Leita í fréttum mbl.is

Bestu jólakveðjur

Sendi mínar bestu jólakveðjur og vona að allir sem þetta lesa hafi haft góða jólahátíð það sem liðið er.  Ég var ánægður að heyra það að kirkjusókn hefði verið sú mesta á landinu á aðfangadagskvöld.  Það sýnir eitt með öðru hvað kristin kirkja gegnir miklu hlutverki í lífi flestra Íslendinga.

Á sama tíma finnst mér leiðinlegt að lesa um það að innbrotum skuli fjölga  mikið á höfuðborgarsvæðinu. Ég spyr hvað veldur.  Ekki er það í samræmi við boðskap jólanna að taka frá öðrum ófrjálsri hendi.  Vonandi tekst að koma lögum yfir þá sem að þessu standa og leiða þá á réttar brautir í lífinu.

Það skiptir miklu að muna eftir boðskap jólanna. Friður, fyrirgefning og kærleikur.  Við ættum að minnast þess um jólin og raunar alltaf að það er inntak kristinnar boðunnar. Í þeim anda eigum við að starfa eftir því sem okkur er unnt hverju og einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar 100% skilyrt fyrirgefning þar sem allt er fyrirgefið nema að að trúa ekki.
Kannski lásu innbrotsþjófarnir sér til um að það er bara ein synd and hence....

Gleðileg jól!

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Jón Magnússon

Jesús skilyrðir hvergi fyrirgefninguna svo ég muni samkvæmt fræðunum DoctorE

Jón Magnússon, 26.12.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jón minn: þetta er alveg í anda hippanna; friður fyrirgefning og kærleikur, en hvernig eigum við að taka á réttlætinu og nægusemi fyrir alla, inn í þessa formúlu í dag. Það er gott að elska, það er gott að gefa, en gottið verður miklu betra ef við stelum því..sega sumir og finnst það fjöður í hattinn að komast upp með það. Þeir ganga um með krumpaðar fjaðrir. Nei, misskiningur og breiða brautin er ekki gæfuleg. Elskum náungan og gerum það besta úr því sem við höfum..

Kærleikskveðjur, hippar tóku friðsamlega hart á stéttarskiptingunni og það svínvirkaði þegar menn fótu að hlusta raddir fólksins í (Usa).

Ég ætla að vera frekar stillt og góð.  kkv. eva

Þakka góða pistla og hátíðarkveðjur,

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 519
  • Sl. sólarhring: 905
  • Sl. viku: 3800
  • Frá upphafi: 2448767

Annað

  • Innlit í dag: 497
  • Innlit sl. viku: 3549
  • Gestir í dag: 482
  • IP-tölur í dag: 464

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband