18.9.2008 | 12:31
Viljum við að svona verði Ísland framtíðarinnar?
Kaupmannahöfn er í hugum margra þar á meðal mín ein fallegasta og skemmtilegasta borg Evrópu. Fram til þessa hef ég litið á Kaupmannahöfn sem einkar friðsælan stað þar sem almennt væri hægt að ganga óhultur um stræti og torg. Nú virðist það því miður breytt.
Í dag voru 6 dönsk ungmenni fundin sek um að afla fjár til hryðjuverkastarfsemi. Hvaðan skyldu þau ungmenni vera komin til Danmerkur?
Í Fréttablaðinu í dag er frétt á bls. 2 sem lætur lítið yfir sér en þar segir að átök hafi verið meðal Vítisengla og annarrar kynslóðar innflytjendaklíkna og byssuklúlum hafi rignt á Jægerborggade í Nörrebro í Kaupmannahöfn. Í átökunum undanfarna daga milli þessara hópa hefur einn maður látist og tugir særst. Sagt er að gengin hafi m.a. notast við vélbyssur og handsprengjur. Haft var eftir yfirmanni í morðdeild dönsku ríkislögreglunnar að Vítisenglar væru greinilega rólegri aðilinn. Yfirmaður lögreglurnnar vísar til þess að það þurfi tvo til að dansa tangó og í augnablikinu séu það innflytjendaklíkurnar sem sjái um dansinn.
Við höfum meinað Vítisenglum að koma til landsins. Þurfum við ekki líka að vera á varðbergi gagnvart öðrum sem eru líklegir til að spilla friði í landinu?
Dönsk ungmenni studdu hryðjuverkasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 479
- Sl. sólarhring: 544
- Sl. viku: 5418
- Frá upphafi: 2426052
Annað
- Innlit í dag: 442
- Innlit sl. viku: 4996
- Gestir í dag: 429
- IP-tölur í dag: 410
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Í dag voru 6 dönsk ungmenni fundin sek um að afla fjár til hryðjuverkastarfsemi. Hvaðan skyldu þau ungmenni vera komin til Danmerkur?
Viltu gjöra svo vel að útskýra hvað þú átt við með þessu?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:33
Guðmundur ég á við það að ég veit það ekki og spyr þess vegna til þess að þeir sem e.t.v. vita geti upplýst það.
Jón Magnússon, 18.9.2008 kl. 13:46
Mér finnst þessi frétt vera vægast sagt óhugnaleg og sýna fram á, ekki í fyrsta skipti. Hve öfgatrúarfólk sérstaklega múslimar eru hættulegir vesturlöndum.
inqo, 18.9.2008 kl. 13:54
Ég hef reynt að afla mér frekari upplýsinga um hverjir það voru sem voru dæmdir fyrir að styðja hryðjuverkasamtök. Eftir því sem ég kemst næst þá voru það félagar í vinstri sinnuðum flokki sem fólk minnar kynslóðar mundi almennt kalla kommúnista.
Jón Magnússon, 18.9.2008 kl. 14:08
Ég er nú ekki vanur að kommenta svona bloggi, en þarna ertu að tengja saman tvo allskostar óskyld mál, svo ég vil bara leiðrétta það hjá þér.
Þú spyrð hvaðan ungmennin sem styrktu hryðaverksamtökin komu til Danmerkur? Svarið við því að þau komu flest til Danmerkur þegar þau fyrst litu dagsins ljós við fæðingu og eiga ættir sínar að rekja til Danmerkur.
Þau eru semsagt ekki upprunnin frá öðrum löndum en Danmörku og hefðir þú kynnt þér þetta mál bara smávegis hefðir þú vitað það áður en þú tengir þetta skotárásunum í Danmörku síðustu vikurnar. Ég bendi þessa frétt Politiken og þú getur séð á myndinni að þarna er ung stelpa, sem líklegast ekkert tengist þessum klíkunum sem berjast þessa dagana.
Maður skellir ekki bara einhverju svona upp og tengir saman án þess að athuga hvernig hlutirnir eru. Það er þess vegna stundum að fólk fer að tala um "taumlausan hræðsluáróður" og "herferð gegn útlendingum".
Ási (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:14
Ég er sammála þér Jón að mörgu leyti. Ég er samt ekki hrifinn að þú varpir spurningunni "Hvaðan skildu þau vera komin?". Það er það eina sem mér finnst ógeðfellt, ég þekki til danskan einstakling á mínum aldri og er hann innfæddur Dani og hann styður öfgahópa til höfuðs Bandaríkjamönnum, og satt að segja Jón þá skil mjög mikið hatrið gagnvart USA i dag, þó svo að ég sé ekki á sama máli.
Varðandi útlendinga sem koma hingað til að setjast að þá finnst mér persónulega ekkert að því að þeir komi hingað með það að markmiði að samlagast og sýna góða hegðun, alveg eins og þegar við förum eitthvert, að þá eigum við ekki að sýna slæma hegðun og koma neikvæðum stimpli yfir á Íslendinga. Mér finnst glæpamannadekrið komið út í hróa hött á Íslandi, þegar samlandar erlendra glæpamanna þurfa að hræðast þá í landi sem er talið með því öruggara þá segi ég hingað og ekki lengra. Manni, og góðum kunningja mínum Paul Ramses var hent út , þessum ljúfa drengi sem hefur ekki gert flugu mein annað en vilja bæta ástandið í heimalandinu sínu, það var farið með hann eins og stórhættulegan glæpamann.
Svo er ráðist á lögreglumenn fyrr á árinu og 1 fáranlega vægur dómur kveðin upp. Ekki skrýtið að lítil endurnýjun eigi sér stað í stéttinni.
Ef glæpamönnum er ekki sýnt, hvort sem það eru íslenskir eða erlendir glæpamenn, að það sem þeir gera/gerðu er ekki viðtekin hegðun og þeim refsað, þannig að þeir sjái að þeir komist upp með hlutina, þá munu þeir bara halda áfram viðteknum hætti.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:30
Ég er svo hneyksluð að maður þínni stöðu skuli leyfa sér svona rangfærslur að ég á ekki til orð. Þú ert ekki að gera neinum greiða með þvi að gera sjálfan þig svona ótrúverðugan sem meðlim stjórnmálaflokks, og vona flokkmeðlimanna vegna að þú sért ekki að tala nema bara fyrir sjálfan þig.
Þér til fróðleiks þá voru þau í upphafi sýknuð er því var áfrýjað og síðan hefur málið eiginlega meira snúist um það hvort þessi samtök séu hryðjuverka samtök eða ekki. Öll sönnunargögnin hafa snúist um samtökin sjálf og hverju þau standa fyrir, og voru þau s.s. dæmd aftur þegar andófs samtökin komust á heimslista yfir "terrorista"samtök.
Katala (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:55
Varð það á að fara að lesa yfir athugasemdirnar hérna, ég veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta þegar maður sér svona,
Mér finnst þessi frétt vera vægast sagt óhugnaleg og sýna fram á, ekki í fyrsta skipti. Hve öfgatrúarfólk sérstaklega múslimar eru hættulegir vesturlöndum.
inqo, 18.9.2008 kl. 13:54
Talandi um að ala á útlendingaótta illra upplýstra einstaklinga, þá sé ég hér hvers vegna þér verður ágengt.
gadd mæ pojnt......ái
Katala (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:40
Mér finnst rosalega fyndið að þegar fólk er á öndverðri skoðun hengir það sig í smáttriðin en gleymir seinnihluta fréttarinnar sem fjallaði einmitt um útlendinga sem voru að valda óskunda í Kaupmannahöfn.
Einhvers staðar las ég að Reykjavík er 4 hættulegasta borg Evrópu miðað við höfðatölu, svolítið skuggalegt að hugsa um það.
Frændfólk mitt var rænt af Litháensku glæpagengi sem stal gulli úr skartgripabúð sem þau reka beint fyrir framan augun á þeim. Gull að andvirði 1-1,5 milljóna sem þau fá ekki endurgreitt þar sem þetta var ekki innbrot. Við sauðirnir hérna á Íslandi erum ekki undribúin fyrir skipulagða glæpastarfsemi og við vörum okkur ekki á henni þegar hún dynur yfir okkur.
Ég heyrði einhvern tímann frá austantjaldsmanni að mestu glæpamennirnir hefðu farið úr landi og það væri orðið ofsalega friðsælt heima hjá þeim núna. Hvert skyldu þeir nú hafa farið? Norðurlöndin kannski?
Auðvitað eru ekki allir glæpamenn sem koma hingað eða slæmt fólk en við verðum svolítið að passa okkur þegar við opnum landamærin alveg og krefjumst varla sakavottorðs hvað þá meira af þeim sem hingað koma (það er reyndar nýupptekinn háttur að skoða sakavottorðið í dag).
Veistu Jón, þó þú hafir farið með óvarkárt mál í fyrri hluta greinarinnar var þessi umræða vel til fundinn hjá þér og ég dáist af hugrekki þínu.
Hildur Sif
Hildur Sif Thorarensen, 18.9.2008 kl. 15:58
Ísland, landið fordómalausa.
Ég held ekki.
Kalli Kúla (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:01
Þetta er rétt hjá þér Jón. Það er greinilegt að við verðum að setja hömlur á flæði Dana inn í landið. Ekki viljum við enda eins og hin Norðurlöndin þar sem Danirnir eru farnir að selja stuttermaboli.
Karma (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:23
Þetta eru faktístk vinnuferli þjóðernisrembu krissa... menn taka eitthvað svona og gera grýlu úr dæminu: Us & Them fílingu... VIÐ erum góð, hinir eru vondir... ég hef séð JVJ tala á svipuðum nótum líka
Ég hef séð þetta svo oft áður síðustu árin sem ég hef stúderað þessi mál.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:25
Á götum Reykjanesbæjar var í dag fólk sem kallar sig flóttafólk.Enginn veit í dag í raun neitt um sumt af þessu fólki.Samt gengur það laust um götur Reykjanesbæjar, hugsanlega morðingjar á kostnað þjóðarinnar.Nauðsynlegt er að móta skýra stefnu í málefnum innflytjenda.Hafðu þökk fyrir að vera vakandi Jón.
Sigurgeir Jónsson, 18.9.2008 kl. 16:51
Af hverju er betra að hafa rosalega mikið magn af útlendingum í þessu landi? Af hverju er eins og stórum hluta þjóðarinnar finnist það ákjósanlegra? Er það því við viljum halda launum niðri í landinu? Finnst ykkur útlendingar meira töff en við sveitapakkið hérna heima? Ég átta mig ekki alveg á þessari útlendingadýrkun en mér þætti gaman að vita hvað það er sem þið fáið stjörnur í augun út af í fari útlendinga?
Ég vil frekar taka við færri og taka betur á móti þeim og velja þá betur. Ég vil krefja atvinnurekendur til þess að bjóða öllum útlendingum sem þeir ráða í vinnu upp á FRÍTT íslenskunám. Ef þeir vilja ekki borga námið, eiga þeir ekki að ráða fólk að utan. Ég vil að þeir sem fá ríkisborgararétt hér á landi séu látnir sitja munnlegt og skriflegt stöðupróf sem krefst minniháttar íslenskukunnáttu. Fyrir mér eru þeir sem ekki geta gert sig skiljanlega um einföldustu málefni eins og hvað er klukkan útlendingar en þeir sem tala íslensku (sama hve bjöguð hún er) eru fyrir mér Íslendingar sama hvaðan þeir komu í upphafi. En ég er víst bara Rasisti og vond manneskja ;-)
Hildur Sif
Hildur Sif Thorarensen, 18.9.2008 kl. 18:21
Þó þetta sé vissulega alltof mikill og algjör sleggjudómur þá má heldur ekki missa sig í samúð fyrir fólki sem á hana ekki skilið.
Öfgar ganga í báðar áttir; þó maður sé mótfallinn útlendum glæpagengjum þýðir það ekki að maður sé mótfallinn útlendingum. Svo virðist sem manni megi ekki vera illa við neinn útlending án þess að vera málaður útlendingahatari... Ekki einu sinni þó það sé persónulegt.
Það er bara hrein og klár heimska. Þó maður sé fylgjandi ákveðinni hugsjón þá er fáránlegt að vera svo blindaður af henni að maður sjái ekki hvenær er ópraktískt að taka sér stöðu gegn tilteknum einstaklingum.
Karl (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:29
Átökin undanfarið milli Rokkara tengdum H.A. og annara gengja, má rekja til er Osman Nuri Dogan, 19 ára, var skotinn til bana úr bíl á ferð með sjálfvirkum AK 47 í Ágúst.
Löggan grunaði 22 ára rokkara úr AK 81 genginu, sem er tengt H.A., en hann var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 18:45
Alveg pottþétt ekki. Það er af og frá að svona megi koma fyrir framtíð Íslands. Hún á sér enga von ef svo heldur áfram sem horfir og þjóðin mun gjalda þess dýrum dómumi. Svo mikið hefur þegar mætt á íslendingum að það er ekki á málin bætandi.
Ég er náttúrlega að tala um setu Jóns Magnússonar á Alþingi og mögulegu áframhaldi. Mér finnst þessi bloggskrif vera móðgun við þjóðina og sýna fram á virðingarleysi Jóns gagnvart vitsmunum og tilveru samborgara sinna.
Mér finnst þjóðin eiga betra skilið en svona. Jón virðist í sífellu ýja að því að makar og börn íslendinga sem eiga ættir sínar að rekja til útlanda sé einhver hryðjuverkaskríll sem gangi um með ofbeldi. Hvað er næst, ætlar Jón að skipa fólki af útlendum uppruna / ættum að ganga um með gula stjörnu?
Viljum við samfélag byggt á ótta og hatri eða viljum við halda áfram að byggja upp og skapa samfélag þar sem öll dýrin í skóginum þurfa ekki að vera vinir en virða tilveru hvors annars.
Virðum lögin og kennum pólitíkusunum hið sama.
Magnús (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:01
Ég átta mig aldrei á því af hverju fólk þarf alltaf að grípa til persónulegra árása þegar það er að koma skoðunum sínum á framfæri. Mér finnst alveg út í hött að kalla Jón illum nöfnum og skíta yfir hann fyrir að hafa skoðanir hverjar sem þær eru. Við erum svo heppin að hér á landi ríkir skoðanafrelsi og hver ein og einasta skoðun er jafn mikils virði alveg sama hver hún er.
Ég er ósammála mörgum ykkar en ég ætla mér alls ekki að nýða ykkur niður fyrir það. Ykkar skoðun er önnur en mín og það er bara allt í lagi. Það væri ekkert gaman af þessu ef fólk væri ekki stundum á öndverðum meiði.
Yfir og út
Hildur Sif Thorarensen, 18.9.2008 kl. 19:16
Ofsalega ber þessi Magnús hér að ofan sjálfum sér glæsilegt vitni - eða hvað? Algerlega dæmigert fyrir huglausu rotturnar sem garga uppúr holum sínum, huglaus með öllu og heggur sínum nagdýrskjafti þegar hann heldur að hann komist óséður til baka. Jafn fyrirlitlegur og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn - enda greinilega þaðan kominn. Algerlega pathetic pakk!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 19:21
Ég vil ekki að okkar land sem við fengum í arf frá forfeðrum okkar verði óbúandi vegna slíkra manna, manna sem svífast einskis til þess eins að viðhalda öfga trú sem hentar engum hér á íslandi. Við eigum þetta land allavegana þangað til einhverjum dettur í hug að afhenda það Evrópu sambandinu.
Valdimar Samúelsson, 18.9.2008 kl. 19:49
Ég er sammála því að það eigi að tjékka vel og vandlega á þeim sem koma hingað.. hér eru að koma forhertir glæpamenn sem koma bara óorði á alla þá góða erlenda fólk sem hér er.
Ég þekki persónulega tugi af nýbúum hér, allt er þetta eðalfólk og margir þeirra mun betra & vinnusamara/samviskusamara en margur íslendingurinn.
Ég get ekki að ´því gert að mér finnst vera verið að búa til grýlu yfir erlent fólk yfirhöfuð, ekki bætti það úr ská þegar Jón lýsir því yfir að hann sé kristin þjóðernisgaur... það er eldfim blanda svo ekki sé meira sagt.
Peace
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:51
FF vill afnema framsalskerfið - eða kvótakerfið í núverandi mynd. Bara ef hinir flokkarnir myndu líka vilja það. Ég hef mest heyrt um gagnrýni um þessa helvítis eyðibyggðastefnu frá FF....... bara ef hinir flokkarnir væru jafn gjarnir í því.... þá myndi ég kjósa sjálfstæðisflokkinn.
svo öll þessi loforð frá núverandi ríkisstjórn. Þau voru svo fögur og hljómuðu vel í eyrum.... og þessi ríkisstjórn.... ég vona að hún verði ekki meira en eitt kjörtímabil... voru þeir ekki að hækka í launum?
Hemmi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:28
Vertu málefnalegur Jón. Kannaðu til hlítar fréttir, sem þú styðst við. Óþarfi að málefnið missi marks og verði að einhverri vitleysu. Vertu á sömu slóðum og í kosningabaráttunni í vor, stattu fyrir því að það þurfi að setja raunhæfar reglur um málefni innflytjenda, öllum til góðs. Ekki gera alla að svörtum sauðum! Náðu fókus.
Minni á að ef Frjálslyndi flokkurinn á í tilvistarvanda er hann ekki vænlegur kostur fyrir kjósendur. Samstaða er mikilvægt orð nú sem fyrr. Því er upplagt að skynsamleg stefna í málefnum innflytjenda líti dagsins ljós hjá ykkur núna.
Forðist hræðsluáróður, hann er kjánalegur.
Nökkvi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:54
Lottu til varnar þá eru nú allir menn kallaðir rasistar í dag. Ef þeir svo mikið sem hallmæla manneskju sem er af erlendu bergi brotin fá þeir þennan stimpil svo það að vera fylgjandi rasisma í þeirri mynd sem hann er í dag þýðir í raun afar lítið.
Ég er ekki fylgjandi því að rakka niður fólk fyrir það eitt að hafa ekki fæðst hér á landi en ég er alls ekki á móti því að setja allar varúðarráðstafanir í gang þegar flytja á inn fleira fólk hingað bara svona just in case ;) Allur er varinn góður eins og amma gamla var vön að segja.
Hildur Sif Thorarensen, 18.9.2008 kl. 21:38
Sæll Jón,
Það er alveg merkilegt að í hvert sinn er minnst er á útlendinga, þá koma misvitrir bloggarar og hrópa kynþáttahatari!!!
Ég hef starfað erlendis í mörg ár, bæði um alla Evrópu og einnig miðausturlönd, og mín reynsla segir að okkar litla þjóð þarf að fara mjög varlega í að bjóða heim allskonar fólki, við verðum að athuga vel alla þá sem koma hingað, sakavottorð, læknisskoðun og fleira. Ég er ekki kynþátta hatari á neinn hátt, en ég hef séð frá fyrstu hendi hversu mikið vandamál innflytjendur geta verið, margir eru sómafólk, en allt of margir skapa mörg vandamál, sérstaklega trúarlegs eðlis eins og múslimar eru margir þekktir fyrir.
Það þarf að ræða þetta á skynsömum grundvelli en ekki með að úthrópa einhvern eða einhverja sem þora að ræða málin.
Takk fyrir að ræða málin Jón.
kv
Bjössi
Kynþættir.... (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:58
Í fréttatímum hér í Danmörku sídustu daga og vikur er yfirleitt tekid fram ad um innflytjendur sé ad ræda. Einmitt thad sem svo margir gagnrýna íslenska fjölmidla fyrir ad gera.
Eru danir thá rasistar?
Hvers vegna má ekki segja hlutina eins og their eru?
Jóhann (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:54
Sko bara það að Jón setji sig fram sem kristin þjóðernissinna þá er hann að segja að hann ætli ekki að tækla þessi mál á vitrænan máta.
Að ætla sér að leysa eitthvað í gegnum trúarbrögð og rembu er ekki vænleg leið.
Þessi mál þarf að leysa með fræðslu, í gegnum börnin og skólakerfið.
Börnin eru lykillinn að þessu öllu saman... þess vegna er mikilvægt að skólakerfið sé ekki trúarlegs eðlis eins og Tony Blair hefur sett það upp.. nú eru hvað ~7000 skólar í UK sem eru trúarskólar.. þar eru fordómar gegn öðrum á dagskrá... það verður legacy Tony Blairs og Jón vil ganga sömu leið, hann vill fókusa á það sem sundrar okkur í stað þess að horfa á það sem sameinar okkur sem manneskjur.
Við íslendingar þurfum líka að aðlaga okkur sjálfa að breyttum tímum.. það sem bognar ekki brotnar einfaldlega.
P.S. Ég var búinn að segja að það þarf að passa sig á að forhertir glæpamenn geti ekki vaðið hér inn eins og ekkert sé.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:58
Að vera á móti því að útlend glæpagengi komi til landsins er ekki það sama og að hata ALLA útlendinga. Því miður þá spilar fólk eins og Kristinn því spili, s.s. vilja ekki fá glæpagengi inn í landið = aumingi sem hatar ALLA útlendinga.
Þetta ofur-gervi-umburðarlyndi er komið út á hinn enda öfganna.
Kristinn telur líklegast réttindi glæpamanna til að vaða uppi með sína glæpi vera meiri heldur en annars fólks til öryggis af því hann er svo rosalega góð og umburðarlynd manneskja.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 02:36
Vek athygli á því að þetta er ekkert nýtilkomið vandamál í Danmörku.
Hells Angels og Bandidos hafa staðið í mjög blóðugum átökum um árabil í Danmörku.
Engir múslimar þar.
Barði Barðason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:50
ég vil benda ykkur á að lesa bókina "Íslamistar vs naívistar", hún skýrir margt sem er að gerast um allan heim varðandi múslima og þeirra eigin lög, "sharía"
fable (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:16
Vægast sagt sérstakur pistill frá þingmanninum Jóni Magnússyni. Hann segir:
m.ö.o. gefur þingmaðurinn sér að þetta hljóti að hafa verið innflytjendur. Eins og bent hefur verið á er það mesti misskilningur, þetta voru danskir unglingar úr hópnum 'Fighters and Lovers'. Um dóminn má lesa hér.
Þingmaðurinn fer svo yfir í alls óskylt mál og ræðir um fréttir af vopnuðum átökum glæpahópa í Danmörku. Þetta eru vissulega ógnvænlegar fréttir, því þó svo þessar glæpamafíur séu fyrst og fremst að skjóta hver á aðra, þá er alltaf hætta á að saklausir verði fyrir barðinu, sérstaklega þegar átökin stigmagnast. Það gerðist síðast þegar svona "mafíustríð" geisaði í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug og stigmögnuðust átök þar til farið var að nota sprengjuvörpur. Á þessum tíma voru klíkurnar "danskar", glæpagengin 'Hells Angels' og 'Bandidos'.
Í stríðinu sem nú geisar berjast Hells Angles við aðra hópa. Það sérstaka við grein þingmannsins er að honum finnst ástæða til að bera blak af fyrrnefndum Vítisenglum, eins og þeir séu á einhvern hátt "saklausari" aðilinn í þessum deilum!
í gær birtist eftirfarandi frétt á visir.is:
Þetta er sem sagt "rólegi aðilinn" að sögn þingmannsins.
Ég er alveg sammála Jóni Magnússyni að það eigi að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að erlendar glæpaklíkur leiti hingað og sú áhætta er auðvitað raunveruleg.
Hins vegar er dálítið sérstakt að lesa úr þessum hugleiðingum Jóns um tvær óskyldar fréttir að hann virðist halda að flest sem miður fer í Danmörku hljóti að vera af völdum innflytjenda; ungmenni sem eru dæmd fyrir að hafa ætlað að styðja hryðjuverkastarfsemi hljóti að hafa verið af erlendum uppruna, og í deilum tveggja harðsvíraðra glæpahópa tekur Jón hálf partinn upp hanskann fyrir þeim "þjóðlegri"!
Skeggi Skaftason, 20.9.2008 kl. 19:49
Man Jón hvaðan stór hluti rekstrarfjár IRA kom fyrir 9-11 ?
Var það ekki frá Írskættuðum ameríkönum?
Ég er bara að spyrja. Ekki halda neinu fram frekar en þú, með þinni spurningu.
skuggabaldur (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:33
Kæri Jón
Ég bý nú í Danmörku og tekki af eigin raun hversu mikid innflytjendavandamál er hér ... er audvitad sjálf innflytjendandi og tví partur af vandanum ekki satt. Í öll tau ár sem ég hef búid hér hef ég aldrei upplifad neinn vanda tengdum innflytjendum, nema í fjölmidlum. Líkt og flestir Íslendingar upplifa útlendingavandann heima bara á blogginu og í flökkusögum ... fæstir hafa nokkurn tímann svo mikid sem skipst á ordum vid útlending.
Ég vona ad í störfum tínum á tinginu sértu nákvæmari í tínum ályktunum. og fordist stadreyndavillur eins og í tessari færslu. Tad er ekki alltaf nóg ad lesa fyrirsagnir. Í fyrsta lagi eru tessi 6 ungmenni sem nú hafa verid dæmd fyrir hrydjuverkastarfsemi algerlega dönsk í marga ættlidi (ekki múslimadropi í blodinu einu sinni). Og hrydjuverkastarfsemin fólst í ad selja stuttermaboli til styrktar FARC og fleiri slíkum.
Í ödru lagi hafa Hells Angels og Bandidos (ásamt minni gengjum) barist um yfirrád í Køben í fleiri áratugi med tilheyrandi skotbardögum og blódsúthellingum. Ad eigna innflytjendum ad hafa fundid upp gengjastríd er módgun vid gamalreynda danska glæpamenn. Ad innflytjendur séu nú búnir ad stofna sín eigin gengi sýnir bara hvad teir hafa adlagast dönsku tjódlífi vel :)
Ég hef aldrei skilid af hverju fólk er sáttara vid ad vera lamid í hausinn af löndum sínum en útlendingum ... madur fær alveg jafn stóra kúlu.
Tad færi betur á tví ad tú reyndir ad studla ad tví ad efla löggæsluna almennt, nóg er víst af glæpunum heima og flestir eru jú framdir af nábleikum íslendingum.
Elfa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 08:38
Ég vona bara að FF taki upp harða innflytjendastefnu líkt og Svisslendingar gera. Það er vel hægt, það á að gera og er löngu orðið tímabært. Jón þú ert lykillinn að því að það verði að veruleika. Burtu með "mjúku" pólitíkusana sem vilja galopna landið fyrir ruslaralíð!
Kalli (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:20
Þjóðarskömmin er linkindarpólitíkin sem Samfó stendur fyrir. Það hefur skilað sér í að Reykjavík er orðin 4. hættulegasta höfuðborgin og allt fljótandi í fíkniefnum og mafíustarfsemi. Þá eru fangelsin að fyllast af ruslpakki og þjófalýð frá austantjaldslöndunum f.v. Þeir sem ekki eru þegar í steininum ganga enn um ruplandi og rænandi. Samfó stendur fyrir CAOS þjóðfélagsgerð sem er gjaldþrota stefna. Hingað og ekki lengra og fáum fleiri pólitíkusa eins og Jón á þing til að hreinsa til og koma skikk á innflytjendamálin!
Kalli (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:30
Satt Sviss hefur fyrirmyndastefnur í innflytjendamálum
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.9.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.