Leita í fréttum mbl.is

Þetta sögðum við.

Ég flutti þingsályktunartillögu í vetur um það að leita m.a. eftir myntsamstarfi við Noreg og taldi og tel það ákjósanlegt miðað við að við erum lönd í EES og höfum auk þess víðtæka samstöðu í Norðurlandaráði og varðandi ýmis sameiginleg hagsmunamál.  Kostirnir eru ekki margir varðandi það að vera með alvöru mynt. Myntsamstarf við Noreg. Innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru í framtíðinni. Einhliða upptaka Dollars.  Það er um þetta sem málið snýst og ekki annað.  Mér finnst rét að kanna þetta fyrst til hlítar við Norðmenn.


mbl.is Tilbúin í viðræður um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eins og þér er kunnugt Jón, er ekki nauðsynlegt að semja við Norðmenn til að hafa not af Norsku Krónunni. Við getum einfaldlega notað hana sem stoðmynt við innlenda Krónu. Þessu fyrirkomulagi er stjórnað af myntráði.

Það er auðvitað ekki verra að Norðmenn séu jákvæðir gagnvart notkun NKR. Vitað er að Bandaríkjamenn verða bara kátir, ef við viljum nota US Dollar sem stoðmynt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.2.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég held að norðmenn séu mjög varkárir í fjármálum og fjármálastjórn. Þeir myndu ekki taka  vel  einhliða upptöku norsku krónunnar. Eg er hræddur um að þeir muni segja við íslensku ráðherrana: afhverju ekki taka bara strax upp Evrur. Við ætlum að gera það þó síðar verði. Mér finnst satt að segja allt þetta einhliða tal vera : miklir menn eru vér Íslendingar og fullvalda og ráðagóðir. Skítt með að þetta sé allt til skamms tíma gert og óvandað og muni koma sér illa þegar til lengri tíma er litið.

Gísli Ingvarsson, 3.2.2009 kl. 23:09

3 identicon

Það er nú ekki við neinni flugeldasýningu að búast af þessari ríkisstjórn í gjaldmiðilsmálinu Jón þegar að Viðskiptaráðherra vill fara í ESB, Fjármálaráðherra vill Norska krónu og málið er komið í nefnd.

Klukkan tikkar og hver dagur kostar peninga.

Ég er hrifin að þessari umleitan Steingríms við Norðmenn. Er samstaða meðal Frjálslyndra um NOK?

bkv. 

sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:10

4 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Tel þetta vera besta kostinn í stöðunni að leita eftir samningum við Norðmenn um að taka upp Norsku krónuna.  Seinna kann að koma upp sú staða að við viljum frekar evru en það tekur allt sinn tíma.  Tíminn er ekki beint að vinna með okkur þessa dagana............

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 4.2.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þar sem ég sé, að þú ert verkfræðingur Sveinn, langar mig að nefna að ég hef tekið eftir að verkfræðingar hafa meiri skilning á peningamálum en hagfræðingar. Ég vil því benda þér á að kynna þér hugmynd mínu um Myntráð. Þú getur fundið mikið efni um það fyrirkomulag á blogginu mínu.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.2.2009 kl. 11:34

6 identicon

Held upptaka dollarans verði sterkara en evru og norksu kr.

EE elle (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:43

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt hjá "EE elle" að US Dollar er vafalaust sterkasti gjaldmiðill heims og raunverulega eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn. Ég set hér inn línurit sem sýnir hlutfallslega notkun gjaldmiðla í opinberum gjaldeyrissjóðum. Við sjáum, að USD er um 2,5 sinnum meira notaður en Evra. Aðrir gjaldmiðlar koma langt á eftir.

Til að skilja alþjóðlegt eðli USD er vert að hafa í huga, að 3/4 allra USD eru í notkun utan Bandaríkjanna. Bæta má við, að öll hrávöruverzlun í heiminum er í Bandaríkjadölum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.2.2009 kl. 12:04

8 identicon

Já, akkúrat.  Kunni bara ekki að lýsa þessu eins vel og Loftur.

EE elle (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 643
  • Sl. sólarhring: 681
  • Sl. viku: 5582
  • Frá upphafi: 2426216

Annað

  • Innlit í dag: 596
  • Innlit sl. viku: 5150
  • Gestir í dag: 564
  • IP-tölur í dag: 535

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband