Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynleg aðgerð.

Það er löngu tímabært að ríkisvaldið grípi til aðgerða til aðstoðar skuldsettum íbúðarkaupendum sem hafa lent í miklum greiðsluerfiðleikum vegna gríðarlegrar hækkunar á afborgunum lánanna.  Höfuðstóll verðtryggðu lánanna hækka og hækka með gegnisfalli krónunnar og aukinni verðbólgu. Við slíkar aðstæður þar sem við erum með verstu lán í heimi fyrir lántakendur er eðlilegt að grípa til aðgerða vegna þeira óvenjulegu aðstæðna sem hafa skapast fyrir tilstuðlan ríkisstjórna undanfarinna ára og Seðlabankans.

Spurning er þá í hvaða formi á að gera það. Á að gera það í gegn um Íbúðarlánasjóð eða með einhverjum öðrum hætti. Í fljótu bragði sé ég ekki annan aðila heppilegri til að hafa með endurfjármögnun lánanna að gera. Þá skiptir máli með hvaða hætti og á hvaða kjörum lánað er. Spurning gæti verið í því sambandi að fólki yrði boðið upp á gengistryggð lán þar sem ætla má að lækkun krónunnar sé að verulegu leyti komin fram og með því dregið úr vægi þess óréttlætis sem verðtryggðu lánin valda.

Verðtryggðu lánin munu hækka mjög mikið á næstu mánuðum það er fyrirséð vegna þeirrar verðbólgu sem er til staðar. Þess vegna er líklegt að bestu kjörin úr því sem komið er væri að bjóða fólki upp á gengisbundin lán. Þá lækka lánin alla vega við hverja afborgun í þeim gjaldmiðli sem lánið er tekið í.

Ríkisstjórnin má ekki sofa lengur á verðinum í þessu máli. Svefninn er þegar orðinn of langur. Ég benti á að nauðsyn bæri til að grípa til aðgerða varðandi skuldsetta íbúðakaupendur í umræðum á Alþingi s.l. vor en á þeim tíma sagði forsætisráðherra að botninum væri náð og ríkisstjórnarflokkarnir og einn stjórnarandstæðingur tóku í sama streng og töldu ekki vera mikil vandamál framundan.


mbl.is Gæti bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi aðgerð bjargar engu Jón lengir aðeins í snörunni um nokkra mánuði.

Þessi aðgerð sem er verið að tala um er bara dulbúin yfirtaka ríkisins á bankakerfinu,kerfinu sem átti að vera svo flott og gott eftir einkavæðingu bankanna ekki fyrir langa löngu þú manst Jón.

Þetta er ekkert annað en björgunaraðgerð fyrir bankanna þannig að það á að færa þessi lán yfir á ríkið svo þau falli á ríkissjóð  þegar verðfallið sem er væntanlegt í kortunum kemur og það er ekki langt í það.

Ég skora á allt ungt fólk að halda að sér höndum því það mun neyða kerfið til þess að afnema verðtryggingu a.m.k á íbúðarlánum.

Íbúðarlán verða að vera án verðtryggingu annars neyðist fólk til að yfirgefa landið til þeirra landa sem verðtrygging er ekki á íbúðarlánum eins og sem dæmi á Norðurlöndunum þar er hægt að fá allt að 100% lán til íbúðarkaupa með föstum vöxtum í allt að 30 ár.

Síðast þegar ég vissi var hægt að fá 80% lán til 30 ára með 5.1% föstum vöxtum út lánatímabilið og rest á handahafabréfi til 15 ára á 6.75% föstum vöxtum út tímabilið í Danmörk. 

Þegar kaupandi var búinn að ganga frá kaupunum fékk hann í hendur m.a. útskrift þar sem það var hægt að sjá upp á krónu hvað hver afborgun yrði allt tímabilið og til að kóróna allt saman var hver afborgun sundurliðuð þannig að þú gast séð nákvæmlega hvað miklar vaxtarbætur hver greidd afborgun gaf til baka í gegnum skattkerfið.

Ég vil sjá svona kerfi hér á landi fyrir unga fólkið okkar sem dæmi. Ég vil líka sjá að við setjum vaxtabæturnar strax inn á skattkortið hjá fólki sem er að kaupa íbúðir þannig að þau fengju vaxtarbæturnar borgaðar í hvert skifti þegar launin væru borguð út.

Íslenskir stjórnmálamenn verða að byrja á að hugsa um fólkið hætta þessu sérhagsmuna potti hver í sínu horni þó fyrr hefði verið!! 

Mitt persónulega mat er að stjórnmálmenn i dag sem hafa verið lengi launþegar hjá ríkinu eiga að víkja sem fyrst því þeir hafa ekki og geta ekki unnið á þeim forsendum að það sé ekki hægt að taka lán fyrir því sem þeir vilja standa fyrir. Hæfileikar þeirra nýttast ekki í dag miðað við þær aðstæður sem þjóðin er að fara að ganga í gegnum á næstu árum því miður.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:24

2 identicon

ég spyr nú bara ,hafa ekki herra og frú Haarde það ekki gott?

seló (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég er sammála þér Baldvin Nielsen og liggur við skrifað eftir mínu höfði.

En eitt sem mig langar að spyrja þig að Jón Magnússon.                       Væri ekki hægt að gera hluta af Íbúðalánasjóði að Ríkisbanka þar sem láglaunafólk gæti verið með sína launareykninga og fleirra. Í þeim banka væri kanski 10%  skildusparnaður í húsbréfum sem væri fastur og verðtryggður í  5 ár og kæmi þá til útborgunar. Kanski að þetta myndi hreifa við viðskiptabönkunum og fá þá kanski til þess að gera betur við skuldara. Það væri gaman að fá nokkrar útfærslur frá fólki um þessa tillögu. Takk fyrir

Jón V Viðarsson, 26.9.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það þarf aðgerðir sem með einhverju því móti koma til móts við almenning í landinu, svo mikið er víst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.9.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhvern veginn er það nú svo að í öllu þessu umræðufári um ástand og horfur efnahagsmála þjóðarinnar fer mest fyrir áhyggjum af gengi krónunnar og verðbólguhorfum. Margþættar ytri aðstæður bæði innan-sem utan lands stýra að mestu þeirri atburðarás. Nú þarf að ná samstöðu allra flokka á Alþingi um samfélagslegar aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Þar eru að veði þau verðmæti sem ekki verða bætt ef illa fer. Allir virðast sammála um að hvergi sjáist núna neinar þær vísbendingar sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir ungt fólk með tekjur við meðallag og mikla skuldsetningu.

Þetta þarf að verða fyrsta verkefni Alþingis og það verður að vinna hratt. Heimilin eru stoðir samfélagsins og sundraðar fjölskyldur eru fyrstu merki samfélagslegrar kreppu. Þar eru börnin ævinlega fórnarlömb.

Árni Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 00:58

6 identicon

Á að fara að beila ut fólk sem eyddi of miklu enn hvað með hina hvað fá þeir ?

og hvað riskisábyrgð með til bankahelvitanna ?

Maðurinn (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 5763
  • Frá upphafi: 2472433

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband