Leita í fréttum mbl.is

Hryllingsbúðunum í Guantanamo lokað.

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna Barack Obama hefur lýst því yfir að hann muni láta loka óþverra fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Þessar fangabúðir hafa verið fleinn í holdi allra sem unna réttlæti og virða alþjóðalög.  Stjórn Bush hefur þverbrotið samskiptareglur og alþjóðalög með ýmsum hætti t.d. innrásinni í Írak og þessum alræmdu fangabúðum þar sem fangar sem að eru aðallega unglingar og krakkar hafa þurft að sæta óásættanlegri meðferð án þess að mál þeirra væru tekin fyrir og réttað í málum þeirra.

Ríki sem segist og er að meginstefnu til réttarríki getur ekki látið svona viðgangast. 

Ég átti von á því að Obama mundi sníða versta óþverran af bandaríska stjórnkerfinu. Það að lýsa yfir lokun Guantanamobúðanna lofar góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Obama er allra besta sem komið hefur fyrir heimsbyggðina seinni tíma. Ég naut míns rétt til atkvæðis og kaus að ég tel, nýjan leiðtoga hin frjálsa heims. (US-ríkisborgari). Ég vill halda þeirri von að við sjáum heiminn eins og BHO gerir. Hugsjón hanns lofar svo góðu. 

Tommi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:30

2 identicon

Í Guantanamo fangabúðunum eru hættulegir einstaklingar sem ég persónulega vildi ekki mæta í dimmu húsasundi...

Spurning hvort við ættum að fá þessa menn bara til Íslands, þeir geta kannski gist hjá þér Jón, fyrst þetta eru nú bara unglingar og krakkar.

Ég held að þú ættir að skoða glæpaverk þeirra sem þarna eru lokaðir inni áður en þú setur svona frá þér Jón.

Það má vel vera að þarna séu einhverjir saklausir, eflaust. En þarna eru hættulegir einstaklingar (svokallaðir hryðjuverkamenn) sem hika ekki við að myrða og drepa ef þeir fá annað tækifæri til þess.

Kjósandi FF (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:09

3 identicon

Það sem er óeðlilegt meðal annars við Guantanamo fangelsið er að þar er mönnum haldið utan við allt eðlilegt réttarkerfi. Sjálfsagt er að loka þessu fangelsi og þótt fyrr hefði verið og rétta yfir þessum mönnum fyrir venjulegum dómstólum en ekki herdómstól.

Einfaldast væri fyrir Obama að senda þessa menn til síns heimalands ef ekki væri sú hætta  fyrir hendi að þar væri þeim flestum umsvifalaust stungið í fangelsi og sumir jafnvel teknir af lífi. Þá er einhver hópur, þessara manna án ríkisfangs. Það er ljóst að ekki er nóg að segjast ætla að loka fangelsinu heldur verður að leysa vandamálin sem hafa orðið til vegna þess um leið.

Nökkvi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband