Leita í fréttum mbl.is

Of lítið of seint.

Því miður virðist það ætla að verða hlutskipti ríkisstjórnarinnar að standa þannig að málum að gera of lítið og of seint.

Ríkisstjórnin gat vitað að það yrði að gera ráðstafanir strax og hún tók við. Ljóst var að hágengisstefnunni var haldið uppi af ábyrgðarlausu handafli til tjóns fyrir framleiðsluatvinnuvegina. Draga hefði átt úr þennslunni með því að draga saman útgjöld ríkisins.  Það var heldur betur ekki það sem ríkisstjórnin gerði. Ríkisútgjöldin tóku stökk upp á við um rúm 20%. Svo taldi Davíð að hann hefði tök á verðbólgunni með því að hækka og hækka stýrivexti.

Nú er um 15% verðbólga. Gjaldmiðillinn íslenska krónan í frjálsu falli og nauðsyn hefur borið til að mati ríkisstjórnarinnar að taka yfir einn stærsta viðskitpabankann.  Vogunarsjóðirnir eru í miklum vanda og einn bað um griðslustöðvun í dag. Þrátt fyrir þetta brosir forsætisráðherra út í bæði og lætur sem ekkert sé.

Þeir sem halda að það sé bót í máli að Davíð haldi um stjórnvölinn eins og hann gerði þegar hann keyrði strákana sína þá Geir og Árna Matt. heim eftir fundinn í Seðlabankanum, gleyma því að hann hefur stjórnað þessu þjóðfélagi sem forsætisráðherra eða Seðlabankastjóri frá því að flotgengið var tekið upp.

Flotkrónan sem flýtur ekki lengur.

Það hefði e.t.v. verið betra fyrir þessa ágætu menn að hlusta á okkur sem töldum það frá upphafi háskalega stefnu að taka upp þetta kerfi að láta minnsta gjaldmiðil heims vera á floti. Eða hlusta á okkur Frjálslynd fyrir síðustu kosningar þegar við bentum á að það væri hentara að binda krónuna við gengi helstu viðskiptagjaldmiðla með vikmörkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sennilega hefði of fljótt orðið enn verra en of seinnt því þá hefði máttur ríkisins til að gera eitthvað étist upp og við staðið slipp og snauð eftir.

Einar Þór Strand, 29.9.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Er einhver byrjaður að rannsaka hin dularfullu innherjaviðskipti sem áttu sér stað föstudaginn 26. sept? -Hverjir vissu um plottið?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.9.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Halli ríkissjóðs næsta fjárlagaár verður amk. 200-300 milljarðar. Þegar hafa þeir sjálfir áætlað hann 60 milljarða og má örugglega tvöfalda það þar sem um staðfesta og sjúklega raðlygara er að ræða. Þá bætist við þjóðnýting Glitnis og sennilega annarra gjaldþrota fjármálastofnana. Hins vegar er ríkissjóður algjörlega gjaldþrota þegar áður en að fjármögnun hallarekstrar hans og yfirtöku annarra gjaldþrota eininga kemur. Þannig var erlend staða hans neikvæð um 500 milljarða króna í lok 2. ársfjórðungs og hefur varla skánað síðan. Skiljanlega er ekkert rætt hvernig á að fjármagna öll þau ævintýri sem við blasa.

Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 19:05

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. september 2008

Erlend staða þjóðarbúsins

2. ársfjórðungur 2008

Hreint fjárútstreymi nam 55,5 ma.kr. í ársfjórðungnum en á fyrsta ársfjórðungi var fjárinnstreymi 133,2 ma.kr. Erlendir aðilar eru taldir eiga 64,7 ma.kr. af þeim 75 ma.kr. innstæðubréfum sem Seðlabankinn gaf út á fyrri hluta árs 2008. Bein fjárfesting útlendinga hér á landi lækkaði um 107,6 ma.kr. sem stafar að mestu af lánahreyfingum sem tengjast tilfærslu fyrirtækja á milli landa en bein fjárfesting Íslendinga erlendis hækkaði um 10,8 ma.kr. Verðbréfaeign erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfum hækkaði um 286,5 ma.kr.

Næsta birting: 4. desember
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta var of seint í rassinn gripið. Ekki að undra að Geir hvai verið viðskotaillur blessaður.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Einstaka geðbilaður raðlygari er enn að reyna að ljúga því að þjóðinni að ríkissjóður sé svo til skuldlaus eða standi einstaklega vel - en það er fjarri sanni. Hann er algjörlega fallít og kemur það glögglega fram í ofangreindu yfirliti seðlabankans. Eftir nokkra mánuði losna samningar og eins og kjaraskerðingin hefur verið síðustu mánuði get ég ekki ímyndað mér annað en að starfsmenn ríkisins og aðrir launþegar krefjist amk. 50-60% launahækkana.

Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 20:52

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gjaldþrota eining er augljóslega ófær um að 1) slá frekari lán og 2) að hækka laun starfsmanna sinna en samt virðist vera desperat þörf fyrir hvort tveggja og mun það sjálfsagt áfram enda með skelfingu. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 5763
  • Frá upphafi: 2472433

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband