Leita í fréttum mbl.is

Gott orðspor eyðilagt tímabundið.

Ég velti því fyrir mér á sínum tíma þegar íslenskir fjármálamenn keyptu hvert fyrirtækið af öðru í Danmörku og víðar hvort verið væri að troða heimamönnum um tær.  Nú liggur það fyrir þegar grein fyrrum ritstjóra í Danmörku er lesin að honum hefur gjörsamlega ofboðið framferði og framkoma þeirra Íslendinga sem fóru fram af miklum móði við kaup og rekstur fyrirtækja erlendis og þeirra stjórnmálamanna sem fylgdu í kjölfarið og nefnir ritstjórinn sérstaklega forseta Íslands í því sambandi og forsætisráðherra.

Mér fannst skrýtið þegar hrunið varð hér í byrjun október að engin af okkar venjulegu vinaþjóðum var tilbúin til að rétta okkur hjálparhönd. Fljótlega kom í ljós að helstu forustumenn í íslenskum stjórnmálum, forseti, forsætisráðherra og utanríkisráðherra höfðu greinilega gengið fram af erlendum vinum okkar ásamt þeim fjárfestum sem öllum mátti vera ljóst að væru að leika Matador leiki en voru ekki í ábyrgum rekstri.

Eftir hrunið hafa forseti og forsætisráðherra bætt gráu ofan í svart með því að hafa uppi svigurmæli um vinaþjóðir okkar og skuldbindingar Íslands.

Nú þurfum við að byggja upp vináttu við þessar þjóðir á nýjan leik. Við þurfum að leiðrétta þann misskilning að við séum óábyrgt fjárglæfrafólk. Við þurfum að gera Norðurlandaþjóðum grein fyrir því að okkur þyki góð vinátta þeirra og við óskum eftir henni.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde segjast vera í björgunarleiðangri og afsaka það að ríkisstjórnin sitji áfram með því að þau geti ekki hlaupist frá. En væri nokkur skaði skeður. Er þessu fólki treyst erlendis. Mér er það stórlega til efs að æðstu embættismennirnir okkar njóti í dag nægjanlegrar virðingar helstu nágrannaþjóða okkar. Alla vega bendir grein Ufe Riis Sörensen ekki til þess að forseti eða forsætisráðherra geri það.

Það er ekki úr vegi að rifja það upp að það var gjafakvótakerfið sem var upphaf þessarar helfarar íslenska efnahagslífsins. Búin voru til verðmæti með gjafakvótanum, sem voru gefin fáum útvöldum síðan rúllaði bolinn áfram og stjórnmálamenn héldu áfram að gefa eða lána íslenskar auðlindir og fyrrum ríkisfyrirtæki.

Er ekki kominn tími til að endurskoða spillingu kerfisins sem á upphaf sitt í gjafakvótakerfinu og móta eðlilegar leikreglur í íslensku samfélagi til að við getum búið við sömu kjör og viðmiðanir og nágrannaþjóðir okkar.

Hvernig væri að innkalla veiðiheimildirnar til þjóðarinnar

Afnema verðtryggingu

Lækka stýrivexti niður í 1%

Þá gætum við e.t.v. þróað þjóðfélag sem fer fram af ábyrgð í sátt við vinaþjóðir sínar og aflar sér virðingar þeirra.


mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert alveg magnaður kæri Jón. Ég les á mbl.is að blaðamaður á Ekstrabladet í Danmörku er alveg fjúkandi reiður og þú skrifar pistill um málið og villt kvótakerfið burt!

Annars get ég verið þér sammála um það að sem þú skrifar. Eftir að hafa búið í Danmörku þá hef ég kynnst því að Danir eru ekki mjög glaðir með oss.

Ég fékk að reyna það á eigin skinni hversu fúlir Danir eru úti í okkur. Þar sem ég hef unnið oft úti í mínu fagi ákvað ég að skoða vinnumálin hjá þeim og sótti um vinnu gegnum með að sækja um á tölvupóst.

Ég hef gert þetta áður og fengið um 80-90% svörun, en núna fékk ég engin svör. Kannski að það verði erfiðar fyrir íslendinga að fá störf erlendis vegna orðspors heillar þjóðar.

Bloggi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:54

2 identicon

Umræddur blaðamaður Uffe Riis Sörensen var ritstjóri Ritzau fréttastofunar þar til um sl áramót og er kominn á eftirlaun. Hann skrifar í dálk sem ýmsir skrifa í og heitir "Fúlir gamlir kallar" Markmiðið er að vera fúll og leiður og gagnrýna allt og alla aðallega fjalla um hvað allt er verra í dag. Á morgun verður nöldrað út af verði eggja í Danmörku og hvað rauðan var mikið fallegri 1956 en í dag. Það er þarflaust að taka upp allt nöldur í erlendri pressu og skrifa um það lengri grein en upphaflega er vitnað í.

NN2 (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:07

3 identicon

Það má vel vera að kvótakerfið hafi gefið nokkrum startkaplana fyrir þessari rútu sem er nú orðin alelda og stjórnlaus

En hverjir svo eru ábyrgir fyrir því að þetta Gat gerst veit ég ekki.. en þetta myndband útskýrir á einfaldann hátt hvernig samfélagið hrundi hjá okkur..

Mér finnst þessi fræðsla nauðsynleg öllum þeim sem láta sér efnahagsástand Íslands einhverju skipta

http://video.google.com/videoplay?docid=-9050474362583451279

Snorri Páll (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:13

4 identicon

Gód grein Jón,

Hins vegar er kvótinn óbeint aftur kominn til thjódarinnar thví hann var víst vedsettur upp i topp hjá bönkunum og er sjávarútvegurinn med 600 til 800 milljarda skuld á bakinu, ef marka má silfur egils á sunnudaginn. Thjódin faer alltaf skuldirnar á silfurfati en enginn veit hvert gródinn og peningarnir fóru á eignahlidinni.

Verdtryggingin er neutral, hun ver sparifjáreigendur fyrir verdbólgu og heldur raunvirdi lána skuldara i jafnvaegi. Thannig ad afnám hennar leysir ekki vandann. Menn gleyma i raun hve mikil blessun hún var fyrir almenna sparifjáreigendur en sparifé brann upp til agna fyrir Ólafslögin.

Thad verdur ad fara varlega i ad laekka styrivexti, thvi laegri sem their eru thvi hardar kippa spakaupmenn jöklabréfin sin fra Islandi med fylgjandi krónuhruni. Eiginlega er mikid böl ad their nádu ad festa svo raetur í islenska hagkerfinu, atvinnugreinarnar eru hádar duttlungum i spákaupmönnum! 

Eina leidin til ad rétta hlutina vid er ad grynnka á thessu hrikalega skuldafjalli í thjódarbúinu sem hefur hladist upp á sidustu 10 árum, menn tóku erlend lán á kolvitlausu gengi og eru ad sjá afleidingarnar í dag. Thvi er mikilvaegt ad thad takist ad hífa krónuna upp i fyrri styrk til ad geta greitt thessi erlendu lán á betri kjörum. Til thess tharf trúverdugleika svo ad erlendir fjárfestar fái aftur fyrra traust i krónuna og trúverdugleiki faest bara med gódu og heidarlegu fólki i réttum stödum, held ad thad var snidugt ad fá thennan Svía sem bankasérfraeding enda hafa their lent i svipudu basli fyrir ca. 20 árum, kvedja elvar.

elvar (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Veiztu Jón,

 að vextir á húsnæðislánum í Danmörku eru miklu hærri en hér eða yfir 10 %.. Verð á húsnæði hér hefur fjórfaldast frá 1993 meðan verðtryggð lán hafa bara tvöfaldast.  Það hefur orðið eignamyndun almennings í verðtryggingunni. Hæstu innlánsvextir í Þýzkalandi eru núna mínus. Viltu fá þetta hér ?

Veiztu Jón að vextir í Þýzkalandi til fyrirtækja eru yfirleitt frá 15 % og langt uppúr því. Þeir hafa nefnilega ekki verðtrygginguna, þessarar stórkostlegu i Íslendinga sem breytti landinu úr vanþróuðu brennslukerfi spillingar til  hagkerfis.

Beittu þér  fyrir því  Jón, að verðbólgureikningsskil fyrirtækja verði tekin upp aftur. Þá verða fyrirtæki ekki gjaldþrota aftur eftir áratuga samfelldar tekjuskattsgreiðslur eins og henti svo oft hér í gamla daga.

Halldór Jónsson, 6.12.2008 kl. 02:17

6 Smámynd: Halldór Jónsson

les stórkostlegu uppfinningar Íslendinga sem breytti landinu ....

Halldór Jónsson, 6.12.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 370
  • Sl. sólarhring: 467
  • Sl. viku: 5309
  • Frá upphafi: 2425943

Annað

  • Innlit í dag: 344
  • Innlit sl. viku: 4898
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 323

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband