Leita í fréttum mbl.is

Starfslítil ríkisstjórn

Ríkisstjórnin hefur ekki komið með tillögur sem máli skipta til lausnar skuldsettum einstaklingum og fjölskyldum.

Ríkisstjórnin hefur ekki komið með tilögur sem máli skipta varðandi lánamál og skuldastöðu fyrirtækjanna í landinu.

Ríkisstjórin hefur ekki markað sér neina stefnu varðandi verðtryggingu lána og ekki virðist nein samstaða um það innan ríkisstjórnarinnar hvert á að stefna í þeim efnum.

Ríkisstjórnin hefur nú starfað í rúman mánuð og svo virðist sem eina málið sem stjórnarflokkarnir hafi náð samstöðu um áður en stjórnin var mynduð hafi verið að bera fram frumvarp til laga til að koma bankastjórn Seðlabankans frá.

Steingrímur J. og Jóhanna bera ábyrgð á því að á hverjum degi fara ný fyrirtæki í þrot og fleiri missa vinnuna.

Það liggur fyrir að það verður að gera grundvallarbreytingar á lánamarkaðnum á Íslandi til að styðja fólk og fyrirtæki.  Þær breytingar máttu ekki bíða þegar ríkisstjórnin var mynduð og það er ábyrgðarleysi að  láta tímann líða án aðgerða.

Svo virðist sem að sé forgangsatriði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að bera fram tillögur um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá í stað þess að beina sjónum að þeim vanda sem fyrir hendi er í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er rétt, Jón, að þessi ríkisstjórn hafi ekki komið með tillögur ennþá "sem skipta máli til lausnar skuldsettum einstaklingum og fjölskyldum".  Þó þú sért nýlega genginn í Sjálfstæðisflokkinn, þá finnst mér þú kasta grjóti úr glerhúsi.  Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar né Frjálslyndi flokkurinn komu með eina einustu raunhæfa hugmynd frá því að krónan byrjaði að lækka í júlí 2007, þar til að núverandi ríkisstjórn tók við.  Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að treysta á "gullfiskaminni" landsmanna, en flokknum væri nær að skammast sín fyrir að hafa komið þjóðinni í þá stöðu sem hún er í, en að agnúast yfir því að núverandi ríkisstjórn hefur ekki náð að vinda ofan af öllu klúðri fyrri ríkisstjórnar á þeim stutta tíma sem liðin er frá stjórnarskiptum.

Marinó G. Njálsson, 5.3.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þú getur fundið ítarlegt svar við þessu á heimasíðu minni Börkur.

Í stuttu máli þá er um persónukjör á Íslandi að ræða og þingmenn eru kosnir sem einstaklingar og hafa stjórnarskrárbundna skyldu til að fylgja sannfæringu sinni. Varðandi það Börkur hvort ég muni hverfa aftur úr Sjálfstæðisflokknum þá geri ég það ekki. Ég var í Sjálfstæðisflokknum samfellt í rúm 30 ár og hef alltaf stutt flokkinn í borgarstjórnarkosningum þó ég hafi ekki átt samleið með Sjálfstæðisflokknum í landsmálum undanfarin ár þangað til núna af þeim ástæðum sem ég hef gert ítarlega grein fyrir opinberlega.

Jón Magnússon, 5.3.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 554
  • Sl. sólarhring: 607
  • Sl. viku: 5493
  • Frá upphafi: 2426127

Annað

  • Innlit í dag: 512
  • Innlit sl. viku: 5066
  • Gestir í dag: 495
  • IP-tölur í dag: 470

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband