Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra svíkur fyrirheit um samráð.

Forsætisráðherra lofaði að hafa víðtækt samráð við stjórnarandstöðuna þegar neyðarlögin voru sett 4. október.  Eina samráðið sem hann hefur haft er að hjala við formenn stjórnarandstöðuflokkanna nokkru fyrir boðaða blaðamannafundi til að segja þeim frá því sem hann segir síðan á blaðamannafundunum.  Samráðið hefur nánst ekki verið neitt annað.

Ítrekað hafa þingfundir verið boðaðir með stuttum fyrirvara seinni part dags eða að kvöldi dags og lögð fram stjórnarfrumvörp sem stjórnarflokkarnir krefjast að verði afgreidd þegar í stað. Lítið tillit er tekið til stjórnarandstöðunnar og iðulega ekkert.

Í gær voru kynntar hugmyndir um aðstoð við fyrirtæki. Athygli vakti að auk nokkurra ráðherra sem sátu í nefndinni við að móta tillögur um þessa aðstoð þá sátu 3 þingmenn stjórnarflokkanna og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.  Stjórnarandstöðunni var hinsvegar ekki boðið að þessu borði. Ekki frekar en varðandi mótun tillagna um aðstoð við skuldsettar fjölskyldur eða hvað annað sem gera hefur þurft vegna strandsiglingar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Stjórnarandstaðan hefur greitt fyrir öllum málum sem ríkisstjórnin hefur sett fram, sem ætlað er að bæta úr því ástandi sem ríkir. Lengur verður ekki við það unað að ríkisstjórnin viðhafi þau vinnubrögð sem hún gerir.  Stjórnarandstaðan getur ekki lengur tekið það sem að henni er rétt og greitt fyrir afgreiðslu meðan ekkert raunhæft samráð er við hana haft eða henni er boðið til mótunnar tillagna til úrbóta.

Ríkisstjórnin er því miður búin að stýra samstarfi við stjórnarandstöðu í vondan farveg eins og öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott yfirlit Jón um stöðu mála hjá ykkur sem þurfið að búa við þessa "samvinnu".  Andrúmsloftið hlýtur að vera slæmt. Ömurleg staðreynd og engum hollt.  Læðst er með göngum og inn í dimm, lokuð og hljóðeinangruð herbergi til að leggja á ráðin. Yfirbragð ráðherranna er ekki gott, illa sofnir og tætingslegir; önugir í svörum og oft trektir.

Auðvitað er þetta dapurlegt, en satt best að segja kemur mér þetta alls ekki á óvart miðað við það skeytingar- og virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir landsmönnum.  Því skyldi hún þá sýna ykkur virðingu og sanngirni? 

Nú er búið að fá það staðfest í vandaðri skoðanakönnun að meirihluti þjóðarinnar styður ekki ríkisstjórnina, en það breytir engu um framgöngu aðila. 

Hver er þá tilgangurinn með svona skoðanakönnun - ef enginn tekur mið af henni ? Hver borgar fyrir könnunina ?  Karlinn í tunglinu kanski ? Er ekki einmitt verið að kasta peningum landsmanna á glæ  - allavega er það málið, ef ríkisstjórnin tekur ekki mark á henni - þ.e. að segja umsvifalaust af  sér. Á ekki meirihluti í lýðræðisríki að hafa síðasta orðið ? Hvert stefnir þetta Jón ?

Mér skilst að auki að ráðherrarnir sumir svari ekki boði um að mæta í sjónvarpsviðtöl. Þetta ber því miður allt að sama brunni.

En í mínum huga er það alveg klárt að svona vinnubrögð munu koma í bakið á þessari ríkisstjórn og þá á ég við þá einstaklinga og flokka sem þeir standa fyrir.  Ekki það að ég óski þeim eitthvers ills - langur er vegurinn frá því, en svona verður það bara.

Þessi þráhyggja - þráseta - er mjög sérkennileg og mér býður svo hugur að það sé eitthvað - sérkennilegt - að baki, ef ég má segja svo. Hvaða hagsmuni eru menn og konur í ríkistjórninni að verja svona grimmilega?  Á hvaða altari hafa þau verið færð á og reyrð niður að þessu sinni ? Smá hugleiðing nú, en ég veit að það skýrist, eins og allt annað.

Stundum þurfum við að vera þolinmóð - mjög þolinmóð.  Bara að bíða. Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er ekkert sem kemur manni lengur á óvart Jón. Vinnubrögðin sem að Geir og Ingibjörg Sólrún viðhafa eru þau sömu vinnubrögð sem notuð hafa verið undanfarin ár.

Siðleysi, eiginhagsmuna og vinaplott og pot. Svo ég tali nú ekki um koddahjalið hennar Þorgerðar.

Við viljum nýtt heiðarlegt fólk til starfa fyrir þjóðina.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.12.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Sammála þér, eitt er samráð annað tilkynningar um fyrirfram ákveðna hluti eins og ráðamenn virðast viðhafa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.12.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jón M. vissu lögfróðir ekki fyrirfram um Bankaleyndina sem Davíð Oddsson beitti fyrir sig? Hefðu upplýsingar hans ekki geta verið trúnaðarmál meðal nefndarmanna? Okkur kemur við hinar raunverulegu ástæður þess að við vorum sett á hryðjuverkalista. Í stöðunni hér er um tvennt að ræða einræðistjórn [utanþingsstjórn] eða sitjandi ríkistjórn hafi traust alls þingsins.

Júlíus Björnsson, 4.12.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Eg undrast svo margt sem þú er að segja Jón Magnússon þú hefur svo margt gott til bunns að bera - komdu nú fram og bjóddu aðstoð þína og hættu að skammast út í þá sem þú innst inni að ég tel metur ágætlega - og þetta Davíðs þetta Davíðs hitt skulum hætta að láta ergja okkur - staldraður aðeins við og skoðaðu í budduna þína og spáðu í hvar eru allir aurarnir þínir ? þeir síðustu eyddir þú kanski í BÓNUS hjá þeim feðgum sem harðast markaðssetja okkar ágætsimann sem "terrorista" - þú veist betur

Jón Snæbjörnsson, 6.12.2008 kl. 21:06

6 identicon

Hvað er það sem forsætisráðherra svíkur ekki ? Nefndu mér aðeins eitt dæmi, þá mun ég sofna sæll og glaður.

Kv. Kristján. 

Kristjan (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 543
  • Sl. sólarhring: 598
  • Sl. viku: 5482
  • Frá upphafi: 2426116

Annað

  • Innlit í dag: 504
  • Innlit sl. viku: 5058
  • Gestir í dag: 488
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband