1.12.2008 | 23:22
Hræðslan við lýðræðið
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sagði á fundi Evrópuandstæðinga í dag að úrslitabaráttan um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi ráðast á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þetta er rangt. Úrslitaorrustan mun ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu um þá skilmála sem kunna að vera í boði eftir samningaviðræður í kjölfar aðildarumsóknar Íslands.
Í dag lýsti formaður þingflokks Vinstri Grænna, Ögmundur Jónasson því yfir að hann teldi eðlilegt að þjóðin kysi um þetta mál. Hann sagðist jafnframt hafa miklar efasemdir um Evrópusambandið og þær efasemdir hefðu aukist. Þannig mátti skilja Ögmund að hann væri á móti því að Ísland gengi í Evrópusambandið en hann teldi að lýðræðið yrði að ráða og leggja þyrfti málið undir þjóðina. Þrátt fyrir að VG mælist nú sem stærsti stjórnmálaflokkur Íslands í skoðanakönnun þá dettur Ögmundi ekki í hug að segja að mikilvæg þjóðmál muni ráðast á landsfundi Vinstri Grænna.
Ég er sammála Ögmundi ég vil að lýðræðið fái að ráða. Ég hef um árabil haldið því fram að við ættum að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að fá úr því skorið hvaða kostir væru í stöðunni og síðan ætti þjóðin að kjósa um aðild eða hafna aðild. Það segir hins vegar ekkert til um það hvort ég muni telja æskilegt að við göngum í Evrópusambandið. Það fer allt eftir köldu mati á þjóðarhagsmunum þegar aðildarviðræðum er lokið.
Nú hefur fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins stigið fram og sagt það sama og formaður þingflokks VG. Ljóst er að mikill stuðningur er við það í Framsóknarflokknum að fara þessa leið. Það virðist því ljóst að taki Sjálfstæðisflokkurinn þá ákvörðun að hafna lýðræðinu þá mun hann samt ekki endalaust koma í veg fyrir að það nái fram að ganga.
Styrmir Gunnarsson er talsmaður gamla valdakjarnans í Sjálfstæðisflokknum sem er búinn að vera svo lengi við stjórn að þeir eru farnir að hugsa eins og arfakonungar á fyrri öldum sem sögðu þegar talað var um að kanna hug þjóða þeirra. "Vér einir vitum". Þá þurfti ekki frekari vitnanna við hin eina rétta ákvörðun hafði verið tekin.
Nú reynir á hvort það eru enn það margir í Sjálfstæðisflokknum sem kannast við þann uppruna flokksins sem var fyrir tíma Davíðs:
Að flokkurinn væri frjálslyndur og víðsýnn umbótaflokkur.
Að flokkurinn berðist fyrir lýðræði
Staðreyndin er sú að eftir 17 ára þrásetu í valdastólum hefur Davíð Oddssyni tekist að gera Sjálfstæðisflokkinn að hugmyndafræðilegu þrotabúi sem skilur eftir sig efnahagshrun, fjöldaatvinnuleysi, heimsmet í aukningu ríkisbáknsins og landi þar sem dýrast er fyrir venjulegt fólk að taka lán.
Er kominn tími til þess að hinn þögli meirihluti Sjálfstæðismanna myndi nú breiðfylkingu um frjálslynd viðhorf og lýðræðisleg, utan Sjálfstæðisflokksins?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1258
- Sl. sólarhring: 1279
- Sl. viku: 3507
- Frá upphafi: 2413608
Annað
- Innlit í dag: 1186
- Innlit sl. viku: 3186
- Gestir í dag: 1155
- IP-tölur í dag: 1095
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það er ekki sanngjarnt að veitast að Styrmi með þessum hætti. Eina ástæðan fyrir því að viðtal var tekið við Styrmi er að hann var eini fundarmaðurinn sem komst óstuddur undir bert loft fyrir aldurs sakir og gat numið spurningar fréttamanns.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 23:34
Sæll Jón.
Ég deili þeirri skoðun með Styrmi að Íslendingar hafi ekkert í Evrópusambandið að gera, að svo komnu máli, en tel hins vegar sjálfsagt að þjóðin fái að kjósa um hvort eigi að fara í aðildarviðræður eða ekki.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 23:40
Hvernig dettur manninum í hug að stjórnmálaflokkur sem í augnablikinu hefur 21% fylgi á landsvísu geti haft loka áhrif á hvort ísland gangi í evrópusambandið ? Vissulega hefur það mikið að segja hver afstaða Íhaldsins er í evrópumálum en það er af og frá að Sjálfstæðiflokkurinn sé með sömu ítök hérlendis og hann hafði um kostningar hérlendis.
Brynjar Jóhannsson, 1.12.2008 kl. 23:46
Þögli meirihluti Sjálfstæðisflokksins gekk úr fyrir þónokkru síðan.
Þú líka.
En þú skrifar alltaf eins & þú sért í pattstöðu á leiðinni inn þar aftur.
Trúverðugt ?
Nah ...
Steingrímur Helgason, 2.12.2008 kl. 01:18
Ég er sammála þér Jón þessi mál þarf að skoða, semja um og fá á hreint hvar við stöndum, og eyða öllum sögusögnum um hvað aðild ber með sér. Og hvað ekki.
Mér datt í hug t.d. að flokkarnir í sameiningu, eða ríkisstjórnin myndu kaupa óháða fag úttekt frá nokkrum aðilum sem hafa getu til að meta og skoða sérstöðu okkar og hvaða ávinning og hvaða tap er af aðild. Það virðist alls ekki vera líðum ljóst. Okkur vantar staðreyndir.
Það virðast margir halda að við töpum lýðræðinu öllu! Þessum vafa þarf að eyða. Og staðreyndir koma í staðinn. Og síðan þarf að sjálfsögðu þjóðin öll að fá að kjósa, af eða á.
En sannarlega segi ég í dag, að lýðræðið lítur ekki byrlega út fyrir almenningi hér. Flokka klíkurnar fara með alræði, og spillingarliðið í kring situr eins og hundar eftir að molarnir falli af borði mafíu stjórnarinnar sem smá saman er að gefa auðlindir okkar. Og situr sem fastast eftir stærstu mistök Íslandssögunnar.
Þessu þarf að breyta. Við verðum að hætta að kjósa flokka og fá að kjósa fólk, til ábyrgðar.
Annars getum við rétt eins gengið beint undir Evrópubandalag og lög þess refjalaust. Það er þó meira lýðræði í því þar sem þeir hafa strangari reglur og lög um spillingu og ég vil frekar deila landinu mínu með Evrópubúum almennt, heldur en að gefa það flokka klíkunum og pakkinu sem mergsýgur landann. Eins og kvótagreifarnir hafa gert.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:45
Það er jafn-fáránlegt að sjá þig, nafni, gera lítið úr afstöðu Styrmis Gunnarssonar í ræðu hans eins og þennan Kristján Sigurð í 1. innleggi að gera lítið úr fundarmönnum, sem voru með eindæmum hressir og öflugir, t.d. hún Katrín Jakobsdóttir. En að þessu getið þið, sem sóttuð ekki fundinn, auðvitað leikið ykkur að í ábyrgðarleysi ykkar!
Ræða Styrmis var gríðarlega öflugt innlegg í alla umræðuna. Þú ættir að lesa hana, Jón Magnússon, og tileinka þér hana. Á ég sjálfur eftir að skrifa um hana og þennan velheppnaða fund, en rita þó ýmislegt hér, sem snertir allt málið: Stjórnvöldum mótmælt á Arnarhóli – og baráttan sístæða fyrir sjálfstæði Íslands og auðlindum þess.
Niður með það Ebé-bákn, sem kúgaði okkur í Icesave-málinu (bannaði okkur lögsókn, og Ingibjörg tók þátt í því). Niður með EES-samninginn, sem varð okkur fyrst að gildru og síðan að falli á síðustu mánuðum. Lifi íslenzkt fullveldi, andstætt valdaafsalinu hrikalega og afdrifaríka, sem Ebésinnar voga sér að mæla með!
Jón Valur Jensson, 2.12.2008 kl. 06:43
Jón Magnússon:
Þessi pistill er að innihaldi til svipað og ég er að skrifa á minni heimasíðu og ég er þér innilega sammála.
Ég er enn að berjast í Sjálfstæðisflokknum fyrir breytingum, en hversu lengi mér endist kraftur - og þó sérstaklega þegar ég heyri í mönnum eins og Styrmi og meirihluta þingmanna flokksins - er einungis tímaspursmál!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.12.2008 kl. 10:38
Jón Valur. Hvað oft á ég að segja þér það að ég er ekki ESB sinni. Ég geri mér fyllilega grein fyrir mörgum og miklum vandamálum innan Evrópusambandsins. Spurningin er hins vegar um hasmuni og framtíð þjóðarinnar. Þú gefur þér nafni að hagsmunir og framtíð þjóðarinnar geti ekki farið saman með ESB ég gef mér það ekki þó ég hafi fyrirvara að mörgu leyti svipaða og Ögmundur Jónasson. En ég vil kanna málið. Ég vil vita hvort það geta verið hagsmunir okkar eða ekki að ganga í bandalagið.
Ég deili skoðun þinni um galla á EES samningnum Jón. Mér finnst hann ekki nógu góður hvað varðar afsal löggjafarvalds okkar til Evrópusambandsins í nánast öllum málum sem varða viðskipti önnur en fisk og landbúnað.
Jón Magnússon, 2.12.2008 kl. 11:16
Það er rétt Guðbjörn færslur okkar eru keimlíkar. Stundum komast menn að sömu niðurstöðu þó að þeir séu ekki samvistum. Þakka þér fyrir.
Jón Magnússon, 2.12.2008 kl. 11:17
Sendi þér svar mitt til míns flokksbróðurs Guðbjörns.
Hann er þó ekki eins forhertur og þú en það er vegna þess, að hann er enn innanum þjóðholla menn.
Það hefur slegið að þér í í ,,óskapnaðar út í ríð" hjarngöngu þinni utan Flokksins. og fengið hugsanlega heilahimnubólgu og óráð af hita, slíkt er þjóðfjandsamlegt bullið í ykkur ESB dindlunum.
Það er hátur þeirra sem nefnast einu nafni ,,Kvislingar" að vilja frekar undir erlent vald en berjast frjáslir og heiðarlegir fyrir framtíð barna og afkomenda sinna í landinu sem fóstraði þá.
Þú segist hinnsvegar EKKI vera ESB sinni en talar fyrir aðildarviðræum. Hvernig passar það?
Hér er límið.
Guðbjörn minn.
Þú þarft ekkert að stofna annann flokk.
Farðu bara til hinna sem eru sama sinnis og SAMFYLKIÐ GEGN ÍSLANDI með aðildarbullinu í ykkur.
Það liggur fyrir, að við fáum EKKI undanþágur frá fiskveiðsistefnu ESB.
Það liggur fyrir, að við fáum EKKI undanþágur frá tilskipun um orkusölufyrirtæki og námur.
Þatta hefur aðeins í för með sér, að við verðum útjaðar með engin áhrif (hugsanlega 4 atkvæði af fl hundruð)
Einnig að þegar útlendingar haf afengið að versla á MARKAÐI með Kvótann og orkufyrirtækin, verður það þannig, að skipuin koma EKKI að landi hér, nema þa´stundum þegar þarf að gera smotterí við þau.
Orkufyrirtækin verða búsett erlendis go greiða sína skatta þar, því samkvæmt LÖGUM ESB má ekki leggja á gjöld vegna námuvinnslu eða borana, vikrjan fallvatna eða annars orku öflunaraðgerðum (sett inn vegna Breta og Norðusjávar olíuborana)
Hvaða TEKJUR verða þa´til að greiða reikninginn vegna hjúkrunar okkar og skólagöngu barna okkar?
Nei minn kæri vinur, Samfylktu bara gegn afkomendum mínum hér á landi og ég mun snúast gegn þér af grimmd.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 10:43
Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 11:35
Mikið rétt hjá þér Jón Magnússon, hroki þessara manna er algjör og sjá þeir ekki sjálfir hve framganga þeirra og hugsun, er úrelt. Þessi tegund stjórnmálamanna (eða þeirra sem áhrif á þá hafa) er að líða undir lok. Nú taka nýir við og er það aðeins á færi nútímalegra og stormasamra manna að heilla lýðinn til fylgis.
Jón Valur mælir að mínu skapi er hann segir:
"Niður með það Ebé-bákn, sem kúgaði okkur í Icesave-málinu (bannaði okkur lögsókn, og Ingibjörg tók þátt í því). Niður með EES-samninginn, sem varð okkur fyrst að gildru og síðan að falli á síðustu mánuðum. Lifi íslenzkt fullveldi"
Halla Rut , 2.12.2008 kl. 15:49
Má ver að Styrmir hafi ekki verið yngstur manna sem sótti fundinn. En það er ekkert annað á dagskrá annað en ESB eða ekki ESB. Það heyrist ekker annað. Til dæmis: eru hagsmunir Nogregs Færeyja Íslands og Grænlands eitthvað líkir? Þetta eru allt þjóðir utan ESB. Fiskveiðihagsmunir og olíuhagsmunir.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.12.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.