Leita í fréttum mbl.is

Ástćđa til ađ kaupa Morgunblađiđ í dag.

Flest blöđ sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ákveđna fasta dálkahöfunda. Margir kaupa blöđ eingöngu til ađ lesa slíkar greinar.  Morgunblađiđ hefur ekki fariđ ţá leiđ en nýtur ţess ađ mikiđ af góđum greinarhöfundum skrifar í blađiđ.

Full ástćđa er til ađ benda á ađ í dag er mikiđ af góđum greinum í blađinu. Jónas Elíasson prófessor skrifar um Bjallavirkjun međ einkar skýrum hćtti eins og honum er lagiđ. Í greininni bendir hann á hversu innantóm og andstćđi heilbrigđri skynsemi barátta virkjana andstćđinga í Vinstri grćnum og Samfylkingunni eru.

Grein Ragnars Önundarsonar fyrrverandi bankastjóra "Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn" er framhald góđra greina Ragnars um efnahagsmál ţar sem hann bendir á međ glöggum hćtti ţau vandamál sem hafa orđiđ í hagstjórn síđustu ára.

Ţröstur Ólafsson hagfrćđingur skrifar um stóriđju og efnahagsstefnu. Gott innlegg í umrćđuna og hvađa veruleiki blasir viđ okkur í efnahags- og atvinnumálum ađ mati höfundar.

Síđast en ekki síst skrifar Gauti Kristmannsson dósent grein sem hann velur heitiđ Krónuskatturinn og fjallar um hvađ ţađ kostar okkur mikiđ ađ vera međ krónuna sem gjaldmiđil. 

Morgunblađiđ var virkilega hverrar krónu virđi í dag og ţađ vegna ţess sem ólaunađir dálkahöfundar blađsins höfđu fram ađ fćra. Ţađ vćri vel ţess virđi fyrir blađiđ ađ fá ţessa menn og fleiri til ađ skrifa greinar međ reglulegu millibili.  Ţađ er alltaf gaman ađ lesa greinar eftir fólk sem hefur mikiđ fram ađ fćra og gerir ţađ međ greinagóđum hćtti eins og ţeir sem skrifa ofangreindar greinar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gauti Kristmannsson er ágćtur mađur á sínu sviđi, en ţegar hann fer út fyrir ţađ eins og í gróđurhúsaáhrifamálunum eđa hagfrćđi og peningamálum, er hann ekki minn vegvísir, međ fullri virđingu.

Jón Valur Jensson, 14.9.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gefđu ţér ekki neitt um ţetta síđastnefnda, nafnlausa Lotta. Ég skrifađi ţetta ekki af ţví, ađ ég hafi ekki lesiđ greinar Gauta, ţćr sem ég nefndi. Mér sýnist hann nú dottinn ofan í krónu-niđurrifstaliđ sem svo margir hans pólitísku félagar ástunda svo skefjalaust nú um stundir –– undarlegt nokk: gjarnan sömu menn og vilja koma okkur undir klafa hins hrörnandi tröllabandalags EBé!

Jón Valur Jensson, 14.9.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Sammála fottar greinar í sunnudags Mogganum

Sigurđur Ţórđarson, 14.9.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einkennilegt er ađ mönnum finnist sú röksemd Jónasar Elíassonar bođleg ađ alls stađar sé réttlćtanlegt ađ fćra land í fyrra horf og sökkva lendum ţar sem áđur var vatn fyrir ţúsundum ára. Samkvćmt ţessu vćri ţarfasta framkvćmdin sú ađ sökkva Suđurlandsundirlendinu undir vatn vegna ţess ađ ţađ var undir vatni fyrir 11 ţúsund árum.

Einnig ađ sökkva Fnjóskadal af sömu ástćđu. Ađ ekki sé talađ um ađ í besta lagi vćri hver sú framkvćmd sem eyddi öllum gróđri í Flóanum af ţví ađ ţar var hraun fyrir ţúsundum ára. 

Ţessi endurheimtarröksemd var notuđ um Hálslón en ţess ekki getiđ ađ hiđ nýja lón er margfalt stćrra en ţađ gamla.  

Ómar Ragnarsson, 14.9.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sćlir

Ég ţakka Jóni Magnússyni fyrir ábendinguna um greinarnar. Ég hef lesiđ ţćr á tölvuskjánum mínum hérna í stórveldi stöđugleikans og sett fram athugasemdir um ţćr hér

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Mogginn stendur alltaf fyrir sínu.

Jens Sigurjónsson, 15.9.2008 kl. 00:03

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţađ eru ekki síđur ástćđur til ađ lesa.Fréttablađiđ ţann 13. september.Ţar segir muslimi, flóttamađur, móđir, sögu sína.Ţar kemur fram ađ Bandaríkjamenn eru eftir innrásina í Írak ađ hrekja palestínska muslima, flóttamenn til íslands.Öfgamenn sem eru međ stöđugan áróđur til stuđnings Bandaríkjunum og Israel hefđu gott af ađ lesa ţetta viđtal, nema ţeir vilji fylla landiđ af muslimum og gera landiđ ađ rétttrúnađarríki muslima.

Sigurgeir Jónsson, 15.9.2008 kl. 17:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 4584
  • Frá upphafi: 2426454

Annađ

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 4251
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband