Leita í fréttum mbl.is

Grafalvarlegt ástand.

Forsætisráðherra og Seðlabankastjórar hittast ekki bæði á laugardegi og sunnudegi án þess að það sé eitthvað sem bregðast verður við.  Það getur ekki verið rétt fullyrðing hjá forsætisráðherra að hann hafi dottið svo rækilega úr sambandi þá nokkru daga sem hann var fjarverandi að berjast fyrir kjöri í Öryggisráðið að hann hafi þurft á allri þessari yfirferð að halda. Geir hafði allan tímann aðgang að netinu og var í símasambandi. 

Sé sú staðhæfing rétt hjá Geir að þeir hlutir hafi komið upp þá 4 daga sem hann var í burtu að hann þurfi sérstaklega að fá Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra með sér til að kynna sér málið þessa helgi þá er ljóst að það er eitthvað alvarlegt að gerast  því miður.  Spurning er líka afhverju voru bankastjórar Kaupþings banka boðaðir á fundinn í dag. Afhverju þeir en ekki þá bankastjórar allra stóru viðskiptabankanna?

Mér er ljóst að ástandið er grafalvarlegt. Krónan hefur verið nánast í frjálsu falli og sumir af íslensku vogunarsjóðunum eru komnir í erfiðleika. Þess vegna er eðlilegt að helstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar fundi ásamt þeim öðrum ráðamönnum í þjóðfélaginu sem nauðsynlegt er að fá til skrafs og ráðagerða.  En alltaf þegar slíkt gerist og fundarhöld eins og þessi eru þá er ljóst að erfiðleikar eru og það borgar sig betur að segja þjóðinni allt af létta og vera tilbúinn til að taka á vandanum en að láta eins og ekkert sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ljóst að efnahagsmál þjóðarinnar eru svo alvarleg að men hafa ekki séð annað eins í fjölda ára og þeir ráðherrar sem á Alþingi  sitja í dag hafa líklega aldrei þurft að taka á eins stóru máli og nú. Það læðist að manni sá grunur að þessa menn skorti þekkingu og útsjónarsemi til þessa að forða þjóðarskútunni frá því að sigla í strand. Nú er forsætisráðherran hagfræðingur en mér segir svo hugur að ár og dagar séu síðan hann hafi þurft að beita fyrir sig fræðunum og sé því farinn að riðga í þeim. Alla vega hafði hann ástæðu til þess að kalla til ráðgjafar Tryggva Herbertsson hagfræðing. Hvað hefur komið út úr þeirri ráðgjöf hef ég ekki kkomið auga á enn. Eitthvert ráðaleysi er í gangi. Ég er því alveg sammála skrifum þínum núna Jón og tek undir með þér.

Nökkvi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Væri nú ekki bara ráð fyrir þessa háu herra/frúr, að fara að halda sig hér heima og reyna að sýna að þeir/þau hafi snefil af áhuga eða getu til að leysa málin hér.

Nei....á meðan Róm brennur eru þau að kaupa dýrasta stól sem um getur. Og enginn skilur til hvers

Ingunn Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Jón Magnússon

Við virðumst vera sammála um það að ástandið sé grafalvarlegt og ekki sé verið að segja þjóðinni rétt frá hvað er að gerast á bak við byrgða glugga í stjórnarráðinu.  Kjarri og Nökkvi við erum sammála um að svona gerist ekki nema brýna þörf beri til.

Jón Magnússon, 28.9.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Ingunn að það er fyrir neðan allar hellur að helstu ráðamenn ríkisstjórnarinnar skuli hafa talið framboðið til Öryggisráðsins skipta meira máli en hagsmuni heimilanna og fyrirtækjanna í landinu.

Jón Magnússon, 28.9.2008 kl. 22:30

5 identicon

Vandinn er mikill. Það eru tæplega 100 fyrirtæki sem fara í gjalþrot á næstunni á mánuði hvejum að meðaltali næstu 12 mánuði. Sinnum N tala starfsmanna sem eiga eftir að lenda í erfiðleikum með að standa við sínar skuldbindingar. Ástandið er launarýrnun, hækkandi skuldastaða og atvinnuleysi.? Eg vona að ástandið komi til með að batna, það getur ekki versnað? Kv. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Já ástandið er ekki gott. Ég hef rætt þessi mál við þónokkra aðila sem eru/láta sem þeir séu vel að sér og um eitt virðast þeir allir vera sammála um (sama hvaða flokk þeir aðhyllast): að Davíð Oddsson segi af sér sem Seðlabankastjóri.

Ég er ekki nógu vel að mér í hagfræðinni til að geta staðið við bakið á þessari fullyrðingu en þessir menn/konur eru svo sannarlega sammála um þetta atriði.

Hildur Sif Thorarensen, 28.9.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sjálfstæðisflokkurinn stendur í vegi fyrir efnahagsaðgerðum þjóðinni til bjargar, vegna innbyrðis átaka og pólitískra skoðana, tveir flokkar eru tilbúnir að reyna að bæta ástandið það eru Samfylkingin og Framsókn.

Kosningar eru nauðsynlegar !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.9.2008 kl. 23:19

8 identicon

Á að þjóðnýta bankanna eða réttara sagt búa til ríkisbanka fyrir starfsemina sem tilheyrir innanlandsmarkaðinum? Þá ef af því yrði gætu einkavændu bankarnir farið með það sem eftir stendur til útlanda. þessi aðgerð myndi minka skuldabréfaálagið á bönkunum verulega ef allt þetta útrása dæmi er ekki allt byggt á sandi.

Ríkisbanki sem yrði stofnaður hér á landi helst í næstu viku yrði að vera banki sem héldi utan um allt fjármálalíf hérna innanlands það yrði besta tryggingin fyrir okkur sem þjóð að byggja upp að nýju ein sterkan ríkisbanka slíkur banki fengi í startið sem dæmi miklu minna skuldbréfaálag á sínar skuldir við útlönd en allir hinir útrásabankarnir svokölluðu. Ég tel þetta góða leið í mjög þröngri stöðu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Halla Rut

Þorsteinn: Hvað í veröldinni hefur þú fyrir þér í því að Samfylkingin hafi áhuga á því að gera eitthvað? Ja, þeir vilja kannski gera eitthvað en það er alla veganna ekki í þessu landi. ISG er mest dugleg í að moka peningum okkar í gjafir til fjarlægra og óskyldra landa.

Halla Rut , 28.9.2008 kl. 23:53

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Sá að formennn allra flokka hefðu verið boðaðir í Seðlabankann, það verður fróðlegt að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.9.2008 kl. 01:15

11 identicon

Sæll Jón.

Þakka þér innlitið á síðuna mína sem fjallaði um Sigfús Steingrímsson og fleira.

Þetta er vægast sagt grafalvarlegt ástand,og það var ekki að uppgvötast þessa helgi og öll þessi stóísku rólegheit í Geir var aðeins lognið á undan storminum.

Kveðja þ þ.G.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:36

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Útrásin sem átti að gera alla ríka er orðin að útferð!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 10:00

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sammála.

Setti sjálf inn færslu um þessi tíðindi í morgun.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:09

14 identicon

Við skulum ekki gleyma græðgi, fyrrverandi toppa Glitnis

jonas (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 5763
  • Frá upphafi: 2472433

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband