliggja ekki fyrir er erfitt að taka ákvörðun. Og ekki er það léttara þegar viðkomandi hælisleitandi lýgur eða brennir vegabréfið sitt. Þá getur ákvörðun yfirvalda því miður aðeins orðið á einn veg, því að þrátt fyrir allt bera þessi yfirvöld einnig lagalega og siðferðislega ábyrgð gagnvart mér og þér, skattgreiðendum og íbúum þessa lands, að hér fái aðeins þeir hæli sem sannanlega eiga á því rétt og uppfylla til þess öll skilyrði. Því til hvers eru skilyrðin ef ekki á að fara eftir þeim og til hvers eru yfirvöldin ef þau sinna ekki skyldu sinni??

En hvað um að láta hælisleitendur njóta vafans? Slíkt tíðkast jú í t.d. dómskerfinu að láta sakborning njóta vafans. En getur það átt við hér? Nei, segi ég. Engan veginn. Þó ekki nema bara fyrir það að þá yrði hvert einasta mál vafamál og allir fengju hæli. Það þarf ekki stór augu til að sjá hvernig það myndi enda. Eins megum við ekki gleyma því að meðal flóttamanna leynast t.d. stríðsglæpamenn frá t.a.m. Afríku, fornu Júgóslavíu og víðar. Slíkir menn hafa fundist í flestum nágrannaríkjum okkar eftir að þeim var veitt hæli. Mín skoðun er að betra sé að senda 100 hælisleitendur til baka heldur en að láta einn slíkan "njóta vafans". Ef það er rasismi gott fólk þá er ég rasisti.

Að ásaka íslensk yfirvöld um fasisma eru stór orð. Fréttir síðustu vikna benda a.m.k. til þess að kerfið hér á landi sé tilbúið til að endurskoða fyrri ákvarðanir. Má t.d. benda á mál Ramsesar. Eftir að hann var sendur úr landi, reyndar nokkuð sem íslensk yfirvöld voru trúlega í fullum rétti með, var ákveðið að flytja hann aftur hingað og skoða mál hans betur. Ég veit persónulega ekkert um mál hans en ef hann er að segja sannleikann sé ég ekki betur en hann eigi að fá hér hæli með fjölskyldu sína. En sé hann hinsvegar að ljúga (eins og a.m.k. hefur verið haldið fram síðustu daga) þá vona ég svo sannarlega að hann verði sendur sem allra fyrst úr landi, því þá á hann ekkert erindi hingað. Ef það er rasismi þá er ég stoltur af því að vera rasisti. Eins má nefna dæmi stráksins úr Þorlákshöfn. Þar tóku yfirvöld þá skynsamlegu ákvörðun að skoða mál hans betur. Hann hefur verið hér í 5 ár strákurinn og eiginlega hálffáránlegt að fara að senda hann úr landi. Mér finnst hann eiginlega eiga meiri rétt á að vera hér á landi heldur en margir sem eru þó fæddir með íslenskan rískisborgararétt. Hann er þó allavega að vinna fyrir sér.

Auðvitað eru aðgerir eins og þær sem lögreglan fór í núna í vikunni erfiðar. Það segir sig sjálft. Persónulega efast ég um að þeir sem sinntu skyldu sinni hafi gert það með glöðu geði, eins og sumir af lopapeysuliðinu hafa haldið fram. Húsleit er í eðli sínu niðurlægjandi aðgerð, hvort sem er í svona máli eða einhverju öðru. En ekki er annað að skilja á fréttum en árangur leitarinnar hafi fullkomlega réttlætt hana. Ekki svo að skilja að slík aðgerð þurfi einhverja réttlætingu, hún er einfaldlega verkfæri yfirvalda til að berjast gegn og upplýsa glæpi og er þrátt fyrir allt háð samþykki dómara í hvert sinn. Hraðamyndavélar eru líka verkfæri yfirvalda og leiða má að því rök að það sé niðurlægjandi að láta taka af sér mynd þegar maður keyrir of hratt. En hún þarf samt ekki samþykki dómara.

Og svo eru það blessaðir innflytjendurnir. Pólverjarnir, Lettarnir og allir hinir. Margt hefur verið rætt um innflytjendur síðustu misseri. Sjaldan hefur umræðan komist uppúr sandkassanum. En staðreyndirnar eru samt þessar: Hingað hafa komið þúsundir innflytjenda, flestir frá austur Evrópu. Yfirgnæfandi meirihluti þessa fólks er löghlýðið og heiðarlegt fólk sem kemur hingað í atvinnuleit og leit að betra lífi. Er það vel. En innan um virðist því miður vera töluvert af skemmdum einstaklingum, allskyns glæpamönnum og mönnum með vafasama fortíð. Eigum við að sætta okkur við að þeir komist eftirlitslaust til landsins og geti sest hér að og hafið fyrri iðju?? Nei, varla. En hér hefur ekki mátt ræða neitt sem gæti takmarkað straum innflytjenda, ekki einu sinni til að reyna að sigta út fúleggin. Af hverju ekki kröfu um sakavottorð og heilbrigðisvottorð?? Er þetta ekki okkar land? Okkur þykir allt í lagi að framvisa sakavottorði við vinnuumsóknir, jafnvel er sumstaðar farið að biðja um heilbrigðisvottorð við sama tilfelli. Af hverju má ekki biðja þá sem hingað flytja og ætla að búa hér og vinna um það sama? Er það meira niðurlægjandi fyrir þá en okkur? Hvað er niðurlægjandi við að sýna hreint sakavottorð? Það er niðurlægjandi að sýna sakavottorð sem ekki er hreint. En life stinks anyhow.

Varla hefur það farið framhjá nokkrum manni fjölgun afbrota hjá innflytjendum. Hér hefur vart liðið helgi allt þetta ár að ekki séu líkamsárásir og þess háttar tengt innflytjendum og í rauninni mesta furða að ekki skuli vera búið að drepa einhverja. En hér virðast yfirvöld standa ansi ráðþrota og máttlaus. Mönnum virðist hreint ekki vera vísað úr landi.

Mikið hefur verið hamrað á hugtakinu fjölmenningarsamfélag í tengslum við innflytjendur. Í mínum huga er hugtakið útópískt og ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Tökum USA sem dæmi. Þjóðfélag sem er sundurskorið og skipt eftir kynþætti og etnískum uppruna. Samt hafa þeir haft lengri tíma en nokkur önnur þjóð til að byggja upp það sem lopapeysuliðið kallar þessu furðulega nafni fjölmenningarsamfélag. Nær okkur í rúmi eru t.d. Svíþjóð og Danmörk. Einnig þau hafa langa hefð fyrir innflyjendum og ættu þ.a.l. að vera komin langt með að byggja þetta útópíska samfélag. Er það svo? Ekki aldeilis. Borgir í Svíþjóð, t.d. Malmö og Stockholm, eiga við gríðarleg vandamál að etja, aðskilnaður er gríðarlegur, í vissum borgarhlutum er hlutfall innflytjenda nálægt 100% af íbúum, sumsstaðar er varla hægt að gera sig skiljanlegan á sænsku og svo framvegis. Afleiðingar þessa eru hörmulegar. Fátækt, glæpir og hrikaleg félagsleg vandamál. Enda er svo komið, þó svo það sé vissulega ekki eingöngu til komið vegna innflytjenda, að hið rómaða félagslega kerfi og fjölskylduvæna samfélag sem Svíþjóð eitt sinn var þekkt fyrir er nú aðeins svipur hjá sjón. Atvinnuleysi, glæpir, ójöfnuður og vandamál blasa hvarvetna við. Að halda að ástandið yrði eitthvað annað hér við óheftan straum innflytjenda og flóttamanna er hreinn barnaskapur. Við myndum einfaldlega drukkna mun fyrr.

Er ég rasisti af þvi að ég hef þessar skoðanir á þessum málum?? Kannski. En ég er ákafur þjóðernissinni að ég tel, þykir vænt um landið mitt og þjóðina sem í þvi býr. Ég á 5 börn, fædd í þessu landi. Ég vil ekki þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa e.t.v. að vara þau við ákveðnum borgarhlutum eða ákveðnum þjóðfélagshópum af "erlendu bergi brotnum" eins og það er kallað.

Fyrir allan mun, fáum hingað innflytjendur og flóttamenn. En gerum þetta skynsamlega. Fáum hingað gott fólk sem getur bætt okkar annars nokkuð góða samfélag. Sendum miskunarlaust til baka þá sem eiga ekki hingað erindi eða geta ekki samlagast þjóðfélaginu. Við eigum nóg með okkar glæpamenn og félagslegu vandamál án þess að vera að flytja þau inn.

Ef skrif mín bera vott um rasisma þá er ég stoltur af því að vera rasisti. En í mínum huga bera upphrópanir af því tagi og tal um "fasískar aðgerðir" lögreglu og yfirvalda aðeins vott um rökþrot þeirra sem slíkt nota.

Takk

Nostradamus, 14.9.2008 kl. 11:57

33 Smámynd: Einar G. Harðarson

Sæll Jón.

Þeta er flott grein og í þeim anda sem þessi umræða á að vera bæði fals og öfgalaus.

Takk og kv.

Einar G. Harðarson, 14.9.2008 kl. 12:10

34 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

'Eg held ad thetta se rugl hja ther Tobbi. Okkar landnamsmenn voru ad mestu baendur. Ekki hlusta 'a allt sem Kolbeinn kafteinn rausar eftir viskydrykkju.

Páll Geir Bjarnason, 14.9.2008 kl. 23:08

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þó að vitnað sé til upphafs Íslandsbyggðar eftir vafasamri heimild Ara fróða, fæ ég nú ekki séð þær tengingar sem hér eru orðnar að deiluefni. Nema ef vera skyldi vegna þess að sterkar líkur eru til að norskir ribbaldar hafi komið að landi sem byggst hafði af írsku fólki og sagan afréð að greina sem minnst frá. Mér þætti nú skárra að mega trúa því að ekki yrði endurtekning á því ástandi. 

Árni Gunnarsson, 15.9.2008 kl. 00:27

36 identicon

Þetta er allt hárétt hjá þér Jón.

Versta er að það er lenska hér að sætta sig við að þessi hópur vegi að heiðri opinberra starfsmanna m.a. héðan af Moggablogginu. 

Ég átti orðaskipti við einn slíkan:

http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/641347/

Garmurinn sá atarna lét það fara fyrir brjóstið á sér að ég skyldi halda uppi vörnum fyrir opinbera aðila sem ekki geta svarað óábyrgum rógi níðinga og lokaði fyrir athugasemdir mínar.

Það er arfaslæmt að fólk skuli koma fram og beinlínis heimta að ákveðinn hópur skuli fá að brjóta lög og reglur óátalið.

Reiður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 04:12

37 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bara til að hafa það á hreinu Jón, þá var ég viðstaddur mótmælin og ræddi við ýmsa hælisleitendur - og það er fullkomlega óréttmætt að segja þá hafa kallað lögreglu öllum illum nöfnum. Allt þetta fólk var kurteist og hógvært en líka sárt og brotið. - Það gerðist hinsvegar að fólk sem ók framhjá hrópaði að þessu fólki sem leitað hefur skjóls hjá okkur „immigrants go to Hell“ - vörubílsstjóri þeytti flautur og rak fingurinn út um gluggann, einnig heyrðist sagt að konur og börn úr þeirra hópi hefðu orðið fyrir aðkasti í sundi um morguninn.

Meðal þeirra sem ég hitti þarna var blaðamaður frá Kósóvó með þekktan feril sem kynnst hafði starfsmönnum Flugstoða á Pristna-flugvelli þegar Íslendingar sáu um flugvöllinn þar og hélt að ísland væri vestrænt mannréttinda ríki. Hann og kona hans sem er menntaður sálfræðingur höfðu með sér alla pappíra og og gögn um þekktan starfsferil beggja. - Samt býða þau mánuðum saman í þessum búðum í Njarðvíkum eftir afgreiðslu um hæli og leyfi til að sjá um sig sjálfur, en hann hefur sætt morðhótunum vegna skrifa sinna í Kósóvó sem blaðamaður. - Langt er því að réttmætt sé að alhæfa um að hælisleitendur sem þarna býða afgreiðslu sinna mála hafi ekki gert skýra grein fyrir sér með gildum skilríkjum.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.9.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 619
  • Sl. viku: 2978
  • Frá upphafi: 2294597

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 2715
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband