Leita í fréttum mbl.is

Atvinna fyrir alla.

Ísland hefur verið blessunarlega laust við atvinnuleysi í langan tíma og það hafa verið meðal helstu kosta okkar þjóðfélags. Vinnufúsar hendur hafa átt tækifæri til að vinna oft á tíðum eins mikið og hver hefur viljað.

Ég hef stundum sagt að þegar ég var ungur maður þá hafi Ísland verið land tækifæranna vegna þess að það var mikil vinna og þegar síldin hvarf gat þjóðin unnið sig út úr þeim erfiðleikum.  Þegar síldin hvarf þurrkaðist út álíka mikið hlutfallslega af þjóðartekjum og nú með bankahruninu. Munurinn er þó sá að síldin hvarf og mannvirki voru nónýtt sem og sérhfæft vinnuafl. Með bankahruninu þá þurfum við að taka á okkur skuldir, sem við vitum ekki enn hvað verða miklar.  En það veldur mestu óvissunni nún um hver raunveruleg staða okkar verður.

Atvinnuleysi hefur verið að aukast og það er jákvætt að heldur hafi dregið úr því í bili en hætt er við að það aukist aftur þegar kemur fram á næsta ár. Vinna er almennt meiri í desember en aðrar vetrarmánuði og uppsagnir sem mörg fyrirtæki gripu til fyrir áramót koma fram í byrjun næsta árs.

Fyrir tveim og hálfu ári  og æ síðan varaði ég við því hvernig íslenskur vinnumarkaðar væri að þróast og þau hættumerki sem væru fólgin í því að flytja inn þúsundur erlends verkafólks. Það olli aukinni þennslu og brengjaði myndina að mörgu leyti. Nú sitjum við uppi með afleiðingarnar.  Samdrátt og atvinnuleysi. 

Ríkisstjórnir áranna 2006 til þessa dags bera ábyrgð á því að þennslan skyldi fara úr böndum með þeim afleiðingum að við þurfum nú að þola verri samdrátt á vinnumarkaðnum en ella hefði verið.  En það þýðir ekki að vandræðast með það fyrr en í næstu kosningum. Nú er viðfangsefnið að móta nýja atvinnustefnu til að tryggja atvinnu fyrir alla.  Það er brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna í dag.

Í því sambandi má ekki gleyma að stjórnmálamenn eru ekki besti aðilarnir til að standa fyrir nýsköpun og fjölgun starfa.  Þeir geta hins vegar sett reglur og mótað framlög til að styðja við sprotafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki í landinu til að tryggja aukinn vöxt og aukna arðsköpun.

Það á að heimila meiri veiðar.  Margir hafa gagnrýnt þá stefnu okkar Frjálslyndra en staðreyndin er sú að ríkisstjórnin og sérfræðistofnun hennar og sérfræðingar hafa í raun sagt að það sé í lagi og ekki verði gengið of nærri fiskistofnunum með því. Það kemur fram með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að heimila kvótaeigendum að geyma kvóta milli ára.  Fyrst það er hægt að haga veiðum þannig að geyma megi allt að þriðjungi leyfðra aflaheimilda þá hlítur líka að vera hægt að auka aflaheimildir núna þegar versta kreppan ríður yfir um þriðjung. Það mundi gjörbreyta atvinnuástandi og arðsköpun í landinu.

Mér finnst líka mikilvægt að stjórnvöld skipi aðila til að fylgjast náið með vinnumarkaðnum og móta tilllögur sem fyrst um leiðir sem gætu leitt til fjölgunnar arðskapandi starfa í landinu.

Vinna verður gegn atvinnuleysinu með öllum skynsamlegum ráðum. 


mbl.is Færri skrá sig án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er góður pistill Jón. Grunnurinn að því að byggja upp atvinnu er að ná sáttum í þjóðfélaginu og að stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja verði hvetjandi og uppbyggjandi en hætti að mála skrattann á vegginn. 

Við erum hvað sem öðru líður rík. Eigum líklega bestu hús í evrópu, sem við kyndum með heitu vatni sem streymir upp úr jörðinn og rafmagni úr fallvötnum. Við höfum mikla umframgetu í matvælaframleiðslu í okkar stóra landi og stóran hluta af N-Atlandshafi fullan af fiski. Auk þess eigum við mun meiri fjármuni en við skuldum í lífeyrissjóðum, bankainnistæðum og fasteignum.

Þorsteinn Sverrisson, 30.12.2008 kl. 15:07

2 identicon

Jón, heldur þú að það séu nokkrar líkur á því að samstarfsmenn þínir á alþingi láti hendur standa fram úr ermum??.  Erum við ekki föst í reglugerðarvirki/stöðnun sem kemur í veg fyrir virkilegar framkvæmdir og. T.d neyðaraðstoð við námsmenn, virðist taka nokkra mánuði að setja í gang, enda hljóta þeir að skipta tugþúsundum eða hitt þí heldur,.

itg (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Já það var nú ekkert smávegis orrahríð sem þú fékkst frá sjávarútvegsráðherra í þinginu þegar þú bentir á það atriði að þessi tilfærsla milli ára þýddi heildaraflaaukningu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.12.2008 kl. 00:52

4 identicon

Hvar ætlar þú að kaupa þína flugelda þetta árið. Eða ætlar þú kannski, á þínum þingmannslaunum, ekki að kaupa neitt. Hvað ert þú að tala um atvinnu "fyrir alla". Þú ert tryggur næstu árin, nema það verði kosningar, þá fellur þú út af þingi, eins og hinir svikararnir.

Joe (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 02:46

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka fyrir málefnalegar athugasemdir.   Hanna Birna, hvernig skyldi standa á því að fréttamiðlar skuli tala við Steingrím en ekki Guðjón Arnar þegar Frjálslyndir leggja fram tillögur eins og í sambandi við t.d. norsku krónuna og auknar fiskveiðar svo nýlegir hlutir séu teknir. Sérkennilegt?

Jón Magnússon, 1.1.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 257
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 4078
  • Frá upphafi: 2427878

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 3776
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband