Leita í fréttum mbl.is

Mánaðarafmæli neyðarlaganna.

Í dag er mánuður liðinn síðan neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi. Frá þeim tíma hefur lítið þokast á Alþingi og alþingismenn fá ekki upplýsingar eða svör um stöðu mála.  Ríkisstjórnin er greinilega hugmyndasnauð og það hefur komið fram í utandagskrárumræðum í dag á Alþingi um vanda fjölskyldnanna í landinu og vanda íbúðareigenda.

Í ræðu á Alþnigi fyrr í dag þá benti ég á aðgerðir sem grípa yrði til strax til að tryggja stöðu venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu.

1. Lánakjör verði sambærileg og í nágrannalöndum okkar.

2. Stýrivextir verði þegar í stað lækkaðir í 5%

3. Nauðsynlegum gjaldeyrishöftum verði beitt tímabundið meðan náð er tökum á gjaldeyrismarkaðnum.

4. Tengja verður gjaldmiðilinn við stærra myntkerfi þannig að um stöðugleika og öryggi geti verið að ræða.

5. Veita verður atvinnufyrirtækjunum fyrirgreiðslu til að framleiðslan geti haldið áfram og tryggja með því sem mesta atvinnu í landinu.

6. Frysta verður verðtryggð lán og lán í erlendri mynt í a.m.k. 6 mánuði

7. Endurreikna verður vísitöluna  miðað við raunveruleikann og gefa upp á nýtt. Með sanngjörnum hætti að þessu sinni.

8. Afnema verður verðtrygginguna.

Heimspekingurinn Plato sagði að það þjóðfélag þar sem ekki væri gætt réttlætis fengi ekki þrifist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afmæli jú, en ekki ástæða til fagnaðar, síður en svo.

Þú minnist á Plató - orð í tíma töluð;  ég var að velta fyrir mér einmitt í gær - að það eru ekkert nema slæmar fréttir - stöðugur ágangur, áreiti á fólkið í landinu, ekki bara fjárhagsáhyggjur -  hvert áfallið á fætur öðru, vonbrigði og örvænting.

Almenningur veit í raun mjög lítið hvað gerst hefur í aðdragandanum - sér bara afleiðingarnar; fjármagn gufar upp, fundir eru haldnir í myrkum bakherbergjum, tortryggni vex milli stjórnar og stjónarandstöðu; auðmennirnir læðast með veggjum, ásakanir dynja á þeim - hótanir, enginn veit hvað er að ske eða hvað bíður og óttinn nagar.

Hvernig í ósköpunum dettur lýðræðiskosnum alþinginmönnum - ráðherrum sem eru í eldlínunni nokkur misseri eða ár - það í hug að það sé hægt að koma svona fram við fólkið hér ? - Framkoman er verri en við skepnur.

Hrokinn, valdníðslan og yfirgangurinn - svarað í frösum - stýrivextir keyrðir upp, engin raunveruleg, fræðileg rök gefin samhliða; nei nú skal beygja - kúga fólkið til að leggja við eyru og sýna því hver hefur völdin - beygja til hlíðni, ísköld þögnin notuð þegar spurt er lykilspurninga - þagað í hel.  Tilkynningar eftir þörfum.  Ótrúlegt en satt.

Það sem er að ske núna - hægfara þróun - var ekki fyrirsjánaleg,  fólkið er að rísa upp - þrælslundin víkur : Hingað og ekki lengra.

Við sjáum hvað setur. Mæti á laugardaginn ofan í bæ.

Kveðja hakon.johannesson@gmail.com

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:39

2 identicon

9. Kvótabrakkerfinu verði afnumið  strax og sóknarmark með veiðafærastýringu komið á í staðinn sama og Færeyingar búa við.

10. Allur afli upp úr sjó verði seldur hæstbjóðenda á fiskmarkaði og 15%brúttó af verðmætunum renni í ríkissjóð sem afnotagjald af auðlindinni sem er í eigu Íslendinga. 

Þessar breytingar myndu koma í veg fyrir að gjaldeyri sé hent í sjóinn fyrir marga milljaraða á hverju ári. og að auki koma í veg fyrir

Peningaprentun á íslensku krónunni til að útgerðin geti borgað hinum fáu útvöldu út úr greininni marga milljarða til viðbótar við það sem þeir nú hafa fengið myndi heyra sögunni til ef kvótabrakskerfinu yrði komið fyrir borð .

Það væri nú gott ef við ættum alla peninganna í sjóðum í hreinum gjaldeyri eins og hjá Færeyingum í dag í stað þess að henda þeim í sjóinn aftur til að viðhalda svikamyllunni fyrir hina fáu útvöldu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nákvæmlega ekkert gerst, Jón. Allt í klúðri.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Menn bulla og bulla í staðin fyrir að sjá alalatriði málsins; að standa vörð um stöðu Davíðs Oddssonar.

Það er ábyrgðalaust að þjóðin berjist ekki með ríkisstjórn og Alþingi fyrir þessu höfuðatriði.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll.

 Ég held að ríksstjórnin ætli ekki að gera neitt að þessu sem þú telur upp.

Ég hef það á tilfinningunni að hér á landi verði eitt allsherjar hrun innan nokkurra vikna.  En vonandi er þessi tilfinning bar eitthvert óráð.

Kjartan Eggertsson, 6.11.2008 kl. 22:08

6 identicon

Enn kemurðu með gömlu tugguna þín Jón minn góður um að eyðileggja lífeyrissjóðina með því að afnema verðtrygginguna. Ef þú afnemur verðbólguna í staðinn þá hverfur verðtryggingin. Geturðu ekki bara útskýrt þetta betur fyrir þeim þarna niðri á þingi ?

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Því lengri tími sem líður, því meiri tortryggni gætir í þjóðfélaginu og fólk efast meir og meir um getu ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við vandan. 

Róbert Tómasson, 6.11.2008 kl. 22:37

8 identicon

Það þarf að afnema verðtrygginguna strax og koma vaxtamálunum í sama horf og er á Norðurlöndunum.

Þau rök að ekki megi afnema verðtrygginguna vega lífeyrissjóðanna, stenst ekki.

Á meðan lífeyrissjóðirnir höfðu hámarksávöxtun á fé fengu þeir samþykkta skerðingu hjá fjármálaráðherra á bótagreiðlur til örorku-og ellilífeyrisþega sem svo lenti á TR að bæta.

Á Norðurlöndunum er mjög sterkt lífeyrissjóðakerfi og þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og engin skilur.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að við megum alls ekki missa sjónir á aðalatriðum. Það vantar ekki nema eitt ár í að Davíð Oddsson nái eftirlaunapunktum í að eiga rétt á 300 milljónum í eftirlaun. Þannig að við þurfum að þrauka og líklega taka á okkur 1000 milljarða tap í viðbót í þágu þessa göfuga markmiðs. Ég fullvissa ykkur um að fórnir ykkar verða Davíð og slekti hans síður en svo til einskis nema síður væri. Eigum við ekki að byrja að fókusera á mannlega þáttinn og hætta þessu eilífa svartagallsrausi um einhverja snepla sem eru í rauninni bara tölur á blaði. Hér er veðurfar að verða það hagstætt að gisting í tjaldi er að verða aðlaðandi kostur allt árið um kring. Þannig að þó þið verðið borin út úr einhverju steingeldu steinsteypugímaldi þurfið þið að hugsa það sem nýja lífshætti, nýja hugsun, nýja byrjun og þið vitið að allt sem er kynnt sem nýtt í auglýsingum er sjálfkrafa gott þannig að þessi nýja tilfinning að vera fallít og á vonarvöl er af hinu góða. Þið þurfið bara að venja ykkur við þessa hugsun og munið svo ávallt að elska stóra bróður.

Baldur Fjölnisson, 6.11.2008 kl. 23:56

10 Smámynd: ...

Mæl þú manna heilastur, Jón Magnússon

Kv. Kristján. 

..., 8.11.2008 kl. 02:21

11 identicon

Og skipta verður út því fólki er sat við stjórnvelina á hinum ýmsu stöðum á  meðan allt flaut að feigðarósi. Fyrr fáum við enga fyrirgreiðslu að utan, sem um munar. Ekki myndi ég lána stúti bílinn minn. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 860
  • Sl. viku: 4666
  • Frá upphafi: 2468331

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4305
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband