Leita í fréttum mbl.is

Þetta gengur ekki.

Mér var brugðið þegar ég sá að ríkisbankinn Landsbankinn ætlar að henda 11 milljónum dollara eða jafnvirði 1.4 milljarða króna í Decode Genetics. Er ekki nóg komið af óeðlilegum bankaviðskiptum á Íslandi. Er ekki nóg komið af því að veita ótryggðar fyrirgreiðslur til fyrirtækja eins og Decode Genetics. Á sínum tíma m.a. vegna Davíðs Oddssonar gengust þáverandi ríkisbankar þ.á.m. Landsbankinn í  að kaupa hlutabréf í Decode og selja þau síðan aftur á allt of háu verði sem bankamenn þess tíma markaðssettu með vægast sagt óeðlilegum hætti. Nú þegar Landsbankinn er orðinn ríkisbanki aftur þá á að henda einum og hálfum milljarði til viðbótar í þetta fyrirtæki sem hefur þegar kostað okkur allt of marga milljarða.

Fyrirtæki eins og Decode á að reka á kostnað og áhættu eigenda þess en ekki íslensku þjóðarinnar.   Það hefði verið betra að hafa aðra en Davíð og Co við stjórnvölin þegar bankarnir voru einkavæddir til að sjá til þess að kapítalistarnir bæru ábyrgð á sjálfum sér, græddu á eigin verðleikum og þyrftu að þola tapið sálfir í staðinn fyrir að láta þjóðina gera það.

Mér er gjörsamlega ofboðið að nýí ríkisbankinn skuli henda einum og hálfum milljarði með þessum hætti.


mbl.is deCODE semur við Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þingmaðurinn ekkert að segja um ástandið hjá þjóðinni þá loks að hann bloggar?


Eins og:
Ástandið við Alþingishúsið og við Stjórnarráðið og síðan ástæður ástandsins?!
Er ekki rétt að stofna til kosninga til að sýna fólki að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi, verða við kröfum fólksins?

Þetta eru ekki spurningar um þið (fólkið/mótmælendurnir) og svo við(stjórnmálamennirnir).  Þið eruð þarna vegna þess að þjóðin kaus, og nú vill þjóðin sjá breytingar. Við erum allir Íslendingar, þjóðin.

Nú reynir á að sýna stjórnkænsku og finna hinn gullna meðalveg. Þetta eru ráð mín til þín og félaga þinna í Alþingishúsinu.

Nökkvi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það hefur ekki skort á það Nökkvi að ég hafi tjáð mig reglulega um ástandið. Nú fyrir skömmu lýsti ég því yfir að ég teldi að það ætti að mynda nú þegar þjóðstjórn allra flokka sem starfaði fram að kosningum sem yrðu við fyrsta tækifæri. 

Svo er það ekki spurning um við eða þið. Það er spurning um okkur. Við erum á sama báti og ég eins og ég reikna með þú viljum gera okkar besta fyrir þjóðina. Þess vegna erum  ég og þú við að því leyti þó okkur kunni e.t.v. að greina á að einhverju öðru leyti en það er annað mál.

Jón Magnússon, 21.1.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir ég var virkilega hissa þegar ég heyrði þetta í gærkveldi. Ég trúði því heldur ekki þegar það var talað um að Decode ætti af fara undir Háskólann og ætli það verði ekki endirinn en þessu var laumað inn í fréttirnar á milli hryðja. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta er ekkert annað en algjör hroki og hneisa. Biðjum um þjóðstjórn og lögum þetta gallaða kerfi síðan kosningar.

Valdimar Samúelsson, 21.1.2009 kl. 18:05

4 identicon

Sammála Jóni.  Það er voðalegt.  Enn verið að ræna fólkið eða hvað?

EE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála ég held að það þurfi þjóðstjórn fram að kosningum Valdimar.

Jón Magnússon, 21.1.2009 kl. 23:39

6 identicon

Jón, hvernig rökstyðurðu þá fullyrðingu þína að þegar NBI kaupir bandarískt bankaskuldabréf upp á 2-3 milljarða á 1,4 milljarða sem verður laust til útborgunar eftir 1-2 ár, að það sé verið að henda peningum í Decode?

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er sammála því að það á að koma á þjóðstjórn, mér finnst skelfilegt að ríkisstjórnin skuli vera algjörlega blind yfir ástandinu í landinu. Hvað þarf eiginlega til, ég bara spyr ?  Landsbankinn sem er ríkiseign getur ekki hjálpað þeim fjölskyldum sem eru í viðskiptum við þá meira en svo en að hirða öll launin þeirra uppí vangoldnar skuldir þannig að fjölskyldufólk á ekki fyrir mat lengur. Hér er ég að tala um eina fjölskyldu sem þetta á við, og þessi tiltekna fjölskylda hefur fyrir fjórum ungum börnum að sjá. Á sama tíma les ég þetta í blöðunum hvað Landsbankinn,eign allra landsmanna, er að gera fyrir deCODE. Þessi tiltekna fjölskylda, þá er ég að meina fjölskyldufaðirinn, kaus þig Jón og þinn flokk í síðustu kosningum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:09

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

við munum öll þegar davíð mærði svo de code að nánast allir íslendingar keyptu hlut í því fyrirtæki, hæst fór hluturinn minnir mig í usd 60, í dag usd 0,60 tops. þetta er upphafið að fyrirtækjadýrkun, hluthafadýrkun, hlutabréfadýrkun og allri þeirri dýrkun sem við erum að súpa seiðið af í dag. sammála því að auðvitað eiga eigendur að taka áhættu á því hvort hlutirnir gangi eða ekki, alla vega ekki ríkisbankar

Jónas Ómar Snorrason, 22.1.2009 kl. 17:00

9 identicon

Er þetta eðlileg fyrirgreiðsla?

Hefur Decode fært íslenskri þjóð einvern auð í þjóðarbúið?

Var ekki alþýða landsins blekk til að kaupa bréf í Decode á forsendum sem verðbréfamiðlarar settu upp?

Á núna að fara að mæta með mótmælaskiltin við Landsbankann? ( þetta er núna eign þjóðarinnar )

Lýðræðið er búið að sýna að það þolir ekkert annað en nýja siðvæðingu og breytt hugarfar.

Það er stutt að LÍ frá Austurvelli ef út í það er farið.

Hvað næst?

Þórður J (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 717
  • Sl. viku: 4527
  • Frá upphafi: 2467478

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4210
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband