Leita í fréttum mbl.is

Af vatninu dýra.

Ég áttaði mig á því við skoðun á verðlagi á ýmsum hlutum í Brussel borg í gær og fyrradag að íslenska krónan er komin undir það sem eðlilegt er miðað við verðmun á ýmsum nauðsynjum og munum í Evrulandinu og hér heima. Hægt er að nefna mörg dæmi en ég læt nægja að nefna eitt reynsluna af  vatninu dýra.

Þar sem að neysluvatn í krönum í Brussel borg er með þeim hætti að maður drekkur það ekki til ánægju og yndisauka þá fékk ég mér á síðkvöldi á hótelherberginu mínu vatn úr minibarnum. Þar sem ég á ekki mikil viðskipti við þann bar þá er ég e.t.v. meðvitaðri um verðlag en ýmsir aðrir en e.t.v. er það neytendaáhuginn sem segir til sín. Hvað sem því líður þá sá ég að verð á 25cl. flösku af hreinu og ómenguðu vatni kostaði hvorki meira né minna en 3.50 Evrur. Mér reiknast þannig til að líterinn af vatninu kosti um 2000 krónur.

Við ættum aldrei að gleyma hvað við eigum gott að geta skrúfað frá kananum og fengið okkur gott og ómengað vatn að drekka sem kostar - nánast ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt , hef óskað þess oft að hafa Íslenskt vatn þegar maður hefur verið úti...........

Res (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:15

2 identicon

Finn engan mun á íslensku og sænsku vatni.

Bergsteinn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Skattborgari

Íslenska vatnið er gott og hollt. En það er ekki eins allstaðar á landinu.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 26.9.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég keypti mér aðeins ódýrara vatn í flugstöðinni í Helsinki nýlega þar kostaði hálfur lítri af vatni 3,5 evrur, mér fannst það okur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2008 kl. 01:44

5 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Ég held að flestir sem hafa dvalið á hótelum geri sér grein fyrir því að verðlag á minibörum er ekki dæmigert fyrir verðlagið úti í þjóðfélaginu. Sé ekki alveg hvernig þetta tengist evrunni.

Guðmundur Benediktsson, 26.9.2008 kl. 09:23

6 identicon

Hefðirðu keypt vatnið þegar evran var ca. 85 krónur þá hefði líterinn af vatninu kostað 1190 krónur.  Enn vibbadýrt en þarna má sega að þú greiðir 800 kall bara fyrir krónuna og hún er ekki næstum ókeypis á Íslandi.

marco (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:16

7 identicon

Gott að vita að vatnið er ódírara hér. en ekki lifum við bara á vatni og ef launa munur á kjósendum og sjálftöku liðunu sem kosið er.væri minni gætu flestir keift mínibars vatn án þess sð þurfa að sleppa grautnum í staðinn

kv

jon magg

jon magnússon (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:24

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef velt því dálítið fyrir mér, á hvaða gengi við hefðum skipt núna ef þeir Illugi og ágúst Ólafur hefðu komið heim með grænt ljós á evruupttöku. 1:150 ? 1:200 ? Eða miðað við gjaldeyrisverðið fyrir ári síðan ? Þá kvartaði enginn yfir ónýtri krónu að mig minnir.

En nú fáum við öll 21 % kauphækkun eins og ljósmæðurnar  um áramótin að því að Guðmundur í Rafiðnaðarsambandinu segir. Þá verður léttbærara að fara til evrulands til að fá sér vatn úr minibarnum þar. Að vísu þurfum við að borga 11 % meira fyrir orkuna frá OR af því að Alfreð fór í svo miklar nýjar framkvæmdir, þannig að þjóðin verður að spara fyrir útgjöldum rétt eins og þingmennirnir sem verða fyrir óvæntum ódrýgendum á dagpeningunum á ferðalögum erlendis.

Halldór Jónsson, 26.9.2008 kl. 21:03

9 identicon

Kranavatnið í Bruslu er ljómandi gott, hreint og bragðgott.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 49
  • Sl. sólarhring: 1201
  • Sl. viku: 5793
  • Frá upphafi: 2277544

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 5355
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband